Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.07.1982, Blaðsíða 4
14 FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ1982. tjjróttiri Hlutí flokksins frá Gerplu og Fylki sem fer tíl Sviss. Mynd: EUa. 45 manna f lokkur á fimleikahátíd ■ Allstór hópnr fimleikafólks frá fimleikafélaginu Gerplu í Kópavogi og FyUd í Reykjavik er í förum á alþjóðlega fimleikahátíð, „Gymna- strada", sem haldin verður í Zúrich i Sviss i nsestu viku. íslenski hópurinn, sem inniheldur 45 þátttakendur, mun sýna fimleika og þjóðdansa og mun hópurinn koma fjórum sinnum fram á svokölluðu norrænu kvöldi, sem ku vera sérstök landkynningardagskrá, og tvisvar með sérstaka sýningu. Um 30 þúsund manns frá 23 löndum munu taka þátt í fimleikahátiðinni í Sviss. Er þetta i sjöunda skipti sem hátiðin er haldin og hefur aldrei verið jafn fjölmennt þar og nú. Er mikið vandað til alls undirbúnings af hálfu Svisslendinga, enda er hátiðin með hinum vinsælustu sinnar tegundar i heiminum i dag. Það er því mikil upphefð fyrir íslenskt fimleikafólk að fá tækifæri til að vera með á hátíðinni. Landsliðid gegn Wales ■ ísland og Wales munu heyja lands- keppni í frjálsum iþróttum karla á Laugardalsvellinum 17.-18. júlí nk. og verður keppni þessi liður í Reykjavikur- leiknum. í fyrradag var tilkynnt um val á keppendum fyrir íslands hönd. Þeir eru eftirtaldir: 100 m: OFLUGT LIÐ Oddur Sigurðsson og Vilmundur Vilhjálmsson. 200 m: Oddur Sigurðsson og Vilmundur Vilhjálmsson. 400 m: Oddur Sigurðsson og Egill Eiðsson. 800 m: Guðmundur Skúlason og Gunnar P. ■ í nýjasta auglýsingablaði Adidas- iþróttavörufyrirtækisins er hópur kunnra kappa beðinn um að spá fyrir um úrslit í HM. Þar er m.a. að finna ítalann Rivera, Rummenigge, V-Þýska- landi, Franris, Englandi, Rivelino, sixty- spáir Brasilíu og Neskens, Hollandi. Innan um öll þessi stórstimi er að finna Asgeir okkar Sigurvinsson og spáir hann Brasilíumönnum sigri, en því miður, hver gat séð fyrir hið óvænta tap Brasilíumanna gegn ítölum? Dn for player of his country. At kadidas- present playing for ininent Bayern Munich: their Fourth title win nything for Brazil j Brazil “The fact that the e title. Brazilians beat Germany 2. When and England when they |EWS is came to Europe last year is evidence enough of Sfc. their stnengAJkw_ > Jóakimsson. 1500 m: Jón Diðriksson og Gunnar P. Jóa- kimsson. 5000 m: Jón Diðriksson og Steinar Friðgeirs- son. 10000 m: Sigurður P. Sigmundsson og Sighvatur D. Guðmundsson. 110 m grind: Þorvaldur Þórsson og Stefán Þ. Stefánsson. 400 m grind: Þorvaldur Þórsson og Stefán Hall- grímsson. 3000 m hindrun: Ágúst Ásgeirsson og Einar Sigurðs- son. Hástökk: Unnar Vilhjálmsson og Stefán Frið- leifsson. Langstökk: Kristján Harðarson og Jón Oddsson. Þrístökk: Guðmundur Nikulásson og Unnar Vilhjálmsson. Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson og Kristján Gissurarson. Kúluvarp: Óskar Jakobsson og Vésteinn Haf- steinsson. Kringlukast: Óskar Jakobsson og Vésteinn Haf- steinsson. Spjótkast: Unnar Garðarsson og Einar Vil- hjálmsson. Sleggjukast: Óskar Jakobsson og Erlendur Valde- marsson. 4x100 m: Þorvaldur Þórsson, Sigurður Sigurðs- son, Vilmundur Vilhjálsson og Oddur Sigurðsson. Varam. Sig. T. Sig. 4x400 m: Þorvaldur Þórsson, Stefán Hallgrims- son, Egill Eiðsson og Oddur Sigurðsson. Varam. Guðm. Skúlason. Molar Finnarnir seigir ■ Finnska landsliðið sem keppir gegn íslandi i Helsinki næskomandi sunnudag hefur náð þokkalegum árangri uppá siðkastíð. Til dæmis gerðu Finnamir jafntcfli í vor gegn hinu sterka liði Norðmanna (sem á síðasta ári sigraði m.a. Englendinga heima og Svisslendinga úti), 1-1. Leikmenn finnska liðsins eru mjög Ukamlega steridr og ■ liði þeirra eru nokkrir atvinnumenn. Annars eru finnskir fötboltakappar i atvinnu- , mennsku i V-Þýskalandi, Englandi, Bandaríkjunum og Sviþjóð. MÍ í sundi ■ Meistaramót íslands i sundi verður haldið um næstu helgi í sundlauginni i Laugardal. Alls verða 107 þátttakendur á mótinu, frá niu félógum. Slærstí hópurinn er frá Sundfélaginu Ægi, eða alls 36 þátttakendur. Göngumenn- irnir hlaupa hratt I ■ Hinir kunnu norsku skiðagöngu- menn, Oddvar Brá og Pil Gunnar Mikkelsplass, eru liðtækir i fleiri iþróttagreinum en skiðagöngunni. Um helgina siðustu tókn þeir þátt i Bilslett-leikunum og hlupu báðir 1500m. Brá fékk tímann 4:00.72 min. og Mikkelsplass 4:03.78. |Jagger joggar Söngvari Rolling Stones - flokks- s, Mick Jagger, er mikill áhuga- maður um heilsurækt og þá einkum skokk. Sagt er að kappinn hlaupi um 10 km. á degi hverjum þegar flokkurinn er ekki á tónleikaferða- lagi. Erf itt að ná í frambærilegt lið gegn Hollendingum í haust ■ „Það er nú þegar ljóst að það verður erfitt fyrir okkur að stilla upp frambæri- legum liðum í landsleikjunum tveimur gegn Hollendingum i haust (31. ágúst og 1. september, U-21 árs lið og A-lið), vegna þess að á sama tima er leikið i 1. deildunum i Belgiu og Frakklandi. Þetta þýðir að leikmenn eins og Arnór Guðjohnsen, Lárus Guðmundsson, Sævar Jónsson, Karl Þórðarson og Teitur Þórðarson geta ekki leikið með okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn í knatt- spymu, Jóhannes Atlason. -IngH irgleg reynsla 15 ára unglings: þló rangan bolta og ar vfsað úr keppni ’að er alveg ferlegt að lenda í þessu“, sagði að hann var kominn með Maxfly bolta númer 3. ■ „Það er alveg ferlegt að lenda í þessu“, sagði Jón Öm Sigurðsson úr Golfldúbbi Reykjavíkur eftír að honum hafði verið visað úr keppni i Unglingameistaramótinu i golfi á Akureyri um síðustu helgi. Það er óhætt að taka undir þau orð, því ástæðan fyrir brottvísun Jóns úr keppninni var vægast sagt leiðinleg. Þannig var að Jón var að leika á 5. braut í fyrsta hringnum að bolti hans týndist. Hann fannst þó fljótlega og lék Jón með honum áfram og kláraði 5. holuna og einnig þá næstu. En þá komu mistökin í ljós. Jón hafði tilkynnt er keppni hófst, að hann léki með Maxfly bolta nr. 1. En þegar hann var að ljúka holu númer 6 sá hann að hann var kominn með Maxfly bolta númer 3. Var því greinilegt að boltavíxl höfðu átt sér stað á 5. holunni. Refsing við svona „broti“ er skýr í reglunum, ef keppandi slær vitlausan bolta og byrjar leik með honum á næstu holu ber að víkja honum úr keppni. Það var gert í þessu tilviki og Jón mátti því gera sér að góðu að halda heimleiðis til Reykjavíkur að kvöldi fyrri keppnisdagsins. Var hann að vonum sár vegna þessa slyss, enda er það ekki skemmtilegt fyrir 15 ára ungling, sem er búinn að leggja út um 1500 krónur af litlum efnum, að lenda í svona nokkru. gk - Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.