Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1982 ■ Það var mikil veðurbliða viða á landinu i gær, eins og þessi mynd ber með sér. en nú er spáð breytingu þar á. Timamynd: Ella Ríkisstjórnin veitir 800 þúsund til hjálparstarfs: Harmar innras ísraelsmanna ■ Rikisstjómin hefur samþykkt að leggja fram 800 þúsund krónur til hjálparstarfsins í Líbanon og hefur Rauði k|oss íslands og Palestínuhjálp S.Þ. verið falið að sjá um að fé þetta komi að sem mestum notum. { frétt frá rikisstjóminni er minnt á þær hörmungar sem innrás ísraels- manna hefur valdið, þar sem fjöldi manna hefur særst og amk. hálf milljón manna misst heimili sin. Þá er minnt á að ísrael hefur virt að vettugi ályktanir S.Þ. um að hætta átökum og halda burt með herlið sitt. „Styrjöldin i Libanon hefur enn sýnt að valdbeiting felur hvorki i sér lausn á framtiðarvandamálum Palestínu- manna, né tryggir hún rétt ísraelsmanna til að fá að lifa i friði innan öruggra og viðurkenndra landamæra," segir í frétt- inni. „Ríkisstjórn íslands harmar innrás ísraelsmanna í Líbanon og ítrekar þá grundvallarskoðun íslendinga að deilur eigi ekki að leysa með vopnavaldi.“ Hvalveiðiráðið fjallar hvalveiðibann: um 1 Ómögulegt að spá fyrir um úrsl iti 1 n — segir Jón B. Jónsson, skrifstofustjóri 1 A SIÖUNDA HUNDRAÐ KIAMMAR BORBTTIL HMNGORMANEFNDAR! Enn fleiri liggja hjá umboðsmönnum hringormanefndar vída um land ■ „Það er búið að skila til okkar eitthvað á sjöunda hundrað kjömmum og ég held að mér sé óhætt að fullyrða að yfir 90 prósent þeirra koma frá bændum sem veiða selinn i sinu landi. Enda var aldrei meiningin að hvetja sportveiðimenn til selveiða," sagði Bjöm Dagbjartsson, formaður hring- ormanefndar, i samtali við blaðið i gær. Þorrinn af þessu kemur frá Vestfjarða- kjálkanum og úr Breiðafirði, sagði Björn, en þar hafa selveiðar alltaf verið stundaðar, hélt hann áfram. Það kom fram i máli Bjöms að þótt ekki hefðu borist nema á sjöunda hundrað kjamma gæti verið að mikið meira af sel hefði veiðst. Kjömmunum er skilað til umboðsmanna víðs vegar um landið og þvi er ekki loku fyrir það skotið að þeir safni einhverjum birgðum áður en þeir skila af sér. Björn sagði, að einhver brögð hefðu verið að því til að byrja með að sportveiðimenn hefðu sótt i selinn. En sér virtist að upp á síðkastið væri minna um það. Enda væri útgerð þeirra mjög dýr vegna þess að flestir væm þeir á bátum sem em knúnir mjög bensinfrek- um vélum. -Sjó. Samband dýraverndunarfélaga íslands: Kærir verd- launaveitingu fyrir seladráp ■ Selurinn er skotglöðum mönnum auðveld bráð. ■ „Ég get ekkert sagt um þessa kæru annað en það að við töldum okkur fara að lögum í einu og öllu þegar við ákváðum að veita vcrðlaun fyrir að veiða sel,“ sagði Bjöm Dagbjartsson, formaður hringormanefndar, í samtali við Timann i gær. Stjórn Sambands dýravemdunarfé- laga íslands kærði opinber afskipti sölusamtaka fiskiðnaðarins og hring- ormanefndar vegna selveiða, sem hún telur brot á lögum, til rikissaksóknara í gær. í kæmnni segir m.a. „Fyrir nokkru gerðist það að sölusamtök i islenskum fiskiðnaði, þ.á.m. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, Sjávarafurðadeild SÍS o.,fl. auglýstu i samráði við svokallaða hringormanefnd að verðlaun skyldu veitt fyrir seladráp. Var herferð þessi farin undir því yfirskini að hún myndi draga úr hringormi í fiski. Verðlaun skyldu greidd fýrir hægri neðrikjálka úr sel og vera greidd af ofangreindum samtökum." Ennfremur segir i kæmnni: „Sam- kvæmt reglugerð um Stjórnarráð íslands, fer landbúnaðarráðuneytið með þau mál er varða veiði í ám og vötnum, svo og önnur veiðimál er eigi ber undir önnur ráðuneyti. Nú hefur það hins vegar gerst að einstaklingar og hringormanefnd hafa upp á sitt eindæmi „hvatt til selveiða" eins og þeir orða það sjálfir, án samráðs við nokkurn opinberan aðila og án opinberrar heimildar, með verðlauna-' veitingu fyrir seladráp. 1 hegningarlögum segir svo: „Hver, sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur, skal sæta sektum eða varðhaldi eða ef miklar sakir em, fangelsi allt að tveimur ámm.“ Hvaðanæva hafa borist mótmæli og kvartanir yfir verðlaunaveitingum þessum og þeim ilju afleiðingum sem seladrápið hefur nú þegar haft í og á eftir að hafa sem slæmt fordæmi varðandi aðrar dýrategundir. Tilmælum hefur einnig verið beint til menntamálaráðherra um að stöðva seladrápið, bæði af náttúmvemdar og dýravemdarástæðum. Þeim hefur ekki verið sinnt.“ Ekki er byrjað að fjalla um kæm þessa hjá embætti ríkissaksóknara -Sjó. ■ „Það er ómögulegt að segja fyrir um hvort riki sem eru fylgjandi allsherjar hval- veiðibanni ná nægum meiri- hluta á ráðstefnunni núna. Menn hafa beðið með öndina í hálsinum við hverja einustu atkvæðagreiðslu á undanförn- um árum og ég held að það sama verði uppi á teningnum núna,“ sagði Jón B. Jónas- son, skrifstofustjóri i sjávar- útvegsráðuneytinu, þegar Tíminn spurði hann hvort hann áliti að allsherjar friðun hvalsins næði fram að ganga á ráðstefnu Alþjóða hvalveiði- ráðsins sem nú fer fram í Brighton á Englandi. „Þó skilst mér,“ sagði Jón, „að mörg ríki sem hafa verið fylgjandi banninu á undanförnum ámm séu nú að endur- skoða afstöðu sina. Þau ero farin að lita til þess að ef Alþjóða hvalveiðiráðið klofnar verður mun erfiðara að hafa stjórn á hvalveiðum almennt. Því það er nokkuð ljóst að stóm hvalveiðiþjóðim- ar, t.d. Sovétmenn og Japanir myndu ekki virða bannið.“ -Sjo Forsögn að byggð á Keldnalandi keyrð í gegnum borgarstjórn: Vísvitandi gengið fram hjá „Nefndir og ráð borgarinnar fást við dútl og föndur sem varla tekur því að karpa um, en allar ákvarðanir sem máli skipta em teknar í flokksmaskinu Sjálfstæðisflokksins. Talandi dæmi um þetta em skipulagsmálin", sagði Sólnín Gisladóttir, annar borgarfulltrúi Kvennaframboðsins á fundi borgar- stjómar i gærkveldi, þegar til umræðu og afgreiðslu var tillaga sjálfstæðis- manna um forsögn að nýrri íbúðarbyggð sem risa á næstu árin á svonefndu Keldnasvæði. Fulltrúar minnihlutans i borgarstjóm gagnrýndu harkalega þá málsmeðferð sem þetta mál hefur fengið í borgarkerf- inu, sem er nær engin. Hefur málið verið keyrt í gegnum nefndir borgarinnar og borgarstjóm án þess að nokkur timi hafi gefist til faglegrar umræðu. T.d. felldu sjálfstæðismenn tillögu Kvennafram- boðsins þar sem gert er ráð fyrir að Borgarskipulagi Reykjavíkur yrði falið að taka saman rökstudda álitsgerð um málið. „Ég verð að segja eins og er, að mér dettur helst í hug að vísvitandi sé verið að ganga framhjá þessari stofnun í þessu máli öllu. Henni er greinilega ekki treyst til að sjá um gerð deiliskipulagsins fyrir Grafarvoginn, sjá um mannaráðningar í það né heldur til að gera svo saklausan hlut og það nú hlýtur að vera að semja faglega umsögn um mál. Ef ekki er á ferðinni vantraust á starfsmenn Borgar- skipulags þá fæ ég ekki betur séð, en að sjálfstæðismenn óttist faglega umfjöllun um mál þetta“, sagði Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi. Sigurður Harðarson, borgarfulltrúi, benti á að skipulagshugmyndir sjálf- stæðismanna væm það óljósar enn, þó ákveðið væri að hefja deiliskipulagn- ingu, að þeir töluðu óskilgreint um skipulagingu byggðar á 170 hektara svæði einhvers staðar norðan Grafar- vogsins. „Veganesti þeirra hönnuða sem skipuleggja eiga svæðið er þvi eins lítið og hugsast getur“, sagði Sigurður. Kristján Benediktsson, borgarfull- trúi, sagði að stefna sjálfstæðismanna i skipulagsmálum kæmi f sjálfu sér ckki á óvart. Hins vegar væm þær tillögur sem fyrir fundinum lægju snöggsoðnar og ófullkomnar og greinilega vantaði i þær ýmis mikilsverð atriði. Þrátt fyrir að meirihlutinn ætlaði sér að vera röskur og taka til hendinni i þessum efnum, væri þó lágmark að hann gerði sér grein fyrir og afmarkaði hvaða svæði hann ætlaði að skipuleggja á. „Ég hlýt að gagnrýna þessi vinnu- brögð, og hversu hroðviknislega er að málinu unnið. Hins vegar viðurkenni ég að hér er rösklega gengið til verks, og finnst sanngjarnt að nýjum borgarstjóm- armeirihluta verði gefið tækifæri til að koma þessu baráttumáli sinu áfram“, sagði Kristján. Davíð Oddsson, borgarstjóri, svaraði framkominni gagnrýni og taldi hana eingöngu snúa að formlegri hiið málsins, en hins vegar hefði litið verið rætt um efnishlið þess. „Við látum ekki athuga- semdir um form og teknisk, atriði málsins standa i vegi fyrir þvi að okkar hugmyndum verði hrint í framkvæmdV sagði hann. Sagði Davið að sjálfstæðismenn væm ákveðnir í að reyna til þrautar að ná samkomulagi við rikið um yfirtöku Reykjavíkurborgar á landi Keldna. Jafnframt sagði hann að borgaryfirvöld ættu ekkert vantalað við forstöðumenn stofnananna að Keldum, heldur yrði rætt við rétt yfirvöld um þessi mál. Þegar hefðu átt sér stað óformlegar viðræður við forsætisráðherra o.fl. „sem hljóta að leiða til samkomulags", sagði Davið. Að endingu var gengið til atkvæða um tillögu sjálfstæðismanna að forsögn nýs byggingarlands á Keldnalandi. Var hún samþykkt með tólf atkvæðum þeirra en borgarfulltrúar Alþýðubandalags og Kvennaframboðs vom á móti. Borgar- fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks sátu hins vegar hjá við atkvæða- greiðsluna. -Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.