Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ1982 Blikksmiðir fella sam- komulagið ■ „Menn eru mjög andvigir því að semja af sér 2,9%. En kannski er þó stærsta málið það, að blikksmiðir eru að miklu leyti byggingamenn og vinna við hliðina á óðrum byggingamönnum, sem að staðaldri eru nær helmingi kaup- hærri. E.t.v. svíður þeim þó sárast þegar handlangarar og aðstoðarmenn i bygg- ingariðnaði eru líka töluvert kauphærri en fagmennirnir í blikksmiðinni“, sagði Kristján Ottósson er Tíminn spurði hvort það hafi verið eitthvað sérstakt sem olli þvi að Félag blikksmiða felldi hina nýgerðu kjarasamninga VSÍ og ASI. Fór atkvæðagreiðsla þannig að 8 voru á móti 2 með en 11 sátu hjá. „En er ekki hægt að koma við ákvæðisvinnu eða tímamælingu í blikk- smíði? „Eflaust er það hægt, en það hefur bara ekki fengist hingað til. Þess vegna svíður mönnum það lika, að trésmiðir eru oft að grípa inn í blikksmíðavinnu og vinna slikt þá einnig allt eftir uppmælingu. Þctta er mjög erfitt við að eiga, en hefur verið svona gegnum árin. Kannski er þvi bara að sjóða upp úr núna“, sagði Kristján. Spurður hvort ekki sé erfitt fyrir svona litið félag að standa eitt i kjarabaráttu - en félagsmenn eru milli 80-90 - sagði Kristján það vafalaust. „En ég vona að það finnist lausn á þessu máli svo allir verði sæmilega ánægöir." -HEI Iþróttir um helgina LAUGARDAGUR: Knattspyma: UBK-Fram, l.d„ Kópavogi kl. 20. ÍBV-ÍBÍ, 2.d„ Eyjum kl. 14. Skallagrimur-Þróttur, R, 2.d„ Borgar- nesi kl. 14. Völsungur-Reynir, S. 2.d„ Borgarnesi kl. 14. Þróttur, N-Einherji, 2.d„ Neskaupstað kl. 14. Njarðvík-Þór, 2.d„ Njarðvík kl. 14. Frjálsar iþróttir: Reykjavikurleikarnir í frjálsum íþróttum verða nú um helgina. Samhliða verður landskeppni í karlaflokki á milli íslands og Wales og Norðurlandabikar- keppni Kvenna. Sannkölluð frjáls- íþróttahátíð. Þá verður um helgina Sumarhátíð UÍA að Eiðum, Héraðsmót UAVH að Reykjum, Unglingamót USAH á Skaga- strönd og Unglingakeppni UMSE á Árskógsstrandarvelli. Þá má geta þess, að HSH verður með á morgun, sunnudag, svokallað Barna- og unglinga- mót að Breiðabliki. Sigiingar: Toppmótið verður haldið um helgina á Arnarnesvogi. SUNNUDAGUR: Knattspyrna: Fylkir-FH, 2.d„ Laugardag kl.20. „Einfaldar teikningar” ■ Hér dvelst nú svissneski myndlistar- maðurinn Otto Grimm, en sýning á verkum hans í Nýlistasafninu var opnuð á föstudag. Hingað kemur Otto Grimm frá Paris þar sem hann hefur dvalið undanfarna þrjá mánuði. „Þetta eru mest akríhnyndir sem ég sýni hér, einfaldar teikningar með fáum litum, ég vil helst ekki nota marga liti í myndum minum“ sagði Otto Grimm i samtali við Tímann. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kem hingað en ætlunin var að hitta hér vini sem ég á og kynntist úti i Hollandi. Ég reikna með að vera í mánuð og halda svo aftur til Sviss“ Otto er fæddur árið 1955 í Suhr í Sviss. Hann stundaði myndlistarnám þar í landi ogsiðan í Jan van Eyck Academie, Maastricht, Hollandi. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. -FRI ■ Stóru stykkin fremst á þessari mynd eru spik, sem er fryst eins og kjötið handa Japönum. Að sögn Flosa munu þess dæmi að menn hafi saltað og þurrkað hvalspik og borðað það þannig. Hvalbátarnir eru nú fjórir talsins. Þeir mega koma með tvær langreyðar inn í einu, en allt upp i 5 minni hvali svo sem sandreyðar. Kvótann fyrir langreyðar sagði Flosi nú 194, en af þeim er nú búið að veiða um 100 á innan við mánuði. Auk þess má veiða um 100 sandreyðar og eitthvað taldi Flosi að væri eftir af búrhvalskvótanum frá í fyrra. En hann mun heldur kjötrýr og því ekki eins eftirsóttur. Hvalveiðarnar hafa gengið vel f sumar: „VONDfl LYKTIN? - ER PENINGALYKF ■ „Hvalveiðamar hafa gengið ágæt- lega í sumar. Búið er að veiða 102 hvali, þar af em 97 komnir í land, en fimm era á leiðinni, 3 langreyðar og 2 sandreyð- ar,“ sagði Pétur Andrésson, sem við hittum að máli á skrifstofu Hvals hf. í Hvalfirði s.l. fimmtudagskvöld. Lengsta hval, sem veiðst hefur i sumar, sagði Pétur um 69 fet og þann stysta um 51 fet. En hvað eru slíkar skepnur þungar? Mjög gróflega áætlað, sagði Pétur, kringum tonn á hvert fet. Samkvæmt því er meðalhvalur þá í kringum 60 tonn að þyngd. Og úr öllu þessu er unnið. Kjötið, spikið og rengið er fryst, i frystihúsum Hvals í Hvalfirði og síðan selt til Japan. Auðvitað að undanskildu Þorrarenginu okkar, sem soðið er uppi i Hvalfirði og síðan súrsað. Beinin og annar utanaf- skurður er síðan unnið í mjöl og lýsi. Pétur sagði um 100 manns vinna í Hvalstöðinni í Hvalfirði yfir sumarið. Tveir hópar skiptast á átta tíma vöktum allan sólarhringinn. Vaktaskiptin eru kl. 12 á hádegi, 8 á kvöldin og 4 á nóttunni. Sumir vinna aðallega á planinu við hvalskurðinn, aðrir i frystihúsinu og enn aðrir í lýsis- og mjölverksmiðjunni, þaðan sem vonda lyktin kemur. „Vonda lyktin", sagði Pétur, „þetta er peninga- lykt.“ Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar vom á árinu 1981 seld 4.924 tonn af frystu hvalkjöti úr landi fyrir 67.062.000 kr. eða á 13.62 kr. kílóið, sem var litlu minna en fékkst fyrir okkar gómsæta dilkakjöt i útlöndum. Allt fór þetta til Japan, utan 26 tonn sem skiptust á Færeyjar, Noreg og um 100 kg. til Lúxemborgar. Þá voru seld 1.740 tonn af hvalmjöli til ftalíu og Spánar fyrir um 4.882 þús. kr. og rúm 2.118 tonn af hvallýsi til Noregs fyrir um 10 millj. kr. Það mun að mestu notað til smjörlíkis- gerðar. Samtals hefur því útflutnings- verðmæti þessara hvalafurða í fyrra numið um 82 milljónum króna, sem er nánast sama upphæð og við borguðum fyrir allt innflutt skótau á sama ári. Nú ellegar fyrir allar lyfja- og lækningavörur sem fluttar voru til landsins. Flosi Kristjánsson er einn þeirra sem voru að hamast á planinu og mátti varla vera að því að lita upp úr hvalsskurðin- um þegar við trufluðum hann. „Já, þetta gengur nokkuð rösklega hjá okkur“, svaraði Flosi er spurt var, hvort þama ■ Ekki er ólfldegt að sum okkar eigi eftir að smjatta á einhverju af öllu þessu rengi sem við sjáum hér þegar fer að nálgast næsta þorra, ef Japanamir verða þá ekki búnir með það. - Timamyndir: Ella. vinni eingöngu vikingar. Kvað hann nálægt 20 manns vinna við hvalskurðinn á hvorri vakt. Flosi, sem er kennari á vetrum, sagði þetta sjötta sumarið sitt í Hvalfirðinum og kvaóst kunna vel við sig þar. Og svo virðist um fleiri, þvi að mestu leyti eru þetta sömu mennimir sem koma ár eftir ár - mikið skólafólk - en Flosi telur að um fimmtungur komi af nýjum mönnum árlega. Að sögn Flosa em um 15 til 25 tonn af kjöti á hverjum hval, eða ámóta mikið og af 1.000 til 1.500 vænum dilkum. Þar við bætist rengið og spikið. Það er þvi mikill matur á hverjum hval og ekki að undra að hungraðir landar okkar, i gamla daga, fögnuðu hverjum hval sem rak á fjörur landsins. Enda orðið „hvalreki“ notað yfir óvænt stórhapp. - HEI ■ Japönsku kaupendumir vilja fylgjast grannt með hvað við seljum þeim og hafa þvi nokkurskonar matsmenn sem fylgjast með og vinna við hvalskurðinn og verkunina alla vertíðina. Hér sjáum við einn þeirra skera svonefnda undanfláttu ofan af renginu. Rengið er neðan á kvið hvalanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.