Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 4
Banaslys fVest- mannaeyjum: Lunda- veiðimadur hrapadi ■ sjóinn ■ Átján ára gamall piltur fórst við lundaveiðar í Vestmannaeyjum laust eftir hádegið á sunnudag. Pilturinn var • á Snæfelli, skammt sunnan flugvallar- ins, ásamt nokkrum kunningjum sínum. Varð hann viðskila við þá og var því enginn sjónarvottur að slysinu. Talið er að hannhafi fallið fram af bjargbrún, 30-40 metra niður í sjó. Farið var að óttast um piltinn þegar kunningjar hans höfðu ekki séð til hans um stund. Um miðjan dag var hafin leit. Lik piltsins fannst svo i sjónum um klukkan 22 á sunnudagskvöldið. -Sjó. Er gullskip- ið á Skeiðar- ársandi fundið? ■ „Við teljum þetta vera skipið, a.m.k. er þarna eitthvað undir sandin- um scm á ekki að vera þar“, sagði Kristinn Guðbrandsson framkvæmda- stjóri Björgun hf. en nú cr kominn skriður á leitina að hollenska „gullskip- inu“ Het Wapen Van Amsterdam, sem staðið hefur yfir sl. 20 ár, þvi leitarmenn hafa fundið talsvert af málmi í sandinum, þar scm leitað er nú. Leitarsvæðið er nú út við sjóinn á milli Skeiðarár og Svínafellsár en talið er að málmurinn liggi á allt að 15 metra dýpi. Búið er að grafa um 6 metra niður. „Við reiknum með að það taki okkur um viku til tíu daga að ganga úr skugga umhvað þettaer,en ljóst er að talsvert eraf málmiþarna undir,“sagði Nyr sveftar- stjóri Vatns- leysustrand- arhreppi ■ Leifur Albert ísaksson er ekki banginn að byrja þriðjudaginn þrett- ánda i nýju starfi. Hann hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Vatnsleysu- strandarhreppi' og tekur við starfinu í dag. Leifur Albert er húsasmiðameistari með kennararéttindi i tréiðn og kenndi þá grein áður við Fjölbrauta- skólann i Breiðholti. Hann hefur haft töluverð afskipti af félagsmálum, bæði kennara og annarra, en ekki af sveitarstjómamálum fyrr en nú. Kona hans er María Hauksdóttir og eiga þau þrjú börn. Hann er fæddur 25. júní 1947. Umsækjendur um starfið vom 16. -SV. Stroku- fanginn enn ófundinn ■ Strokufanginn frá Litla Hrauni, sem strauk af Borgarsjúkrahúsinu þegar hann var þar til lækninga s.l. fimmtudagsmorgun var ekki enn fundinn, þegar Timinn hafði samband við dómsmálaráðuneytið i gær. Sem kunnugt er af fréttum rcif fanginn sig lausan frá hjúkrunarkonu þegar verið var að leiða hann til rannsóknarherbergis f sjúkrahúsinu. Lögreglan hefur leitað að honum alla helgina en án árangurs. -Sjó. ■ Búið var að bora gat á þil milli gcymslu i húsasundinu og verslunar- innar þegar að var komið i gærmorgun. ■ Þorgrimur Jónsson, gullsmiður, ásamt syni sinum Jóni Jarli í versluninni i gær. Glögglega sést á myndinni að búið er að taka næstum allt úr hillunum. INNBROUÐ IGULLVERSL- UN ÞORGRfMS JÓKSSðNAR ■ Til að komast í húsasundið þurfti að fara yfir tvo háa veggi. Timamyndir Róbert. „Tjónið er rosalegt”' — segir Jón Bárdarson, eigandi þakpappaverksmiðjunnar Silfurtúns, sem brann á sunnudagsmorgun ásamt þakpappaverksmiðju Garðabæjar ■ „Það tekur á að horfa á fyrirtæki sitt brenna til grunna á svipstundu,“ sagði Bárður Ragnarsson, forstjóri Þakpappa- verksmiðjunnar i Garðabæ, sem ásamt þakpappaverksmiðjunni Silfurtúni ger- eyðUagðist af eldi á sunnudagsmorgun- inn. „Ég held mér sé óhætt að segja að aUt hafi eyðUagst sem eyðilagst getur af eldi,“ bætti Bárður við. Það var laust fyrir klukkan sex á sunnudagsmorguninn að slökkviliðinu í Hafnarfirði barst tilkynning um að kviknað væri i Goðatúni 2 i Garðabæ. Er komið var á vettvang var húsið alelda og var slökkviliðið í Reykjavik þegar beðið um aðstoð. Eldurinn hafði breiðst um allt húsið og lögðu slökkviliðsmenn höfuðáherslu á að bjarga nærliggjandi húsum, sem i eru blómaverslun, rakara- stofa og pósthús, ásamt skrifstofu Silfurtúns, annars fyrirtækisins sem brann. Eldurinn náði aðeins að festa sig í útvegg rakarastofunnar, en að öðru leyti tókst að hefta útbreiðslu hans. Vegna hita brotnuðu nokkrar rúður í pósthúsinu og blómaverslunin skemmd- ist nokkuð af vatni. „Það er ómögulegt að gera sér í hugarlund hversu mikið tjónið er, en það er rosalegt," sagði Jón Bárðarson, eigandi þakpappaverksmiðjunnar Silfur- túns. „Hjá mér voru það eingöngu skrifstofurnar sem björguðust." Að- spurður um eldsupptök sagði Jón, að ómögulegt væri að segja hvað hefði valdið að svo stöddu. Þó sagði Jón að ljóst væri að eldurinn hefði kviknað í hans fyrirtæki og breiðst út þaðan. Þetta er i þriðja sinn á tæpum þrjátiu árum sem stórbruni verður í þessu húsi. Allan tímann hefur verið starfrækt þarna þakpappaverksmiðja, fyrst ein og síðan tvær. Jón var spurður hvort ekki væri a'stæða til að fara með sérstakri varúð um verksmiðjumar. „Ég hef aldrei merkt að meiri ástæða væri til að fara með varúð hér en annarsstaðar. Þau efni sem notuð em við framleiðslu þakpappa eru ekkert eldfimari en mörg efni sem notuð em almennt í iðnaði,“ sagði Jón. Rannsóknarlögregla rikisins sagði að eldsupptök væm ókunn. - Sjó. Hugmyndir nefndarinnar sem kannadi leiðir til lausnar vanda togaraútgerðarinnar í landinu: Lagst gegn beinum sty r k ta rgreiðsl u m ■ Rekstrarhalli togaraflotans nam samtals 126 millj. kr. fimm fyrstu mánuði ársins. Halli minni togaranna er að meðaltaii um 1,2 millj. kr. á hvert skip, eða i heild um 90 millj. kr. en tæpar 2,3 millj. kr. á hvern stærri skuttogar- anna eða samtals um 36 millj. króna. Þetta kemur m.a. fram i greinargerð nefndar þeirrar er sjávarútvegsráðherra skipaði til að taka saman yfirlit um afkomu togaraútgerðarinnar á yfirstand- andi ári. Afli minni togaranna i jan.-mai er nú talinn um 16% minni að meðaltali en á sama tíma i fyrra. Úthaldsdagar eru þar á móti taldir um 11% færri - m.a. vegna verkfallanna i janúar - þannig að afli á hvem úthaldsdag er um 7,5% minni að meðaltali mánuðina jan.-apríl en árið áður. Við þetta bætist síðan 6% tekjurýmun vegna breyttrar aflasam- setningar, fyrstu 5 mánuði ársins. Hjá stóm togurunum er dæmið ennþá dekkra. Þar er aflaminnkunin talin um 30%. Úthaldsdagar vom hins vegar um 22% færri nú en i fyrra, þannig að afli á hvem úthaldsdag jan.-apríl var talinn 12% minni en á sama tíma i fyrra. Þvi til viðbótar er breytt aflasamsetning talin hafa rýrt tekjur stóm togaranna um 4% Miðað við að afli og aflasamsetning hefði verið óbreytt frá i fyrra hefur afkoma minni togaranna versnað um 809 þús. kr. að meðaltali fyrstu fimm mánuði ársins og þeirra stærri um 1.690 þús. kr. að meðaltali. Ef hins vegar er eingöngu miðað við úthald em tölumar lægri, eða 631 þús. kr. hjá minni togumnum en936þús. hjáþeimstærri. Miðað við að heildarafli og aflasam- setning síðari hluta ársins verðióbreytt frá því sem var i fyrra er talið að hallinn á minni togumnum verði 10-11% siðari hluta ársins og þá nær 14% á árinu öllu. Hjá stærri togumnum yrði hallinn um 16% og 23% á árinu öllu. Hér er miðað við að fiskverðshækkun fylgi kostnaðar- hækkunum almennt. í greinargerðinni segir að afkoma togaranna fyrmefnt 5 mánaða tímabil verði varla bætt nema með tekjuauka í einu eða öðm formi. Telur nefndin heppilegast að slíkur tekjuauki gæti mnnið um farveg sem þegar er fyrir hendi svo sem um aflatryggingarsjóð, en að ekki yrði um beinar styrkgreiðslur að ræða. Heppilegast er talið að bætur vegna tekjutaps miðist við almennar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.