Tíminn - 13.07.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 13.07.1982, Qupperneq 1
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ 1982. Italfa 3 V- Þýskaland 1 „Blátreyjurnar” léku vel ■ „Við höfðum ekki nægilega krafta til að sigra svo baráttuglaða mótherja. ítalirnir unnu verðskuldaðan sigur, sérstaklega léku þeir vel í siðari hálfleik. Þrátt fyrir allt er ég ánægður með árangur minna manna og það er mikið afrek að komast i úrslit HM. En það er mjög ertitt að leika gegn „blátreyjun- um“ þegar þeir eru að sigra. Ég óska þeim innilega til hamingju með sigur- inn,“ sagði þjálfari vestur-þýska lands- liðsins, Jupp Derwall að leikslokum. EM/IngH Titillinn í sjón- máli eftir undanúrslitin ■ „Það er ekki hægt að nefna eitt öðru fremur sem skóp sigur okkar i HM, þama lágu margir samverkandi þættir að baki. Við lékum allan tímann uppá að ná sem lengst i keppninni, en við fóram ekki að hugsa verulega mikið um það, að við ættum góða möguleika á að verða heimsmeistarar fyrr en við höfðum lagt Pólverja í undanúrslitun- um,“ sagði markvörður ítalska liðsins, Dino ZofT. EM/IngH Betri aðilinn sigraði ■ Berti Vogts, fyrrum leikmaður vestur-þýska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari þess, sagði eftir úrslita- leikinn: „Þetta var sanngjam sigur ítala, en þeir léku mjög vel i seinni hálfleik á sama tima og okkar menn léku mjög illa. Betri aðilinn sigraði.“ EM/IngH Sjá nánar bls. 12-13 ■ Marteinn Geirsson ■<;•• ■ ■ ■ Umsjón: Ingólfur Hannesson Finnland 3 Island 2 Sigurmarkið á síðustu mínútu ■ Finnar sigruðu íslendinga i knattspymulandslcik sem fram fór i Helsinki sl. sunnudag með 3 mörkum gegn 2. Sigurmark Finna kom á síðustu min. leiksins þegar knötturinn sigldi framhjá vamarmönnum íslenska liðsins og i markið eftir laust skot eins Finnans, 3-2. Leikurinn var liður í hátíðarhöldum vegna 75 ára afmælis finnska Knattspyrnusambandsins og voru fjölmargir áhorfendur á Olympíuleikvanginum í Helsinki er leikurinn fór fram. Fyrri hálfleikurinn þótti með eindæmum daufur, einkum voru okkar menn slappir. Finnarnir tóku forystuna, skoruðu 2 mörk áður en blásið var til leikhlés, 2-0. íslenska liðið lék mun betur i seinni hálfleiknum en í þeim fyrri og mörkin létu ekki á sér standa. Um miðbik hálflciksins skoraði Marteinn Geirsson og minnkaði muninn i 2-1. Marteinn skoraði mark sitt úr vítaspyrnu eftir að Lárusi Guðmundssyni hafði verið brugðið innan vítateigs Finna. Nokkru seinna jafnaði landinn metin. Janus Guðlaugsson gaf góða sendingu á Atla Eðvaldsson sem þakkaði fyrir sig og skallaði knöttinn glæsilega i mark finnskra, 2-2. Sigurmark Finna kom siðan á siðustu mín leiksins, eins og áður hefur verið lýst. Janus Guðlaugsson átti bestan leik í islenska liðinu og er hann nú í hörkugóðri æfingu, hefur sennilega aldrei verið betri. Italía 3 V- Þýskaland 1 Leikurinn gegn Frökkum afdrifaríkur ■ „Ég vil meina að við töpuðnm þcssum leik vegna hinnar miklu áreynslu, sem leikurinn gegn Frökkum varð okkur. Mark mitt kom alltof seint í leiknum og okkur gafst aldrei tækifæri til þess að jafna.“ Þannig fórust Paul Breitner, miðvallarleikmanni þýskra, orð að leikslokum. EM/IngH Sanngjarn sigur okkar ■ „Leikurinn gegn Argentinu var mjög mikilvægur þvi hann opnaði möguleikann á sigurgöngu okkar i keppninni,“ sagði þjálfari italska lands- liðsins, Enzo Bearzot, eftir úrslitaleik- inn sl. sunnudagskvöld. Um úrslitaleikinn sjálfan hafði Bearzot eftirfarandi að segja: „Leik- menn minir mættu mjög afslappaðir til leiks og ákveðnir í þvi að sækja vel, en ekki leggjast i vöm, því það eru mörkin sem gilda. Ég trúi þvi að við höfum unnið sanngjaman sigur.“ Fúlir Þjóðverjar ■ Briegel, vinstri bakvörður vestur- þýska liðsins, var hinn óhressasti að leikslokum, barði blaðamenn frá sér með þeim orðum að hann hefði ekkert við þá að tala. Sömu sögu var að segja um Felix Magath, hann gólaði yfir hópinn: Látið mig i friði. ■ Atli Eðvaldsson

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.