Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ1982 . og K.L. EFNILEGAR MÆOGUR Hefur Robert Wagner huggast? ■ Sagt er art heldur sé Robert Wagncr far- inn að láta huggast eftir hið sviplega frá- fall konu hans Natalie Wood. Hann hefur leugi átt vingott við leikkonuna Jill St. John, sem mörgum þvkir minna mjög á Natalie, og nú er svo komið, að hann hefur útvegað henni fast hlutverk i sjónvarps- þáttum sinum, Hart á móti hörðu. Þar á hún að leika systur konu hans, sem auðvitað er bxði rík, gáfuð og falleg, eins og þau hjönin sjálf. Þykir þetta örugg visbending um, að aðr- ir og meiri atburðir i þeirra samskiptum séu i liigerð og eru sam- starfsmennimir sagðir vera farnir að veðja um, hvaö langur timi líði þar til brúðkaups- klukkurnar hljóma. ■ Kate dóttir hennar er líka 19 ára á þessari mynd, sem tekin var af hennt nýlega. Hún er eitt þriggja bama Petulu og manns hennar, Frakkans Claude Wolff, en ekkert þeirra systkina hefur sýnt minnsta áhuga á því að starfa i skemmtanaiðnað- ■ Þegar Petula Clark var 19 ára gömul, var hún þegar á góðrí leið með að vinna sér frægð og frama í skemmtana- iðnaðinum. Nú er dóttir henn- ar, Kate, einmitt 19 ára og sýnir sama dugnaðinn og metnaðinn. Ekki hyggst Kate þó feta í fótspor móður sinnar, heldur stendur hugur hennar til frama í tiskuheiminum. Hún stundar nú nám í París i fatahönnun og nýtur fulls stuðnings móður sinnar í vaii á framtiðarstarfi. Sjálf er Petula enn á fullu í sinu starfi, þó að hún sé orðin 49 ára. Um þessar mundir leikur hún í Tónaflóði á sviði i London, en þó að þær mæðgur dveljist nú hvor i sinni heims- borginni, er mjög náið og gott samband milli þeirra. Enda segir Kate: - Mamma hefur auga með mér og ég leita oft til hennar til að fá góð ráð. ■ Þessi mvnd var tekin af Petulu Clark árið 1952, þegar hún var aðeins 19 ara að aldri, en þegar orðin þekkt songkona. Diana Dors skorin upp við krabbameini ■ Frá London berast þxr fregnir að hin þekkta fimm- tuga kynbomba Diana Dors hafi gengist undir skurðað- gerð, sem leiddi í Ijós að leikkonan gekk með Ulkynja æxli, sem var nærrí svo stórt eins og fótbolti. ÆxUð var fjarlægt og batahorfur hennar eru taldar góðar. Diana segir sjálf, að hún hafi fengið þama eitt mesta áfall ævi sinnar, en hún hafði þó verið heppin, því að nú sé hún í höndum færustu lækna, sem segjast nærri fullvissir um fullan bata hennar. Diana fór í venjulega læknisskoðun, og þar var henni sagt, að líklega værí best fyrir hana að leggjast inn á spítala svo hægt væri að rannsaka hana betur. Síðan var henni sagt, að það þyrfti að gera á henni aðgerð, - en ekki var talað um hversu stóra aðgerð. Eftir uppskurðinn var manni Diönu, Alan Lake, sagt að kona hans hefði verið með stórt krabbameinsæxU, sem nú hefði verið fjarlægt. Þegar Diana fékk þessar fréttir, sagði hún, að það lægi við að sér væri léttir að því að fá að vita úrskurðinn. Hún sagðist hafa fundið það í gegnum aUa rannsóknina og i kring um uppskurðinn að það væri verið að fara á bak við sig, en hún hefði verið orðin viss um að eitthvað iUt væri á seyði. - Ég get ekki skiUð að það skuU vera algjör bannhelgi að tala um krabbamein. Þetta er sjúkdómur, sem er mjög al- gengur, og læknum er sifeUt að fara fram við.að lækna hann. Nú orðið getur fólk lifað áratugum saman, ef það er svo heppið að fara i tima tU góðs Ixknis. Ég segi fyrír mig: Þetta var lán i óláni, að ég fór i skoðun. Ég vona, sagði lcik- konan, að ég geti kannski hjálpað cinhverjum með þvi að tala um sjúkdóm minn, einhverjum, sem ef til viU er hikandi við að fara i skoðun, eða þjáist af kvíða og hræðslu við þennan sjúkdóm. Bata- horfur krabbameinssjúklinga eru stöðugt að verða bjartari, um leið og læknavisindunum fleygir fram. ■ Diana Dors varð Ula við, þegar hún fékk úrskurðinn um sjúkdóm sinn. En þvi xtti ekki að mega tala um krabbamein cins og önnur veikindi. Það er um að gera að vera vongóður, sagði leikkonan hressUeg og brosandi. ■ Nú er Greta orðin 75 ara og verður að sætta sig við að aldurinn setji spor a hana. eins og alla aðra. Greta Garbo gefur eiginhandaráritun eftir 50 ára hlé ■ Greta Garbo, sem eitt sinn var dáðasta kvikmyndastjama ver- aldar, er nú orðin 75 ára og hefur aigerlega dregið sig út úr þeim glaumi og skarkala, sem fylgir frægðinni. Þó geröist það ekki alls fyrir löngu, að hún hætti sér út fyrir dyr heimilis sins í New York. Tilefni ferðar- innar var að heim- sækja gamla irska vin- konu, Nadine Loftus, sem eyðir elliárunum á velsku elliheimili, sem nunnur reka. Að heim- sókninni lokinni gaf abbadisin sig hógvær á tal við Gretu og bað feimnislega um eigin- handaráritun hennar. Greta varð við bón- inni. Óvist er, að abbadis- in geri sér grein fyrir. ■ Svona leit Greta Garbo út 1932, á með- an hún var óspör á eiginhandaráritanir og á hátindi frxgðarinnar. að þarna var um ein- stakan viðburð að ræða. Sérfræðingar i þeim efnum halda þvi nefnilega fram, að Greta hafi ekki gefið eiginhandaráritun síð- an 1932.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.