Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 7
,ss?í ijOí ,«.v'i1 ru.ö'. FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982. erlent yfirlit erlendar fréttir ■ FORSETAKJÖR fór fram í Mexí- kó á sunnudaginn var. Bráðabirgðatöl- ur, sem hafa verið birtar um úrslitin, sýna að Byltingarflokkurinn, sem gengur undir skammstöfuninni P.R.I., hefur enn einu sinni unnið mikinn sigur, enda þótt þetta hafi verið frjálslegustu kosningar, sem hafa farið fram í Mexíkó. Samkvæmt bráðabirgðatölum hefur Miguel de la Madrid Hurtado, frambjóð- andi P.R.I. fengið 75% greiddra atkvæða. Fjórðungur greiddra atkvæða skiptist milli sex keppinauta hans. Af þeim fengu tveir um 10% greiddra atkvæða hvor. Annar þeirra var Pablo Emilio Madero, frambjóðandi íhalds- flokksins, en hinn var Amoldo Martinez Verdugo, frambjóðandi Sameinaða sósi- alíska flokksins, en hann er talinn vera undir stjórn kommúnista. Vitað var fyrirfram, að frambjóðandi P.R.I. myndi sigra með yfirburðum. Pess vegna var það óttazt nokkuð af forustumönnum hans, að þátttakan i kosningunum yrði lítil. Flokkurinn gerði því sitt ýtrasta til þess að þátttakan yrði sem bezt. Hún varð um 70% og þykir það sæmilegt. Andstæðingar P.R.I. telja, að nokkur brögð hafi verið að því, að framkvæmd kosninganna hafi farið úr skorðum og bráðabirgðatölum beri því að treysta varlega. Þessar ákærur þeirra verða athugaðar nánar. Þeir bera þó ekki brigður á, að Miguel de la Madrid hafi náð lögmætri kosningu. 1 SÍÐAN 1929 hefur P.R.I. unnið allar Miguel de la Madrid Hurtado. Mikill vandi bídur nýs forseta í Mexíkó Fjárfesting verið of mikil í olíuvinnslu kosningar í landinu. Raunar má segja, að hann hafi lengi vel verið eini flokkurinn i landinu, þótt viss flokks- starfsemi önnur væri leyfð að nafni til. Flokkurinn var stofnaður eftir lang- varandi byltingar og stjómleysisástand i landinu og náði forustunni með róttækum stjórnaraðgerðum, m.a. með þjóðnýtingu olíulindanna. Siðustu árin hefur flokkurinn aukið pólitískt frjálsræði að mun, enda verið vaxandi kröfur um það. Þó hefur þetta frjálsræði aldrei verið meira en nú. Eins og þegar hefur komið fram, tóku sjö flokkar þátt í kosningunum og náðu tveir þeirra verulegri fótfestu. Flokksvél P.R.I. er hins vegar enn svo öflug, að mikið þarf til að hagga henni. Forseti Mexíkó er kosinn til sex ára og má ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þetta er gert til að reyna að sporna gegn einræðishættu. Hins vegar hefur sú venja skapazt að fráfarandi forseti fær rétt til að ákveða eftirmann sinn, þ.e. að P.R.I. samþykkir það forsetaefni, sem fráfarandi forseti mælir með. Venjulegast fer sú tilnefning fram ári fyrir forsetakosningamar og notar for- setaefnið allan þann tíma til ferðalaga um landið, þar sem hann jöfnum höndum kynnir sjónarmið sín og aflar sér þekkingar á högum þjóðarinnar og einstakra landshluta. Portillo forseti tilkynnti á síðastliðnu sumri, að hann hefði valið Miguel de la Madrid til að taka við forseta starfinu, þegar hann lætur af því, en það verður 1. desember næstkomandi. Valið á Miguel de la Madrid kom nokkuð á óvart því að hann hafði ekki haft nein afskipti af stjómmálum áður, og þóttu margir aðrir liklegri en hann til að verða fyrir valinu. Það réði hins vegar úrslitum, að hann naut sérstaks álits Lopez Portillo. Miguel de la Madrid Hurtado er 47 ára að aldri, kominn af miðstéttarfólki. Að loknu háskólanámi í Mexíkó, stundaði hann nám við Harvard-háskól- ann í Bandaríkjunum og lauk þaðan góðu prófi í þeirri hagfræðigrein, sem lýtur að stjórn opinberra stofnana. Eftir heimkomuna frá Bandaríkjun- um, fékk de la Madrid starf í fjármálaráðuneytinu. Þar kynntist hann Lopez Portillo, sem var fjármálaráð- herra áður en hann var kjörinn forseti. Lopez Portillo fékk fljótlega mikið álit ■ Portillo og Reagan. á honum. Árið 1978 fól Portillo honum stjórn ráðuneytis, sem sér um fjárlaga- undirbúning og efnahagslega áætlunar- gerð fyrir stjórnina. Miguel de la Madrid lagði strax niður ráðherrastörf, þegar hann hafði verið tilnefndur frambjóðandi, og hefur síðan verið á stöðugum kosningaferðum um landið. Honum hefur yfirleitt verið vel tekið og sagt er, að hann hafi sjálfur lært mikið. Honum sé enn ljósari en áður hin gífurlega fátækt sem ríkjandi er í landinu og skoðanir hans séu orðnar róttækari en áður, en hann var talinn frekar til hægri en vinstri. MIKIL vandamál bíða hins nýja forseta, þegar hann tekur við embætt- inu. Fram eftir síðasta áratug var allör efnahagsþróun í Mexíkó vegna auk- innar eftirspumar eftir oliu og hækkandi verðs á henni, en Mexikó er með mestu oliuframleiðslulöndum heims. OIiu- vinnslan margfaldaðist og fjárfesting varð mikil á sviði hennar. Síðustu misserin hefur eftirspurn eftir olíu minnkað og verðið fallið. Það hefur nú valdið vandræðum, að ráðizt hafði verið i of miklar og dýrar oliuvinnslu- framkvæmdir meðan búizt var við að eftirspurnin héldi áfram að aukast og verðið að hækka. M.a. em erlendar skuldir nú miklu meiri en ella. Ör fólksfjölgun hefur einnig verið mikið vandamál í Mexíkó og hefur síður en svo dregið úr henni. Þrátt fyrir mikla fólksflutninga til Bandaríkjanna, hefur atvinnuleysi farið sívaxandi. Vegna fátæktarinnar í sveitum er mikill fólks- straumur til borganna, einkum Mexíkó- borg. Haldi þessu áfram, verður Mexí- kóborg orðin fjölmennasta borg í heimi nokkru fyrir aldamót. Talið er, að hinn nýi forseti muni leggja áherzlu á að fylgja óbreyttri utanrikisstefnu, m.a. í málum Mið- Ameriku. Hann muni reyna að hafa áhrif á afstöðu Bandarikjanna, en jafnframt leggja stund á bætta sambúð við þau. Þetta getur orðið vandrötuð leið, en rétt er að gæta þess, að Kalifomíumennirnir i Hvíta húsinu þekkja betur til i Mexíkó og hafa meiri áhuga á málum þar en þeir, sem em uppaldir á austurströnd Bandarikjanna. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ísraelskur skriðdreki skýtur á vesturhluta Beirut. „Sendidekki herlid til Líbanon” — segir Bresnev forseti Sovétríkjanna í orðsendingu til Reagans Bandaríkjaforseta ■ Bresnev forseti Sovétríkjanna hefur aðvarað Bandaríkjamenn við þvi að senda landgönguliða til að hjálpa til við brottflutning PLO-manna frá vesturhluta Beirut. í orðsendingu sem Bresnev sendi Reagan Bandaríkjaforseta segir að ef Bandaríkjamenn sendi herlið til Beirut muni það leiða til harðra gagnaðgerða af hálfu Sovétríkjanna en þetta er i fyrsta sinn sem Bresnev lætur frá sér heyra um Líbanon- striðið. í orðsendingunni biður Bresnev Reagan um að beita sér fyrir því að stöðva blóðbaðið i Libanon. í orðsendingunni felast engir úrslita- kostir og mun Bresnev vilja halda öllu opnu áfram af sinni hálfu. Ekkert hefur opinberlega verið sagt af bandarískum ráðmönnum um orðsendingu Bresnev en óopinber- lega segja þeir að Bresnev virðist vera að biðla til Bandaríkjamanna. Morðtilræði við Bani Sadr hindrað ■ Franska lögreglan hefur hand- tekið Irana sem reyndi að komast inn i landið með 2 kg. af sprengjuefni falið i farangri sínum. Að sögn frönsku lögreglunnar mun maðurinn hafa sagt við yfirheyrslur að hann hefði ætlað sér að ráða af dögum fyrrum forseta Irans, Bani Sadr, sem lifað hefur i útlegð í einu af úthverfum Parisar siðastliðið ár. Maðurinn kom með flugvél frá Teheran í fyrradag og telur lögreglan að hann sé meðlimur morðsveitar og væru aðrir meðlimir þeirrar sveitar þegar komnir til Frakklands eða á leiðinni þangað. Á síðustu árum hafa tvær morðtil- raunir verið gerðar á áhrifamiklum írönskum útlögum sem lifa i Frakk- landi. Fyrir tveimur árum var frændi fyrrum íranskonungs myrtur og Nokkur hundruð bandarískra landgönguliða,. sem nota mætti sem hluta af alþjóðlegu herliði til að- stoðar við brottflutninga PLO-manna, eru nú á bandarísku herskipi sem liggur út af ströndum Libanon. Ákafar samningsviðræður eiga sér stað nú um brottflutning PLO-mann- anna og mun Philip Habin leggja nótt við dag í Beirut i leit að samkomulagi þar að lútandi, erfið- leikarnir eru enn miklir og standa deilur um það nú hvort hið alþjóðlega herlið eigi að koma inn í myndina fyrir eða eftir að PLO- menn hafa yfirgefið Beirut. Um leið og samningaviðræðum var haldið áfram blossaði stórskota- hríð upp á ný á milli deiluaðila. ísraelsmenn losuðu aðeins um umsátur sitt um borgina og leyfðu matar- og lyfjabirgðum að komast i gegn til þurfandi íbúa borgarinnar. fyrrum forsætisráðherra landsins slapp ómeiddur 1980 er ráðist var á heimili hans. Nýjar áætlanir NATOum fækkun herja í Évrópu ■ NATO löndin hafa lagt fram breytta áætlun um fækkun herafla NATO og Varsjárbandalagsins i Mið-Evrópu. I áætluninni, sem lögð var fram í Vin er lagt til að herafli beggja aðila á þessum slóðum, verði skorinn niður í 900 þús. menn hjá hvorum aðila og eigi þetta að gerast á sjö ára timabili. Sovétmenn hafa sitt hvað að athuga við þessa áætlun og segja hana meingallaða. Umræður milli austur og vesturs um takmörkun herafla, sem eiga sér stað í Vínarborg, hafa nú staðið yfir í níu ár án mikils árangurs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.