Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 6
6 Hmnton LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1982 wmhm. Útgefandl: Framsúknarflokkurinn. Framkvœmdastjórl: Gisli Sigurðsson. Auglýslngastjóri: Steingrimur Gislason. Skrlfstofustjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjórl: Slguröur Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarinsson, Ellas Snœland Jónsson. Rltstjórnarfulltrúl: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaöur Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttlr, Atll Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Frlörik Indrlöason, Helöur Helgadóttlr.lngólfur Hannes- son (Iþróttlr), Jónas Guömundsson, Kristln Lelfsdóttlr, Slgurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Utlltstelknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guöjón Elnarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorstelnsdóttlr. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýslngar: Slðumúla 15, Reykjavlk. Siml: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verö I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuöl: kr. 120.00. Setning: Tœknidelld Tfmans. Prentun: Blaöaprent hf. Aðförin að Gunnari Thoroddsen ■ Það sést glöggt á Geirsblöðunum svonefndu, að sá hluti forustumanna Sjálfstæðisflokksins, sem að þeim stendur, hefur ekki annað markmið um þessar mundir en að koma Gunnari Thoroddsen frá völdum. Persónulegi áróðurinn gegn Gunnari Thoroddsen innan flokksins hefur magnazt um allan helming og öll tilefni notuð til að bregða fyrir hann fæti. Áróðurinn gegn rússneska samningnum hefur öðrum þræði stafað af því, að Geirsmenn hafa álitið, að óbeint væri hægt að koma þannig höggi á Gunnar. Þetta skýra m.a. hinar illvígu árásir á ráðuneytisstjór- ann í viðskiptaráðuneytinu. Sókn Geirsarmsins gegn Gunnari Thoroddsen hefur svo sérstaklega beinzt að þeim tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, sem veitt hafa ríkisstjórninni hlutleysi eða stuðning, þeim Eggert Haukdal og Albert Guðmundssyni. Þeir eru ýmist grátbeðnir um að hverfa frá þessari afstöðu sinni eða þeim er hótað undir rós. Hér skal ekkert dæmt um, hvort Geirsmönnum tekst að hafa áhrif á þá Eggert og Albert, en minna má á, að Albert Guðmundsson hefur jafnan lýst yfir því, að hann myndi ekki taka þátt í því að fella stjórnina, nema önnur stjórn væri tilbúin að taka við. Slík stjórn er ekki í sjónmáli nú. Hvað Eggert Haukdal snertir, má rifja upp að annar sjálfstæður Rangæingur kom með afstöðu sinni í veg fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn fremdi stjórnlagabrot. Raunar segir sagan, að Jón Þorláksson hafi andað léttara, þegar hann gat skýrt frá því, að tilraunin hefði strandað á Gunnari frá Selalæk. Það er annars ekki nýtt, að Geirsarmurinn geri þannig taugaveiklaðar tilraunir til að fella Gunnar Thoroddsen. Slík áhlaup hafa haldizt allan tímann síðan Gunnar myndaði stjórnina. Gunnar Thorodd- sen hefur staðið þau af sér til þessa. Sennilegast er, að hann geri það enn. Það mega Sjálfstæðisflokksmenn líka gera sér ljóst, að það verður ekki sama eining hjá þeim í næstu kosningum og í sveitarstjórnakosningunum, ef Gunnari Thoroddsen verður komið frá með þvílíkum bolabrögðum og reynt er að beita nú. Aðförin að Gunnari Thoroddsen nú kemur að því leyti á versta tíma, að mikill vandi steðjar að þjóðinni vegna sérstakra áfalla, sem munu hafa um 6% skerðingu þjóðartekna í för með sér. Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen vinnur nú að því að bregðast við þessum vanda á þann hátt, að atvinnuöryggi verði tryggt og hlutur hinna láglaunuðu sem minnst skertur. Verði ríkisstjórnin felld áður en henni tekst að koma slíkum ráðstöfunum í framkvæmd, er ekkert annað sjáanlegt framundan en illvíg kosningabarátta með tilheyrandi stjórnleysi, sem hefði atvinnuleysi og vaxandi efnahagsöngþveiti í för með sér. Batavonin eftir kosningarnar yrði ekki mikil. Það mun ekki auka hróður eða traust Geirsmanna, ef þeim tekst að hrekja Gunnar Thoroddsen frá forustu undir slíkum kringumstæðum. Það, sem stjórnarsinnum og stjórnarandstæðingum ber höfuðskylda til nú, er að bregðast skjótt við þeim vanda, sem af áföllum stafar, og afstýra þannig yfirvofandi atvinnuleysi og auknum erfiðleikum. Flokkarnir geta svo glímt á eftir, þegar mesti vandinn er leystur. Geirsmenn eiga að gefa Gunnari Thoroddsen starfsfrið meðan reynt er á hvers stjórn hans er megnug í þessum efnum. Í».I>. Nýting Skjálfanda- fljóts — eftir Jón Aðalstein Hermannsson, Hlíðskógum ■ Vegna umræðna um vatnaflutninga úr Skjálfandafljóti suður á vatnasvæði Tungnár, er óhjákvæmilegt að rifja upp sögu fiskiræktarmála við fljótið. Veiðifélag Skjálfandafljóts var stofn- að uppúr 1970 samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði frá 1970. Félagið starfar í tveimur deildum, skift um Barnafoss, A-deild norðan við fossinn, B-deild sunnan við. Stofnaðilar voru 110, veiðiréttar- hafar á vatnasvæði fljótsins. Aðalhliðarár eru Svartá og Djúpá. Lengd vatnasvæðisins í byggð er um 100 km. Hér er því um geysi stórt vatnasvæði að ræða á íslenskan mæli- kvarða. Lax og silungsveiði hefur verið stunduð í neðri hluta Fljótsins frá ómunatíð, þ.e. upp að fossum við Þing- ey. Ekki er hægt að tala um hlunnindi af veiði í Skjálfandafljóti ofan þessara ógengu fossa. Eftir stofnun félagsins var gerð áætlun um fiskvegagerð upp í efri hlutann, með þátttöku allra landeigenda á vatnasvæð- inu. í áætluninni var gert ráð fyrir tveim laxastigum, þeim neðri í Djúpárfoss og þeim efri við rafstöðvarstíflu sunnan Fremstafells, þar með var opnuð leið upp Djúpá i Ljósavatn. Þriðji fiskvegur- inn átti siðan að verða milli Hrúteyjar- kvislar og Djúpár, þar átti að hleypa vatni úr Hrúteyjarkvisl í Djúpá, sem göngulax gæti farið eftir upp í efri hluta Skjálfandafljóts, og þar með uppi Svartá, framhjá aðal hindrunum i Fljótinu, Barnafossi og Goðafossi, og Djúpá yrði þá laxveiðiá um leið. í Hrúteyjarkvisl rennur vatn úr Fljótinu á tveimur stöðum, skammt fyrir ofan Goðafoss og milli bæjanna Hvarfs og Eyjadalsár. Tvær dragár renna í kvisl- ina, Eyjadalsá og Öxará. Nú var fengið ráðherraleyfi fyrir gerð laxastiganna í Djúpá, og þeir gerðir þrátt fyrir andstöðu bænda þar við áætlunina i heild. Og er kom að áframhaldi við fiskvegagerðina var það stöðvað á þeim forsendum að um brot á vatnalögum væri að ræða. Þarna gat meirihluti félagsmanna auðvitað haldið áfram i trássi við minnihlutann í krafti laga um lax- og silungsveiði, en það var ekki gert, þar sem menn vildu forðast meiri deilur. Fé til þessara framkvæmda kom frá B-deild að 2/3 hlutum og frá A-deild að 1/3 hluta. Einnig var tekið lán frá Stofnlánasjóði og Byggðasjóði og styrkur fékkst úr fiskiræktarsjóði. Inn- heimt var gjald af öllum B-deildarfélög- um i sex ár, en engar teljandi veiðitekjur eru i efri hluta vatnasvæðisins. Var innheimt samkvæmt arðskrá, sem i raun hefur aldrei verið annað en gjaldskrá, en er líka eignaskrá. Hér var um allmikinn skatt að ræða, sem var algjör forsenda þess að laxastigana var hægt að gera i Djúpá á sínum tima, en nú í dag eru skuldir okkar vegna þessara fram- kvæmda litlar þar sem lánin voru hvorki visitölubundin né verðtryggð.! Og enn þann dag í dag er stopp. Gerð þessa fiskvegar er mikið áhættufyrirtæki og umdeilt, en engin önnur leið hefur fundist upp á efri vatnasvæði Skjálfanda- fljóts. Svo til öll rök gegn fiskveginum milli Hrúteyjarkvislar og Djúpár hafa snúist um jökullitinn á fljótsvatninu eða nánar til tekið þá jökulvexti sem koma stundum i það i júlí og ágúst. Út yfir tók sumarið 1978 og aftur 1981. Ég fullyrði að hlutur jökulvatns i Skjálf- andafljóti hefur farið vaxandi, kannski hafa orðið breytingar í Vonarskarði, fleiri kvíslar renni nú til norðurs en áður? Það iná því segja að það komi okkur, sem að þessum málum hafa unnið á undanförnum árum, mjög á óvart að þeir menn, sem mest hafa haldið á lofti þeim rökum gegn áframhaldandi fisk- vegagerð, að fljótið væri svo mengað af jökulvatni, skuli nú ekki einu sinni vilja ræða um jökulvatnstöku úr Fljótinu, þar sem jökulvatnið er aðal og höfuðóvinur veiðimanna og kannski lika uppeldisskil- yrða, þeir sem hafa svo mjög lýst hve gjörsamlega ómögulegt sé að veiða i Fljótinu þegar hækkar í því og það litast. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann kvarta þau sumur, er jökulvöxtur hefur ekki komið eða þá staðið mjög stutt. Ég geri ráð fyrir að hlutur jökulvatnsins i júli-ágúst ráðist mjög af þvi, hve mikið jökulvatn rennur fram í mai-júní. Þeir sem halda þvi fram að jökulvextirnir í júli og ágúst 1981 hafi verið Lands- virkjunarmönnum að kenna ættu að rifja upp að litið sem ekkert jökulvatn rann fram í maí-júní það sumar, vegna vorkulda. Það hlaut því að koma er leið á sumarið og eitthvað hlýnaði. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn bóndi í Bárðardal hefur hinar minnstu tekjur af Skjálfandafljóti, hinsvegar hafa þeir haft af þvi útgjöld beint i peningum vegna gerð tveggja fiskvega i Djúpá, sem var upphaf að gerð fiskvega hér upp á efrihluta vatnasvæðisins, sem áður segir. Eg h't svo á, að það hafi verið og sé skylda þeirra manna, er voru í forsvari veiðifélagsins og deildanna, að leita alira hugsanlegra leiða til að skapa okkur á efri vatnasvæðinu raunverulegar tekjur af Fljótinu, eins og stéttarbræður okkar hafa hér neðan fossa. Ég vil skora á þá bændur úr nágrannasveitum Bárðar- dals, sem með einfaldri handaupprétt- ingu á fundum samþykkja ályktanir á móti vatnstökunni, þótt þeir hafi þar engra hagsmuna að gæta, að hugsa málið. Hvenær á að virkja Skjálfanda- fljót, og hvað kemur það til með að kosta? Þá, (nágrannabændur) ekki neitt, en okkur Bárðdælinga land undir uppistöðulón. Ég bið stéttarbræður mína að athuga það að við erum ekki á móti virkjun hér, og það er ekki heiðarlegt að stilla málinu upp á þann hátt sem það hefur verið gert, vatnstaka - engin virkjun. Það þarf að semja um virjun, myndu samningar um vatnstöku ekki gilda eins og aðrir samningar? Ég fullyrði, ef við getum ekki samið um vatnstöku, þá getum við heldur ekki samið um virkjun. Eftirfarandi tillaga var borin upp á veiðifélagsfundi 22. júní 1982: A. Samþykktir vegna umræðna um vatnstöku úr upptökukvíslum Skjálf- andafljóts, að óska eftir álitsgerð frá minning Guðmundur Sigurðsson bóndi á Kolsstöðum í Hvítársídu F. 14. Des. 1931 D. 5. Júl. 1982 ■ Guðmundur Sigurðsson bóndi á Kolsstöðum í Hvitársíðu er látinn - aðeins fimmtugur að aldri. Stuttri en harðri orrustu er lokið með þeim úrslitum sem hvorki verða kennd við sigur eða ósigur, heldur aðeins ferðalok - eða nýjan áfanga. Það strið var háð með þeirri karlmennsku sem stendur meðan stætt er og vikur ekki af vettvangi lifsins fyrr en saman skellur. Það hæfði vel á þeim slóðum þar sem Gunnlaugur ormstunga gekk áður fyrr um hlíðar. Guðmundur á Kolsstöðum hafði ekki skap til þess að lúta gestinum sem að sótti fyrr en i lengstu lög. Hann vildi lifa, starfa og njóta samvista við sveitunga, vini og fjölskyldu fram á síðasta kvöld. Hann gekk ötull að verki sínu og lífsönn þótt hann vissi hvert óðfluga stefndi, og dauðinn gerðist aðgangsharðari með hverjum degi. Hann gekk á hólm við þjáninguna. Sú glíma var ofurraun, en hún var manni eins og honum betri en bið i umkomuleysi. En sköpum lífs og dauða verður ekki rennt - aðeins teflt um daga. Á þeim dægrum er sumarsól fór hæst yfir óskaland Guðmundar á Kolsstöðum - heiðarnar vestan Eiriksjökuls - hélt hann á vit þeirra til hinstu kveðju og skylduverks fyrir sveitunga sína. En þá var komið að lokadegi. Hann hlaut að lúta boði alvalds og taka hest sinn og hnakk og hleypa á brott undir himins þök. Við sem eftir stöndum kveðjum bróður og vin með harm í huga og vitum þó að aðrir hafa misst enn meira - eiginkona, synir. Sigurður faðir hans háaldraður, varð örlítið seinni í heiman- búnaði en lést fyrir nokkrum dögum. Jarðarför þeirra beggja fer fram í dag. Kolsstaðir er næsti bær innan við Gilsbakka í Hvítársiðu. Hann stendur hátt með jafna sýn á báðar hendur til héraðs og jökla. Þar er kostaland og gróðurfagurt en torvelt til nýtingar á ræktunaröld hið næsta bæjarhúsum. Þama hófu þau búskap Sigurður Guðmundsson og Kristín Þorkelsdóttir um 1920 og bjuggu þar þrjá áratugi meðan heilsa entist. Bömin urðu mörg, og Guðmundur í miðju liði, fæddur 14. des. 1931. Hann ólst upp i foreldra- húsum á Kolsstöðum fram að tvitugu, nema einn vetur sem hann var á Sauðárkróki hjá Oddnýju hálfsystur sinni og gekk i gagnfræðaskóla. Honum var létt um nám. En heimaböndin voru sterk og hann var snemma hneigður til búskapar og samvista við frjálsa náttúru landsins. Hann varð tápmikill atorku- maður, fljótur til liðveislu, tilfinninga- ríkur og mannblendinn. Veturinn 1951-52 dvaldist hann f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.