Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982. Sd'MS'm 3 fréttir „Búinn að fá mig full- saddan af þessarí vitieysu” — segir Ólafur Laufdal um skrif um veit- ingahúsið Broadway ■ „Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessari vitleysu og þetta er bara ein dellan enn sem komið hefur upp i sambandi við þennan stað, en maður er hættur að nenna að svara svona rugli“ sagði Óiafur Laufdal eigandi veitingahússins Broadway í samtali við Tímann, er við spurðum hann hvort rétt væri að fyrir dyrum stæði endurskipulagning á rekstri staðarins þar sem mjög iitil aðsókn hefði vcrið að honum undanfarið og að búið væri að segja upp öllu starfsfólki staðarins, en um þessi atriði er litillega fjallað i síðasta Helgarpósti. Óiafur Laufdal sagði að miðað við sumartíma þá hefði nýtingin á Broadway verið nokkuð góð undanfa- rið og fullyrti hann að hún væri mun betri en gcrist um önnur hús af svipaðri stærð hérlendis á þessum tíma. „Hjá okkur voru um 800 manns sl. föstudagskvöld og um 1550 gestir komu hingað á laugardagskvöldið," sagði hann. „Maður er búinn að fá óbcit á því hvað blaðamenn geta tekið persónur fyrir og rægt þær af hreinni iiigimi eins og t.d. heiisíðugrein i Helgar-Tíma- num fyrir nokkru er glöggt dæmi um. Ég veit ekki til annars en að þeir gestir sem koma hingað séu ánægðir með staðinn og þá þjónustu sem þeir fá. Það er með ólíkindum hve margar leiðindasögur hafa verið i gangi f kringum mann eins og sagan um vændið i Hollywood og það að ég hafi átt að hafa mútað borgarverkfneðingi svo dæmi séu tekin. Annað er að ef ekki gengur svo vel að troðið sé út úr dymm og fólk standi þar i drullunni fyrir utan þá er næsta saga sú að húsið sé að fara á hausinn og aðeins séu örfáar hræður þar inni. “ Þá vildi Ólafur taka það fram að hús af sömu stærðargráðu og Broadway væm aðeins opin á föstudögum og á laugardögum á sumrin þar sem fólk væri yfirleitt mikið út úr bænum á þeim tima og því ekki grundvöllur fyrir öðru þar sem félagastarfsemi lægi einnig að mestu niðri. „Með haustinu og í vetur munum við hafa opið hér fjögur til fimm kvöld í viku“ sagði Ólafur. Hann vildi ennfrcmur taka það fram að hann væri viss um að vínstri sinnaðir blaðamenn þyldu ekki nafn staðarins Broadway enda afbökuðu þeir það ávailt í Breiðvang..„ég á við að ef þú heitir Guðmundur þá á ekki að kalla þig Sigurð" sagði hann. - FRI ■ Ólafur Laufdal. Tímamynd Ella. ■ Unnið að frágangi i hinum nýja sýningarsal Stjörnubiós, Nýr sýningasal ur í Stjömubíó — fyrsta myndin „Catballou” með Jane Fonda og Lee Marvin ■ Á sunnudag verður opnaður í Stjörnubíó nýr sýningarsalur sem taka mun 124 manns í sæti. Fyrsta myndin sem sýnd verður i hinum nýja sal er „Catballou“ með þeim Jane Fonda og Lee Marvin i aðalhlutverkum, en að sögn Þorvarðar Þorvarðarsonar, fram- kvæmdastjóra Stjörnubiós, sýndi hann myndina fyrst 1968 og hefur reynt mikið til að fá hana til sýninga á ný. Þorvarður sagði að með tilkomu þessa salar opnuðust möguleikar á þvi að vera með til sýninga myndir sem væru viðurkennd listaverk en vitað að ekki kæmu kannski margir að sjá. Hann sagði ennfremur að sýningar yrðu í salnum jafnhliða sýningum í aðalsal og væntanlega mundu myndir úr aðalsal detta niður í litla salinn er aðsókn á þeim minnkaði. - FRI Komst inn í hreppsnefnd Austur Eyja- fjallahrepps á hlutkesti: Gaf eftir sæti sitt — á fyrsta fundi til þeirrar sem tapaði hlutkestinu ■ Guðrún Inga Sveinsdóttir á Fosstúni í Austur-Eyjafjalla- hreppi hefur verið kjörin oddviti hreppsins. í hreppsnefndarkosn- ingunum á dögunum lenti Guð- rún i fimmta til sjötta sæti ásamt Ólafi Tryggvasyni, bónda á Raufargili. Var þvi varpað hlut- kesti um hvort þeirra skyldi hreppa sæti í nefndinni. Ólafur varð hlutskarpari i hlutkestinu. En strax á fyrsta hreppsnefndar- fundinum sagði hann sæti sínu lausu og við því tók Guðrún. Var hún jafnframt kjörin oddviti. - Sjó. ■ „Skokkliðið“ á Loftleiðum tilbúið í startholunum. ísleifur, Helga, Emil, Sveinn og Haraldur. Tímamynd Róbert Skokkadá Loftleiðum Samningafundur íslands, Noregs og EBE um loðnuna: Tímabundið bann loðnuveiða rætt ■ Á þriðjudag fara fram í Osló samningaviðræður íslendinga, Norð- manna og Efnahagsbandalags Evrópu um stjórnun loðnustofnsins, bæði um tímabundið bann við loðnuveiðum og hugsanlega skiptingu veiðiréttinda úr stofninum. Þessi fundur er haldinn i framhaldi af kynningarfundi um sömu mál, sem fram fór fyrr í sumar í Brússel. í framhaldi af framangreindum viðræðum verður hald- inn fundur i islensk-norsku fiskveiði- nefndinni um sömu málefni. Fulltrúi íslands i þeirri nefnd er Jón Arnalds, ráðuneytisstjóri, en auk hans munu sitja þann fund af íslands hálfu sömu menn og taka þátt í viðræðum íslands, Noregs og EBE, en Hannes Hafstein, skrifstofu- stjóri utanrikisráðuneytisins, er formað- ur þeirrar nefndar. - Kás Iðnrekendur: Þorskaflinn hefur minnk- að um 76 þúsund tonn ■ Þorskafli landsmanna hefur minnkað um sem svarar 76 þúsund tonnum það sem af er árinu miðað við aflann i fyrra. I bráðabirgðatöium Fiskifélags íslands um heildaraflann fyrstu sex mánuði ársins kemur fram að hann hefur dregist saman um tæplega 208 þúsund lestir, úr 633 þúsund lestum sem hann var fyrstu sex mánuðina i fyrra og niður i 425,5 þúsund lestir nú. Verulegur samdrattur hefur orðið í botnfiskveiðum landsmanna fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Heildarbotnfiskaflinn nú nemur 401,5 þús. tonnum á móti 453,2 tonnum i fyrra. -FRl Mótmæla stuðningi við sjávarútveginn ■ Nú um helgina verða opnaðar merktar „skokkbrautir" við Hótel Loft- leiðir, sem er nýjung og viðbót við hina fjölbreyttu og góðu aðstöðu til likams- ræktar, sem er til staðar á þessu stærsta hóteli landsins. Emil Guðmundsson hótelstjóri stendur að þessum nýjungum i starfi hótelsins og hefur hann skipulagt prógrammið sem ber nafnið „Komdu með í skokkið". Umsjón með skokkinu á Hótel Loftleiðum hefur Helga Edvalds, en hún sagði á blaðamannafundi sem haldinn var á hótelinu vegna nýjungarinnar, að aðstaða til líkamsræktar á Loftleiðum væri með þvi besta sem þekktist, sundlaug með heitum potti, gufubað, sóllampar, þjálfunartæki og nuddstofa og væri þetta ekki einungis ætlað gestum hótelsins heldur mætti hver og einn koma sem áhuga hefði á þessu. Skokkbrautirnar sem opnaðar hafa verið eru þrjár, sú fyrsta frá hótelinu og að Alaska og til baka, önnur liggur niður að heita læknum við Fossvog og sú þriðja liggur merkta leið um Öskju- hliðina. Gerðir hafa verið sérstakir skokkbolir með nafni hótelsins og verða þeir til sölu í verslum Rammagerðarinnar á jarðhæð hótelsins. ■ Menntamálaráðherra hefur skipað eftirtalda menn i stjórn Sinfóniuhljóm- sveitar íslands, en eins og kunnugt er voru samþykkt ný lög um hljómsveitina á síðasta Alþingi: Guðmund Jónsson framkvæmda- stjóra, tilnefndan af Rikisútvarpi, Hauk Helgason fyrrv. bankafulltrúa, tilnefnd- an af Fjármálaráðuneyti, Gunnar ■ Á almennum félagsfundi i Félagi íslenskra iðnrekenda í gær var mótmælt harðlega þeim hugmyndum sem nú eru uppi um að innleiða að nýju uppbóta- Egilson hljómlistarmann, tilnefndan af Starfsmannafélagi Sinfóníuhtjómsveitar íslands, Ernu Ragnarsdóttur innanhúss- arkitekt, tilnefnda af Reykjavikurborg, og Hákon Sigurgrimsson framkvæmda- stjóra, skipaðan ántilnefningar, og er hann jafnframt fonnaður stjómarinnar. Skipunartimi stjórnarinnar er fjögur ár. og styrkjakerfi í sjávarútvegi. „Ef slík leið yrði farin er í einu vetfangi horfið aldarfjórðung aftur í timann til þess ófremdarástands sem hér ríkti á árunum fyrir 1960. Þá minnir fundurinn á að með sliku uppbótarkerfi yrði rofin sú grand- vallarregla um raunhæfa gengisskrán- ingu og jöfnuð atvinnuvega sem þátt- taka okkar i friverslun verður að byggja á.“ í framhaldi af þessu skoraði fundurinn á ríkisstjómina að hverfa þegar í stað frá þessum hugmyndum svo að komist verði hjá þeim „ófriði sem slikar aðgerðir hefðu í för með sér,“ segir i ályktuninni. - Kás Ný stjórn Sinfóníunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.