Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 10
10 ■5- -Z- c .í“ÍS’» W Geðdeild Landspítalans Tilboð óskast í innanhússfrágang á 1., 2. og 3. hæð A-álmu Geðdeildar Landspítalans við Eiríksgötu í Rvík. Húsið er að flatarmáli 3x735 m2. Verktaki skal m.a. setja upp veggi og hangandi loft, leggja í þá rafmagns-, loft- og gaslagnir, mála, leggja gólfefni, smíða og setja upp innréttingar og snyrtitæki. Fullgera skal 2. hæð fyrir 1. febrúar 1983 og Ijúka verkinu öllu fyrir 1. september 1983. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Rvík., gegn 2.000,- kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. ágúst 1982, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Staða verkstjóra Vegagerð ríkisins á Vestfjörðum óskar að ráða verkstjóra í Vestur-Barðastrandarsýslu. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst n.k.. Upplýsingar um starfið veita Bragi Thoroddsen rekstrarstjóri á Patreksfirði í síma 94-1348 og Gísli Eiríksson umdæmisverkfræðingur á ísafirði í síma 94-3911. Lausar kennarastöður Við Vélskóla Islands eru lausar til umsóknar kennarastöður I rafmagnsgreinum og [ raungreinum, efnafræði og stærðfræði. Nánari upplýsingar eru veittar (Vélskólanum mánudaga og miðvikudaga frá kl. 11-13. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. júlí. Menntamálaráðuneytið. Reykjavíkurleikarnir í frjálsum: Allt til reiðu Stórmót, sem enginn má missa af segir Guðni Halldórsson ■ „Undirbúningurinn hefur gengið ótrúlega vel og er allt samkvæmt áætlun hjá okkur. Það er hreint ótrúlegt hvað margir heimsfrægir kappar verða á meðal keppenda, þetta er stórmót sem enginn íþróttaunnandi má missa af,“ sagði Guðni Halldórsson, framkvæmda- stjóri FRÍ sem hefur haft veg og vanda af undirbúningsvinnu vegna Reykjavík- urleikanna í frjálsum iþróttum, sem Hlaupadrottning allra tíma... ■ Enn ein stórstjaman hefur tilkynnt komu sína á Reykjavíkurleikana í frjálsum iþróttum. Norska hiaupa- drottningin Grete Waitz mun keppa í 1500 og 3000 m. hiaupum í Norðurlanda- bikarkeppni kvenna, sem haldin verður samhliða Reykjavíkurleikunum um helgina. Grete hefur verið nær ósigrandi í langhlaupum um árabil og hún hefur margsinnis orðíð heimsmeistari í víða- vangshlaupi. Þá hefur hún sigrað síðustu árin í mesta maraþonhlaupi veraldar, New York Marathon. í frjálsíþrótta- heiminum hefur Grete oft verið nefnd hlaupadrottning allra tíma. Þá hefur komu sína hingað tilkynnt önnur frjálsíþróttakona í heimsklassa, en það er Anne-Luisa Skoglund, en hún hefur m.a. hlaupið 400 m. grindahlaup á 55.04 »»'- -IngH verða á Laugardalsvelli nú um helgina. Að sögn Guðna hafa fjölmargir aðilar rétt þeim FRÍ-mönnum hjálparhönd einkum hafa forráðamenn Veltis, um- boðsaðila Volvo-bifreiða, verið hjálp- legir. „Án þeirra hefði vart verið hægt að halda svo stórkostlegt mót,“ sagði Guðni. -IngH Nóg að hjá KKI- mönnum ■ „Við vinnum að því þessa dagana að raða niður leikjum úrvalsdeildar og 1. deildar fyrir næsta vetur. Þá erum við ansi spenntir fyrir nýja fyrirkomuiaginu á keppni yngri flokkanna, en það verður svipað og í handboitanum, þ.e.a.s. nokkrar leikjahrinur („turneringar") yfir veturinn,“ sagði framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Islands, Om Andrésson, i spjalli við Tímann fyrir nokkm. „Við ætluðum okkur að krækja í næstu G-keppni og halda hana hér á landi, en því miður tókst það ekki, en við fáum sennilega i staðinn EM-ung- lingalandsiið og verður það ansi spennandi verkefni, sagði Öm ennfrem- ur. -IngH ■ Grete Waitz setti nýlega óopinbert heimsmet í grein sem kölhið er „hálf-maraþon“ (rúmur 21 kílómetri). Þá hljóp hún 5000 m. á 15.08.80 á Bislett-leikunum, tími sem er alveg við heimsmetið í greininni. UBK- Fram ánnað kvöld Ákveðið hefur verið að frestaður leikur UBK og Fram verði leikinn annað kvöld og hefst viðureignin kl. 20. Sannarlega óvenjulegur tími fyrir leik í 1. deildinni. Fram-dagur á sunnudag ■ Næstkomandi sunnudag, 18. júlí mun Knattspymufélagið Fram halda sinn árlega FRAM-dag. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði og þar að auki munu Fram-konur sjá um kaffiveitingar frá kl. 14 i Félagsheim- ilinu. ■ Gunnar Gunnarsson skorar annað mark Víkings á einkar glæsilegan hátt. Áfengdar standa Vðringnrinn Heimir Karlsson og Gísli Eyjóifsson, miðvörður ÍBK. Mynd Ari Víkingar með örugga forystu ■ Víkihgur virðist vera á góðri leið með að stinga önnur lið af í 1. deild fótboltans, enda er VíkingsUðið eina Uðið sem hefúr haldið nokkmm stöðugleika síðustu vikumar. í gærkvöldi sigmðu Vðringamir ÍBK verðskuld- að 3-1. Strax i byrjun leiksins í gærkvöldi fengu Keflvíkingamir á sig sannkallað klaufamark. Stefán Víkingur Halldórsson tók homspymu og miðvörður ÍBK Ingiber Óskarsson, skallaði knöttinn í eigið mark, 1-0 fyrir Víking. Aðeins 4 mfn. seinna komst Ómar Torfason i sannkaUað dauðafæri, en skaut yfir. Víkingarn- ir voru mun ákveðnari en sunnanmenn og þeir nýttu sér vel sunnangoluna sem þeir höfðu í bakið í fyrri hálfleiknum. Heimir átti fallega sendingu á Sverri, en hann skaut framhjá úr nokkuð þröngri stöðu. Á 34. min. gerðu vamarmenn ÍBK aftur afdrifarík mistök. Heimir komst í gott færi, Þorsteinn varði skot hans, boltinn hrökk til Gunnars Gunnarssonar, óvaldaðs, og hann skaut auðveldlega með viðstöðulausu skoti, 2-0. Keflvíkingamir gáfust ekki upp og þeir vildu viti á 37. mín. þegar Óli Þór var felldur innan vítateigs Víkings, en ekkert var dæmt. Þá átti Magnús Garðarsson fast skot á Víkingsmarkið, Ögmundur sló knöttinn framhjá marki sinu. Magnús var aftur á ferðinni á upphafsmin. seinni hálfleiks er hann skallaði rétt yfir mark Víkinga. Á 51. mín náði Víkingur góðri sókn. Aðalsteinn sendi knöttinn með fastri sendingu (skot?) fyrir mark ÍBK. Heimir Karlsson kom aðvífandi og skoraði sannkallað „Rossi-mark“ frá markteig, 3-0. Þrátt fyrir mótlætið reyndu sunnanmenn enn að sækja og á 57. min uppskáru þeir mark og var þar um að ræða mikið einstaklingsframtak Ragnars Margeirs- sonar. Hann hafði knöttinn af vamarmönnum Víkings eftir iangt útspark Þorsteins markvarð- ar, lék áfram og skoraði með föstu vinstrifótar- skoti, 3-1. Víkingsvömin gaf ekki höggstað á sér aftur og stóðst öil áhlaup sunnanmanna það sem eftir iifði leiksins. Siðasta færið fékk Víkingurinn Gunnar Gunnarsson á lokamín. leiksins er hann komst einn innfyrir vöm IBK. Þorsteinn var snöggur út á móti honum og varði skotið snaggaralega. 3-1 fyrir Víking. Keflvíkingamir mættu ofjörlum sínum að þessu sinni og þeir áttu ekki skilið að næla i stig. Það vantar tilfinnanlega allan fínleika í spii sunnanmanna. Það er ekki nóg að hafa baráttugleðina á sinum stað. Bestan leik í iiði ÍBK áttu Ragnar, Ólafur og Gisli. Víkingamir léku vel í fyrri hálfleiknum, náðu ömggri forystu og héldu henni síðan með skynsömum leik. Heimir, Gunnar og Aðal- steinn vom áberandi i Víkingsliðinu. Þá var vörn og markvarsla mjög góð. Semsagt, ömggur sigur. „ingH Stadan Staðan f 1. deildinni að afloknum leik Víkings og ÍBK i gærkvöldi er þessi: VOdngur . . . Valur.......... Vestmannaeyjar . KR............. Breiðabiik . . . , Fram........... Akranes........ Keflavflt...... KA............. ísafjörður . . . , 10 11 . 9 10 10 . 9 11 10 5 5 5 2 4 3 3 3 10 2 4 4 10 2 3 5 17:11 14 11:11 12 12:9 11 7:6 11 13:14 10 11:9 9 11:13 7:11 8:11 13:15 Ljósprentun - Bókbandsefni Á húsateikningum og allskonar skjölum meðan beðið er. 9úmr M Spjaldapappír, saurblaðapappír, sirtingur rexine, spjaldapappi, grisja o.s.frv. Einnig áhöld: stólar, pressur, hamrar, falsbein og fl. •œtl 8, slml 25120. Nær allt aðalliðið leikur f Evrópu ■ Oruggt er að nær allir leikmenn knaltspymulandsliðs Argentinu munu leika með evrópskum félögum næsta vetur eða 8 af 11 t.d. hófu leikinn gegn Ilaliu í HM. Það ero þvi flestir af bestu lcikmönnum liðsins, sem hverfa á braut. Við skulum athuga nánar hvaða leikmenn hér er um að ræða og með hvaða liðum þeir leika: Kempes mun hverfa aftur til Valencia, en hann lék með þvi liði eftir HM i Argentínu 1978. Ardiles leikur með franska liðinu Paris St. Germain. Hann lék áður með Totten- ham en vildi ólmur komast frá Englandi vegna Falklandseyja (Malvinseyja-) deilunnar. Valdano verðuráfram í spænska liðinu Zaragoza. Tarantini sem lék hér um árið með Birmingham. vill komast aftur til Evrópu og hafa þegar mörg stórfélög á Spáni og i Frakklandi borið í hann viurnar. Tarantini hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvaða félag hann velur. Bertoni verður áfram í italska stórliðinu Firenze. Maradona hefur skrifað undir 6 ára samning við Barcelona. Passarella fyrirliði argentinska landsliðsins, mun næsta vetur leika með félaga sinum, Daniel Bcrtoni, hjá Firenze félaginu. Hann lék áður með River Plate. Barbas fer frá Buenos Aires félaginu Racing til Zaragoza á Spáni, en þar er fyrir Argentinumaðurinn Valdano. Diaz ætlar sér stóra hluti í itölsku knattspyrn- unni næsta vetur. Hann mun leika með Napoli. Pess má geta, að Napoli borgaði 18.5 milljónir fyrir Diaz. Pilliol er einn af mörgum frægum köppum, sem vilja yfirgefa River Plate-félagið, en það á i miklum fjárhagskröggum um þessar mundir. Pilliot hefur sett stefnuna á Spán og hefur honum ekki skort tilboðin. Hemandez Ieikur með italska félaginu Torino næsta keppnistimabil. Hart barist í 3. deild ■ Míkið fjör hljóp i B-riðil 3. deildar fótboltans í fýrrakvöld er efsta liðið, Tindastóll, tapaði nokkuð óvænt fyrir HSÞ-b á Sauðárkróki, 2-3. Á meðan sigmðu helstu keppinautar Sauðkræk - inganna i sinum leikjum. KS sigraði Sindra 5-0 og Hugin sigraði Austra 3-0. Sindri............. 7 1 0 6 5-29 2 í A-riðlinum er minni spenna og þar virðist Víðir vera búinn að tryggja sér sigurinn. f fyrrakvöld sigraði HV Snæfell 1-0, Grindavík vann Hauka 1-0 og Selfoss vann Víking, Ó1 2-0. Staðan i A-riðlinum er nú þessi: Staðan i B-riðlinum er nú þessi: Víðir 9 8 0 1 26-7 16 KS 9702 29-7 14 Selfoss 9 5 3 1 15-11 13 Tindastóll .... 9 6 2 1 22-10 14 Grindavík 9 4 3 2 12-9 11 8 5 2 1 15-6 12 HV 9 4 2 3 9-6 10 HSÞ-b 8 3 4 1 11-8 10 ÍK 9 3 1 5 9-14 7 Austri 9 2 3 4 10-15 7 Vikingur Ó 9 2 3 4 6-15 7 Magni 8 12 5 10-16 4 Snæfell 9 2 1 6 7-12 5 Árroðinn 8116 6-17 3 Haukar 9 0 3 6 5-15 3 ■ Þeir voru að berjast við að komast upp eina brekkuna á Noregsmeistara- mótinu í hjólreiðum (liðakeppni) strák- arnir i Rye-liðinu er einn beirra kallaði til félaga sinna: „Ég er alveg að drepast, ég bara verð...“ Ekki stóð á svömm: „Ég líka, ég líka...“ Fyrirliðinn sá að við ■ svo búið mátti ekki standa og öskraði yfir hópinn með miklum myndugleik: „Eigum við, strákar?“ Og strákarnir gerðu. -IngH Og strákarnir gerðu. íþróttafrétta- maður óskast TIMINN óskar eftir að ráda íþróttafréttamann. Umsóknum sé skilað til Tímans, Sfðumúla 15, Reykjavfk fyrir fimmtudaginn 22. þ.m. ■ Osvaldo Ardiles leikur næsta vetur meðfranska félaginuParisST.Germain I n n kau pastjórar og súkkulaðisölumenn Söludeild Nóa og Sirius veröuropin i allt sumar! Þótt verksmiðjur okkar verði lokaðar um tíma vegna sumarleyfa starfsfólks þarf enginn að óttast sælgætisskort. Við höfum komið okkur upp stórum ogbragðgóðum lager af öllum helstu tegundunum og söludeildin á Suður- landsbraut 4 verður opin í allt sumar.- Síminn er 28400 Gleðilegt sumar ** . v (1 ö ö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.