Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. JULI1982. TTeim ilistTm in n tumsjón: B.St. og K.L. ff Þá kemur trú mín til” ■ í faðmi fjalla blárra, á fjórðum vestur, nánar tiltckið á ísaflrði, fæddist Agnes Sigurðardóttir að hausti ársins 1954. Og þar ólst hún upp, gekk í skóla, og lauk stúdentsprófi frá M.I. 1975. Gefum henni orðið: Foreldrar minir eru Margrét Hagalinsdóttir, Ijósmóðir og Sigurður kiistjánsson fyrrverandi prófastur á ísafirði, sem nú er látinn. Til Reykjavíkur fór ég 1975 til að læra guðfræði og píanóleik, en varð að velja eftir skamman tima milli þessara faga, þar sem ég hafði ekki orku til að sinna hvorutveggju. Ég valdi guðfræð- ina og lauk embættisprófi vorið 1981. Um haustið sama ár fékk ég stöðu æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar, en samkvæmt lögum skal hann vera prestvigður. Var ég því vigð til prests í sept. 1981. Auk þess að gegna embætti æsku- lýðsfulltrúa er ég móðir hans Sigurðar, sem er 2ja ára og eiginkona Hannesar Baldurssonar, sem enn stundar nám. Dagur í miðrí viku Flestir dagar byrja þannig, að sonur minn gerir ítrekaðar tilraunir til að vekja mig, ýmist með því að hossa sér á höfðinu á mér, eða toga mig fram úr. Oftast sigrar sá stutti, því hann gefst ekki svo glatt upp við það sem hann ætlar sér. Siðan tekur við móðurhlut- verkið, sem allar útivinnandi mæður kannast við, en það er að klæða, gefa að borða, tina til fylgihluti á dagheimilið o.s.frv. En við mæðginin eigum gott. Við þurfum sjaldnast að flýta okkur, a.m.k. ekki nú þessa dagana, þvi ég mæti ekki á skrifstofuna fyrr en eftir hádegi þennan mánuðinn. Við tökum þvi lífinu með ró, og sannfærum hvort annað um það að bráðnauðsynlegt sé, að hann fari á dagheimilið, þvi ég verði að fara í vinnuna. Það eru ekki nema nokkrir dagar siðan hann samþykkti þessa skýringu, og þvílikur léttir fyrir móður hans. sem sifellt er haldin samviskubiti yfir því að þurfa að fara frá honum, einkum þegar gráturinn heyrist langar leiðir. En þessa tilfinningu þurfum við konur yfirleitt að burðast með því sálfræðin kennir jú að... Þá er að huga að predikunarefni næsta sunnudags En heim fer ég og tek til við störfin, ekki sem húsmóðir, eiginkona eða móðir, heldur sem æskulýðsfulltrúi. Ég skipulegg það sem ég þarf að klára þann daginn og nota tímann til að huga að prédikunarefni næsta sunnudags, en þá prédika ég í Hjarðarholtskirkju i Dölum. í þetta skipti er ég heppin. Ég fæ hugmyndir fljótt, til að nota í predikun- inni, og get byrjað að skrifa, en upphaf slíkrar ritsmíðar er alltaf erfiðast, finnst mér. Ég þarf þvi ekki að ganga um gólf, klóra mér i höfðinu, né kaupa fullan poka af sælgæti i þetta skiptið. Hugmyndimar eru margar og mér tekst að vinna úr þeim, þó aldrei sé ég alveg ánægð með verk mitt, á þessu sviði. ■ Séra Agnes Sigurðardóttir hefur komist að sömu niðurstöðu og fjölmargar aðrar konur, að konur þurfa að vera helmingi duglegri og hreint og beint frekari en karlmenn til að störf þeirra séu virt og tillit tekið til þess, sem þær hafa fram að færa. (Timamynd Ari). Vinnudagur æskulýðsfull- trúa getur teygst fram á kvöldið Meira kemst ég ekki yfir þennan morguninn, og er mætt á skrifstofunni upp úr eitt. Ég þarf að hringja á marga staði i dag. Það er misjafnlega auðvelt verk. Ég þarf t.d. að hringja og boða til fundar, sem ég hef reynt í 3 mánuði, en ekki tekist enn, vegna þess að 5 manns virðast aldrei geta mætt á sama tima. En i dag er ég heppin. Allir geta mætt á þeim tíma, sem ég legg til. Ég geri margítrekaðar tilraunir til að hringja i einn landsbyggðarprestinn og næ loks sambandi kl. 11 um kvöldið, og er þá að sjálfsögðu komin heim til min. Og ég hringi í tollstjóraembættið til að kynna mér tollalög varðandi innflutning hluta, sem notaðir eru i kirkjum landsins, og fæ svarið. Jú, það er 3. grein 15. Hringdu í fjármálaráðuneytið, það getur skorið úr um það, hvort það sem ég talaði um, fellur undir þessa grein laga eða ekki. Og einhver fleiri simtöl hringi ég. Einnig er hringt í mig. Kona sem ég kannast ekkert við spyr hvort ég geti skirt barnið hennar, og við komum okkur saman um tima, sem báðum hentar. Síminn hringir oftar, spurt er t.d. um sumarbúðir o.fl. Ég athuga póst, sem borist hefur. Og svara þeim bréfum, sem svara þarf. Verst þegar þau eru á þýsku, því þó hún Bryndis Schram hafi barið málfræðina vel inn i hausinn á okkur nemendum sínum á sínum tíma, þá er orðaforðinn af skornum skammti, því miður. Prestur utan af iandi kemur á skrifstofuna og við tölum saman lengi vel um æskulýðsstarf kirkjunnar i hans söfnuði og hvemig æskulýðsfulltrúarnir og skrifstofa æskulýðsstarfsins, geti komið að bestum notum fyrir söfnuði landsins. En nú er klukkan allt í einu orðin fimm. Tíminn líður hratt. Nú get ég ekki verið þekkt fyrir það að láta litla drenginn minn vera lengur á dagheimil- inu. Pabbi hans vinnur þessa dagana til kl. sex, og kemur það því í minn hlut að sækja hann. Og fagnaðarfundir eru miklir, þegar ég birtist. Það er engu líkara, en við höfum verið aðskilin svo dögum skiptir. Og heim förum við, en Dagur ur lífi séra Agnesar Sigurðardóttur Fryst rúlluterta Fryst rúlluterta ■ Mjög góð og „öðm vísi“ rúlluterta. Skorin og borin fram beint úr frystikist- unni eða ísskápnum, þar sem hún er geymd. Sé óskað eftir að gera tertuna veislulegri, má skreyta hana með þeyttum rjóma og ristuðum möndlu- flögum. 3egg 1 1/2 dl sykur 100 g malaðir heslihnetukjamar 1 msk. kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft. Fylling: 75 g smjör 1 102 dl flórsykur 1 eggjarauða. 2 tsk. vanillusykur 2 msk. kakó 1 tsk. kaffiduft Stillið ofninn á 250 stiga hita. Þeytið egg og sykur þar til það er létt. Bætið hnetunum, hveitinu og lyftiduft- inu út í. Fóðrið ofnskúffuna með smjörpappír og hellið deiginu í. Bakið i u.þ.b. 6-7 min. Hvolfið kökunni á sykristráðan smjörpappír. Hrærið nú saman öll efnin í fyllinguna og dreifið henni á kökuna, þegar hún er orðin köld. Vefjið hana saman. Geymið kökuna í ísskáp eða frysti. komum við í búðinni á horninu áður. Nú hef ég hvorki taugar né orku til að gera neitt nema vera með syni minum þangað til hann sofnar. Að vísu elda ég matinn, en að öðru leyti geri ég ekkert á heimilinu þann daginn. Annað er eftirlátið elskulegum eiginmanni. Eftir kvöldmatinn verð ég að fara á fund. Áður en ég kveð feðgana segist ég vera u.þ.b. U/2 klukkustund i burtu, en viti menn,-fundurinn stóð aðeins 1' hálftima. Örugglega með stystu fund- um, sem um getur i sögunni. Þegar ró er komin á í húsinu, tek ég til við verkefni í sambandi við vinnu mína, sem hefur legið dálítið þungt á mér undanfarið, en ég ekki komist til að gera. Ég verð að einbeita mér mikið við það, og tekst ekki að klára það, þó miklum tima sé ég búin að eyða í það. Kl. eitt gefst ég upp og fer að sofa. Konan, ég. En þó ég hafi ekki beint fundið fyrir því í dag að ég er kona, þá er ekki ætíð svo. Sem kona finn ég greinilega fyrir því karlaveldi, sem i þjóðfélaginu er. Vitleysa, segja sumir, viðkvæmnishjal, segja aðrir. En konur, sem gegna ábyrgðarmiklum stöðum segja: Rétt, þetta er einnig mín reynsla. Við konur erum uppaldar i þjóðfélagi, sem ekki beint gerir ráð fyrir því, að jafnrétti ríki, þ.e.a.s. að karlar og konur hafi sömu aðstöðu til að vinna við það sem þau langar til. Það er staðreynd, það vitnar reynsla min og annarra kvenna um, að við konur þurfum að verahelmingi duglegri og hreint og beint frekari en karlmenn, til að störf okkar séu virt og tillit tekið til þess sem við höfum fram að færa. Og verst er að þurfa allt að þvi að beita hörku, sem maður á ekki til, til að hlustað sé á skoðanir manns. Það er ekkert skritið þó að talað sé um að konur sem gegna vvaldamiklum stöðum séu nokkurs konar „járnfrúr". •Þær verða hreint og beint að vera það til að „lifa af“ i starfinu. Á þessu sést að jafnrétti á langt í land, þó sumir telji það vera til staðar nú þegar. En allt um það, ég verð að segja það að stundum langar mig til að vinna þannig vinnu, eins og var í bankanum, forðum daga á fjörðum vestur, að þeim verkefnum sem Ijúka þarf, sé lokið þann daginn, og síðan farið heim. Þvílikur léttir hugsa ég. Það iiggur við að ég geti tekið undi| orð Jeremía spámanns, þegar hann var kallaður til spámanns, „Æ herra Drottinn. Sjá, ég kann ekki að tala, þvi að ég er enn svo ungur.“ Hreinlega að hætta því sem ég er að gera en þá kemtfl trú min til. Án hennar gæti ég ekki verið, og án hennar gegndi ég ekki þessu starfi sem ég er í. Ég trúi því hreinlega að þetta sé allt Guðs vilji og að hann muni vel fyrir sjá, bæði hvað starf mitt varðar og uppeldi sonar míns. Þó að sálarfræðin kenni að mæður eigi ekki að fara frá bömum sinum innan viss aldurs, trúi ég ekki öðru, en að það sé Guðs vilji að ég gegni þessu starfi, sem ég er i, og að hann muni ekki líta bamið mitt bíða tjón af. Hvernig hreinsa má mjóa blóma- ■ Það er erfitt að hreinsa hálsmjóa blómavasa, en nú höfum við rekist á gott ráð. Látið renna vatn i vasann, en hellið því síðan úr. Hellið nú sterku hreinsi- efni, sem notað er til að hreinsa klósettskálar, í vasann. Látið standa í 10 min. Skolið síðan vel.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.