Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1982 Bændur-verktakar 14 M. LYFTIHÆÐ Tgk að mér málun, múrþéttingar og fleira. 4/ Viðgerðir © Súrheysturnar • Fjölbýlishús # Hvað sem er Geri tilboð í stór og smáverk. Útvega allt efni.Áralöng reynsla. KJARTAN HALLDORSSON Upplýsingar í síma 99-3863 og á kvöldin 99-3984 flokksstarf Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavik. Hin árlega sumarferö Framsóknarfélaganna í Reykjavík veröur farin sunnudaginn 25. júli n.k. Lagf verður af stað frá Rauðarárstíg 18 kl. 8 um morguninn. Stansað við Eden i Hveragerði og farið þaðan kl. 8.45. Einnig við Fossnesti á Selfossi og farið þaðan kl. 9.10. Farið verður inn að Veiðivötnum og áð hjá skála Ferðafélags Islands við Tjaldvatn. , Á heimleiðinni verður ekið um virkjunarsvæðið við Hrauneyjafoss. Þaðan verður síðan farið að Stöng í Þjórsárdal, og áð um stund, og mun Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarfiokksins flytja ávarp. Síðan verður haldið heim. Fararstjóri verður Þórunn Þórðardóttir. Pantið miða sem fyrst í sima 24480 eða á skrifstofu Framsóknarflokks- ins, Rauðarárstíg 18. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 9-19 þessa viku og næstu viku. Stjórnirnar. Sumarferd Framsóknarfélaganna í Reykjavík: Eins dags ferð til Veiðivatna ■ - Það cr um næstu helgi, eða sunnudaginn 25. júli, sem Framsóknar- félög i Reykjavik fara i sína árlegu sumarferð, og að þessu sinni urðu Veiðivötn fyrir valinu, sagði Jónína Jónsdóttir, starfsmaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna i Reykjavik, við Timann, þegar leitað var frétta hjá henni af sumarstarfinu. - Að venju er hér um eins dags ferð að ræða, og benda allar líkur til þess, að þessi ferð verði ekki siður fjölmenn, eins og aðrar sumarferðir okkar hafa verið til þessa. Sala farmiða er þegar hafin og eftirspurn mikil, og virðist almennur áhugi á þessari nýstárlegu og undurskemmtilegu leið. Við spyrjum Jónínu, hvort sumar- ferðimar séu fastur liður i starfsemi Fulltrúaráðsins, og svarar hún því til, að svo sé, og mjög vinsæll. - Sumarferðir Framsóknaríélaganna hafa unnið sér fastan sess i hugum margra, og mörg andlitin í þessum ferðum eru orðin kunnugleg, svo að jafnvel má tala um fjölmargra fasta viðskiptavini. En alltaf birtast ný og ný andlit, sem ánægjulegt er að sjá. Við spurðum, hversu lengi þessar ferðir hafi verið stundaðar, en Jónína svarar því út i hött, það sé ómögulegt að leggja svo mörg ár á minnið. - En leiðirnar hafa víða legið, og að því er mér skilst, eru allar ferðimar ánægjulegar og skemmtilegar i endur- minningunni. Það er lika besta sönnunin fyrir því, hversu vel hefur til tekist, að næstu árin feta aðrir aðilar, sem hafa slikar sumarferðir á sinum vegum, í fótspor okkar, en hafa hinsvegar ekki orðið á undan okkur að velja leiðir. Okkur fýsir að vita, hvort fjölmenni sé yfirleitt í ferðum þessum, og þvi er Jónína ekki í neinum vandræðum með að svara. - Já, það er alltaf ánægjulega margt i þessum sumarferðum, við höfum farið í alit að sautján rútum, og má þá reikna með að um 600 manns hafi tekið þátt í ferðinni. En það hefur alltaf verið mjög margt i þessum ferðum. Og hverjar skyldu ástæðurnar vera fyrir vinsældum Sumarferða Fram- sóknarfélaganna? - Ég held, að valið á leiðum hverju sinni hafi haft ákaflega mikið að segja, en ég fæ ekki betur séð en stjórn Fulltrúaráðsins hafi jafnan valið besta kostinn, og ég er sannfærð um, að svo er einnig nú. Frásagnamenn i hverjum bil hafa yfirleitt verið hinir skemmti- legustu og margfróðir um það, sém fyrir augu ber. Þá fæ ég ekki betur séð en skipulag hafi jafnan verið gott, það hefur sitt að segja. Og siðast en ekki sist, þá tel ég, að hópurinn, sem fér i þessa ferð sé svo samstilltur og ákveðinn í að njóta ferðalagsins, að það sé veigamikið atriði. Enn er til að taka, að vinsældir sumarferðanna byggjast á þvi, hversu ódýrar þær eru, en núna kostar farmiðinn 250 krónur fyrir fullorðna, og 125 krónur fyrir börn, með tilliti til þess, hve leiðin er löng. Við biðjum Jónínu að segja okkur nánar frá fyrirkomulagi ferðarinnar, sem nú stendur til að fara. - Til þeirra hluta verður að fá einhvem fróðari en mig. Ég hugsa bara um undirbúning ferðarinnar. En það veit ég þó, að farið verður að Veiðivötnum. Fararstjóri hefur verið fenginn, en það er Þómnn Þórðardóttir, sem öllu ferðafólki er að góðu kunn fyrir störf hennar m.a. hjá Ferðafélagi íslands. Á áningarstað að Stöng i Þjórsárdal mun Steingrímur Hermann- son, formaður Framsóknarflokksins, flytja ávarp, - og nú stend ég í ströngu við að útvega kunnuga menn á þeim slóðum, sem farið verður um, til þess að lýsa því sem fyrir augu ber, fyrir ferðafólkinu i hverjum bíl. Áhugi okkar á kveðskap veldur því, að við spyrjum, hvort ekki sé mikið kveðið í ferðum þessum. ■ Jónina Jónsdóttir - Jú, það er margt látið fjúka, í bundnu og óbundnu máli, eins og jafnan vill verða, þar sem skemmtilegt fólk kemur saman og styttir langar leiðir milli áfanga. En fæst lifir, þvi flestar hendingamar eru bundnar augnabliksat- burðum, sem gleymast fljótt. Að lokum spyrjum við Jóninu, hvernig ferðin leggist í hana, hvort áhugi fólks sé mikill. - Áhugi sumarferðafólksins okkar hefur þegar sýnt sig, og ég efast ekki um góða þátttökuað þessu sinni, eins og jafnan áður. Ég held, að allt hjálpist að, gott veður, góð leið, góð skipulagning og góðir ferðafélagar - en þetta tel ég vera grundvallartryggingu fyrir góðu ferðalagi. - BH Kvikmyndir Sítni 78900 Píkuskrækir Puay-Ulk EN OVEREROTISK FILM I VERDENSKLASSE MISSEN DER SLADREDE 0% Pussy Tallt cr mjög djörí og jafnframt . fyndin mynd sem kemur öllum á óvart. Myndin sló öll aösóknarmet I Frakklandi og Svfþjóð. Aðalhlutverk: Penclope Lamour Nils Hortas Leikstjórí: Frederic Lansac Strauglega bónnud bornum innan 16 ára. Sýnd U. 5,7,9 og 11. Fiskarnir sem björguðu Pittsburg Bráðskemmtilcg mynd fyrír aila fjölskylduna. Sýnd Id. 3 FRUMSÝNIR Óskarsvcrðlaunamyndina Ameriskur varúlfur i London (An Amerícan Verewolf in London) Pað má með sanni segja að þctta er mynd f algjörum sérflokki, enda gerði JOHN LANDIS I þessa mynd, en hann gerði grinmyndirnar j Kentucky Fríed, Delta klíkan, og Blue | Brotbers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handrít að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk öskarsverðlaun fyrír förðun i marz s.l. Aðalhlutvcrk: David Naughton, Jenny Agutter og Griffin Dunne. Sýnd kl. 34,7,9 og 11 EINNIG FRUMSÝNING Á ÚRVALSMYNDINNI: Jarðbúinn (Thc Earthling) EÍrthlmg RICKY SCHRODER sýndi það og sannaði I myndinni THE CHAMP og sýnir það einnig I I þessarí mynd, að hann cr fremsta barnastjarna 'I á hvita tjaldinu I dag. - Petta er mynd scm öll fjölskyldan man eftir. Aðalhlutverk: WUliam liolden, Ricky Chroder •og Jack Tbompson. Sýnd U. 3,5, 7,9 AIRPORT S.O.S. (This is a ilijack) Frainið er flugrán á Boingþotu. 1 þessarí mynd svlfast rsningjarnir cinskis, cins og f hinum tlðu flugránum sem eru að ske I heiminum { dag. Aðalhlutverk: Adam Roarke, Neville Brand og Jay Robinson. Sýnd U.11 Á (östu (Going Steady) Mynd um táninga umknngd Ijómanum af roéddnu aem Qoysaði 1950. Fróbær mynd fyrir alla á öium akJn. Sýnd U. 34,7 og 11:20. Fram i sviðsljósið (Deing There) (4. mánuður) Grinmynd í algjöru'm sérflokki. • Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék i, enda fékk húntvenn öskarsverblaun ogvar útnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum Abalhlutv.: Peter Sellcrs, Shirley MacLane, Melvin Douglas. Jack Warden. tslenskur texti. Leikstjóri: Hal Ashby. I jSýnd kl. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.