Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.07.1982, Blaðsíða 12
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1982. Upplýsingar í síma 99-3863 á kvöfdin Geri tilboð í stór og smáverk. Útvega allt efni.Áralöng reynsla. KJARTAN HALLDÓRSSON Bændur-verktakar 14 M. LYFTIHÆÐ Tek að mér málun, murþéttingar og fieira. Viðgerðir # Súrheysturnar Tilkynning til smábátaeigenda í Reykjavík Hér með tilkynnist að óheimilt er með öllu að hafa báta í Reykjavíkurhöfn án leyfis yfirhafnsögumanns eða hafnarvarðar. Skorað er á alla eigendur smábáta sem aðstöðu hafa í Reykjavíkurhöfn að láta skrá sig hjá hafnarverði í Vesturhöfn eða yfirhafnsögumanni í Hafnarhúsi. Þeir sem ekki hafa látið skrá sig fyrir 1. ágúst n.k. eiga á hættu að bátar þeirra verði fjarlægðir án frekari viðvörunar. Hafnarstjórinn í Reykjavík 1. júlí 1982 Gunnar B. Guðmundsson. Húsnæði óskast á Stór Reykjavíkursvæðinu Einbýlishús, raðhús eða stór íbúð óskast á leigu sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Upplýsingar í síma 42245 Kennarar Kennara vantar að gagnfræðaskólanum á Höfn til kennslu í framhalds og efri bekkjum Grunnskólans. Húsnæði til staðar. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 97-8321 eða formaður skólanefndar í síma 97-8181. Skólastjóri. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðinga vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað frá 1. september. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum 97-7403 og 97-7466. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað Mímvm ■ Perla 4889 frá Kaðalstöðum fékk tíu i einkunn fyrir vilja og það leynir sér ekki að viljinn er ólgandi. Eigandinn, Bragi Andersson situr hryssuna sjálfur. ■ Páll Pétursson alþingismaður og bóndi á Höllustöðum er þekktur hestamaður. Hér situr hann hryssuna Gleði, sem keppti í A-flokki gæðinga og fékk 8,02 i meðaleinkunn. Auk þess hlaut hún sérstök verðlaun sem veitt voru þeirri hryssu af hrossaættum Sigurðar frá Brún, sem mestum árangri nær á landsmóti. Eigandi Gleði er Helga Ólafsdóttir kona Páls. ■ Enn einu landsmóti hestamanna er lokið. Eins og við er að búast hefur þetta mót leitt eitt og annað í Ijós, sem vert er fyrir hestamenn að leiða hugann að. Strax í upphafi má slá þvi föstu að þetta mót var betur undirbúið og skipulagt en við eigum að venjast. Annað er það að staðurinn, Vindheimamelar, er einhver sá besti, sem völ er á hér á landi. Enda þótt hestamannafélögin á Norðurlandi hafi í orði kveðnu haft veg og vanda af mótinu, dylst engum að þar er fyrst og fremst handbragð Skagfirð- inga á, þeir eiga mótssvæðið og framkvæmdastjómin var skipuð þeim nær eingöngu. Þeir eiga hrós skilið fyrir flest sem að framkvæmdinni lýtur. Tveir nýir hringveilir vom gerðir fyrir mótið og þeir ásamt gömlu hlaupabrautinni vom afbragðs góðir. Tjaldstæði em frá náttúmnnar hendi mjög góð við Vindheimamelana, sléttir árbakkar í skjóli við háa mela og ekki breiðari en svo að hægt er að kallast á yfir breiddina þvera. Hreinlætisaðstöðu var komið upp, bæði á tjaldsvæðunum og í miðkjamanum við áhorfendasvæð- ið. Og öfugt við það sem við íslendingar eigum að venjast um hreinlætisaðstöðu á útimótum þar sem þúsundir manna safnast saman til margra daga skemmt- unar, brást hreinlætisaðstaðan ekki. Þar var hreint og aðgengilegt allt til loka mótsins. Veitingaaðstaðan var ef tii vill í knappasta lagi, án þess þó að þess yrði vart að það skapaði vandræði. Verslun með matvöm og minjagripi var sæmileg og miklu betri en við eigum að venjast á slíkum mótum og þokkalega var séð fyrir sælgæti, pylsum og samlokum. Þrátt fyrir allt þetta ágæti, sem upp hefur verið talið, var mótshaldið engan ■ Hrafn 802 frá Holtsmúla er hæst dæmdi stóðhestur fyrr og siðar, bæði sem einstaklingur og með afkvæmum. Hann greip þokkalega til kostanna, þegar Friðrik í Glæsibæ bað hann um það. veginn lýtalaust. Lýtin komu fyrst og fremst fram í smáum atriðum og að því er best verður séð mátti auðveldlega synda framhjá flestum þeirra, enda virðast flest þeirra skapast af einhvers konar búrahætti, sem miðar að því að sýna og sanna hver hefur völdin á staðnum, ef einhver skyidi vera í vafa um það. Með öðrum orðum það vantar alla mýkt í stjómun, þrátt fyrir gott heildarskipulag. Það verður t.d. ekki séð hvaða tilgangi það þjónar að bjóða fjölmiðlum að senda starfsmenn sina á staðinn og bjóða frían aðgang og fritt fæði, meðan á mótinu stendur, en gera fjölmiðlamönnum síðan gramt i geði með því að tortryggja þá á alla lund og tregðast við að veita þeim upplýsingar. Upplýsingamiðlun til mótsgesta var raunar öll heldur af skomum skammti. Þannig var dregið að hefja sölu á Lands- mót hesta- manna á Vind- heima- melum: fjölrituðum dómum á kynbótahrossum, lengi eftir að þeir vom tilbúnir, án skiljanlegs tilgangs. Enda kom það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.