Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 1
FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 1982. V- sigruðu eftir vfta- keppni ■ Vcstur-Þjóðveijar tryggðo sér sxti I úrslitum HM i gærkvöidi þegar þeir sigruðo Frakka eftir vitaspymu- keppni. Staðan að afloknum venju- legunt leiktíma var 1-1 og 3-3 að aflolcinm ftamleneineu. Italfa ir sigruöu 2-0 ■ Paolo Rossi var he|ja italska liðsinsi g*r þegar hann skoraði bxði mörk þess í sigrinum gegn Pólverj- um, 2-0. Vamarieikurinn var i fyrirrúmi og harita mikil. Sjá nánar V-ÞYSKALAND bl. „ „ ITALIA Audveldur sigur Reyn- is, S, 4-0 ■ Reynir frá Sandgerði og Huginn á Seyðisfirði kepptu i gærkvöldi í 16 liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ og fóru leikar svo, að Reynir gerði 4 mörk en Huginsmenn ekkert. Magnús Guðmundsson, gjaldkeri Hugins, sagði okkur í gærkvöldi að leikurinn hefði verið jafn framan af og í hálfleik var staðan sú, að hvorugt liðið hafði skorað mark. í hálfleik virtist svo sem liðin væru enn tiltölulega jöfn og um skeið skapaðist nokkur hætta við mark Reynismanna. Peir sóttu hins vegar skjótlega í sig veðrið og fyrr en varði höfðu þeir skorað sitt fyrsta mark. Var ekki að sökum að spyrja úr því, þar sem þrjú fyrstu mörk sín skoruðu Reynismenn á mjög skömmum tíma. Var þá sem heldur drægi móðinn úr Hugins mönnum og má segja að Reynir hafi „átt leikinn" upp frá því. Eins og fyrr segir urðu leikslok þau að Reynir vann 4-0. Magnús Guðmundsson sagði að næsti leikur Hugins yrði gegn HSÞ i Mývatnssveit nk. laugardagskvöld og munu þeir Huginsmenn ætla að duga betur þá. jþrúttír Umsjón: Ingólfur Hannesson Leikur KA og Breiðabliks: Sjá bls. 12:13 jafnaði fljótlega. Óskar Ingimundarson var nýkominn inná og jafnaði fyrir KR með fyrstu snertingu sinni við boltann. Hann skoraði af örstuttu færi eftir þvögu í markteig Valsmanna, 1-1. Eftir þetta áttu Guðmundur Þorbjömsson og Hilm- ar Sighvatsson góð færi, sem þeim tókst ekki að nýta. Voru Valsmenn mun sókndjarfari en vesturbæingamir. ■ Máttarstólpar KR-liðsins, Ottó Guðmundsson (t.v.) og Jósteinn Einarsson (t.h.). Af svip Jósteins má ráða að honum list ekki meira en svo á stefnu knattarins. Mynd: Ella. Þegar um 15 min. voru til leiksloka náðu KR-ingarnir skemmtilegri sókn, sem lauk með því að Sæbjörn skoraði með föstu skoti við nærstöngina, innanverða, 2-1. Á siðustu mín. leiksins braust Óskar í gegnum Valsvömina, en var felldur innan vítateigs. Vítaspyrna. Ottó Guðmundsson sá um að fram- kvæma spymuna, en skot hans fór viðsfjarri Valsmarkinu. Búið spil. Valsaramir höfðu undirtökin i þess- um leik lengstum og þáeinkum i sjinni hálíleik. Grimur Sæmundssen var traustur að vanda og Guðmundur Þorbjörnsson gerði oft usla i liði KR-inga í seinni hálfleik. Sem fyrr var varnarlcikurinn aðall KR-ingar slógu Val úr Bikarnum ■ KR-ingar slógu Valsmenn úr Bikar- keppni KSÍ á Laugardalsvelli i gær- kvöldi. Vesturbæingamir sigruðu 2-1 eftir frcmur daufan leik þar sem Valsmennimir vomi viö sókndjarfari, en sú dirfska dugði þeim þó ekki til sigurs. Bæði liðin hófu leikinn varfærnislega, eins og lenska er hér þessa dagana. Mikið barist á miðjunni og treyst á traustan og ömggan vamarleik. Vals- mennimir vom öllu meira með boltann, en fyrsta góða marktækifærið féll vesturbæingunum í skaut. Sæbjörn skaut rétt framhjá Valsmarkinu úr aukaspyrnu, og smaug boltinn í stöngina utanverða. Nokkm seinna varð hark í vitateig KR, boltinn barst til Inga Bjöms, en pot hans i þröngri stöðinni gaf ekkert af sér. Boltinn skoppaði framhjá KR-markinu. Undir lok hálf- leiksins náðu KR-ingarnir snerpulegri sóknarlotu, sem lauk með þvi að Jósteinn skallaði framhjá Valsmarkinu. 0-0 í hálfleik. f seinni hálfleik leit út fyrir að sami barningurinn yrði áfram, miðjuþóf og lítið um marktækifæri (hvað þá mörk). En það er víst best að segja aldrei aldrei. Valur skoraði og var þar að verki Magni Pétursson með lausu skoti eftir varnar- mistök KR-inga, 1-0. Ekki algengt að þeir vesturbæingamir geri slík mistök. En Láki var ekki lengi i stúkunni og KR KR-liðsins með stórgóðan markvörð að baki, Stefán Jóhannsson. Endurkoma Sæbjöms lifgar mikið uppá miðjuspil liðsins og framlínan tók stakkaskiptum eftir að Óskar Ingimundarson var kominn inná. Auk KR eru í 8-liða úrslitum Bikarkeppninnar: ÍA, Víkingur, Fram, Reynir (Sandgerði), KA, ÍBK og Breiðablik. ÞB/lngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.