Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 1
Litið við í Gunnarsholti — bls. 12-13 Blað 1 Tvo blöd ídag Helgin 17.-18. júlí 1982 160. tbl. - 66. árgangur ■ „Þetta var ógurlegur barningur," voru orð skipstjórans á Ymi, Jóns Jónssonar, þegar togarinn kom til hafnar i Njarðvíkunum í gær. Ymir tók niðri á Geirfuglaskeri um klukkan 01.00 i fyrrinótt og um tima leit út fyrir að hann myndi sökkva. Betur fór þó en á horfði. Tókst að draga togarann til hafnar án þess að mannskaði yrði, þrátt fyrir slæmt veður og vont sjólag. Á innfelldu myndinni sést Jón Jónsson, skipstjóri Ymis. Tímamynd Ella. „FUNDUM ROSALEGfl DYNKI” - sagði einn skipverjanna á togaranum Vmi, sem tók niðri á Geirfugla- skeri — togarinn var dreginn til hafnar í Njarðvíkum í gærkvöldi ■ „Við fundum allt i einu fjóra eða fimm rosalega dynki. Það var fljótlega gefin skipun um að fara fram í lest að athuga hvort leki hefði komið að skipinu og þá kom i ljós að sjórinn streymdi inn í Iestina,“ sagði einn skipverja á togaranum Ými frá Hafnarfirði, sem tók niðri á Geirfuglaskeri í fyrrinótt og var dreginn til hafnar í Njarðvíkunum um klukkan sex i gærkvöldi. Það var laust fyrir klukkan 01.00 að skipið kenndi grunns. Skipstjórinn sendi þegar út neyðarkall. Menn voru sendir fram í lest til að huga að leka og kom þá i ljós að sjórinn streymdi inn um stórt gat á bakborðssíðu framarlega. Skip- verjar hófu þegar austur og notuðu til þess fötur, en fljótlega kom i ljós að ekki hafðist undan. Um klukkan 02.00 kom þyrla Landhelgisgæslunnar að skipinu og hafði hún meðferðis þrjár lensidælur. Ein þeirra reyndist biluð þegar til átti að taka, dælumar tvær sem eftir voru höfðu ekki undan. Skömmu eftir að þyrla Landhelgis- gæslunnar hafði komið lensidælunum um borð í Ými bar að togarann Vigra úr Reykjavík. Kom hann báðum togvírum sínum um borð i Ými og gekk það vel þrátt fyrir slæmt sjólag og hvassan vind, sjö til átta vindstig. Þegar í ljós kom að lensidælumar tvær, sem þyrla Landhelgisgæslunnar kom með um borð, höfðu ekki undan, var hún send eftir stærri dælu. Hún dugði ekki til. Laust fyrir klukkan sjö i gærmorgun tók skipstjórinn, Jón Jónsson, ákvörðun um að senda 12 skipverja af fimmtán manna áhöfn í lífbát. Gerð var tilraun til að blása upp tvo báta, en aðeins annar þeirra virkaði. Skipverjarnir tólf fóru i hann og komust síðan um borð i vélbátinn Heimi frá Keflavík. Vom þá aðeins þrir menn eftir um borð i Ými, skipstjórinn, fyrsti stýrimaður og vélstjóri. ■ Þeir voru greinilega þreyttir og slæptir eftir volkið skipverjamir á Ými þegar þeir komu til hafnar i Njarðvík í gær. Timamynd Ella. Um klukkan hálf tiu i gærmorgun sökkva, lestin var orðin full af sjó og auk virtist þeim ljóst að skipið myndi þess var talsverður sjór á millidekki, fóm þeir þá í lítinn gúmmíbát og yfir í Heimi. Vigri hélt hins vegar áfram að draga Ými i átt að landi. Um tima leit út fyrir að eina úrræðið væri að draga hann inn í Kirkjuvog á vestanverðum Reykjanes- skaga. Óttuðust menn mjög að þil milli ibúða skipverja og millidekks myndi bresta, og ef svo hefði farið, var talið að skipið myndi sökkva mjög fljótlega. Allt fór þetta þó betur en á horfði og upp úrhádeginu var ákveðið að draga skipið í höfn í Njarðvikunum og þar lagðist það að bryggju á nitjánda timanum í gær. Vaktaskipti voru þegar skipið tók niðri á Geirfuglaskeri og vom allir skipverjar þvi vakandi. Skipstjórinn og stýrimaðurinn vom báðir í brúnni. Við komuna til Njarðvíkur fór froskmaður niður og athugaði botn skipsins. Kom þá i ljós að tæpra tveggja metra rifa er á botninum, við bakborðsbóg. Einnig er allur botn skipsins mikið dældaður. - Sjó.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.