Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.07.1982, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 11. JULÍ 1982. Urslilaleikur HM 1982 V-Þýskaland - Italía Rossi gegn Rummenigge H Augu knattspyrnu- áhugamanna um heim all- an munu beinast að tveim- ur leikmönnum í úrslita- leiknum, Vestur-Þjóð- ustu 2 árin og Paolo Rossi, Þeir Rummenigge og verjanum Karl-Heinz ítaliu, miðherjanum sem Rossi eru reyndar mark- Rummenigge, knatt- hefur skorað 5 mörk í hæstir í keppninni, hafa spyrnumanni Evrópu sið- síðustu 2 leikjum ítaliu. skorað 5 mörk hvor. Urslitaleikir HM 1930 - 1978: Brasilía hefur sigrað þrisvar Hcimsmeistarakeppnin í ár er hin 12. sem haidin hefur veriö frá upphafi og jafnframt sú umfangsmesta, eink- um vegna þess að nú keppa 24 þjóðir í úrslitunum. Brasilíumenn hafa átt mestri velgengni að fagna í HM hingað til, þeir hafa sigrað þrivegis. Uruguay og ítalia hafa sigrað tvívegis hvor þjóð. Uruguay 1930: Uruguay og Argentina léku til úrsiita á hcimavelli fyrmefndu þjóðar- innar, 4-2, að viðstöddum 90 þúsund áhorfendum. Mörk Argentinu skor- uðu Peucelle og Stabile, en fyrir Uruguay skoruðu Dorado, Cea, Iri- arte og Castro. Italía 1934: Úrslitaleikurinn í þessari HM varð hinn sögulegasti, en þar áttust við ítalir og Tékkar. Staðan í háifleik var 0-0 og að afloknum venjulegum leiktíma, 1-1. í framlengingunni tókst heimamönnum að skorá eitt mark og tryggja sér sigurinn, 2-1. Mark Tekkóslóvakiu skoraði Puc, en fyrir Ítalíu skoruðu Orsi og Schiavo. Áhorfendur voru 50 þúsund. Frakkland 1938: ítalir hreinlega yfirspiluðu Ung- verja í úrslitaleiknum og sigruðu 4-2. Kom sigur þeirra nokkuð á óvart þvi þeir tefldu aðeins fram 12 ieikmönnum sem iéku 1934. Mörk Ungverja skoruðu Titkos og Sarosilor. Fyrir Ítalíu skoruðu Colaussi (2) og Pialo (2). Brasilía 1950: 200 þúsund áhorfendur voru til staðar þegar Brasilía og Uruguay léku til úrslita í Rio de Janciro og þeir urðu vitni að þvi að Uruguay lagði heintamenn að velli 2-1. Þá var vist hægt að tala um almennilega þjóðar- sorg i Brasilíu. Mark Brasilíu skoraði Friaca, en fyrir Uruguay skoruðu Schiaffino og Ghiggia. Sviss 1954: Á þessum árum voru Ungverjar mcð frábært lið, en þcir töpuðu samt í úrslitalciknum fyrir Vestur-Þjóðvcrj- um, 2-3. Mörk Ungverja skoruðu hinn frægi Puskas og Czibor. Fyrir V-Þjóð- verja skoruðu Rohn (2) og Moriock. Svíþjóð 1958: Sviarnir stóðu sig frábærlega vel i þessari keppni og komust i úrslitaleik- inn. Þar mættu þeir hins vegar ofjörlum sinum. Brasiliumönnum, sem sigruðu 5-2. Snillingurinn Pelé lék í keppninni, aðeins 17 ára gamall og skoraði 2 mörk. Önnur mörk Brasilíu skoruðu Vava (2) og Zagallo. Fyrir Svia skoruðu Liedholm og Simonsson. Áhorfendur á Ullevi-Ieikvanginum i Gautaborg voru 52 þúsund. Chile 1962: Brasilíumenn og Tékkar léku til úrslita að viðstöddum 60 þúsund áhorfendum og Brassarnir sigruðu 3-1. Mörk Brasiliu skoruðu Zito, Ama- rildo og Vava. Eina mark Tékkó- slóvakiu skoraði Masopust. England 1966: West-Ham leikmaðurinn Gcoff Hurst var hetja Englendinga þegar þeir lögðu Vestur-Þjóðverja að velli í úrslitaleiknum. Hann skoraði þrennu, 3 mörk. Staðan i hálfleik var 1-1 og 2-2 eftir venjulcgan leiktima. í framlengingunni skoruðu enskir 2 mörk, 4-2. Fyrir V-Þjóðverja skoruðu Haller og Weber, en Peters skoraði fjórða mark Englendinga. Mexiko 1970: Pelé og Brasilíumenn náðu í sinn þriðja HM-titil með þvi að sigra ítali i úrslitaleiknum 4-1. Algjörir yfirburð- ir. Eina mark ítalíu skoraði Boni- segna, en fyrir Brasiltu skoruðu Pelé, Alberto, Gerson og Jair. V-Þýskaland 1974: Johan Neskens skoraði úr vita- spyrnu í upphafi úrslitaleiks Hollands og V-Þýskalands eftir að Cruyff hafði verið felldur innan vitateigs. Þjóðverj- arnir gáfust ekki upp, jöfnuðu með marki Breitners og Múller innsiglaði síðan sigurinn, 2-1 fyrir Vestur-Þýska- land. Áhorfendur voru 80 þúsund. Argentína 1978: Argentína og Holland Iéku til úrslita og var jafnt eftir venjulegan leiktima. í framlengingunni skoruðu heima- menn 2 mörk og tryggðu sér sigurinn, 3-1. Fyrir Holiand skoraði Poortvliet, en Kempes (2) og Bertoni skoruðu fyrir Argentinu. Áhorfendur voru 75 þúsund. Spánn 1982: Til úrslita leika Vestur-Þýskaland og ítalia á Bernabeuleikvanginum í Madrid að viðstöddum 90 þúsund áhorfendum. Við sjáum hvað setur... Eins og sjá má hér að ofan hafa lið frá Suður-Ameriku sigrað 6 sinnum í HM, en lið frá Evrópu 5 sinnum. Metin jafnast nú, 6-6. / Samantekt/lngH Paolo Rossi, sem hefur gælunafnið Pablito, vakti mikla athygli i HM i Argentinu árið 1978 og þótti hann ásamt félaga sínum Roberto Bettega mynda besta miðvarðaparið i keppninni. Var mikið látið með strák og hann var nánast þjóðhetja á Ítalíu. Síðan gerðist það, af nánast óskiljanlegum orsökum, að Rossi flæktist i mútumál á Ítalíu. Hann þáði peninga fyrir að „fiksa“ úrslit, þ.e. að hjálpa til að úrslit yrðu eins og fyrirfram var ákveðið. Rossi var dæmdur frá knattspymuiðkun i 2 ár vegna þessa máls og losnaði hann úr banninu nú í vor. Vegna þess að ekki er um auðugan garð að gresja hvað varðar góða miðherja í itölsku knattspymunni varð úr að Rossi fengi að spreyta sig með landsliðinu og voru knattspymuáhuga- menn landsins ekki seinir að taka við sér; Pablito skyldi tryggja landsliðinu velgengni í HM. Honum gekk fremur illa í fyrstu leikjum ítalska liðsins í HM og var meira að segja tekinn útaf i tveimur leikjum. En undir lokin hefur Rossi sýnt virkilega hvað í honum býr. Nú er að bíða og sjá hvað hann gerir í úrslitaleiknum. Karl-Heinz Rummenigge hefur verið besti knattspyrnumaður í Evrópu sið- ustu misserin, á þvi erenginn vafi. Hann hefur alla kosti hins óumdeilanlega knattspymusnillings. „Hann er ótrúlega góður, snöggur, áræðinn, tekniskur og skorar mörk nánast þegar hann vill,“ segir íslenski atvinnumaðurinn hjá fortuna Dússeldorf, Atli Eðvaldsson, sem hefur leikið oftsinnis gegn Rummenigge. í úrslitakeppninni nú hefur Rummen- igge átt við meiðsl að stríða í lærvöðvum og hefur það komið mjög niður á leik vestur-þýska liðsins að „Kalle“ gengur ekki heill til skógar. Hin vel smurða vél hefur hikstað nokkmm sinnum. Vonast er til þess að Rummenigge geti leikið úrslitaleikinn af fullum krafti. Raunar byggjast sigurlikur vestur-þýskra á þvi að hann verði með. -IngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.