Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 7
■ „Með því að láta eitthvað af jökulkvíslum Skjálfandafljóts til suðurs, erum við að skapa verðmæti, sem er mjög eðilegt að nota að hluta hér í héraði. Við höfum ekki efni á því að hafna þessum möguleika umræðulaust, atvinna og nýt- ing landkosta er okkar hagsmunamál“. sérfræðingum Veiðimálastofnunar um hugsanleg áhrif vatnstökunnar, á göngu fisks, á veiðiskilyrði, á upp- eldisskilyrði í Fljótinu: 1. Við einhverja jökulvatnstöku. 2. við töku alls jökulvatns úr fljótinu. B. Ennfremur fá álit sömu aðila á afleiðingum íshólsvirkjunar gagnvart framangreindum atriðum. C. Að fengnum þessum álitsgjörðum verði málið kynnt félagsmönnum. Þessi tillaga fékkst ekki rædd, og var vísað frá með dagskrártillögu er sam- þykkt var með 14 atkvæðum gegn 9. Ég spyr, hvar eru menn staddir, sem ekki vilja heyra álit sérfræðinga? Mest er mér hugleikið hvað gerist við virkjun. Öllum má ljóst vera að ræktunarstarf hér á efra vatnasvæðinu verður ekki stöðvað nema um tima, aðrir munu taka upp þráðinn, þótt seinna verði, við höfum einfaldlega ekki efni á þvi að nota ekki möguleika okkar, hvort heldur er til rafmagns- framleiðslu eða fiskiræktar. Mjög spenn- andi hugmynd hefur verið sett fram af Ara Teitssyni um nýtingu stöðuvatn- anna á svæðinu, til uppeldis laxaseiða i stórum stíl, og töku laxins i gildrur. Mér er spurn, með virkjun fljótsins við íshóls- vatn og 115 Gl. miðlun við Hrafnabjörg, og þá um leið stórum minna sumarvatn, skapast þá ekki skilyrði fyrir gildru- veiðina? Ég lit að vísu þannig á þessa hugmynd, að hún leysi ekki af fisk- vegagerðina, heldur komi sem viðbót. Ég tel ennfremur, að okkur beri að nýta möguleika Skjálfandafljóts til rafmagns- framleiðslu. Vatn skortir á vélarnar sunnan fjalla i lélegri vatnsárum, til að standa við samninga um forgangsorku, og í betri árum til að selja enn meira af ódýrri afgangsorku til Austfjarða og Vestfjarða, ekki skil ég það að fólki þar sé of gott ef það getur lækkað kyndingarkostnað sinn með þessari vatnstöku. Ég bendi á þetta til þess að menn átti sig á því hve málið kemur mörgum við. Því er haldið fram nú að Landsvirkjun geti ekki skilað vatninu aftur til norðurs, er komi að virkjun Fljótsins hér, áður hefur þvi verið haldið fram, að Landsvirkjun gæti ekki náð kvislunum suður, réði ekki við það. Ég tel það engin rök i málinu, mannvirki verða að vera gerð þannig að þau þjóni sinu hlutverki. Ég spyr, gætum við hugsað okkur að búa við 23m. háa jarðvegsstiflu við Hrafnabjörg og 180 GI. (gigalitra) af vatni. þar á bak við, ef við getum ekki treyst mannvirkjum í Vonarskarði, sem yrðu án uppistöðulóna? Nú er bent á náttúruvemd, spillt yrði Vonarskarði. Mér finnst hæpið að þeir hinir sömu er vilja virkjun við Ishólsvatn geti sett sig á móti breytingu á rennsli einhverra kvísla í Vonarskarði. Ég bið menn að athuga að i öllum hugmyndum um virkjun er gert ráð fyrir algjörri miðlun Fljótsins, miðað við léleg vatnsár. Munur á mestu og minnstu vatnsárum er 95m3:67m’ (sjá heimild.) Hér mundi verða um mjög mikla náttúrufarsröskun að ræða en náttúru- vernd um leið, lækkun vatnsborðs Fljótsins yfir sumarið. Hlyti sú lækkun ekki að koma Útkinn til góða í lækkandi jarðvatnsstöðu? Nákvæmlega engu máli skiftir með hvaða hætti framburður Skjálfandafljóts er til kominn, úr jökli úr farveginum, af örfoka öræfum ofan Bárðardals. Þessi framburður sest að þar sem land er flatara, og eftir því sem framburðurinn er finkornóttari, eftir þvi kemst hann lengra niður farveginn. Þess vegna höfum við hér i dal svo grófa og óhentuga steypumöl og oft óhreina af jökulleir, og aldeilis ómögulegt að fá nokkurn mann hér til að telja það kost á steypumölinni. Hvaða áhrif hefur 180 GI. miðlun í íshólsvatni á vatnið? Ýmist er gert ráð fyrir 13 m. hækkun á vatnsborði eða 2m. lækkun í lágmarksstöðu, eftir þvi um hvaða áætlun er að ræða. Aigjör forsenda virkjunarinnar er að Suður-á verði tekin úr farvegi sínum og beint til íshólsvatns, i einni áætlun Svartá líka. Hvemig geta menn þá talað um náttúruspjöll i Vonarskarði, þar yrði tæpast um annað en tímabundna ráðstöfun að ræða. Ég bendi á þann möguleika að miðla vatni i framtíðinni ýmist suður eða norður eftir þörf virkjananna í hvert sinn, ekki er endilega vist að léleg vatnsár fari saman sunnan og norðan fjalla. Hvernig væri að nota Fjórðungsvatn í því skyni? Það skulu menn athuga að stærð og þá um leið hagkvæmni íshólsvatns- virkjunar ræðst af lélegustu vatns- áruniun, ekki af meðalrennsli, þetta kemur glöggt fram i áætlunum. Mér er það ljóst að við Bárðdælir erum sér á parti, við einir höfum engar tekjur af Fljótinu, það treglega hefur gengið með fiskvegagerðina að margir eru algjörlega búnir að missa trúna á að þar komi nokkum timann i okkar hlut, þvi vilja menn nú fá vatnið greitt fyrst og fremst i rafmagni. Norður-Kinnungar gætu fengið greiðslu fyrir vatnstökuna með sand- dælingu úr Fljótinu, þar gengur land fram um hálfan til heilan metra á ári vegna framburðar og Fljótið rennur því eðlilega á flötu landi siðustu kílómetrana, og á alltaf og erfiðara með að hreinsa sig út. Allir fengju nokkuð í sinn hlut, þar sem veiðiskilyrði mundu batna mjög, kannski göngur og uppeldis- skilyrði lika. Ég óttast mjög um framtið þessara byggðarlaga, ef forsvarsmenn taka upp þá stefnu að vilja ekki semja um neitt, ekki einu sinni ræða málin. Hvemig getum við sótt okkar hagsmunamál á öðmm sviðum, það kreppir að okkar landbúnaði, hásveitir eiga meira í vök að verjast en lágsveitir. Bið menn að athuga það. Ég tel að við hér í dal séum búnir að sýna mikla biðlund í sambandi við fiskvegagerð, og höfum í raun fært þar óþarflega miklar fórnir, og sé enga ástæðu til að færa meiri fórnir vegna þessa vatnsfalls okkar, heldur vil ég trúa því að við lifum i upplýstu þjóðfélagi, og þar eigi að nýta landkostina, og séu þeir ekki fyrir hendi þá verði að sanna það. Ég lét þess getið i siðustu grein minni, að mér þætti miður að til þessara skrifa skyldi koma, þar átti ég við, ef að líklega kæmi til þess að áframhaldandi deilur yrðu um þetta mál, að eitthvað mundi þá dragast inn i þau, sem betur hefði legið í láginni. Með því að láta eitthvað af jökul- kvíslum Skjálfandafljóts til suðurs, emm við að skapa verðmæti, sem er mjög eðlilegt að nota að hluta hér í héraði. Við höfum ekki efni á þvi að hafna þessum möguleika umræðulaust, atvinna og nýting landkosta er okkar hagsmunamál. Hlíðskógum 5. júli 1982. Jón Aðalsteinn Hermannsson. Heimild: Virkjun Skjálfandafljóts við íshóls- vatn, samanburður áætlana. Unnið fyrir Orkustofnun, 1974. Verkfræðiþjónusta Dr. Gunnars Sigurðssonar. bændaskólanum á Hvanneyri og bjó sig undir bóndastarfið sem hugur hans stefndi að. Hann kom heim með konuefni og hóf búskap á Kolsstöðum á næstu missimm, fyrst i félagi við föður sinn. Hinn 28. des. 1956 kvæntist hann Ingigerði Benediktsdóttur, heitkonu sinni, ættaðri úr Steingrimsfirði, og um sama leyti tóku þau alveg við búi á Kolsstöðum. Ingigerður, sem lifir mann sinn, er styrk og stillt mannkostakona sem lítt haggast þótt á móti blási og hefur ekki látið sinn hlut eftir liggja í farsælli sambúð þeirra og harðri lifsbar- áttu. Þau eignuðust tvo syni, Sigurð sem fæddist 30. jan. 1952, og er nýkvæntur Margréti Jóhannsdóttur og búa i Reykjavik, og Jakob, fæddan 7. mars 1965. Hann dvelst heima. Guðmundur hneigðist snemma til sauðfjárbúskapar, varð ungur að ámm afburðaglöggur á kosti og meðferð sauðfjár og ágætur fjárræktarmaður i búskap sinum. Hann hélt afkvæma- skýrslur og ættbækur fjárstofns sins af mikilli alúð og vandvirkni. Hann bætti fé sitt jafnt og þétt með úrvali, kynbótum og umhirðu og mörg hin síðari ár voru um 80% af ám hans tvílembdar, og þó hafði hann jafnan hæstu eða nær hæstu meðalvigt frálags- dilka í sveitum þar sem vænleiki sauðfj ár er mikill víðast hvar. En hann lét sér ekki nægja að rækta fjárstofninn heldur réðst líka i mikla túnrækt bæði heima við gamla bæinn og nokkru vestar i hliðinni þar sem skýlla er og jarðvegur dýpri. Þar ræktaði hann rrrest þegar á leið. Snemma á búskaparárum þótti Guð- mundi einsýnt að ráðlegt væri að flytja Kolsstaðabæ vestur i hliðina, þar sem túnræktin var mest og bæjarstæði bæði ágætt og fagurt. Það gerði hann fyrir nokkrum árum, og þau hjón höfðu lokið þar byggingu vandaðs ibúðarhúss og búið um sig til búskapar enda flutt þangað fyrir nokkru. Á siðustu árum sótti Guðmundur töluvert vinnu út fyrir heimilið. Hugur hans leitaði oft inn á heiðamar og hann tók varla á heilum sér nema hann gæti horfið þangað vor, sumar og haust. Hann hafði allmikla umsjón með girðingum þar fyrir sveit- unga sína lengi vel. Þegar nýja sláturhúsið var byggt í Borgarnesi og tekið upp færibandakerfi þar við slátrun, hið fyrsta á landinu, lærði Guðmundur fláningu með þeirri aðferð hjá erlendum leiðbeinendum sem hingað komu, enda var hann þá orðinn annálaður afkasta - og hagvirknismaður við það starf. Siðan hefur hann verið þar i verki hvert haust, og þegar þessar slátrunaraðferðir voru teknar upp i nýjum sláturhúsum í öðrum landshlutum hefur Guðmundur oft verið fenginn til leiðbeininga við fláningu á færibandi á öðrum stöðum. Guðmundur var ágætur hestamaður og átti góðhesta sem hann hafði ómælt yndi af á góðum stundum, m.a. við eftirlætisstarf sitt, fjárgæsluna og heiða- vörsluna. Drengir á ýmsu reki hafa dvalist mörg sumur hjá þeim Kolsstaðahjónum. Það var á orði haft hve miklu ástfóstri þeir tóku við heimilið og fólkið svo að þeir hafa leitað þangað aftur og aftur fram á fullorðinsár eins og þar væri annað heimili þeirra. Gott atlæti við þessa sumargesti var auðvitað óskilið mál þeirra Kolsstaðahjóna, en Guðmundi var einstaklega lagið að skilja þessa drengi og laða þá til samstarfs og góðrar viðleitni. Þeir urðu nánir vinir og félagar hans í starfi og leik. Sigurður faðir Guðmundar dvaldist heima á Kolsstöðum fram á niræðisaldur við góða aðhlynningu. Systkini Guð- mundar, börn þeirra og venslafólk, voru þær ætíð aufúsugestir, og sum bræðra- börn hans voru þar i sumardvöl. Þegar við tókum að gera okkur sumarhreiður í hlíðinni neðan við nýja Kolsstaðabæ- inn skorti ekkert á alúðarmóttökur heimafólks. Þótt Guðmundur sæi ekki fram úr eigin önnum var hann ætíð boðinn og búinn að veita okkur alla þá hjálp sem hann mátti. Samstarf og sambýli okkar og fjölskyldna okkar þama varð að nýju og nánara bræðralagi en tími og aðstæður höfðu leyft áður og við fáum aldrei þakkað eins og vert er. Og nú er Guðmundur á Kolsstöðum allur, fallinn í miðri lífsönn. Hann gengur ekki framar glaður og reifur til starfa í hliðinni sinni. Hófblök fáksins hans hlymja ekki lengur á grund og götu eða hraunhellunum við Fljótstungurétt þar sem hann fagnar safninu og sveitungum sínum af fjalli. Og nú er hann hættur að líta inn til nágrannanna með glöðu fasi eða bregða sér i leikinn með félögunum i sveitinni. Með honum er genginn góður dreng- ur. Guð blessi minningu hans. Þorbjörg Oj> Þorkell, Þórey og Ogmundur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.