Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 9
■„Undirstrika ber að friðarhreyfingarnar hafa ekki barist gegn hernaðarbandalögum. Þetta hafa bæði andstæðingar þeirra gefið i skyn, en einnig ýmsir aðilar - einnig hér á landi - sem vilja misnota það mikla fylgi, sem friðarhreyfingarnar hafa, sinni eigin pólitík til framdráttar“. Seinni hluti vegar að úr heiminum á vegum erkibiskupsins af Kantaraborg og erki- biskup Svía hefur boðað til mikillar kirkjulegrar ráðstefnu á næsta vori um málefni friðar og afvopnunar og hefur íslenska kirkjan þegar tilkynnt þátttöku sína. Þannig mætti raunar lengi telja. Málefni friðar á jörðu er kirkjunni ekki óviðkomandi, það hlýtur að vera markmið hennar að það „fagnaðarerindi friðarins“ sem henni er falið að boða í þessum heimi nái að móta þá umræðu að verulegu marki. Helstu markmið friðar- hreyfinganna En hver eru helstu markmið þeirra friðarhreyfinga, sem til umfjöllunar eru? Þau hafa alltaf legið ljós fyrir einsog fram hefur komið í ræðum, sem fluttar hafa verið á friðarsamkomum, fjallað um í umræðuhópum viða um heim, ritað á kröfuspjöld, sem borin eru um götur og stræti heimsborganna o.s.frv. Helstu markmið friðarhreyfinganna eru þessi: 1. Fjarlægja beri allar SS 20 eidflaugar Sovétmanna og hætt skuli við uppsetningu hinna nýju eldflauga og stýriflauga á evrópskri grund. 2. Fram- leiðsla kjamorkuvopna verði stöðvuð nú þegar. 3. Hafnar verði viðræður i alvöru milli kjamorkuveldanna um fækkun kjamorkuvopna. 4. Reynt verði að spoma gegn útbreiðslu vopn- anna með því að komið verði í veg fyrir útflutning á vopnum. S. Leitað verði nýrra leiða i vigbúnaði, sem byggist eingöngu á vörnum og felur ekki í sér ögrun. 6. Komið verði upp kjamorku- vopnalausum svæðum á ýmsum stöðum, sem síðan teygi sig um allan hnöttinn. Undirstrika ber, að friðarhreyfing- amar hafa ekki barist gegn hernaðar- bandalögum. Þetta hafa bæði andstæð- ingar þeirra gefið í skyn en einnig ýmsir aðilar - einnig hér á landi - sem vilja misnota það mikla fylgi, sem friðarhreyf- ingamar hafa, sinni eigin pólitík til framdráttar. Vissulega ber því ekki að neita, að i þeim fjölskrúðuga hópi, sem fylkir sér undir þau markmið sem að ofan eru nefnd, em þeir margir, sem vilja ganga lengra - aðrir vilja kannski ganga skemur - eins og t.d. kvekarar og aðrir eindregnir friðarsinnar, sem hafa um aldir haft á sinni stefnuskrá útrýmingu allra vopna hvað þá hernaðar- bandalaga. En friðarhreyfingamar snú- ast ekki um hemaðarbandalög, þvi fer viðs fjarri heldur um kjarnorkuvig- búnað. Einnig ber að undirstrika, að friðar- hreyfingarnar hafa aldrei haft i frammi hugmyndir um einhliða afvopnun. Hins vegar hafa þær lagt áherslu á það, jafnt vestan hafs sem austan, að raunhæf á- byrg Ieið til þess að rjúfa vítahring vígbúnaðarins væri sú, að einstök ríki tækju einhliða skref til fækkunar kjamorkuvopna sinna. Það er vissulega forkastanleg baráttuaðferð, að gefa í skyn, að hér séu á ferð útsendarar risaveldisins í austri. Slikur áróður hlýtur í flestum tilvikum að vera byggður á vanþekkingu, í öðrum á misskilinni pólitik, sem setur skamm- tímasjónarmið ofar sannleikanum. Gegn slíkum málflutningi, úr hvaða átt, sem hann kemur hlýtur kirkjan, hvar sem hún er i heiminum, í austri eða vestri að snúast. Hún hlýtur að snúast gegn þvi þegar þjónar hennar eru sakaðir á óréttmætan hátt um að starfa ekki á grundvelli sinnar kristilegú trúar og lifsskoðunar heldur i þágu flokkspóli- tískra sjónarmiða. Um kjarnorkuvopnalaus svæöi Hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði eru ekki nýjar af nálinni og hefur slíkum hugmyndum reyndar þegar verið hrundið i framkvæmd. Hugmyndir slikar byggjast á einhliða og marghliða ákvörðunum. Friðarráð hollensku kirkj- unnar hefur um árabil barist fyrir þessu málefni undir vígorðinu „útrýmum kjarnorkuvopnum úr heiminum, byrj- um i Hollandi“. En þess má geta, að fyrstu kjarnorkuvopnin á meginlandinu voru sett upp i Hollandi (1957). Þessi barátta hollensku kirkjunnar (en þróun hennar má rekja skv. samþykktum kirkjustefna á undanförnum árum svo og ritinu „Kirche und Kernbewaffn- ung“, sem er itarlegt upplýsingarrit) grundvallast á þeirri raunsæju fullvissu, að vitahringur vígbúnaðarkapphlaups- ins og ógnarjafnvægisins verði ekki rofinn nema á þann hátt, að einhver stígi fyrsta skrefið á ábyrgan hátt til fækkunar kjarnorkuvopna sinna og kalli þannig á eftirdæmi annarra. Afstaðan byggir einnig á þeirri sannfæringu, að kjarn- orkuvopn verði aldrei notuð i þágu varnar eins lands, jafn vel ekki í þágu fælingar. Sú hugmynd, að mynda kjarnorku- vopnalaus svæði i Evrópu hefur nú náð verulegu fylgi viða og nýtur mikils stuðnings t.d. í yfirlýsingúm sýnóda og alþjóðlegra kirkjusamtaka. Hvert skref, sem liggur í átt til hindrunar á útbreiðslu kjarnorkuvopna er skref frá gereyð- ingarhættunni, jafnvel einhliða skref einstakra rikja. Fram hafa komið vígorð eins og „engin kjamorkuvopn frá Póllandi til Portúgal“ eða „frá Atlants- hafi til Úralfjalla". Nýlega var birtm álit alþjóðlegrar nefndar undir forsæti Olaf Palme, fyrrv. forsætisráðherra Sviþjóð- ar, þar er lagt til að myndað verði 150 km kjamorkukvopnalaust belti beggja vegna járntjaldsins. Ekki skal fjallað nánar um þær mörgu hugmyndir, sem fram hafa komið, en hér er vissulega mikiivægt mál. Fyrsta skrefið er að menn sameinist um verkefnið og leiti siðan leiða til þess að hrinda því i framkvæmd. Um nýjar leiðir í vígbúnaði Víða ræða menn nú hugmyndir um nýja gerð vigbúnaðar, sem sé þess eðlis, að hann feli ekki i sér ögmn heldur sé eingöngu til varnar. Engar hernaðar- kenningar og ekkert varnarkerfi getur varað endalaust. Vigbúnaður hefur tekið miklum breytingum í tímans rás, hernaðarkenningar Atlantshafsbanda- lagsins hafa cinnig þróast á skömmum tíma. Sú var tíðin, að borgir meginlands- ins treystu öryggi sitt með borgarmúr- um. Jafnvel heil riki voru viggirt á þann hátt,t.d. Kína. En slíkarvamirurðu fyrr en varir lítils virði. Nú spyrja menn um nýjar leiðir i vamarmálum, sem leysi menn undan hinni gifurlegu ógn hins ótrygga ógnarjafnvægis. Þær kenningar, sem mjög hafa verið til umræðu undanfarið eru visslega ekki annað en upphaf nauðsynlegrar við- leitni. Þær byggja einkum á þvi að samræma ævafornar leiðir til varnar þ.e.a.s. leið skæruhernaðar annars vegar og svo hins vegar fullkomna tækni í léttum vopnum. Rætt hefur verið um litlar sveitir, t.d. 20 manna, sem dreift væri um viðkomandi land þannig að þéttriðið net myndaðist. Sveitir þessar hefðu yfir að ráða vopnum af nýjustu og fullkomnustu gerð (t.d. precision guided missiles, sem eru léttar eldflaugar búnar stýritækni, sem leitar uppi markmiðið). Margir binda vonir við, að unnt verði með skipulegum aðgerðum að þróa vígbúnað i nýjar áttir. Hvað getur kirkjan gert? í þessu sambandi mætti leiða hugann að þvi, með hverjum hætti kirkjan getur látið til sín taka i málefnum samfélagsins þegar um er að ræða svo mikilvæg málefni eins og þa ð sem hér um ræðir. Á hvern hátt getur kirkjan komið boðskap sínum á framfæri án þess að eiga á hættu að verða grunuð um að ganga erinda eins stjórnmálaafls eða annars? Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem við blasa að þessu leyti getur kirkjan engu að siður lagt þungt lóð á vogarskálina og haft áhrif með ýmsum hætti. Þvi má ekki gleyma, að kirkjan er i eðli sínu ekki „stofnun“ í viðteknum skilningi i nútímanum heldur einmitt „grasrótar- hreyfing" fólks úr öllu máttum. Kirkjan, hin eina og heilaga kirkja, er i raun óskipt þrátt fyrir járntjaldið langa,sem skiptir heiminum í tvær strið- andi fylkingar. Þegar spurt er um friðarhreyfingar i löndum austur- ■ Frá fríðargöngunní miklu í New York, sem talið er að um 700 þúsund manns hafi tekið þátt í að mati New York Times. blokkarinnar hafa menn vafalaust í huga friðarhreyfingar i líkingu við þær sem nú láta til sin taka á vesturlöndum. Enginn fer i grafgötur um þær hömlur og þær þjáningar, sem kristnir bræður og systur þekkja býsna vel i löndum austurblokkarinnar. Samt semáður fer það ekki milli mála, að áhrif friðarhrey- inganna hafa þegar borist austur fyrir járntjald, það má glöggt sjá af sam- þykktum sýnóda (t.d. í A.-Þýskalandi) og í starfsemi kirkjunnar (friðarsam- koma í kirkjum, dagskrá kirkjudaga o.s.frv.), einnig bera yfirlýsingar bisk- upa og annarra kirkjuleiðtoga svo og predikanir því vitni, að bræður og systur austantjalds reyna við misjafnar aðstæð- ur að flytja fagnaðarerindi friðarins". En því má ekki gleyma, að kristin kirkja, hvort sem hún er austan eða vestan járntjalds flytur þennan fagnað- arboðskap friðarins um allan heim. Og þótt friðarhreyfingar hafi ekki náð að hasla sér völl austantjalds á sama hátt og vestan megum við kristnir menn ekki gleyma því að boðskapurinn um Krist er í gær og í dag hinns sami og um aldir og þann boðskap flytur kirkjan hvar sem hún er i þessum heimi, boðskap um sáttargjörð og um fyrirgefningu um von og um frið. Þrátt fyrir skort á mannrétt- indum austantjalds og viðar i heiminum gefst kirkjan ekki upp, þvi að þar sem kirkjan er þar er fólk, sem á sér aðeins einn leiðtoga, Jesúm Krist og veit að „framar ber að hlýða Guði en mönnurn". Uppeldi til friðar En kirkjan er ekki aðeins alþjóðleg stofnun, sem sameinar fólk af öllum þjóðum og tungum. Hér á landi hefur kirkjan vissulega einnig skyldum að gegna. Einnig hér ber henni að opna augu manna fyrir þvi, að friður er lífsskilyrði tæknialdar, án friðar í stóru sem smáu lifir maðurinn ekki af hið mikla rótleysi sem sifelldar tæknibylt- ingar hafa í för með sér. Þess vegna ber kirkjunni að viðhalda umræðunni um friðsamlega sambúð milli manna, hvort sem það er á heimili,í skóla eða á vinnustað, henni ber að benda á nauðsyn þess að efla uppcldi til friðar og vekja athygli á þeirri hættu, sem af ofbeldi stafar í hverri mynd sem það birtist, hvort sem það er i fjölmiðlum,á heimili.i bókum eða leikjum og leikföng- um barna. Henni ber einnig að vekja menn til umhugsunar um leiðir til þess að umgangast fólk, sem hefur aðrar skoðanir og aðrar hugmyndir til þess að forðast fordóma og að fjandsamlegar grýlumyndir séu dregnar upp af fólki, sem aðhyllist aðrar skoðanir en maður sjálfur. Kirkjunni ber að veita rikis- valdinu aðhald með jákvæðri gagnrýni. I safnaðarstarfinu getur kirkjan farið ýmsar leiðir til þess að efla vitundina um nauðsyn friðsamlegrar sambúðar í stóru sem smáu t.d. með umræðum um málefni friðar og afvopnunar, fræðslu: með friðarvökum, friðarvikum, með guðsþjónustum,sem hafa að megintema efni eins og „friður“, „sáttargjörð", „vinátta" o.s.frv. Þegar kjarnorkuvig- búnaður er hafður í huga ber kirkjunni að halda vöku sinni og forða frá þvi, að fólk aðlagist þeirri ógnun, semi kjarnorkuvígbúnaði býr. Henni ber einnig að vekja menn til umhugsunar um „óvininn", auðvelda mönnum að skil- greina i hverju sú hætta felst, sem af honum stafar. - Margt flcira gæti kirkjan gert til þess að efla starfsemi í þágu friðarins.Á þann hátt tekur hún þátt i alþjóðlegri viðleitni kirkna um allan heim til þess að efla uppeldi til friðar og bægja frá ógnum styrjalda. Boðskapur kirkjunnar um frið í öðru bréfi sinu til Korintumanna segir Páll postuli á þessa leið (5:19,20): „... það var Guð, sem i Kristi sætti heiminn við sig, er hann tilrciknaði þeim ekki yfirtroðslur þeirra, og fól oss á hendur orð sáttargjörðarinnar. Vér erum þvi erindrekar i Krists stað, eins og það væri Guð sem áminnti oss“. f þessum orðum tilgreinir postulinn skýr- um orðum, hvert sé í raun og veru hlutverk kristinnar kirkju og þar með sérhvers kristins manns. Hlutverk hans er að vera erindreki i Krists stað, sem boðar þessum heimi orð sáttargjörðar- innar. En það getur hún þá aðeins gert, þegar hún er sjálf höndluð af þessu sama orði og opnar eyru sin fyrir þvi. í kveðju altarissakramentisins, friðar- kveðjunni: „friður sé með yður“. birtist ekki aðeins sá guðlegi veruleiki, sem kirkjan þiggur, heldur um leið sá veruleiki,sem hún er send með út í heiminn. í þeim orðum, sem Jesús mælti til lærisveina sinna að skilnaði, áður en gangan til krossins hófst sagði hann: „minn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur“ (Jóh. 14:27). „Það eru örlög hans að verða krossfestur annað hvort í orði eða verki, ekki aðeins kristnir friðflytjendur hafa fengið að sannreyna það. Enginn, sem ekki er reiðubúinn til þess að sæta þeim örlögum ætti að tjá sig fúsan til leiksins". í orðum enska biskupsins kemur fram sú trúarvitund, sem tekur mið af krossinum, theologia crucis, samkvæmt henni felst sæla friðflytj- andans ekki í öðru en þvi að fá að feta i slóð frelsarans, sem hefur ekki lokkað hann til fararinnar með þvi að bjóða honum gull og græna skóga heldur skyldi hann vera viðbúinn öðrum teiknum af hendi heimsins: „og þér munuð verða hataðir af öllum vegna nafns mins“ (Mt. 10:22). Trú krossins er vissulega róttæk trú, sem kallar á róttækan lifsstíl sem býður hinu illa valdi haturs og ótta byrginn með mótleik úr óvæntri átt: með trausti, vináttu, með kærlcika. Allt i trausti til þess, að slóð sem Jesús fetaði og ruddi kirkju sinni muni liggja framhjá hyldýpinu til lifsins. En guðfræði krossins er einnig guðfræði upprisunnar: o crux ave spes unica er hin þverstæðukennda trú krirkjunnar um allar aldir, ekki sist nú, þegar menn leita þess öryggis, sem ekki er til í þessum heimi með þeim hætti að leita skjóls i skugga vopna, sem geta tortýmt þeim. Á þeirri leið finnur maðurinn ekki frið þegar til lengdar lætur, hvernig sem á málið er litið, maðurinn hefur leitt sjálfan sig í gildru, sem hann getur ekki leyst sjálfan sig úr, hann hefur skapað svo „stóran stein að hann getur ekki lyft honum sjálfur“. Það imyndaða öryggi er byggt á rökfræði, sem aldrei fyrr í sögunni hefur verið notað sem leiðarljós í leit mannsins að öryggi, rökfræði óttans. Það var enginn annar en Albert Einstein, sem sagði, að öryggi byggðist eftir allt saman „á ákveðnu gagnkvæmu trausti milli ólikra aðila“. Aldrei fyrr i sögunni hcfur maðurinn fundið hversu mikill snillingur hanner að leysa tæknileg vandamál en á sama tíma hugmyndalaus þegar finna skal leiðir til friðsamlegrar sambúðar. Leið vopnanna er leið uppgjafar. En það erekki still kirkjunnar að boða uppgjöf og vonleysi. Okkar timar bera vitni um mikið vonleysi. Skv. skoðana- könnun BBC nýlega var helmingur aðspurðra sannfærður um það að heimurinn mundi líða undir lok vegna kjarnorkusprengingar fyrir árið 1990. Kirkjan er ekki ókunnug hugmyndum um, að þessi jörð ætti eftir að liða undir lok. Frumkirkjan vænti endurkomu Krists og jafnframt vænti hún þess, að heimurinn liði undir lok og frumefnin leystust sundur í eldi. En þeir biðu án þess nokkuð gerðist. En jafnvel þessi vitund umforgengileika jarðarinnar dró ekki kjarkinn úr kirkjunni og dró hana heldur ekki burt frá hinu jarðneska lífi. Marteinn Lúther sagði „Jafnvel þótt ég vissi, að heimurinn ætti að farast á morgun og ég hefði ákveðið að gróðursetja eplatré í dag, þá myndi ég samt gera það“. Kirkjan lítur á þessa jörð í viðara samhengi. Stundum hefur þessi þáttur trúarinnar reyndar dregið ýmsa sértrúarhópa frá lífinu svo að þeir hafa afskrifað jörðina og gefið hana upp á bátinn. En trú Nýja testamentisins, sem hinn kristni lífsstíll er mótaður af í innsta eðlisínu er markaður sérkennilegu samblandi af skeytingarleysi og um- hyggju. Á sama tíma og kristinn maður lætur sér þessi forgengilegi heimur í léttu rúmi liggja ber hann meiri umhyggju fyrir honum en nokkur annar maður á þessari jörð. Hann mun ekki týna hjarta sínu i þessum heimi, en hann er reiðubúinn að týna lífi sínu fyrir heiminn. Ávextir þessa lífsstfls eru sambland af þjáningu og gleði, úthaldi og von, sem hefur í sjálfu sér litið sameiginlegt með „venjulegri“ bjart- sýni. Sú von, sem Biblian talar um er „von gegn von“, von upprisunnar, sem horfist í augu við veruleika lífsins, við þjáningar og ótta, við hatur og öngþveiti - en heldur samt áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.