Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.07.1982, Blaðsíða 16
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Sími (!tl ) 7 - ”> - 51, (»1)7- 80-:i0. ttrnT'>T'v TTTTt Skemntuvegi 20 nf . K.tpavogi Mikiö úrval Opið virka duga 9 19- Laugar daga 10 16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag V labriel HÖGGDEYFAR GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 ■ Tuttugasti ársfundur Kvennanefnd- ar Alþjóðasambands samvinnuinanna var haldinn í Reykjavik nýlega og i tilefni af því ræddum við á Timanum við frú Sigríði Thorlacius, sem veríð hefur fulltrúi Islands í nefndinni sl. fimm ár og spurðum fyrst um hópinn sem hingað kom til fundarins. „Það eru 66 þjóðir sem eiga aðild að Alþjóðasambandinu,“ sagði Sigríður „og þar af eiga 42 þjóðir fulltrúa í Kvennanefndinni. Hingað komu þó ekki nema fulltrúar tólf landa að þessu sinni. Fulltrúarnir komu hingað sl. laugardag og sunnudag og voru hinir lengst að komnu frá Tansaníu og Nigeriu. Aðrir fulltrúar voru frá fsrael, Búlgaríu, Sovétríkjunum, Frakklandi, Finnlandi, Sviþjóð, Danmörku og Bret- landi. Stjórnarfundur var haldinn á sunnu- dag að Hótel Sögu og nefndarfundur var haldinn á mánudag og þriðjudag.“ Frú Sigríður sagði að eitt meginum- ræðuefnið hefði verið staða kvenna innan samvinnuhreyfinga í hinum ýmsu löndum og kom í ljós að þær fylla einkum flokk almennra neytenda en eru sjaldnar skipaðar i áhrifastöður. Vildu fulltrúar beita sér fyrir þvi að hér yrði breyting á. Þá var og mikið rætt um friðarhorfur i heiminum og gerð sam- þykkt þar um. dropar Kvennanefnd Alþjódasambands samvinnumanna: Fulltrúar tólf landa á fundi Rætt við frú Sigrídi Thorlacius um störf nefndarinnar Alþjóðasamvinnusambandið var stofnað 1895 og var i fyrstu sérstök kvennahreyfing, en þar sem talið var að konurnar myndu einangra sig með því, var ákveðið að stofna nefnd sem gætti hagsmuna kvenna og skyldi hún jafnan eiga starfsmann á vegum alþjóðasam- bandsins. Á því hefur þó orðið misbrestur hin síðari ár. Formaður nefndarinnar er Ulla Jons- dóttir frá Svíðþjóð, en varaformaður Sonina frá Sovétríkjunum. Samband isl. samvinnufélaga bauð fulltrúum í eins dags ferðalag á mið- vikudag og voru ýmis fyrirtæki sam- vinnumanna heimsótt og gafst þeim færi á að skoða nokkuð af landinu. Var yfirleitt hvert færi notað til þess að kynna þeim islenska samvinnuhreyfingu og voru konurnar mjög ánægðar með hina miklu gestrisni hér. Þær voru boðnar í hádegisverð á heimili Erlendar Einarssonar og til forseta íslands. Þá bauð Stéttarsamband bænda þeim til kvöldverbar, frú Sigríður bauð þeim heim og enn var farið að skoða fiskvinnslu í Þorlákshöfn, Garðyrkju- skóla rikisins og ekki síst má nefna að búið í Stóru Sandvík var heimsótt. Þá var boðið til kvöldverðar í nafni Sambandsins á Þingvöllum. Fulltrúamir héldu heimleiðis i gær og í fyrradag. Næsti fundur mun að likindum verða haldinn í Bretlandi, til þess að minnast 100 ára afmælis kvennagildanna þar. Frú Sigriður sagði starfið i nefndinni hafa verið sér afar lærdómsrikt og þá ekki síst að fá tækifæri til þess að fylgjast með þeirri aðstoð sem Alþjóðasam- bandið veitir i þróunarlöndunum. Sagði hún að afar forvitnilegt væri að sjá hvernig þeim málum skilar áfram. -AM LAUGARDAGUR 10. JULI 1982. Fulltrúar á 20. ársfundinum á heimili frú Sigriðar Thorlacius. Á fundinum var gerð samþykkt um fríðar- og afvopnunarmál, sem væntanlega birtist hér í blaðinu innan tíðar. (Timamynd Ari). fréttir Ekki fleiri slys viö ár og vötn ■ "Út er komið veggs- pjald á vegum Slysavarna- félags íslands, Landssam- bands veiðifélaga, Lands- sambands stangaveiði- manna, Búnaðarfélags ís- lands og Stéttarsambands bænda. Á spjaldinu öðru megin er mynd, en hinu megin tíu heilræði um notkun báta við ár og vötn, sem Slysavarnafélagið hefur dreift undanfarin ár. í frétt frá SVFÍ segir, að myndin eigi að sýna afleið- ingar þess, þegar Bakkus er látinn taka völdin um borð í bát, „en þá vilja varúðarreglur vera fljótar að gleymast,“ segir i frétt- inni. Ennfremur segir í frétt- inni: „Nú er timi veiði- ferða og siglinga. Þá eru margir sem i fyrsta sinn nota bát, eða eru litt vanir þeim farkostum. Allt of oft hafa orðið hörmuleg slys af þeim sökum og verður aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að fara með varúð. Kjörorðið er: Aldrei fleiri slys við ár og vötn.“. Stórauknir skipaflutningar ■ „Með kaupum nýju vöruskemmunnar á Tog- arabryggjunni i fyrra, var álitið að aðstaða öll mundi batna verulega - sem hún og gerði - en aukning vöruflutninga hefur siðan orðið slík að nú er nær þvi sem staðið hafi verið i sömu sporum sem fyrr hvað viðvikur húsa- og tækjakosti til afgreiðslu- starfanna“, segir í nýjustu KEA-fregnum frá Akur- eyri. Er því enn sagt brýnna úrbóta þörf, þar sem likur séu á að vöru- flutningar muni enn auk- ast. Þannig námu flutning- ar fyrstu 3 mánuði þessa árs um 13.000 tonnum. Gegnum Skipaaf- greiðslu KEA fór um 9.000 tonnum meira af vörum á siðasta ári en 1980, eða úr 40.000 tonnum í 49.000 tonn. -HEI ■B Kaupmenn mótmæla SÍS-mark- aðnum ■ Nýlega hafa Kaupmanna- samtökin sent borgaryfirvöld- um bréf, þar sem mótmælt er staðsetningu og fyrirhugaðri starfrækslu stórmarkaðar á vegum Sambands ísl. sam- vinnufélaga o.fl. i Holtagörð- um inn við Sund. Virðist af bréfinu mega ráða að helsta aðan sé sú að ekki hafi verið gert ráð fyrir verslun af þessu tagi samkvæmt skipulagi og því komi ekki tO greina að stofna til reksturs stórmarkað- ar þar. Kaupmannasamtökin geta þess hins vegar ekki i bréfi sínu, að félagsmenn þess hafa m.a. í stórum stfl tekið þátt í að brjóta gildandi aðalskipu- lag, með því að staðsetja verslanir i borginni þar sem aUs ekki er gert ráð fyrír þeim. Má nefna Armúla- og Skeifu- hverfin í þvi sambandi. Skipu- lagi Ármúlahverfisins hefur nú verið breytt i samræmi við nú er þar gert ráð fyrir verslunarstarfsemi, en ekki eingöngu iðnaði eins og áður. Ööru máli gegnir um Skeif- una. ÖU verslun þar brýtur í bága við gildandi aðalskipulag. Aftur á móti er rétt að taka það fram að sérstakt leyfi borgaryfirvalda hefur verið fengið fyrír starfrækslu stór- markaðar í Holtagörðum, ó- líkt því sem gilti um verslunar- starfsemina í Ármúla- og Skeifuhverfunum. Það er greinilegt af bréfi Kaupmanna- samtakanna að sömu leikregl- ur eiga ekki að gilda um alla «£íE|9Bb3BR Bryndís á Líf ? ■ Ýmislegt hefur gengið á i starfsmannamálum hjá Frjálsu framtaki eftir eigendaskiptin á dögunum, eins og greint var frá hér nýverið. Þykir nú liggja Ijóst fyrír að Katrín Pálsdóttir mun fyrr en seinna láta af störfum ritstjóra Tískublaðs- ins Lif. í Helgarpóstinum i gær segir að margir blaðamenn hafi haft augastað á rítstjórastóli Kat- rinar, en nú sé afráðið að kunn fjölmiðlamanneskja sem ekki hafi tekist að fá upplýst hver sé, taki við blaðinu í haust. Heimildarmenn Dropa full- yrða að þar sé engin önnur en Bryndis Schram, fyrrverandi umsjónarmaður „Stundarínn- ar okkar“, á ferðinni. Hún dvelst nú í góðu yfirlæti á Ítalíu, og mun dvelja þar áfram næstu tvo mánuði. Krummi... vonar að landsmenn skemmti sér vel yfir úrslitaleiknum i HM-keppninni í knattspymu, jafnvel þó hann sé sendur út i KR-litunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.