Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 9. JÚLI 1982. FLUGMENN SÖMDU í GÆRMORGUN ■ Samningar voru undirritaðir milli Félags islenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða i gærmorgun um kl. 7 að afstöðnum löngum samningafundi. Voru það einkum launamál sem um var að tefla á síðasta sprettinum og var tekið mið af samningum ASÍ og VSÍ i samkomulaginu. Geir Garðarsson, sem sæti átti í samninganefnd flugmanna sagði að þótt þreifingar hefðu byrjað á milli aðila i janúar sl. hefðu hinar eiginlegu samn- ingaviðræður einkum staðið í júní og það sem af er júlí. FÍA menn höfðu komið sér saman um uppkast að nýjum kjarasamningi félagsins, sem byggður var á samningum gömlu félaganna tveggja og sagði Geir að fremur greiðlega hefði gengið að fá Flugleiðir til þess að fallast á uppkastið. Flugmenn munu leggja samninginn fyrir félagsfund innan tiðar, en þó kann að líða vika þar til hann verður haldinn. Fulltrúar Flugleiða i viðræðunum voru þeir Erling Aspelund, Jóhannes Óskarsson, Leifur Magnússon o.fl. Kristján Egilsson, Geir Garðarsson, Árni Sigurðsson, Tryggvi Baldursson, Ingi Olsen og Jóhann G. Sigfússon sátu i samninganefnd flugmanna. -AM ppKirkjuhúsid” — þjónustumiðstöð kirkjunnar tekur til starfa ■ Tekin er til starfa þjónustumiðstöð kirkjunnar að Klapparstíg 27, Reykja- vik. Hefur hún hlotið nafnið Kirkjuhús- ið. Með tilkomu hennar hefur hvoru tveggja i senn verið komið á sameigin- legri afgreiðslu fyrir Biskupsstofu, Hjálparstofnun kirkjunnar, Útgáfuna Skálholt og Æskulýðsstarfið. Þarna hefur því litið dagsins ljós fyrsti visir hins nýja kirkjuhúss sem fyrirhugað er að reisa á Skólavörðuholtinu. Sú þjónusta sem veitt verður í Kirkjuhúsinu verður í stórum dráttum sú, að þar verða hinar ýmsu útgáfur biblíunnar og sálmabókarinnar á boð- stólum svo og úrval bóka með kristnum boðskap, bæði á íslensku sem erlendum málum. Sérstaklega verður kappkostað að búa vel að bókum sem styðja trúarlegt uppeldi barna. Ýmis konar kirkjumunir s.s. altaris- búnaður, höklar og kyrtlar verða fáanlegir og aðstoð verður veitt við útvegun slíkra hluta. Þá verður margs- konar fræðsluefni til nota á heimilum, skólum og í söfnum, til útláns og sölu. Fermingarþjónusta verður veitt og minningarspjöld hvers konar afgreidd. Einnig verður tekið á móti áheitum m.a. til Strandakirkju og framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunnar. Kirkjuhúsið verður fyrst um sinn opið kl. 10-17, alla virka daga. Rekstrarstjóri verður Þorbjörg Danielsdóttir. AuÞ ■ Þorbjörg Daníelsdóttir rekstrantjóri „Kirkjuhússins“ ■ Sr. Bembarður Guðmundsson sýnir hluta þess vamings sem á boðstólum verður. Tímamynd: EUa m fra aöaltundi samvinnutryggingafelaganna. Rekstur Samvinnutrygginga gekk vel á sídasta ári: GÁFU NU 2,5 Mllli. KR. IDGIAUMAFSIÁTT á bifreidatryggingum ■ Hagnaður varð af rekstri Samvinnu- trygginga á síðasta ári, og nam hann um 546 þús. kr. Komu þessar upplýsingar fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Reykjavik nýlega. Fundinn sátu 24 fuUtrúar viðs vegar að af landinu auk stjóraar félagsins, framkvæmdastjóra og nokkurra starfsmanna. í reikningum Samvinnutrygginga g.t. kom fram, að rekstur tryggingagrein- anna gekk nokkuð vel á árinu. Iðgjöld ársins námu hjá félaginu tæplega 121 millj. kr. og var aukning frá árinu áður um 67% i frumtryggingagreinunum, en 38% i endurtryggingum. Tjón ársins urðu rúmar 104 millj. kr. og hækkuðu um 86.8% miðað við árið áður. Tjónaprósentan miðað við iðgjöld ársins varð 86.1%. Nettóbóta og iðgjaldasjóðir Samtvinnutrygginga voru í árslok 1981 rúmar 86 millj. kr., en voru tæpar 49 millj. kr. árið áður. Hækkunin nemur 76.8%. Niðurstaða tryggingagreinanna varð sú, að hagnaður varð af rekstri Brunadeildar, Sjódeildar og Ábyrgðar- og slysadeildar, samtals að upphæð tæpar 3.4 millj. kr. Bifreiðadeild og endurtryggingar, bæði innlendar og erlendar voru hins vegar með tap samtals að upphæð rúmar 2.8 millj. kr. Á fundinum kom m.a. fram, að Samvinnutryggingar veittu 837 við- skiptavinum, sem tryggt hafa bifreiðar sínar i 10,20 eða 30 ár án tjóna, ókeypis ársiðgjald af ábyrgðartryggingum bif- reiðanna vegna ársins 1981. Er hér um að ræða verulegan afslátt eða um kr. 2.5 milljónir. Jafnframt aðalfundi Samvinnutrygg- inga var haldinn aðalfundur Líftrygg- ingafélagsins Andvöku og Endurtrygg- ingafélags Samvinnutrygginga. Rekstr- arafgangur af lifryggingafélaginu nam rúmum 456 þús. kr. og voru lagðar i bónussjóð Andvöku 400 þús. kr. Iðgjöld ársins námu 2.4. millj. kr. og höfðu þau lækkað um 41.6% frá árinu áður, enda voru slysatryggingar, sem félagið hafði haft, fluttar yfir til Samvinnutrygginga í ársbyrjun. Rekstrarhagnaður Endurtryggingafé- lagsins varð rúmar 25 þús. kr. Iðgjöld ársins námu tæpum 30 millj. kr. og er það 14.5% aukning frá fyrra ári. Endurkjörnir voru i stjórnir félag- anna þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, Ingólfur Ólafsson, kaupfélagsstjóri, og Ragnar Guðleifsson, kennari. Fyrir vom i stjórn Valur Amþórsson, kaup- félagsstjóri, og Karvel Ögmundsson, framkvæmdastjóri, en fulltrúi starfs- manna er Þórir E. Gunnarsson, fulltrúi. AuÞ Þórður Þórðarson Ráðinn bæjar- stjóri á Króknum ■ Fyrr í þessari viku réð bæjarstjórn Sauðárkróks Þórð Þórðarson, lögfræð- ing, sem gengt hefur starfi dómarafull- trúa hjá Ávana- og fikniefnadómstóln- um, i starf bæjarstjóra til loka nýhafins kjörtímabils. Tekur hann við störfum mjög bráðlega. Átta einstaklingar söttu um stöðu bæjarstjóra á Sauðárkróki. Þrír þeirra óskuðu nafnleyndar. Hinir sem ekki óskuðu nafnleyndar voru að Þórði frátöldum: Birgir Þórhallsson, Friðrik Brekkan, Snorri Björn Sigurðsson, og Guðmundur Benediktsson. .Kás ■ Þórður Þórðarson. Tímam: Róbert Unglingadans- leikir á föstu- dagskvöldum ■ Ákveðið hefur verið að taka upp sérstaka sumardagskrá í félagsmiðstöð- inni Árseli, verður einn liðurinn í henni að halda unglingadansleiki á föstudags- kvöldum og mun hver um sig hafa ákveðna yfirskrift. Fyrsti dansleikurinn verður haldinn í kvöld. Nefnist hann „BARA-dansleik- ur“, i tilefni Reykjavíkur- og Ársels- heimsóknar BARA-flokksins frá Akur- eyri. Greiðlega gengur að komast i félags- miðstöðina með leið 10 frá Hlemmi öll kvöld fimm mínútur yfir heila og hálfa timann. Unglingar nær og fjær fæddir ’69 og eldri eru hvattir til að mæta í sumarskapi. íslandsmót í svifflugi um helgina ■ Um helgina verður haldið íslands- mót i svifflugi á Helluflugvelli, og gengst Flugmálafélag íslands fyrir þvi. Átta keppendur og svifflugur hafa skráð sig til keppninnar. Mótsstjóri verður Dr. Þorgeir Pálsson, en veðurfræðingur mótsins verður Guðmundur Hafsteins- son. Fundur þing- flokks og fram- kvæmda- stjórnar ■ Sameiginlegur fundur með þing- flokki og framkvæmdastjóm Framsókn- arflokksins verður haldinn miðvikudag- inn 14. júli nk. og hefst kl. 14. Efnahagsmál verða þar fýrst og fremst tii umræðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.