Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1982. LÍÍiiS'il" f rímerk jasaf narinn j í öðru lagi er þess að gæta að i Evrópu hefur mjög trúlega verið til á þessum timum einhvers konar kunnátta i stærð- og flatarmálsfræði, ekki ósennilega tengd dulspekilegum goðsögnum af einhverju tagi, og hugsanlega ekki ólikt því sem Einar Pálsson notar i kenning- um sínum. Sjálfur hef ég ekki þá þekkingu á hlutum af þessu tagi sem þarf til að fjalla um þá af neinni skynsemi. En ég hef þó haft af þvi veður að eitthvað þessu likt muni hafa verið til hjá mannkyninu fyrir landnám íslands. Ef ég má nefna það sem hverjum manni er kunnugt þá er t.d. að minna á egypsku pýramídana og þá verkfræði- þekkingu sem þar er augljóslega að baki og má hafa varðveist eftir einhverjum leiðum. Lika er að gæta að iðnaðar- mannagildum Evrópu sem munu hafa búið yfir kunnáttu á sviði byggingalistar og haldið vandlega leyndri. Sömuleiðis koma í þessu sambandi upp í hugann steinhringarnir miklu i Bretlandi, sem ég er raunar langtífrá sérfróður um, en veit þó að mjög hefur vafist fyrir mönnum að finna stað og tilgang i sögulegu samhengi. Lítil geómetría Þessi tvö atriði, sem ég hef hér nefnt, valda því að fyrir islenskufræðing með hefðbundna menntun slíkra manna er nokkuð erfitt a§ afneita kenningum Einars Pálssonar hrekja þær eða for- dæma með öllu. Að hinu er líka að gæta að kennsla í dulspeki og geómetriskum hugmyndum frá miðaldatímanum i Evrópu var engin á minni tið fyrir stúdenta í íslenskum fræðum hér við Háskólann, og er svo enn að þvi er ég best veit. Ástæðan þykir mér lfklegast að sé sú að kennarar þar hafi talið allt úr slíkum fræðum, sem snúið gæti að íslenskri menningu á liðnum öldum, vera svo lítið rannsakað að ekki væri grundvöllur undir kennslu á því sviði handa stúdentum sem ætti að verða meira en nafnið tómt, enda er sannast sagna að þetta er rétt. En það sem kannski skiptir mestu hér er hitt að mér hefur virst að umræddar kenningar Einars Pálssonar væru all- nokkuð af: öðru sauðahúsi en það sem löngum hefur verið talin góð latína á meðal þeirra manna sem verið hafa að reyna að bögglast við að fleyta íslenskum fræðum áfram í átt til heillegri myndar á liðnum árum. Þar hefur að minu mati gilt nokkuð stranglega sú harða regla allra vísinda í bókinni kemur að vísu fram að höfundur veit til ýmissa átta í íslenskum fornbókmenntum, en heimildameðferð hans og niðurstöður allar þóttu mér vægast sagt vera langt fyrir neðan allar hellur. að frumskylda hvers visindamanns sé að lesa ekki meira út úr heimildum sínum en þær raunverulega leyfa. Þar hefur verið fylgt þeirri reglu að við vis- indastörf eigi menn að byrja á því að safna saman efniviði sínum,síðaneigi þeir að flokka hann, vega hann, meta og skilgreina, og loks eigi þeir að draga af honum þær ályktanir einar saman sem hann leyfir, en alls ekki fleiri. 'l fræðiritum eigi menn síðan að leggja heimildirnar á borðið með þeim hætti að aðrir fræðimenn geti skoðað þær og lagt dóm á umfjöllun og niðurstöður á óháðan hátt. Tvö tungumál Svo ég haldi mér áfram við bókina um Baksvið Njálu, þá var mér lifsins ómögulegt að sjá annað en að þar þverbryti höfundur einmitt þessar regl- ur. Ég gat ekki með nokkru móti komið þar auga á greinargerð fyrir þeim heimildum - trúlega af erlendum toga - sem leyfðu honum þær djarflegu ályktanir um hugmyndaheim Njálssögu sem þar eru settar fram. í stuttu máli þá gerði hann þar enga þá grein fyrir heimildum sínum sem til dæmis gæti gert venjulegum islenskufræðingi það mögu- legt að mynda sér sjálfstæða skoðun um það hvort þær hefðu yfirleitt nokkuð gildi. Ég sá ekki betur en að hann gerði þar í rauninni kröfu til þess að lesendur tryðu sér og boðskap sínum án þess að fyrir honum væru færð haldbær rök. Með þeim hætti gat ég ekki betur séð en bókin bæri í raun meiri svip af trúboði en vísindalegri umræðu. Ef skoða á þessa bók sem fræðilega ritgerð, þá hefði þannig að mínu viti alls ekki getað komið til greina að taka hana gilda sem slíka við nokkra æðri menntastofnun. Ég hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með heimspeki- deild Háskólans, ef hún hefði tekið þannig unnið verk til fræðilegrar umfjöllunar. Sjálfur myndi ég aldrei hleypa manni í gegnum próf af nokkru tagiút á ritgerð af þessari tegund,ef til minna kasta kæmi. Og þama er að mínu viti komið að kjama málsins varðandi sambandsleysi milli Einars Pálssonar og okkar is- lenskufræðinganna. Sannleikurinn er sá að hann beitir í raun og vem allt öðrum vinnubrögðum en við, sýnir vísindaleg- um þankagangi óvirðingu sem við leyfum okkur ekki - hann talar í rauninni annað tungumál en við, ef ég má komast svo að orði. Það er út af fyrir sig alls ekki þvertakandi fyrir það að hann kunni að hafa eitthvað til sins máls. En á hinn bóginn hefur honum ekki enn tekist að setja kenningar sínar fram á þann veg að við hinir séum í stakk búnir til þess að vega, meta og segja álit okkar. Ég segi enn, þvi að ég vona að annað tveggja takist Einari heldur fyrr en seinna að kenna okkur að skilja sitt tungumál eða læra okkar, sem væntan- lega yrði íslenskum fræðum til fram- dráttar og okkur öllum þannig jafnmikið fagnaðarefni. Þrjár meginspurningar Raunar held ég að málið, sem þetta allt saman snýst í kringum, sé ekki svo ýkja flókið. Ég sé ekki betur en að það séu ekki nema þrjú atriði sem hin hefðbundnu islensku fræði, eða fulltrúar þeirra, þurfi að fá svar við frá Einari Pálssyni til þess að samræðugrundvöllur sé fenginn. Og þessi þrjú atriði sýnist mér raunar að megi draga saman svo sem hér segir. 1) Hverjar eru í stuttu máli þær hugmyndir úr evrópskri flatarmáls- og goðsagnafræði miðalda sem ætla má að hafi sett merki á íslenskar fornbók- menntir, hvar eru heimildimar um þær, og hversu áreiðanlegar eru þessar heimildir? 2) Hver eru þau atriði í islenskum fombókmenntum og hugmyndaheimi þeirra sem ástæða er til að telja að geti átt rætur að rekja til þessara erlendu hugmynda? 3) Hvernig er hægt að tengja þetta tvennt saman og rökstyðja niðurstöður þess efnis að einhver nánar tiltekin atriði í hugmyndaheimi íslenskra fornbók- mennta, sem hingað til hafa verið talin sérislensk, séu raunverulega innflutt úr erlendum kennigakerfum? Ég held, að tækist Einari Pálssyni að svara þessum spurningum á viðunandi hátt væri hann þar með búinn að setja fram kenningar sem við íslenskufræð- ingar kæmust ekki hjá að taka alvarlega og vega og meta í samræmi við það. Og slíkt verkefni væri að mínu viti verðugra en innantómt karp við og um heimspeki- deild Háskólans um einhverjar meira eða minna loftkenndar skyldur hennar. Skýringin á þögn okkar íslenskufræð- inga er að þvi er ég best fæ séð sú að við höfum ekki enn séð fræðilega umfjöllun og rökstuðning af þeirri tegund sem við skiljum eina. f staðinn höfum við séð hluti sem við höfum alls ekki verið reiðubúnir til að taka alvarlega sem visindi. En á hinn bóginn höfum við sennilega flestir einnig þóst greina sitthvað, sem gat verið bitastætt, inni á milli. Af þeim sökum höfum við trúlega valið þann kostinn að þegja og bíða - sýna kurteisi, þolinmæði og vona að matreiðslan batnaði eftir því sem , fram liðu stundir. Og vonandi verður okkur bráðlega gætt á einhverju góm- sætara en því sem hingað til hefur verið framreitt fyrir okkur. ingen adgang“, eftir Helge Maria Hemes. „Kvinneperspektiver pá sosial- politikken" eftir Kari Wæmess. „Kvinn- er i fellesskap,, undir ritstjórn Harriet Holter. „Kvinneforskning: Bidrag til samfunnsteori11 undir ritstjóm Runa Haukaa, Marit Hoel og Hanne Haavind. Bókaflokkur þessi er samantekt á rannsóknum á málefnum kvenna á síðari ámm og kannske einnig horn- steininn að rannsóknum fratntiðarinnar, hugmyndum og meðhöndlun lifskjara kvenna og ferils þess er þeim verður búinn. Þeim sem ekki gera sér grein fyrir því enn i dag, hverju hin ýmsu félög kvenna fá áorkað væri hollt að lesa þessar bækur. Þá skal lauslega farið yfir nokkrar aðrar bækur er nýlega hafa komið frá útgáfunni. „Atomkrig i medisinsk per- spektiv" undir ritstjóm Thoralf Chri- stoffersen og Hanz Prydz, er safn greina norskra lækna um þetta efni. „Stortinget i navn og tall“ eftir Olaf Chr. Torp er saga þingsins frá haustdögum 1981 til vordaga 1985. Þetta er ekki spádómsbók en segir frá þeim er á þingi sitja út þetta kjörtímabil. Evrópa eða U.S.A. Verður Noregur að velja á níunda áratugnum? Þetta er bók, sem ritstýrt er af Bernt Bull og Sverre Jervell. „Altemativ konfliktlösning“ eftir Kjersti Ericsson, fjallar um lausn mála i réttarsalnum. „Nedmstning“ undir ritstjóm Odd Andreassen, með formála Einars Gerhardsen, fjallar um bakgmnn afvopnunar. „Farvel til særomsorgen" eftir Fritz Johnsen vekur ýmsar spumingar. Hver verður framtíð þroskaheftra? Á að halda áfram sérhjálp á stofnunum, eða eiga þroskaheftir á fá að lifa lífinu með meira frelsi og réttindum eins og aðrir? Hvað er opinber ætlun á þessu sviði og hvað skeður í raun og vem? Allt em þetta spumingar sem em ekki síður brennandi heima á Islandi en hér í Noregi. Friz leggur sérstaka áherslu á fullorðna, sem em vaiigefnir, en gmndvallaratriði bókar hans eiga við um öll aldursstig. Hann tók embættis- próf í uppeldisfræði fyrir einstaklinga með sérþarfir 1979 og vinnur við ráðgjafaþjónustu skóla hér í Noregi. „Snakk om sex“ er bók fyrir aðstoðarfólk við heilsugæslu. 11 höf- undar skrifa greinar í hana, hver um sitt sérsvið. „Alkohol, Rus, Misbmk Behandling,, er upphaflega sænsk, eftir höfundana Inger Nelson - Löfgren og Bo Löfgren, en þýdd af Jörgen Sandemose. Er bókin mjög itarleg og gefur góða hugmynd frá sjónarmiði þeirra rannsókna er fram hafa farið á þessu sviði. Að lokum skal hér getið eins af tímaritunum, sem nú hefir hafið göngu sina á vegum Universitetsforlaget. það er tímaritið Kunst og Kultur, sem áður var rekið sjálfstætt, en nú á 65. árgangi hefir i raun nýja göngu i fögmm búningi. Á sínum tíma var það stofnað af Harry Fett og Haakon Shetelig, en er nú undir ritstjórn Sidsel Helliesen og Per Jonas Nordhagen. Meðal höfunda 1. heftis þessa árgangs em: Jan Askeland, Christian Norberg - Schulz, Ola Enstad, Erik Östby, Per Jonas Nordhagen og Marit Lange. Timaritið er allt mjög vandað og góðar litprentanir af myndum er að finna í því. Sigurður H. Þorsteinsson. JUBLHJB- tBR ifisns1 CBUfW saonsicxuae KRKSFBOBME H»*œ. . O17J0RSWOMOEN SPB0*nNBET«82 30anamatím. 4-A19æ . ■ Skátastimplar i Noregi i sumar. Skátallf — Falklandseyjar Kulklanti IsIantLsj Ocpcndrtkicí- £ Kalkhntl Istuvbj Dt'pentfcwks P ■' % \ m jl5p\ ■ >wl Falklandseyjaafbrigðið. ■ Hverskonar tegundasöfnun inn- an frímerkjasöfnunar, virðist sifellt verða vinsælli. Á þetta jafnt við um frímerki af einstökum tegundum, öll afbrigði þeirra, alla mögulega stimpla á þeim, og hvers konar notkun þeirra á bréfum. Þá falla einnig undir þetta frimerki með myndum af vissum hlutum, stöðum, mönnum, dýmmo.s.frv.. Ennfremur stimplar með myndum frá ýmsum stöðum, af hlutum, félagsmerkjum, staðaheitum o.s.frv. Skátalíf og störf em vinsæl efni á frimerkjum og stimplum og tilheyra sumarmánuðum, ekki síst stóru mótin, sem haldin era um allan heim. Hvers konar landsmót em haldin á sumrin jafnt á íslandi sem annars staðar. Hér í Noregi hafa verið nokkur slík mót að undan- förnu. Þegar Norðmenn héldu heimsmót, Jamboree, á Lillehamm- er 1975 var þess minnst með frímerkjaútgáfum i 63 löndum. Ef við svo Iítum á þetta á heimsmæli- kvarða þá hafa 170 lönd gefið út 1500 frímerki um skáta og skátastörf á síðastliðnum 75 ámm. Tal sérstimpla vegna skátamóta er margfalt stærra. T.d. hafa öll Norðurlöndin gefið út sín skátafrímerki og einnig fjölda sérstimpla við hin ýmsu tækifæri. 1957 var 100 ára afmæli Baden Powell, stofnanda skátahreyfingar- innar. og 50 ára afmæli hreyfingar- innar. Þvi em í ár 125 ár og 75 ár frá sömu atburðum, sem þegar er byrjað að sýna sig, með frímerkjaútgáfum og skátamótum, sem leiða þá af sér nýja skriðu sérstimpla. Það verður að vísu að viðurkennast, að mörg þau lönd, sem nú gefa út frímerki, em það sem stundum er kallað bananalýðveldi, en engu að síður, merkin em mörg og litskrúðug. Þar á meðal má nefna: Indonesiu, Trinidad og Tobago, Leshoto, Pak- istan og Shri Lanka. Þar sem ég dvelst i Noregi i sumar, nota ég hér tækifærið til að taka með myndir af nokkmm norskum stimplum frá skátamótum, sem hér hafa verið haldin. Auk þess er starfshópur safnara hér i landi sem sérstaklega vinnur að söfnun skáta- frímerkja og stimpla og þvi að gefa upplýsingar um þessa söfnun, en það er SPIVA-FIL í Stavanger. Hér hafa verið sérstimplar á hverju einasta landsmóti allar götur frá landsmót- inu i Andalsnes, 1928. Auk þess hafa I mót, sem vom stórmót, flest fengiðl stimpla líka, eins og sjá má af þessum I sýnishornum. Fyrsta myndin er af| stimpli frá Stavembúðunum, en þarl er einnig mynd af vikingaskipi, svo I þeir sem safna skipum eða víkinga- skipum fá þar einnig eitthvað í I safnið sitt. Siðan kemur afmælismót- ið í Kvansöy, á leiðinni milli Oslo og I Bergen. Þar er aðeins um að ræða skátamerki og staðaheiti. Næsta mynd er svo frá Skibladnir ferðinni, sem verður farin seinast i júli. Þarna er einnig um skip að ræða og það sem er enn sjaldgæfara, hjólaskip sem nú er 126 ára gamalt. Nýlokið er svo landsmóti KFUM skáta, sem var haldið á Lillehammer. Það var á sama stað og heimsmótið 1975. Loks var svo skátaþingið haldið í Dramm- en i byrjun júní. Skátun 75 ára voru einkunnarorðin á þeim stimpli. Falklandseyjar Það er alþekkt staðreynd að hverskonar styrjaldarástand skapar nýjungar í póstsögunni. Á Falklands- eyjum em margir hlutir, sem hafa átt sér stað. Notkun argentískra merkja, yfirstimplun breskra, með stimplum, herpósthús beggja aðila, svo aðeins nokkuð sé nefnt. Frimerkjaútgáfa á Falklandseyj- um hófst 1878, með æskumynd Viktoríu drottningar. Siðan hafa verið gefin út merki á Suður Georgíu sem á frímerkjunum kallast „Falk- land Islands Dependencies“. Sagði einhver að innan við 2000 manns byggju á þessum eyjum. Sama er, þarna hefur verið blómleg frímerkja- útgáfa. Nýjasta útgáfan er af blóm- um frá eyjunum og þegar kaupmenn hér opnuðu pantanir sinar af þessari síðustu útgáfu kom i ljós að ekki vom öll merkin eins. Það vantaði mynd Bretadrottningar og heiti eyjanna á nokkur 15 pensa merkin. Auk þess sem viðkomandi kaupmað- ur hafði fengið merkin með milli- stykki með litarsýnishornum voru þetta afbrigði, sem vafalítið eiga eftir að verða í góðu verði er fram liða stundir. Vona ég svo að mynd merkjanna prentist það vel að allir geti séð í hverju þetta afbrigði er fólgið. Osló, 1. júli, 1982. Sigurður H. Þorsteinsson. Sigurdur H. Þorsteinsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.