Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982. Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Glsll Sigur&sson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Glslason. i Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrei&slustjórl: Slgur&ur Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Ellas Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjórl: Krlstinn Hallgrlmsson. Umsjónarma&ur Helgar- Tfmans: lllugi Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Frl&rik Indrl&ason, Hel&ur Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (Iþróttir), Jónas Gu&mundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Utlltsteiknun: Gunnar Trausti Gu&björnsson. Ljósmyndir: Gu&jón Einarsson, Gu&jón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Kristln Þorbjamardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýslngar: Si&umúla 15, Reykjavfk. Simi: 86300. Auglýslngaslml: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Ver& I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setnlng: Tæknidelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Um hvað sömdu Geir og Bjöm í Helsinki? ■ Sú stefnubreyting í utanríkismálum, sem oröið hefur hjá Mbl. og Geirsarmi Sjálfstæðisflokksins, kemur glöggt í ljós, þegar rifjuð eru upp ýmis atriði í efnahagskafla Helsinkisamningsins, sem Geir Hallgrímsson undirritaði sem forsætisráðherra 1. ágúst 1975, en sérstakur persónulegur ráðunautur hans við undirritunina var Björn Bjarnason, sem nú er aðalsérfræðingur Morgunblaðsins í alþjóðamálum. I efnahagskafla Helsinkisamningsins segir, að þátttöku- ríkin séu „staðráðin í að stuðla að, á grundvelli reglna um efnahagssamvinnu þeirra, aukningu gagnkvæmra við- skipta með vöru og þjónustu og tryggja heppilegar aðstæður fyrir slíka þróun.“ Þá segir orðrétt: „Þátttökuríkin gera sér grein fyrir, hve mikilvægt það er fyrir þróun viðskipta og efnahagssamskipta, að viðskiptatengsl séu bætt og trúnaður í viðskiptasambönd- um aukist í kjölfar þess: Munu gera ráðstafanir til að bæta frekar aðstæður til að auka tengsl milli fulltrúa opinberra aðila, ýmissa stofnana, fyrirtækja, firma og banka, sem fjalla um utanríkisviðskipti, sérstaklega, þar sem það telst gagnlegt, milli seljenda og neytenda vöru og þjónustu í þeim tilgangi að athuga viðskiptatækifæri, ná samningum og tryggja framkvæmd þeirra og veita þjónustu, eftir að kaup eru um garð gengin; Munu hvetja stofnanir, fyrirtæki og firmu, sem vinna að utanríkisviðskiptum, til nauðsynlegra ráðstafana í því skyni að flýta framgangi viðskiptasamningaviðræðna; Munu gera frekari ráðstafanir í því skyni að bæta vinnuaðstöðu fulltrúa erlendra stofnana, fyrirtækja, firma og banka, sem vinna að utanríkisviðskiptum, einkum í samræmi við það, sem hér segir: - Með því að afgreiða á eins vinsamlegan hátt og kostur er beiðnir um að fá að skipa fastafulltrúa og koma á fót skrifstofum í þessum tilgangi; - Með því að hvetja til að allir fulltrúar ofangreindra aðila njóti sem beztrar og jafnastrar aðstöðu á hótelum, til fjarskipta og annars, sem þeir venjulega þarfnast, auk þess sem þeir fái heppilegt húsnæði til skrifstofureksturs og bústaðar; ... Munu auk framangreinds hvetja til vaxandi skipta á upplýsingum um efnahags- og viðskiptamál, með, þar sem við á, sameiginlegum nefndum um efnahags-.vísinda- og tæknisamvinnu, þjóðbundnum og sameiginlegum verslun- arráðum og öðrum viðeigandi aðilum.“ Pá er sérstakur kafli um „samvinnu og sameiginleg áform á sviði iðnaðar.“ Þar segir m.a. að þátttökuríkin „ætla að hvetja til frekari samvinnu viðeigandi stofnana, fyrirtækja og firma í löndum sínum á sviði iðnaðar,“ og jafnframt, að þau „lýsi yfir vilja sínum til þess að stuðla að aðgerðum, sem ætlað er að skapa heppilegar aðstæður fyrir samvinnu á sviði iðnaðar.“ í ræðu, sem flutt var við undirritun samningsins, fórust Geir Hallgrímssyni m.a. þannig orð: „Á slíkum erfiðleikatímum er mikilvægt að halda áfram og raunar auka samvinnuna í viðskipta- og efnahagsmál- um. Við fögnum niðurstöðum ráðstefnunnar að þessu leyti, því að miðað er að efldri samvinnu, sem byggir á jafnréttis grundvelli.“ Eins og sést á framansögðu er að finna í Helsinkisamningnum miklu nákvæmari og víðtækari ákvæði um efnahagssamstarf en í hinum nýja samningi milli íslands og Sovétríkjanna. Það sýnir því mikla stefnubreytingu, þegar menn eins og Geir og Björn eru að gagnrýna hann. - Þ.Þ. á vettvangi dagsins BREYTIR EITUR- LYFJADÓMUR DÓMS- KERFINU í DANMÖRKU? Halldór Kristjánsson skrifar ■ Eiturlyfjasalar í Suður-Ameríku urðu yrír þeim óhöppum i fyrrasumar að tvser konur sem fóru fyrir þá með kókain á Kaupmannahafnarmarkað komust ekki með sendingamar nema i hendur tollvarða á KastrupflugveUi. Önnur var með 5.7 kg. en hin 3 kg., en fyrir kg. af kókaini á nú að mega fá 2 miUjónir danskra króna í Höfn. Konumar hafa setið í gæsiuvarðhaldi siðan í fyrra. Nú hefur önnur fengið 8 ára fangelsisdóm en hin var sýknuð 30. f.m. í júlimánuði i fyrra fundu tollverðir á Kastrupflugvelli kókaín hjá tveimur konum frá Suður-Ameríku með þriggja daga millibili. Fyrra tilfellið átti sér stað 12. júlí. Kona að nafni Maria Elqueta, 31 árs að aldri, var staðin að því að vera með 5.7 kg. af kókaini i tösku sinni. Hún var auðvitað tekin höndum og hefur nú verið dæmd til átta ára fangelsisvistar. Þetta væri ekki talið til mikilla frétta, ef hitt málið væri ekki til samanburðar. Staðin að verki og sýknuð. Þremur dögum seinna, 15. júlí, kom 25 ára kona frá Bolivíu til Kaupmanna- hafnar. Hún heitir Otilia Cespedes Claros. Hún reyndist vera með þrjú kg. af kókaíni i mjaðmabeltinu sínu, sem vitanlega var sérstaklega saumað til að flytja þann dýrmæta farm. Þessi kona hefur nú verið sýknuð við réttarhöld í Danmörku. Sá úrskurður vekur athygli og umtal. Það þykirekkert samræmi i dómi þessara tveggja kvenna, sem talið er að hafi báðar verið á sama útvegi. Verður þetta kviðdómnum að falli? Að dönskum lögum er kviðdómur látinn úrskurða um sekt manna eða sakleysi. Mál þessara kvenna komu hvort fyrir sinn kviðdóm. Sekt beggja var fullsönnuð en önnur vakti samúð manna en hin víst ekki. Sýknudómurinn þykir nú mikið hneyksli og talið að hann sé meira áfall en réttarkerfið þoli. Hér er svo greinilegt dæmi um að kviðdómum sé ekki treystandi.Þeir eigi það til að láta tilfinningar blinda sig og neita að viðurkenna fullsannaða sekt. Því hljóti þetta að flýta fyrir þvi að danskri réttarlöggjöf verði breytt og kviðdómar aflagðir. Tildrög ferðarinnar Otiiia Cespedes Claros er fátæk kona með þunga ómegð. Hún á aldraða foreldra og þrjú börn, 5,6 og 7 ára gömul. Hún er sögð ólæs að kalla og óskrifandi. Mál hennar afhjúpar vinnubrögð þeirra glæpamanna sem græða á eiturlyfjum. Það var i mars í fyrra sem talað var við Otiliu um þessa vinnu. Henni var sagt að þar ætti hún kost á skjótfengnum gróða, þar byðist henni tækifæri til að kosta böm sín í skóla. Hún hafði aldrei komið upp í flugvél Er þetta harmónika? Kafli úr ræðu Karls Jónatans- sonar á landsmóti harmóniku unnenda ■ Éj get ekki látið hjá líða að minnast lítillega á mál sem valdið hefir talsverðri spennu og deilum víða i röðum harmoniku - unnenda bæði hér heima og hjá nágrönnum okkar á hinum Norðurlöndunum. En ástæðan er nafn- laus kynblendingur sem skaut upp kollinum fyrir 12-15 árum síðan. Þetta hljóðfæri er óumdeilanlega í orgel- fjölskyldunni, því svipar til harmonik- unnar hvað útlit áhrærir og er einnig spennt framan á viðkomandi. Það hefir kromatiskt hægrihandar borð eins og raunar öll hljóðfæri fjölskyldunnar. Einnig hefir það kroma- tiskt vinstri handar borð s.b.r. orgelið sjálft, en með takkaröðum konsertin- unnar, þar af leiðandi hefir þetta hljóðfæri heppilega byggingu til að túlka orgeltónlist 14.-18. aldar, þegar allar raddir gengu og dauða refsing þótti makleg fyrir að stökkva ferund. (Orgel borðið mun nú samt halda áfram að vera best að byggingu til tækni og öryggis). Einnig hefur þetta hljóðfæri verið nokkuð mikið notað í svokallaðri elektroniskri tónlist, en þar má nú líka notast við allt ef aðeins er hægt að kreista úr þvi einhvern hávaða. Nú mér sýnist að fólk eigi að fá að velja sér bæði hljóðfæri og tegund tónlistar sjálft. Og þá kemur stóra spurningin. Er þetta harmonika? Unnendur þessa hljóðfæris leggja mikið uppúr að svo sé. Útlitið er það sama og auk þess hafa þeir lagt það í sölurnar að hafa aukreitis hið klassiska kvintsirkilbyggða bassaborð harmonik- unnar, trúlega aðallega til að sanna nafnréttinn. Tónlistin sem lætur þessu hljóðfæri best er orgeltónlist miðalda (sem vissulega á alla virðingu skilið,) en tæplega veit ég nú nokkrar tvær greinar tónlistarinnar jafnt fjarlægar sem orgel- tónlist miðalda og svo harmonikutónlist tuttugustu aldarinnar. Nokkrir fyrr- verandi harmonikuleikarar hafa snúið sér að kynblendingunum‘og þar á meðal 3-4 íslendingar. Ég þekki lika þó nokkra orgel og pianoleikara sem hafa snúið sér að harmonikunni og svona dæmi finnast allstaðar að menn snúi frá hugsjón sinni og finni sér aðra annaðhvort unga eða gamla. Það sýnir bezt fjarlægð þessara tveggja hljóðfæra að unnendum harmonikunnar upp til hópa leiðist miðaldatónlistin og sama er að segja á hina hliðina. Einn af æðstu prestum kynblendings- ins var á tónleikum beðinn að leika eitthvað verk eftir Frosini. Hann svaraði með tilheyrandi svipbrigðum að hann hefði annað og þarfara að gera með sinn tíma en að leggja sig niður við þessháttar. Þó er Frosini í fremstu línu tónskálda okkar harmoniku unnenda, um það bil sama fyrir okkur sem Segovia , er fyrir gitarunnendur. Þetta er bara enn eitt dæmi þess hve fjarlæg þessi hljóðfæri eru hvort öðru. Já, þetta er óneitanlega vandræða- mál. Unnendur téðs hljóðfæris sækja á okkar stétt til nafns, en vinna svo í víngarði orgelsins og svipar svo mest til konsertínunnar. Ein er vitleysan ennþá. Þegar lista- menn þessa hljóðfæris halda tónleika og auglýsa það harmoniku tónleika. Það eru kjánaleg svik við gesti tónleikanna, þvi miðað við að tónleikamir lukkist og mæti nokkur hundruð áheyrendur, gerir maður ráð fyrir að þar séu harmoniku - unnendur á ferðinni sem svo fara almennt vonsviknir heim. En réttu áheyrendurnir (orgelunnendurnir) koma ekki því að þeir hafa almennt takmarkaðan áhuga fyrir harmoniku - tónleikum. Er þetta nokkuð sniðugt? Þetta hefir óneitanlega mikið mglað framgang hærri stiga okkar tónlistar. En hvað þá með unnendur kynblendings- ins? Þessir tveir heimsfrægu fulltrúar þess hljóðfæris halda hverja (algerlega mislukkuðu) tónleikana eftir aðra. Geitin er óumdeilanlega klaufdýr, hún gengur á fjórum fótum, eignast afkvæmi einu sinni á ári og nytjar af sér ull, mjólk og kjöt. Samt dettur engum manni í hug að kalla hana rollu. Þessvegna segi ég við unnendur þessa hljóðfæris. Væri ekki ráð að finna þvi sjálfstætt nafn. Því að þó það nú ekki komist með tærnar þar sem orgelið er með hælana, þá er þetta það fullkomið hljóðfæri að það ætti ekki að þurfa að fela sig undir sauðargæru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.