Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 5
5 LAUGARDAGUR 10. JULI 1982. erlent yfírlit ■ Hans Dietrich Genscher og Helmut Schmidt. Schmidt mun reyna að semja við Reagan Treystir á vináttuna við George Shultz ■ ANNAN þriðjudag (20. júlí) mun Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýzka- lands leggja upp í ferðalag til Bandaríkj- anna. Tilgangur ferðar hans er að ræða við Reagan forseta og aðra forustumenn Bandaríkjanna um þann efnahagslega ágreining, sem hefur risið í sambúð Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu og haft getur mjög óhagstæð áhrif á vestrænt samstarf, ef ekki tekst að jafna hann. Margir leiðtogar Vestur-Evrópu hafa viljað mæta með hörðum gagnráðstöfn- unum þeirri ákvörðun Bandarikjastjóm- ar að leggja sérstakan toll á innflutt stál frú Evrópu og banna notkun bandariskr- ar hönnunar við smíði véla i gasleiðsluna miklu, sem á að leggja frá Sovétríkjun- um til Vestur-Evrópu. Brezka jámfrúin, Margaret Thatcher, hefur m.a. látið falla orð í þá átt. Helmut Schmidt er hins vegar þeirrar skoðunar, að slíkt viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu muni verða til hins verra. Hann vill þvi reyna til þrautar að leysa þessa deilu með samkomulagi, sem komi i veg fyrir viðskiptastrið. í þeim tilgangi ætiarhann að ræða við bandaríska ráðamenn í ferð sinni. Fyrst og fremst mun hann ætla að ræða þessi mál við gamlan og góðan félaga sinn, George Shultz, sem er i þann veginn að taka við embætti utanrikisráðherrans. Formlega tekur hann að vísu ekki við því fyrr en eftir að öldungadeildin hefur staðfest tilnefn- ingu hans, en ekki er víst, að það verði fyrr en seint í mánuðinum. Sennilega starfar Shultz þó orðið sem fullgildur utanrikisráðherra á bak við tjöldin. Schmidt var fjármálaráðherra Vestur- Þýzkalands á sama tima og Shultz var fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Þá hófst kunningsskapur þeirra og hefur hann haldizt síðan. Schmidt hefur heimsótt Shultz til Kaliforniu og dvalizt sem gestur á heimili hans. Shultz hefur einnig heimsótt Schmidt og dvalizt á heimili hans. Ferðaáætlun Schmidts er við það miðuð, að hann fari til Kalifomiu og dveljst sem gestur Shultz þar. SCHMIDT getur haldið ánægður i þetta ferðalag sökum þess, að honum tókst í síðustu viku að leysa eftir langa mæðu deilu, sem hafði risið milli stjórnarflokkanna um. fjárlög næsta árs. Um skeið var talið, að þessi deila gæti hæglega orðið til að rjúfa stjómar- samstarfið. Samkvæmt nýlegum skoðanakönnun- um em báðir stjómarflokkarnir að missa fylgi, sósialdemókratar þó meira. Frjáls- lyndir demókratar mega hins vegar ■ George Shultz. síður við þvi að tapa fylgi, þvi að fái þeir minna en 5% af greiddum atkvæð- um, falla þeir alveg út úr þinginu. Þeir em nú óðum að nálgast 5%markið samkvæmt skoðanakönnunum. Talsvert af því fylgi, sem frjálslyndir demókratar hafa misst, virðist hafa farið yfir til kristilegra demókrata. Margir ieiðtogar þeirra telja, að þessi flótti verði ekki stöðvaður, nema þeir hætti samstarfinu við sósialdemókrata. Meðal þeirra, sem halda þessu fram, er Walter Scheel, fyrrverandi forseti og fyrrv. formaður Frjálslynda flokks- ins. Það er einmitt Scheel, sem hafði fomstu um það á sinni tið, að flokkurinn kaus heldur samvinnu við sósíaldemó- krata en kristilega demókrata. Nú telur Scheel að þetta þurfi að breytast. Það þarf ekki að koma á óvart, þótt stjómarflokkarnir séu heldur að tapa. þeir eru búnir að fara með stjórn samfleytt í 13 ár og sósíaldemókratar em búnir að vera samfleytt i stjóm í 16 ár, þar af þrjú fyrstu árin í samvinnu við kristilega demókrata. DEILAN um fjárlögin spratt af þvi, að frjálslyndir demókratar vildu draga nokkuð úr útgjöldum, einkum til félagsmála, og hafa minni halla á fjárlögum en sósíaldemókratar gerðu ráð fyrir. Þeir töldu sér þetta nauðsyn- legt sökum samkeppninnar við kristi- lega demókrata. Eftir mikið þóf tókst Schmidt loks að finna milliveg, sem báðir flokkarnir gátu sætt sig við. Eftir að þetta samkomulag náðist, hafa aftur glæðzt nokkuð þær vonir, að samvinna flokkanna gæti haldizt út allt kjörtímabilið eða til haustsins 1984. Fjarri fer þó þvi, að þetta þyki öruggt. Sumir telja, að ný óvissa geti skapazt varðandi framtíð stjómarsamstarfsins strax í iok september. Þá fara fram fylkiskosningar í Hessen. Þar fer nú með völd samstjóm sósialdemókrata og frjálslyndra demókrata. Fylkisstjóm frjálslyndra demókrata hefur ákveðið að rjúfa þetta samstarf og leita heldur samstarfs við kristilega demókrata, ef enginn einn flokkur fær meirihluta. Kristilegir demókratar hafa látið sér fátt finnast um þetta tilboð og segjast stefna að því að fá einir hreinan meirihluta. Það er ekki talið útilokað að þeim takist það. Takist kristilegum demókrötum þetta, eru mestar líkur á þvi, að þeir fái meirihluta í efri deild sambandsþingsins í Bonn, en hún er valin af fylkisþingun- um. Þar með fá þeir stöðvunarvald i þinginu og verður erfitt fyrir núverandi rikisstjórn að sitja eftir það. Þótt merkilegt sé, virðast kristilegir demókratar hafa takmarkaðan áhuga á að hraða falli stjómarinnar og þingkosn- ingunum. Ástæðan er ekki sizt sú, að þeir hafa enn ekki orðið ásáttir um kanslaraefni, en það getur haft meginá- hrif á úrslit kosninganna. Sigur sósial- demókrata i siðustu kosningum er ekki sízt þakkaður þvi, að Helmut Schmidt var miklu vinsælli en flokkurinn og dró fylgi að honum i kosningunum. Hins vegar var talið, að Franz Josef Strauss, sem var kanslaraefni kristilegra demókrata, hefði spillt fyrir þeim. Það myndi ekki draga úr fylgi Schmidts, ef hann fengi sæmileg erindis- lok í væntanlegri Bandaríkjaferð sinni. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mfíI S.AJVIVINNUTRVGGINGAII Ármúla 3 - Reykjavík Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa í umferðaróhöppum: Datsun 220 D. árg. 1977 Daihatsu Charmant. árg. 1979 Isuzu. árg. 1981 Saab96 árg. 1973 Wartburg árg. 1978 B.M.W.316 árg. 1982 Galant1600 árg. 1981 Chevrolet Blazer. árg. 1973 Datsun180B. árg. 1972 Daihatsu Charmant. árg. 1979 ToyotaCrown árg. 1977 Willys Jeep CJ5 árg. 1981 Dodge árg. 1974 Mazda929 árg. 1975 Blazer árg. 1976 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmuvegi 26, Kópavogi, mánudaginn 12/7 1982 kl. 12-17. Tilboðum skal skilað til Samvinnutrygginga g.t. fyrir kl. 17, miðvikudaginn 13/7 1982. Fiölbrautaskóli Suóumesja Kórstjóra vantar í hlutastarf við skólann. Umsóknarfrestur er til 25. júlí. Nánari upplýsingar hjá aðstoðarskólameistara Ingólfi Halldórssyni, í síma 92-1857. Skólameistari. HEYHLEÐSLUVAGNAR Stærðir: 24 rúmm. og 30 rúmm. Mikil sporvídd. Hagstætt verð. ö £ ÁRMÚLi Verktakar - Húsbyggjendur Geri tilboð i stór og smá verk J Ákerman beltagrafa gj, -,23 tonn H 12- Up.plýsing i sima 434 ar 84 Samtök gegn astma og ofnæmi Sumarferð félagsins verður að þessu sinni farin upp í Borgarfjörð sunnudaginn 18. júlí. Lagt verður af stað frá Suðurgötu 10 kl. 9 og frá Norðurbrún 1 kl. 9:30. Borðað verður í Munaðarnesi og kaffiveitingar í sumarhúsi í Skorradal. Tilkynnið þáttöku sem fyrst í síma 32269 eða skrifstofu samtakanna mánud. og fimmtud. kl. 2-5 sími 22153. Takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.