Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 9
■ „Sandblásum allt á milli himins og jarðar“, er kjörorð hjónanna, Guðmundar Gunnarssonar og Önnu Pétursdóttur frá Reykjavik. Þau reka sandblásningar- fyrirtæki í Jessens í Noregi, skammt fyrir utan Hamar og frá því að þau stofnuðu fyrirtækið hafa þau ekki þurft að kvarta undan verkefnaskorti. Þangað koma húsmæður úr sveitinni með potta og pönnur, norski herinn með tól og tæki, vörubílstjórar með vörubflana sína og allt er þetta sandblásið. Auk þess ferðast þau Guðmundur og Anna vitt og breitt um Noreg, sandblása hús og sfló og einnig hafa þau unnið mikið fyrir olíufyrirtækin i Norðursjónum. Reyndar hefur rekstur- inn gengið það vel að þau opna liklega útibú í Þrándheimi á næstunni. Tíminn heimsótti sandblásarafjölskylduna í Jessens á dögunum og ekki verður annað sagt en að það hafi verið létt yfir þeim Guðmundi og Önnu. Það var mest fyrir tilviljun að Guðmundur og Anna settust að í Noregi. Þau höfðu verið i heimsókn hjá móðursystur Guðmundar í Gjövik og kunnu strax mjög vel við sig. Er Guðmundur, sem hafði unnið við sjómennsku og með þungavinnuvélar heima á íslandi, fékk tilboð um vinnu við vegagerð á Evrópuvegi 6 (E6), Gjövik að við ákváðum að skella okkur til baka, segir Anna, en Guðmundur hafði þá tilboð um starf á skurðgröfu hjá sama fyrirtæki og hann hafði unnið hjá áður. Að sögn Guðmundar vann hann i fyrstu aðallega í skurðgreftrinum, en sandblés siðan í frístundunum. Ég notaði tímann og keypti mér smám „Sandblásarahjónin“. Anna Pétursdóttir og Guðmundur Gunnarsson við einn rokkin sem þau hafa gert sem nýjan. Myndir: Eiríkur St. Eiriksson „VIÐ SANDBLASUM ALLT A MILU HIMINS OG JARDAR Guðmundur og Anna segja að verkefn- in hafi aukist mjög að undanfömu og nú íhuga þau alvarlega að setja upp útibú í Þrændalögum. Þau hafa hingað til ekið bílum sínum frá Jessens um þvert og endilangt landið, en vegna aukinna verkefna kæmi sér það betur að setja upp útibú sem þjónað gæti Hörðalandi, Þrændalögum og N-Noregi. Engin heimþrá hefur sótt á sand- blásarahjónin, þó að þau hafi verið nær samfleytt erlendis í 13 ár. ■ Fjölskyldan í Jessnes. „Fóstursonurinn“ Gunnar Sigurjónsson, Svandis Hanna, Anna, Inga Sigríður og Guðmundur. er óheyrilega dýrt, segir Guðmundur. - Ég veit um marga Norðmenn sem eiga sér þá ósk heitasta að koma til íslands, en eftir að hafa kynnt sér verðið, þá hafa þeir hætt snarlega við öll áform um þau ekki margar frístundir. Framundan var að sandblása sex mjög stór siló og eins var fjöldi húsa á listanum. Herinn vildi einnig blástur og sandsiló vega- gerðarinnar i fylkinu biðu þeirra hjóna I heimsókn hjá „sandblásarahjónunum” Guðmundi og Önnu í Noregi ákváðu þau að slá til og fluttu til Noregs haustið 1969. Guðmundur vann síðan í þrjú ár á skurðgröfu við vegagerðina, en þá fékk hann tilboð um að læra sandblásningu hjá þekktu fyrirtæki i Malmö i Sviþjóð. -Þetta var mjög lærdómsríkur timi, segir Guðmundur er hann rifjar upp Sviþjóðarárin. - Við vorum í Malmö í sex ár, bæði við nám og vinnu, en fyrirtækið sem ég vann hjá tók að sér verkefni út um allan heim. En Noregur átti sterk ítök í þeim hjónum. -Við kunnum svo vel við okkur i saman öll nauðsynleg tæki en tiu mánuðum eftir að við komum aftur til Noregs þá hófum við sjálfstæðan rekstur við sandblásningu. Um þessar mundir bjuggu Guðmund- ur og Anna, ásamt dætrum sinum tveim, Ingu Sigriði (18) og Svandísi Hönnu (13) í Nes, en aðstöðu fyrir sandblásturinn leigðu þau í gömlu verksmiðjuhúsnæði i Jessnes. Þar hafði áður verið til húsa hin þekkta kartöflumjölsverksmiðja, HP (Hedemarken Potetmelfabrikk), heimsfræg á íslandi fyrir bláhvitu pokana, en eigendumir urðu að hrökkl- ast burt vegna þeirra óæskilegu áhrifa sem verksmiðjan hafði á lífríki Mjösa, stærsta vatns Noregs. Hafði eigendun- um verið gert að setja upp hreinsitæki, en þeir valið að slá sér saman með annarri verksmiðju i nágrannabænum Brummendal. -Við keyptum síðan verksmiðjuna og íbúðarhúsið hér i Jessnes fyrir rúmu ári siðan og síðan hefur allt gengið eins og í ævintýri, segir Guðmundur. - Við sandblásum nú allt milli himins og jarðar, bæði stórt og smátt og vinnum jafnt fyrir húsmæðurnar hér i nágrenn- inu, sem olíufyrirtækin í Norðursjónum og norska herinn. Anna hefur unnið við hlið Guðmund- ur allt frá því að þau stofnuðu fyrirtækið og hún segir að þessi tími hafi verið einn sá lærdómsríkasti i lifi sinu. -Þetta hefur verið ógurlega gaman og það hefur ekki skemmt fyrir að allt hefur gengið eins og í sögu. Guðmundur bætir þvi við að það sé ekki sist henni að þakka hvað reksturinn hafi gengið vel. Dætumar taka einnig sinn þátt í þessu fjölskyldufyrirtæki og er Tíminn var í heimsókn, dvaldi þar einnig bróðursonur Önnu, Gunnar Sigurjónsson úr Hafnarfirði, en hann var að læra sandblásningarlistina af -Hér er dásamlegt að búa, segir Guðmundur og Anna ber nágrönnunum söguna vel. - Allt prýðisfólk. Þau hafa líka fengið fjöldamargar heimsóknir vina og ættingja heiman frá íslandi og það hefur hjálpað til við að halda tengslunum við gamla landið. Einnig hafa þau bmgðið sér í stuttar heimsóknir til æskuslóðanna og það eru einmitt þessar heimsóknir sem þeim hjónum eru minnisstæðastar i sambandi við ísland. -Við höfum farið þrisvar sinnum til íslands á þessum tima og það kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart hve það íslandsferð. -Við förum heldur til Kanaríeyja eða Florida, segir Anna, sem er Guðmundi hjartanlega sammála, að Islendingar missi spón úr aski sinum með að hafa verðið þetta hátt. - ísland gæti orðið fjölsótt ferðamannaland ef þangað væri hægt að komast á viðunandi verði, segja þau. Það var að hefjast ný sandblásninga- vertíð hjá fjölskyldunni í Jessnes er Timinn sótti þau heim, en á sumrin eiga og hjálparkokka þeirra. -Þetta verður ströng lota, segir Guðmundur, en ekki kvíða þau hjón þó vinnunni. Báðum líkar vel starfið og gætu ekki hugsað sér annað. Um leið og undirritaður rennir úr hlaði, spyr Anna hvort ekki sé hægt að biðja Tímann fyrir kveðjur heim til gamla landsins. Auð- vitað er ekkert sjálfsagðara. Guðmundur og Anna biðja að heilsa. -ESE/Noregi Texti og myndir: Eiríkur St. Eiríksson LAUGARDAGUR 10. JULI 1982. LAUGARDAGUR 10. JÚLI1982. þúert S^toÁe^cuuz^- Nýju SIGMA flugulínurnar auðvelda þér lengri og nákvæmari köst. Fjölbreytnin gefur þér kost á línunni sem hentar þér best. Shakespeare flugulínur, fluguhjól og flugustangir, t.d. Boron, Graphite eða Ugly Stick, tryggja þér ánægjulega veiðiferð. Þú ert öruggur með Shakespeare. „Þá var landið vaxið skógi á milli fjalls og fjöru“, segir í Landnámu og hversu ótrúlegt sem það kann að virðast hafa fáir orðið til að draga þessa staðhæfingu i efa. Forfeður vorir sem sumir hverjir komu frá Noregi, virðast hafa verið býsna glúrnir skógarhöggsmenn, a.m.k. áttu þeir hægt um vik ásamt náttúruöflunum og íslensku sauðkindinni að eyða þeim trjáhríslum sem hérlendis kunna að hafa vaxið. íslenskur skógarhöggsmaður á skólabekk í Noregi: En nú eru þessir skógarhöggsmenn dauðir og flestar kindur rammgirtar á þar til gerðum svæðum. ísland er líka trjálaust land? a.m.k: í augum útlend- inga og það þykir þvi meiriháttar fyndni í Noregi, að íslenskur skógarhöggs- maður skuli sitja þar á skólabekk í skógarhöggsmannaskóla. En Skúli Björnsson, 25 ára gamall Héraðsbúi, tekur því bara með jafnaðargeði. Hann er að búa sig undir framtíðina og hann er þess fullviss að draumurinn um íslenskan nytjaskóg, í orðsins fyllstu merkingu, mun rætast. Hann róareinnig skólafélaga sína og kennara með þvi að hann þurfi varla að bíða nema 35 ár til að fá full not fyrir allt það sem hann hefur lært í skógarhöggsmannaskól- anum í Sönsterud, í hjarta skógar- höggsmannafylkisins Heiðmerkur i Noregi. Skúli Björnsson hefur sýslað ýmislegt um ævina, þrátt fyrir ungan aldur, en 15 ára gamall réð hann sig fyrst í sumarvinnu á Hallormsstað, 20 kiló- metra frá æskuheimilinu Stangarási. -Það er að mörgu leyti ákaflega eðlilegt að ég skyldi leita fyrir mér um vinnu á Hallormsstað, segir Skúli. -Skógrækt rikisins á Hallormsstað er stærsti vinnuveitandinn i sveitinni og ekki auðvelt að fá þar aðra vinnu en þá er lýtur að hinum hefðbundnu búgreinum. Síðan Skúli byrjaði að vinna hjá Skógræktinni, hefur hann aðeins misst úr eitt einasta sumar, en þá gerði hann út trillu frá Bakkafirði, í félagi með kunningja sinum. Skúli hafði þá nýlokið námi i Vélskólanum á Akureyri og verður ekki annað sagt en að þekking hans á vélum hafi komið sér vel í trilluútgerðinni. En gefum Skúla orðið: -Við urðum að byrja á að gera upp alla trilluna og það má segja að við höfum unnið myrkranna á milliáður en við komumst loksins út á sjó. Vélin var kolúrbrædd og ég held sannast sagna að ég hafi aldrei séð vél í hörmulegra ástandi. Það tókst þó að gera trilluna sjófæra og fiskeriið gekk bara sæmilega, þó að sjaldan gæfi á sjó þetta sumar. Það togaðist lengi á i Skúla, hvort ÞARF BARA AD BÍÐA í 35 AR EFTIR SKÓGINUM SEM MIG DREYMIR UM — segir Skúli Björnsson frá Hallormsstað hann ætti að leggja fyrir sig sjómennsk- una eða vinnuna i Hallormsstaðarskóg. -Ég kunni prýðilega við mig á sjónum og sérstaklega hafði mér líkað vel á vertíðinni sem ég var á í Vestmanna- eyjum, haustið eftir Heimaeyjargosið. En það vóg þungt á metunum er ég þurfti að gera þessi mál upp við mig, að ég var kominn með fjölskyldu og því valdi ég skóginn. Og því hefur Skúli aldrei séð eftir. Haustið 1976 hélt hann í fyrsta sinni til Noregs, þar sem hann fékk vinnu hjá Nedre Glomma Skogforening í Östfold. Þar kynntist Skúli í fýrsta sinni „alvöruskógi", eins og hann orðar það, og voru það mikil viðbrigði. Þessi fyrstu kynni af alvöruskóginum gerðu það að verkum að Skúli ákvað að mennta sig í skógarhöggsmannafræðunum og um áramót 1976-1977 fékk hann inngöngu í hinn eftirsótta Skógtækniskóla í Stein- kjær í Þrændalögum. Ekkert varð þó af því að Skúli gæti notfært sér tilboðið um skólavistina, því að skömmu fyrir áramót varð hann að hverfa heim til íslands sökum peningaskorts. Engin lán fengust frá Lánasjóði námsmanna vega þessa náms og Skúli ekki viðbúinn þvi að setjast á skólabekk með svo skömmum fyrirvara. Skúli hvarf því heim til Hallorms- staðar þar sem gamla starfið beið eftir honum. Á Hallormsstað undi Skúli sér svo vel innan um síberiulerkið, sitka- bastarðinn, blágrenið og alaskaöspina, að ógleymdum girðingarstaurunum og reyndar hafði hann eiginlega slegið frá sér öllum hugmyndum um nám við skógarhöggsmannaskóla. En þá kom kynningarbréf til yfirmanns Skógrækt- arinnar á Hallormsstað, frá Skogbruks- skolen í Sönsterud. í bréfinu var þess getið að farið yrði með umsóknir íslendinga á sama hátt og umsóknir Norðmanna og spurt hvort að yfir- menn skógræktarinnar vissu um ein- hvem ungan mann sem vildi reyna sig. -Ég var spurður hvort ég vildi sækja um, segir Skúli - og ég sló til. Ég hafði svo næstum gleymt þessu er ég fékk svar í desembermánuði sl. um það að ég hefði komist inn við skólann á hálfs árs námskeið i alhliða skógrækt og nýtingu skógar. Námskeiðið hófst svo i janúar sl. og það var því ekkert um annað að gera en að pakka niður og kveðja fjölskylduna, segir Skúli. f Sönstemd em öll þau tæki sem skógarhöggsmenn getur dreymt um. Skúli sýnir mér sagir og tangir af öllum stærðum og gerðum og getur þess að skólinn hafi yfir u.þ.b. 30 traktomm að ráða, öllum sérbyggðum með skógar- höggsmannastarfið fyrir augum, fjölda vömbíla og öðmm þeim tólum sem nauðsynleg eru. -Þetta er eiginlega of gott til að geta verið satt, segir Skúli, sem um þessar mundir dvelur nær öllum stundum dagsins í skóginum. Hörð átta tíma vinna á dag, fjóra daga vikunnar, en á miðvikudögum hafa nemendurnir bók- lega kennslu. -Það besta við þetta allt saman, segir Skúli- er maturinn. Ekta skógarhöggs- mannafæði. ESE/Noregi Texti og myndir: Eiríkur St. Eiríksson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.