Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.07.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðumfs Sími (!tl) 7 - <5-51. («1 ) 7 - 80-30. Uirnn UTT1 Skemmuvegi 20 íltiUll ra1. K.tpavogi Mikið úrval Opió virkit daga 9 19 Laugur- ditga 10 16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag v abriel HOGGDEYFAR QJvarahlutir Armúla 24 Simi 36510 ■ Roland Jokl og Súsanna Eiriksdóttir á hlaupabrautinni í Laugardal, en þangað kemur hann daglega frá Kellavík til að æfa sig, þar sem aðstaöa til xfínga er ekki nægilega góð það syðra. Tímamynd: Ari „OLYMPÍULEIKARNIR '84 ER DRAUMURINN — rætt vid Roland Jokl spretthlaupara og Súsönnu Eiriksdóttur unnustu hans ■ Nýlega litu þau inn á ritstjóm Timans, Súsanna Eiriksdóttir, ættuð úr Keflavik, og unnusti hennar, Roland Jokl frá Austurríki. Þótt Súsanna sé íslensk og tali þar af leiðandi islensku, eins og vera ber, þá er hún nú samt orðin meiri Austurrikismaður en íslcndingur, enda hefur hún búið i Vín frá 5 ára aldri. Roland er hins vegar ein skærasta stjama Austurríkismanna í iþróttum, þvi hann ber meistaratitil lands sin i 100 og 200 metra hlaupi. „Ég fluttist til Austurríkis 5 ára,“ segir Súsanna, „faðir minn er austurrískur og móðir mín er islensk. Já, ég hef búið í Vin síðan og þar kynntumst við Roland.“ Þau eru hér aðeins í heimsókn, - Roland fer aftur til Austurríkis eftir nokkra daga, en Súsanna ætlar að dvelja lengur, þvi hún á sæg aT ættingjum í Keflavík. Það er ekki sist vegna hlaupsins sem Roland ætlar að hraða sér heim aftur, því aðstaða til æfinga er ekki nógu góð í Keflavík og þessa daga hefur hann orðið að koma daglega til Reykjavíkur, til þess að geta æft sig. Hann er þó ekki í sinu besta formi núna, þar sem hann meiddist litillega á fæti í hlaupi um síðustu helgi i Austurríki. Þau komu hér til Islands á mánudag. Auk aðstöðunnar til æfinga segir Roland að sér lítist ekki heldur á kuldann á íslandi og langar ekki til þess að spreyta sig á að læra íslensku, enda ekki auðhlaupið að þvi. Sem dæmi um árangur hans má nefna að hann varð þriðji í 200 metra hlaupi á stórmóti i Lille í Frakklandi fyrir þremur árum, náði 21.73 sek. og enn þriðji fyrir nokkru i 100 metra hlaupi á alþjóðlegu móti i Riga, þar sem hann náði 10.58 sek. Þetta mun betri árangur en okkar íslensku hlauparar eiga og sagðist Roland gjarna vilja koma og keppa hér fengi hann boð um það. Draumur hans er að keppa á Olympiuleikunum árið 1984 í Los Angeles og það sýnist ekki vera svo óraunhæfur draumur, þvi hann er aðeins 19 ára. En hann gerir sér grein fyrir að i fremstu röð munu hlauparar ekki endast nema í nokkur ár og þvi hefur hann vaðið fyrir neðan sig og leggur stund á viðskiptafræði og tölvutækni i Vínarborg. Súsanna segist ekki ætla að reyna sig við eiginmanninn á hlaupabrautunum, en leggur þess í stað stund á blak. Við óskum þessu unga fólki allra heilla, bæði á hlaupabrautinni og á vegferð lífsins. -AM fréttir Unglingspiltur á slysadeild. ■ Unglingspiltur var flúttur á slysadeild Borgar- sjúkrahússins í Reykjavik eftir að hann varð fyrir bíl á skellinöðru sinni á Bílds- höfða um klukkan 16 í gær. Meiðsli piltisins voru ekki talin alvarleg. —Sjó Sænsk hertoga- hjón í heimsókn hér á landi. ■ Hertogahjónin af Hal- landi, Bertil prins og Lilian prinsessa koma i heimsókn til íslands í dag. Meðan hertogahjónin dveljast hér á landi heim- sækja þau m.a. Gullfoss, Geysi og fleiri staði hér Eru þau sérstakir gestir forseta íslands og munu þau hafa aðsetur i gestaíbúð hans að Laufás- vegi 72 í Reykjavík. Mótmæla leng- ingu grásleppu- vertíðar ■ „Stjóm Telags smá- bátaeigenda i Reykjavík lýsir undrun sinni á fram- lengingu á veiðiheimild fyrir grásleppu", segir í frétt frá Félaginu. „Sjávarútvegsráðu- neytinu ætti vel að vera kunnugt um hinn alvarlega aflabrest nú á gráslepp- unni. Engar rannsóknir liggja fyrir, er skýra hvað veldur. Sé um ofveiði að ræða, er heimild til auk- innar veiði röng ákvörðun og stórhættuleg. Einnig ríkir enn slæmt ástand á markaðnum fyrir grá- sleppuhrogn og aukin veiði viðheldur tregð- unni,“ segir i fréttinni. Torfí Jónsson skólastjórí Mynd- lista- og handíða- skólans ■ Menntamálaráðherra hefur ákveðið að Torfi Jónsson, sem verið hefur kennari við Myndlista- og handiðaskólann , verði settur skólastjóri skólans til eins árs. dropar Fölbláar bíómyndir ■ Vídeólundur - samtök videóáhugafólks í Lundahverfí á Akureyri, stendur i stór- ræðum þessa dagana, en verið er að leggja lokahönd á samtcngingu 500 íbúða i hverf- inu í eitt lokað kerfi. í Degi á Akureyri er viðtal við forsvars- mann Videólunds um efnið sem boðið er upp á. „Ég átti von á meiri óánægju með það efni sem sýnt er. Uppistaðan í þessum blessuðum videó- leigum okkar er að verða mest ofhcldi og klám og það er einmitt það sem ekki átti að sýna í þessu kerfí. Við höfum ekki sýnt eina einustu klám- spólu ennþá, en hins vegar hafa verið sýndar vafasamar myndir.“ Það er greinilegt að Akureyringar ætla að láta sér nægja fölbláar myndir, a.m.k. i stóra kerfinu hvað svo sem menn gera privat og persónu- lega. Fá hjón að synda saman? ■Það er greinilegt að forsvars- menn á Olafsfirði fylgjast ekki alveg með tiðarandanum i sundlaugarmálum. Eftirfar- andi tilvitnun í fundargerð tómstundanefndar ber það með sér: „Nefndin æskir leyfis um að fá að ræða við sundlaugarvörð um að breyta karlatimanum i almennistima fyrir fullorðið fólk. Ástæða er að ætla að í sumum tilfellum langi hjón að fara samtímis og fá sér sundsprett, og væri því þetta lausn á þvi ef sundlaugar- vörður sér enga meinloku á þessu.“ En það er pottur brotinn i fleiri málum á þessu sviði á Ólafsfirði. Við skulum lita aftur i fundargerðina: „Nefnd- in gerir þá tUlögu til bæjar- stjórnar að hún láti gera kostnaðaráætlun á hvað mundi kosta að girða sundlaug- ina með mannheldri girðingu. Með tUliti tíl slysahættu þá telur nefndin að varla verði fram hjá þessu litið lengur. Undanfarin ár hefur komið fyrir hvað eftir annað að þurft hefur að loka lauginni til að hreinsa hana eftir að drukknir menn hafa þvælst i henni i óhreinu skótaui og fötum. Einnig hefur komið fyrir áð ósynt börn hafa dottið ofaní laugina og sjá aUir hver hætta stafar af því, og því spurning hve lengi við getum látið þetta afskiptalaust." ‘ Krummi ... ...varð hissa þegar hann las i Þjóðviljanum að bónusinn væri „sköpunarverk skratt- ans“, þar sem hann hélt að þeir hefðu fundið hann upp Ás- mundur og Þorsteinn. Eru kannski einhver tengsl þar á miUi?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.