Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1982. Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. 1 Framkvœmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: j Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans:, lllugl Jökulsson. Blaðamenn: Agncs Bragadóttir, Atii Magnússon, Ðjarghildur , Stefánsdóttlr, Egill Helgason, Frlðrik Indriðason, Helður Helgadóttirjngólfur Hannesson (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristlnn Hallgrimsson, Krlstln Leifsdóttir, Sigurjón Valdlmarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlits- teiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndlr: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir:, Flosi Krlstjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorstcinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. 1 Auglýslngasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. j Verð I lausasölu 8.00, en 10.00 um heigar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setnlng: Tæknldeild Tlmans. Prentun: Blaðaprent hf. Friðarbarátta og aðild að Nato fara saman ■ Hvarvetna um heim eykst nú barátta fyrir útrýmingu kjarnavopna. Margir og ólíkir aðilar hafa þar tekið höndum saman. Sjónarmiðin geta verið mismunandi. Stundum gæti óraunhæfra sjónarmiða. Raunhæf er þessi barátta ekki, nema barizt sé fyrir gagnkvæmri afvopnun. I áróðri sumra, sem telja sig friðarsinna, gætir stundum þess misskilnings eða blekkingar, að friðarbarátta og aðild að Atlantshafsbandalaginu geti ekki farið saman. Atlantshafsbandalagið var stofnað til að varðveita friðinn. Þetta skyldi gert á tvennan hátt. í fyrsta lagi með því að treysta varnir, sem fældi frá árás. í öðru lagi með því að stuðla að spennuslökun, sem skapaði aðstöðu til afvopnunar. Svo bjarstýnir voru stofnendurnir á að þetta tækist, að bandalagssáttmál- inn var ekki bindandi nema til 20 ára. Vonast var til, að þá hefði skapazt það ástand, að varnarbanda- lög væru orðin óþörf. Það er staðreynd, að allan starfstíma Atlantshafs- bandalagsins hefur friður ríkt í þeim heimshluta, sem það nær til. Illu heilli hefur hins vegar ekki skapazt það ástand, að friðurinn sé orðinn svo tryggur, að varnarsamstarf sé óþarft. Þvert á móti hefur aukin tækni ýtt undir meira kapphlaup á sviði vígbúnaðar, einkum þó hvað snertir kjarnavopn. Tortímingarhætta hefur margfaldazt, ef til stríðs kæmi. Því er nú þörf stóraukinnar friðarbaráttu og þó einkum þeirra, sem beinist gegn kjarnavopnum. En sú barátta er ekki raunhæf, nema barizt sé fyrir gagnkvæmri takmörkun og banni þeirra. Frumkvæðið í þessari baráttu hafa margir eindregnustu fylgismenn Atlantshafsbandalagsins. Það má nefna bandarísku öldungadeildarmennina Kennedy og Hatfield, sem beita sér fyrir frystingu á framleiðslu kjarnavopna, sem fyrsta stig í afnámi þeirra. Það má nefna Bandaríkjamennina McNama- ra og Kennan, sem beita sér fyrir athugun á því, að Nato lýsi því yfir, að það muni ekki beita kjarnavopnum að fyrra bragði. Friðar- og öryggismálin voru til umræðu á síðasta aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins. í álykt- un, sem fundurinn samþykkti, segir í upphafi, að íslendingum beri að beita sér fyrir því á alþjóðavettvangi að bægja frá hættunni á kjarnorku- styrjöld. Fagnað var tillögu þingmanna Framsóknar- flokksins um alþjóðlega ráðstefnu um afvopnun á Norður-Atlantshafi. Lýst var stuðningi við frjálsar og óháðar friðarhreyfingar, sem vinna að gagn- kvæmri afvopnun. Fundurinn taldi jafnframt rétt við ríkjandi aðstæður, að ísland fylgdi óbreyttri stefnu í öryggismálum, og ísland væri áfram þátttakandi í varnarsamstarfi vestrænna þjóða. Raunhæf friðarbarátta, sem hefur gagnkvæma afvopnun að markmiði, og þátttaka í Atlantshafs- bandalaginu, fara saman, eins og ástatt er i heimsmálum. Meðan ekki næst samkomulag um gagnkvæma afvopnun, má ekki varpa fyrir róða því öryggi sem felst í varnarsamstarfinu. En það má heldur ekki draga úr baráttu fyrir útrýmingu kjarnavopna á gagnkvæmum grundvelli, heldur verður að herða hana á allan hátt og reyna nýjar leiðir eins og gert er í tillögum áðurnefndra B andar í kj amann a. - Þ.Þ. á vettvangi dagsins Fridrik Þorvaldsson: Vatnið góða ■ Á einum stað vestanvert við Missi- sippi má sjá á landabréfum hásléttu mikla, sem heitir Ozark Piateau. Þar uppi er stöðuvatn allstórt. Ummál þess er rúml. 500 km. Auðvitað sést ekki á kortum að vatnið er frægur veiðistaður, þar sem m.a. regnbogasilungar laða að sér ferðafólk, jafnhliða því að heimamönnum nýtist þessi náttúruauðlind. Einnig fá færri en vilja landskika á vatnsbökkum, þótt til heiða sé. Aftur á móti sýna kortin allstórt kauptún niður við vatnið - einskonar Egilsstaði - umlukið jarðar- gróðri að öðru leyti. Þetta kauptún heitir Heber Springs. Vatnið á ekki litla sögu. Víðáttumikl- ar kvosir og dalverpi voru gerð vatnsheld, en margar ár streyma úr ofanverðum fjallasvæðum niður í laut- irnar þar á meðal ein, sem heitir Rauðá og rann eftir endilöngum dal. Afrennsli vatnsins, sem þannig myndaðist alveg upp að útjaðri þorpsins, kallast áfram Rauðá uns hún sameinast annarri með kunnuglegu nafni. Hvítá heitir sú, og verða þær síðan samferða niður á jafnsléttu, „þar Mississippi megindjúp fram brunar“. Annað örnefni af hinum horfnu slóðum er enn við lýði. Vatnið heitir Greersferjuvatn, en auðvitað hvarf hinn gamli ferjustaður eins og annað. Nú er þama mikill floti lystibáta og ýmislegt vatnasport er iðkað. En hvaða nauður rak þetta jarðfylki (og „animal wonderland") Arkansas til að raska svona lífríki sínu? Landsmenn voru þarna að gera sína Blönduvirkjun, og sem enn nýtur þess frægðarljóma að vígsla hennar 20/11 1963 var síðasta embættisverk Kennedys forseta ör- skömmu áður en hann var myrtur. Til viðbótar skal þess getið að ofan á stöðvarhúsinu er banki vatnsins - klakstöðin, sem annast uppeldi og kynbætur fiskstofnanna án teljandi skyldleikatengsla (inbreeding). Og allt- af bætast upplýsingar við. í nýjum frásagnarpésa sé ég að þessi klakstöð (Heber Springs Trout Hatchery) við Greers Ferry Lake er talinn einn forvitnilegasti staður fyrir ferðamann til að skoða. Mér er ókunnugt um það hvort þetta hafa verið góð býtti, en nauðsynleg voru þau sögð. Nýlega átti ég samtal við landeiganda við vatnið, sem var hinn ánægðasti. Hann sagðist þó aldrei hafa verið þar langdvölum vegna embættis- anna utanlands. Breytingarnar voru afstaðnar fyrir hans tilkomu, en urðu eðlilega mestar fyrir bændur og búalið, sem urðu að finna grasbitunum ný svæði. ■ Myndin sýnir jaðra fiskeldislóns. Gróðurbeltin geta gerst við að hranna upp botnlögunum. Með þvi eykst rúmtak vatnsins. Fiskvegir milli hyljanna eru fengsælir á flugmý og ýmsar lifverur úr fjölbreyttu jurtalifl. Sigurdur H. Þorsteinsson FRA , OSLO ■ Það væri synd að segja, að frændur okkar Norðmenn kynnu ekki að notfæra sér góða veðrið, vera úti og skemmta sér, auk þess að njóta þess að vera í sumarbústöðum eða í bátum sinum, m.a. hér á Oslófirðinum. Jafnvel Ólafur kóngur, sem varð 79 ára i fyrradag, varð fjórði á móti daginn fyrir afmælið. Siðan tók hann sér fri á afmælisdaginn, tók síðan þátt i heimsmóti á Drammen- firðinum í gær og hélt upp á afmæli tengdadótturinnar i dag og svo aftur til sjós. Leikrit Leikrit Peder W. Cappelen, „Dyveke, duen pá Akershus“, var frumsýnt i Borgargarðinum í Akershuskastala fyrir rúmri viku. Það hafði áður komið út hjá Gyldendal Norsk forlag. Þvi hefir verið tekið mjög vel af áhorfendum, sem þó þættu stundum hafa mátt vera fleiri. Ekki hefir staðið á blöðum með góða gagnrýni. Rómantík á Akershus, er kannske réttnefni fyrir þetta verk. Kristján hertogi, Dyveke kráarstúlka, eða hóra eins og hún er nefnd þegar til Oslóar kemur, sem ástmær Kristjáns II. Hans hertogi hefir keypt hana af móður hennar sem er kráareigandi i Bergen. Hom skella á nösum og hnútur fljúga um borð. Annað leikrit er um þessar mundir leikið á útisenu, en það er leikrit Odd Eidem, „Guds Gjöglere", sem er leikið á senu við dómkirkjurústimar á Hamar. Lítið hefir verið sagt frá þessu verki, en Eidem, sem er þekktur af bókum sinum og þáttum í Aftenposten, hefir kannske slegið í gegn þama, sem leikritahöfundur. Eftir Peder W. Cappelen liggja hinsvegar 14 flutt leikrit síðan 1963. Þá er að geta Frænku Charleys, sem flutt er í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Útiskemmtanir Á fimmtudaginn annan en var hófust skemmtanir norska útvarpsins á Skt. Hanshaugen við Ullevalsveen. Þessar skemmtanir, með miklu af góðum skemmtikröftum og Rolf Kirkvaag, sem stjómanda, em fluttar þama undir bem lofti á hverju fimmtudagskvöldi og síðan i útvarpinu á laugardögum. Þótt brekk- umar væm blautar ofan senunnar i siðustu viku var margt um manninn að fylgjast með. Rósabeðin fyrir ofan senuna i blóma eftir regn dagsins og útsýn aldrei skærari, né fegurri yfir Oslófjörðinn. Aðeins hvinur einstaka flugvélar rauf stemminguna. Þessar skemmtanir verða svo á hverjum fimmtudegi út ágúst. í þeim mánuði verður einnig útileikritið í Mariadalen, i kirkjurústunum þar. Þegar er byrjað að vinna að gerð senunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.