Tíminn - 13.07.1982, Síða 1

Tíminn - 13.07.1982, Síða 1
TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Þriðjudagur 13. júlí 1982 156. tbl. - 66. árgangur. Landsmótid á Vindheima4 melum: Glódar- steikur — bls. 10 1-ang- dregin flækja — bls. 23 Tom O’Connors — bls. 2 Umdeild- ir dómar — bls. 16-17 Þjófar láta greipar sópa í Gullverslun Þorgríms Jónssonar: stAlu guumumum fyr- IR HUNDRUÐ ÞUS. KR. ■ „Það var öllu stoUð úr búðinni nema örfáum silfurmunum og því sem læst var inni i rammgerðum peninga- skáp. Ég hef enn ekki tekið saman hvað þessir hlutir kosta en mér sýnist Ijóst að verðmæti þeirra nemur hundruðum þúsunda,“ sagði Þorgrim- ur Jónsson, gullsmiður i samtaii við Tímann i gær. Einhvemtima um helgina vom innbrotsþjófar á ferð i verslun Þor- grims við Laugaveg 20 b. Komust þeir inn um lítinn glugga sem snýr að húsasundi við hlið hússins. Virðist nokkuð ljóst að þjófamir hafi notað nýtt kúbein til að spenna gluggann upp, því á veggnum mátti sjá bláan lit eftir verkfærið. Þegar inn kom létu þjófarnir greipar sópa og stálu öllu sem í hillum og sýningargluggum verslunarinnar var, nema örfáum, tiltölulega ódýmm silfurskartgripum. „Hvort hér var um þaulskipulagt innbrot að ræða er erfitt að segja,“ sagði Þorgrímur. „Hins vegar er það ljóst að þeir skildu aðeins það ódýrasta sem var i versluninni eftir, svo eitthvert vit hafa þeir á skartgripum,“ bætti hann við. - Ekkert þjófavamarkerfi er í versluninni. Hvers vegna? „Það var brotist inn hjá mér fyrir tíu árum og stolið talsverðu af skartgrip- um. Eftir það setti ég rimla fyrir sýningargluggana og tvöfalda læsingu á hurðina. Ég taldi það hreinlega nóg og mitt tryggingarfélag var ánægt með það,“ svaraði Þorgrimur. - Var allt tryggt? „Já, ég var með allt tryggt í topp og geri mér vonir um að fá þetta tjón sem ég hef orðið fyrir bætt að fullu.“ Glugginn sem innbrotsþjófamir fóm inn um er 25x44 sentimetrar að stærð. Sem fyrr segir snýr hann að húsasundi. Til að komast inn i sundið þarf að fara yfir háa veggi. Svo Ijóst er að þjófamir þurftu talsverðan tíma til að athafna sig. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú að því að upplýsa þetta mál,- Sjó. Sjá nánar bls. 4 og 5. ■ Glugginn sem farið var inn um þegar brotist var inn i Gullsmiðaverslun Þorgrims Jónssonar um helgina. Þjófamir höfðu á brott með sér skartgripi fyrir hundruð þúsunda króna. Glugginn er 25x44 sentimetrar að stærð. Timamynd: Róberi. Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra: uu LEGGUR FRAM TILLOGUR — á fundi ríkisstjórnarinnar ídag um lausn vanda togaraútgerðarinnar ■ „Ég mun ræða ákveðnar tillögur vegna vanda togaranna á ríkisstjómar- fundi á morgun,“ svaraði Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra spurður þar að lútandi i gærkvöldi. Um efni tillagnanna vildi hann aftur á móti ekkert segja. í gær sendi sjávarútvegsráðuneytið hins vegar frá sér greinargerð sérstakr- ar nefndar er ráðherra skipaði til að gera yfirlit um afkomu togaranna á árinu og hugsanlegar leiðir til að bæta hana. Þar kemur m.a. fram að rekstrarhallinn fyrstu 5 mánuðina hafi numið samtals 126 millj. kr. Til úrbóta er einkum talin heppileg leið að bæta útgerðunum tekjutapið i gegnum aflatryggingarsjóð og miða þær þá við fasta krónutölu á hvem úthaldsdag. Siðari hluta ársins er aftur á móti einkum lagt til að tekjumar verði hækkaðar, t.d. með sérstakri fisk- verðshækkun, eða útgjöldin Iækkuð, t.d. með niðurgreiðslu á olíu. Nánar er sagt frá greinargerðinni á bls. 4. - HEI.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.