Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 3
13 PUNKTAR Socrates er einn hæsti leikmaður HM á Spáni, um 195 sm á hxð. Hins vegar virðist fótstærð kappans ekki vera ■ fullu samrxmi við lengd hans lóðrétta, því hann notar skó númer 37. Merkilegt, en satt. ítalska landsliðið þykir leika ákaflega grófa knattspyrnu, eða öllu heldur nokkrír leikmanna liðsins.Þessu neita áhangendur liðsins staðfast- lega. Nú hefur þó komið uppá yflrborðið að ítalska liðið hefur fengið að sjá gula spjaldið 20 sinnum i allrí HM (að forkeppn- inni meðtaldri). í gær var siðan gula spjaldið dregið á loft i 21. skipti og það sýnt itölskum knattspyrnustarfsmanni. Svakaleg stemmning kallar fréttamaður (-starfsmaður, -snápur o.s.frv., þið vitið) Timans á Spáni, Erík Mogensen, Ijörið hjá áhangendum italska liðsins þessa dagana. Knattspyrnuábuga- menn frá Italíu hafa streymt yflr til Spánar til þess að verða vitni að ótrúlegum árangrí liðs þeirra. Sagt er að atgangurinn á spánsku landamærunum hafi veríð harður undanfarna daga. í Barcelona hefur andrúmsloftið tekið stakka- skiptum siðustu dagana. Brassam- ir sem þar allt trylltu með sambadönsum sinum eru óðum að hverfa og við hafa tekið spaghetti- lið frá ítaliu. Nú er það „mamma mia“ sem gildir. Frakkar og Þjóðverjar hafa einnig streymt tfl Spánar siðustu dægrin. Tekið hefur verið eftir þvi hve illa Spánverjarnir taka á móti Frökk- um, enda hafa löndin oft eldað grátt silfur saman. Blokhin til Liverpool? Þetta er spurningin sem margir knattspyrnuáhuga- menn velta fyrir sér eftir að það kom i Ijós að enska stórliðið vildi fá Sovétmanninn til liðs við sig. Auk Liverpool hafa Real Madrid, St. Etienne og Kapid Vin boríð viurnar i kappann. Menotti hefur „fallið i verði“, eins og það heitir á knattspyrnumáli, eftir tapleiki Argentinu gegn Brasiliu og ítaliu. Fyrir keppnina gerðu Valencia-menn honum gott til- boð, en hafa nú lækkað tilboð sitt yerulega og bera þeir við markaðs- lögmálum framboðs og eftirspum- Yfir 120 leikmenn i HM hafa gengist undir lyfjanotkunarpróf, (,,dop-test“) en ekkert gmnsamlegt licfur enn komið i Ijós úr prófum þessum. ROSSI, ROSSI, Frá Erík Mogenscn, fréttamanni Timans á Spáni: ■ ítalska landsliðið er komið í úrslita- leikinn i HM 1982 eða réttara sagt Paolo Rossi er kominn í útslitaleikinrt í HM 1982. í gær beinlinis sá hann, um að afgreiða Pólverjana í undanúrslitaleikn- um. „Pablito“ skoraði bæði mörk liðs sins i 2-0 sigrinum, tvö stórglæsileg mörk. Hann hefur skorað 5 mörk i síðustu 2 leikjum italska liðsins, gegn Brasilíu og Póllandi. Stórkostlegt afrek sannkallaðs knattkspyrnusnillings. Strax i upphafi leiks ítala og Pólverja í Barcelona í gær var ljóst að bæði lið myndu leggja höfuðáherslu á vamarleik- inn og treysta síðan á að skyndisóknir gæfu mörk. Sú varð raunin á 22. min þegar ítalirnir geystust upp völlinn, Antognioni gaf fyrir og Rossi skoraði fallegt mark, 1-0 fyrir ítaliu. Eftir markið lifnaði yfir leiknum. Nokkru seinna þurfti markmaður ítala, Zoff, að taka á honum stóra sínum er Pólverjarn- ir gerðu harða hrið að italska markinu. Á 301 min. brunuðu ftalir enn upp og hörkuskot Cabrini fór rétt framhjá. Besta færi pólskra kom 5 mín. seinna er skot úr aukaspyrnu fór í stöng ítalska marksins og afturfyrir. í fyrri hálfleikn- um slasaðist einn af máttarstoðum ítalanna, Antognioni, og varð hann að yfirgefa leikvöllinn. Siðari hálfleikur var svipaður þeim fyrri, góður varnarleikur beggja aðila og þá sérstaklega ítala. Mikil harka í leiknum, hraðinn keyrður upp og tr'éyst á skyndisóknir. Zoff forðaði aftur marki er hann á 64. mín bjargaði glæsilega. Aðeins einni mín. síðar slasast annar leikmaður ítala og var tekinn útaf. Rothöggið greiddu ítalar á 72. min. Hratt spil upp vinstri kantinn. Conti fékk knöttinn, braust upp að endamörk- um, þrumaði boltanum beint á koll Rossi, sem afgreiddi boltann i netið, 2-0. Stórglæsilegt mark. Síðasta tækifæri Pólverja til að klóra i bakkann var á 80. mín. er Zoff varði meistaralega hörku- fast skot úr aukaspyrnu. Harka var nokkuð áberandi í leiknum og auðsætt að bæði liðin lögðu ofurkapp á að fá ekki á sig mark. Þó höfðu ítaiirnir ávallt frumkvæðið og hinir eldsnöggu framherjar þeirra gerðu pólsku vörninni oft lifið leitt. í pólska liðinu voru bestir Lato og Kupcewicz, „fallbyssan" i liðinu, sem sá um að taka aukaspyrnurnar. Hjá ftölum ber fyrstan að nefna Paolo Rossi, sennilega besta sóknarmann heims nú. Auk hans bar mikið á Conti, Cabrini og gamla „rebbanum" i markinu, Dino Zoff. EM/IngH ■ Paolo „Pablito“ Rossi hefur fengið mörg tækifærí til þess að fagna marki undanfarið. í gær tryggði hann ítölum sigur gegn Pólverjum með 2 glæsilegum mörkum. Borðið hjá Maradona Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans áSpáni: ■ Diego Maradona hefur i hyggju að opna matsölustað fljótiega eftir að hann kemur til Barcelona næsta haust. Að sögn stráksa verða eingöngu á boðstól- um argentínskir réttir, Maradona bætir þarna við einni greininni enn við hin mjög svo fjölbreyttu viðskipti sín. Skórog vínflöskur Diego Maradona: Soltnir, komið til mín. Hnífjafn leikur, framlenging og vítaspyrnukeppni: V-Þjóðverjar í úrslit HM Frá Erík Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Landssamband vinframleiðenda á ítaliu hefur ákveðið að gefa Paoli Rossi, miðherja italska landsliðsins, 1000 vínflöskur af hæsta gæðastandard. Á- stæðan er iðni Rossi við markaskorun- Frá Erik Mogensen, fréttamanni Tim- ans á Spáni: ■ Hann var spennandi og skemmti- legur leikurinn sem V-Þjóðverjar og Frakkar háðu i Sevilla i HM í gær. Framlengja þurfti og auk þess varð að koma til vitaspymukeppni. Að aflokn- . um hinum venjulegu 5 skotum var staðan 4-4 - í vítakeppninni. Franski leikmaðurinn Bossis lét verja sína spyrnu, en miðherjinn stóri í vestur- þýska liðinu Hrubesch skoraði af öryggi úr næstu spymu og tryggði þar með Vestur-Þjóðverjum sæti i útslitaleiknum gegn ítölum. Fyrri hálfleikur var mjög skemmtileg- ur og létt leikinn. Þjóðverjarnir voru öllu sókndjarfari og á 14. mín tók Littbarski aukaspymu, sem fór í þverslá og yfir. Frakkar voru oft hættulegir. Um miðbik hálfleiksins barst knötturinn til Littbarski á vitateigslínu og hann afgreiddi boltann í netið, 1-0. Þmmu- skot. Nokkm seinna var brotið á Platini innan vitateigs vestur-þýskra og Platini skoraði sjálfur úr vítaspyrnunni, 1-1.' í seinni hálfleik náðu Frakkarnir undirtökunum fljótlega og sóttu þeir ákaft. Til dæmis skoraði Rotchetau, en markið var dæmt af. Þá skeði það, að Botteron var borinn af leikvelli, með- vitundarlaus. Frakkar héldu sókn sinni út hálfleikinn. f framlengingunni skoraði Tresor gullfallegt mark þegar á 2. mín, 2-1 fyrir Frakka. Aðeins 6 mín. siðar skoraði Giresse þriðja mark Frakka, stöng og inn, 3-1. Rúmmenigge, sem komið hafði inn skömmu áður, minnkaði muninn fyrir Þjóðverja á 12. min með ágætu skallamarki, 3-2. Jöfnunarmarkið kom siðan í seinni hálfleik framlengingunnar Fischer með hjólhestaspymu, 3-3. Stó’.fallegt mark. Undir lokin töfðu Frakkar en þýskir sóttu. Giresse, Amaros og Rotchetau skor- uðu í 3 fyrstu vítaspymunum fyrir Frakka og Kaltz og Breitner minnkuðu muninn. Stielike lét verja frá sér og sömuleiðis Fransmaðurinn Six. Platini og Rummenigge skoruðu síðan. Lokun- um hefur áður verið lýst. Bestir i franska liðinu vom Tigana, Ettori, Amaros og Giresse. í þýska liðinu vom bestir Stielike, Kaltz og Littbarski, sem var hreint frábær á köflum. EM/lngH ina í leiknum gegn Brasilíu, en þar skoraði hann 3 gullfalleg mörk. Þá þarf Rossi, karlinn, ekki að hafa áhyggjur af þvi að hann verði sér til skammar til fótanna. Skóframleiðandi nokkur i Mllano bauð kappanum ókeypis skó það sem hann á eftir ólifað. Hidalgo á skítugum skrautklædum Frú Erik Mogensen, fréttamanni Tímans á Spáni: ■ Hidalgo, þjálfari franska landsliðs- ins er þekktur fyrir alls kyns bábiljur og hjátrú mikla. Siðan Frakkar unnu Kuwait 3-1, en þá var Hiddi klæddur í blá/hvita skyrtu og svartar buxur, hefur hann ekki skipt um föt. Franska liðið hefur ekki tapað leik frá því að Hiddi fór i fatnaðinn skrautlega, en hverju það er að þakka er svo e.t.v. annað mál. EM/IngH Við förum heim ósigradir ... ■ Ron Greenwood, þjálfari og ein- valdur enska landsliðsins, lét í Ijósi sár vonbrigði við blaðamenn, vegna þess að liði hans tókst ekki að komast í undanúrslitin. Hann sagði: „Við höfum keppt við tvö af þeim fjómm liðum, sem em í undanúrsiitunum, sigrað annað og gert jafntefli við hitt. Þetta hlýtur að þýða að við séum i sama gæðaflokki og þessi lið. Það eina sem við huggum okkur við nú að aflokinni þátttöku okkar hér í HM, er að við förum heim ósigraðir. Það leika væntanlega ekki margir eftir okkur.“ EM/lngH ■ Karl-Heinz Rumenigge gjörbreytti leik vestur-þýska liðsins er hann kom inná ■ framlengingunni. Janas til Auxerre ■ Einn af lykilmönnum pólska liðsins, Janas, mun næsta keppnistímabil leika með franska liðinu Auxerre, sem leikur i 1. deild. Janas er 28 ára gamall, margreyndur landsliðskappi. Sídustu fréttir frá HM Frá Erik Mogensen á Spáni: Dino Zoff markvörðnr italska liðsins hafði þetta að segja eftir leikinn: Við höfum skorað 2 mikilvæg mörk og þau komu okkur i úrslit. Án Rossi værí italska liðið ekki komið þangað sem það er i dag. Bearzot þjálfari ítala sagði að leikurínn gegn Pólverjum hafi veríð mjög góður. Hann sagði: Við höfðum undirtökin á miðjunni og réðum gangi leiksins. Boniek stjaman i pólska liðinu (lék ekki gegn ítölum) kom eftir leikinn i búningsherbérgi ítalska Uðsins og óskaði þjálfaranum og leikmönn- um Uðsins tU hamingju með sigurínn. Vakti þetta tUtæki nokkra athygU hér. Quini miðherji spánska liðsins sagði eftir leik Frakklands og Vestur-Þýska- lands að það hafi veríð með ólíkiudum hve þýska liðið hafi getað rifið sig upp cftir að vera komið 2 mörkum undir og það eitt réttlætti fuUkomlega sigur Þjóð- verjanna. Rummenigge Sagðist hafa aðeins einu sinni í leiknum cfast um að þýska liðinu tækist að bera sigur úr býtum, en það var þegar Frakkar vora komnir í 3-1. En eftir að hann sjálfur hafði minnkað muninn i 3-2 efldist vestur-þýska liðið og jöfn- unarmarkið lá i loftinu. Leikurinn gegn ítölum verður erfiður fyrir okkur, þvi það er mjög góð stemmning í ítalska liðinu eftir undanfama leiki, en möguleikarn- ir eru 50 gegn 50, sagði Rummen- igge aðspurður um viðureign Itala og V-Þjóðverja nk. sunnudag. Rossi < og Rummenigge eru nú marka- hæstir í HM, hafa skorað 5 mörk hvor. Mikil óvissa er hvort næsta HM verður haldin í Kólumbiu eins og til stóð. Er nú mikið fundað um þcttamál hér á Spáni. KA í 8-liða úrslit Bikarkeppninnar KA sigraði ísfirðinga 3-1 KA tryggði sér i gærkvöldi rétt til þess að leika i átta liða úrslitum í bikarkeppni KSÍ, er liðið sigraði Isfirðinga á Akrueyri með þrem mörk- um gegn einu í þokkalegum leik,“ sagði Gylfi Kristjánsson í simtali við íþrótta- síðuna í gærkvöldi." KA liðið sem ekki hefur unnið sigur í leikjum sinum á Akureyri í sumar til þessa vann þvi langþráðan sigur. Ekkert benti þó til þess lengst af að annað liðið mundi hrósa sigri yfir hinu. Er skemmst frá því að segja að t'yrri hálfleikurinn leið án þess að ég sæi ástæðu til þess að draga upp minnisbókina. Leikurinn fór að mestu fram á vallarmiðju, þar sem barist Pétur Ormslev slasaðist á tá Gunnar Gíslason, KA( kemur í hans stað í landsliðshópinn ■ Pétur Ormslev, sóknarmaðurínn frá Helsinki nk. sunnudag. í hans stað hefur Fortuna Dússeldorf, meiddist fyrir Jóhannes Atlason, landsliðseinvaldur skömmu á tá, þannig að hann getur ekki valið Gunnar Gíslason, KA. leikið landsleikinn gegn Finnum í -IngH var um hvem bolta og veitti hvorugum betur í þeirri viðureign. Það var komið fram á 10 mínútu i síðari hálfleik, þegar fyrsta markið kom. Elmar Geirsson lék upp hægri kantinn, gaf inn á miðjuna til Hinriks Þórólfssonar, sem sendi boltann áfram að vitateigshominu vinstra megin og skaut Ásbjörn Björnsson góðu skoti, sem rataði rétta leið, -1-0. Á 67, mínútu komst KA siðan i 2-0. Gunnar Gíslason geystist upp miðjuna að marki ísfirðinga og ætlaði að gefa boltann út á hægri kantinn. Miðvörður ísfirðinga kom þar að og rak tána í boltann og þar með náðu ísfirðingar sinu fyrsta og eina marki i leiknum. En KA menn vom komnir i bardagaham og skomðu þriðja markið innan tiðar og tryggðu þar með endanlegan sigur liðs sins. Sem sagt, - fyrsti sigurinn hjá KA á heimavelli i sumar var staðreynd.“ gk/Akureyri Kvennalandslidið í Norðurlanda- bikarkeppni í frjálsíþróttum Gunnar Gislason, KA-ingur, i baráttunni. Hann er nú kominn i landsliðshópinn sem mætir Finnum. íslenska kvennalandsliðið i frjáls- um íþróttum mun keppa í svokall- aðri Norðurlandabikarkeppni, sem fram fer i Reykjavik, 17.-18. júlí nk. Liðið verður þannig skipað: 100 m: Oddný Árnadóttir. 200 m: Oddný Árnadóttir. 400 m: Unnur Stefánsdóttir. 800 m: Hrönn Guðmundsdóttir. 1500 m: Ragnheiður Ólafsdóttir. 3000 m: Aðalbjörg Hafsteinsdóttir. 100 m grind: Helga Halldórsdóttir. 400 m grínd: ■ Sigurborg Guðmundsdóttir. Hástökk: Þórdís Gísladóttir. Langstökk: Bryndís Hólm. Kúluvarp: íris Grönfeldt. Kringlukast: Margrét Óskarsdóttir. Spjótkast: íris Grönfeldt. 4x100 m boðhl.: Oddný Ámadóttir, Geirlaug Geir- laugsdóttir.Helga Halldórsdóttir og Sigurborg Guðmundsdóttir. 4x400 m boðhl.: Oddný Árnadóttir, Unnur Stef- ánsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Helga Halldórsdóttir. Sigurborg Guðmundsdóttir til vara. Atvinna óskast 28 ára gamall maður með meirapróf og rútupróf, óskar eftir vinnu á kvöldin og um helgar. Er vanur leiguakstri. Margt kemur til greina. Upplýsingar í síma 86396 kl. 9-17 og 10802 eftir kl. 17. Laus staða Organista vantar að Akraneskirkju frá 1. okt. 1982. Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k. Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar, Ragnheiður Guðbjartsdóttir, Akursbraut 17, Akranesi, sími 93-1156. Til söiu 641/2 H.P. lifter diesel vél. Framleiðir riðstraum 220w., 3ja fasa, 52,5 kva. Rafmagnsstart, sjálfvirk stemmustilling. Vélin er lítið notuð. Upplýsingar í síma 96-22860 kl. 9-10 og 96-21640 kl. 12-13. SAAIVIN N UT RYGGINGAJR. Ármúla 3 - Reykjavík Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Datsun 220 D. árg. 1977 Daihatsu Charmant. árg. 1979 Isuzu. árg. 1981 Saab96 árg. 1973 Wartburg árg. 1978 B.M.W.316 árg. 1982 Galant1600 árg. 1981 Chevrolet Biazer. árg. 1973 Datsun180 B. árg. 1972 Daihatsu Charmant. árg. 1979 ToyotaCrown árg. 1977 WillysJeep CJ5 árg. 1981 Dodge árg. 1974 Mazda929 árg. 1975 Blazer árg. 1976 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, mánudaginn 12/7 1982 kl. 12-17. Tilboðum skal skilað til Samvinnutrygginga g.t. fyrir kl. 17, miðvikudaginn 13/7 1982. Auglýsið í Tímanum Veiðimenn Stór og góður laxmaðkur til sölu. Upplýsingar I slma 86481 og 40656. skrúfhiarðyrkjumeistari Unufelli 35 109 - Reykjavik Bændur- athafnamenn Til sölu: 2st. heyvagnar 28m3 1 st.heyvagn með affermingarbúnaði 1 st. fiaghefill 2.30 m skekkjanlegur 1 st. ýtublað á Ursus 85 ha m/vökva- búnaði 1 st. sturtuvagn 6 tonna m/drifi Ýmsir varahlutir í Bedford vörubíl 5 tonna þ.á.m. vökvastýri, startari, drif, öxlar, dieselvél, gírkassi, sturtugír, vatnskassi og margt fleira. Uppl. í síma 81553 og 71386.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.