Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 17.07.1982, Blaðsíða 24
VARAHL.UTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýleg a Opið virka daga bíla til niðurnfs ®*19 * Lauear Sími (91 ) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. daga 10 16 HEDDHF. 20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingafé/ag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 ; LAUGARDAGUR 17. JULI1982 Erik Mogensen, maðnrínn sem hefur sent Tímanum fréttir frá heimsmeistarakeppninni á Spáni. HM-KEPPNIN ÞAÐ EINA SEM UM VAR RÆTT HÉR segir Erik Mogensen, fréttamaður Tímans á Spáni ■ Frá Erik Mogensen, fréttamanni Timans á Spáni. Þessa setningu hefur mátt lesa æði oft á íþróttasiðum Tímans að undanförnu. Við vitum að margir, a.m.k. blaðamenn, hafa velt fyrir sér hver maðurinn er. Helgarpósturinn sagði að hann væri skólabróðir Ingólfs Hannessonar, íþróttafréttaritara okkar, frá Noregi. Einnig hafa menn leitt getur að þvi að Erik væri ekki til, heldur væri hann reyndur íslenskur blaðamaður, sem sendi frá sér fréttir undir dulnefni. Eins og þið munið komast að raun um cr hvorugt rétt. „Stórkostleg upplifun“ „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími,“ sagði Erik þegar við slógum á þráðinn til hans. „Hér hefur allt iðað af lífi og fjöri og vart verið rætt um annað en knattspyrnu manna á meðal hér i Alicante.“ - Ertu mikill knattspyrnuáhugamað- ur? „Ég hef gaman af knattspymu. Spilaði mikið þegar ég var smástrákur í Kópavoginum. Mig minnir að ég hafi hætt því að mestu þegar ég komst í annan aldursflokk hjá Breiðabliki. Síðan hef ég alltaf fylgst með knattspyrn- unni heima, a.m.k. farið á einn og einn leik. Að ég sé mikill knattspyrnuáhuga- maður er kannski fullmikið sagt.“ - Hvemig hefur andinn verið í kringum HM? „Það er stórkostleg upplifun að fylgjast svona grannt með heimsmeist- arakeppni, enda er hún hápunktur knattspyrnunnar. Eins og ég sagði, þá er keppnin næstum það eina sem rætt er um hérna á Spáni, hvort sem talað er við erlenda ferðamenn eða Spánverjana sjálfa. Hjá mér var þó einn galli á gjöf Njarðar, ég þurfti að fylgjast með öllum leikjum. Þess vegna varð ég að gera það gegnum sjónvarp að mestu leyti. Þótt auðvitað hafi ég komist á einn og einn. “ Tónlistarnemi - Hvað ert þú annars að gera þarna suður frá? „Ég er að læra tónlist, nánar til tekið klassískan gítarleik, við tónlistarháskóla hérna í Alicante. Hér hef ég mjög góðan kennara, Jose Thomas, sem reyndar er heimsfrægur gítarleikari, hefur m.a. unnið mikið með Andres Segovia sem oft er kallaður faðir klassiska gftarsins. “ - Ert þú eini fslendingurinn sem býr i Alicante? „Já. Það held ég. En aftur á móti búa einir tveir i þorpi sem er um 60 kílómetra héðan. Þeir eru báðir að læra á gitar eins og ég.“ - Hvað hefurðu verið þarna lengi? „Veturinn sem leið var þriðji veturinn minn hér á Spáni. Fyrst var ég einn vetur í Malaga, síðan fluttist ég hingað til Alicante og hef verið hér síðan. Verð sennilega eina tvo vetur í viðbót." - Verðurðu þá konsertgítaristi? „Ég fæ alla vega próf upp á það. En það er svo annað mál hvort tekst að lifa á þvi. Ég býst við að þá komi ég heím og gerist kennari og haldi kannski eina og eina hljómleika,“ sagði Erik að lokum. - Sjó. síðustu fréttir Bókagerðar- menn samþykktu ■ Samningar þeir sem Félag Bókagerðarmanna samþykkti á félagsfundi í gær með 37 atkvæðum gegn 12 fara í msgin- atriðum eftir ASÍ sam- komulaginu, auk þess sem laun hækka um 2,3% 1. jan. n.k. Að sögn Gísla Eliasson- ar sem sæti átti í samninga- nefnd bókagerðarmanna fengu þeir auk ASÍ sam- komulagsins ýmsar sér- kröfur i gegn eins og t.d. breytingu á menningar- sjóðsgjaldi, sem áður var eingöngu hjá grafiskum sveinum, þ.e. 1% af laun- um þeirra en verður nú 12 kr. af vikukaupi hvers iðnlærðs prentara. Verðbætur á laun verða eftir ASÍ-samkomulaginu. - FRI Tvöfalt fleiri atvinnuleysisdagar á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra ■ Sú stöðvun veiða sem átti sér stað á höfuðborgar- svæðinu i júnímánuði s.l. virðist nú breiðast út til annarra útgerðarstaða s.s. Akraness, Patreksfjarðar, Súgandafjarðar, Sauðár- króks og viðar. Ríkir þvi mikil óvissa um atvinnu- horfur í útgerð og fisk- vinnslu og ljóst að ekki má dragast lengur að gripið verði til úrræða sem leysi vanda útgerðar og fisk- vinnslu, þannig að komið verði í veg fyrir að atvinnu- ástandið haldi áfram að versna, segir i yfirliti frá Vinnumáladeild félags- málaráðuneytisins. En þar kemur og fram að atvinnu- leysisdagar fyrri helming ársins voru nú meira en tvöfalt fleiri en á sama tima í fyrra, eða samtals 132.600 dagar. Það sam- svarar því að um 1.000 manns hafi verið atvinnu- lausir fyrri helming ársins. dropar Securitas bakdyra- megin ■ Meðal útgáfubóka Vöku á þessu hausti verður ein sem ber nafnið Krydd í tilveruna. Þar er um að ræða fyrsta bindi i bókaflokki sem um skeið hefur verið i undirbúningi á vegum útgáfunnar og í eru islenskar gamansögur og ann- að spé. Það er Axel Ammen- drup starfsmaður Vöku, sem haft hefur veg og vanda af söfnun sagnanna og hefur verið leitað til ijölmargra aðila viðs vegar um land í þvi sambandi undanfarin misseri. Gamanið mun verða flokkað eftir efni og skemmtilegar teikningar prýða bókina. í hverju kryddhefti verður sérstakur bókarauki, þar sem eins konar heiðursgestur hverrar bókar segir gamansög- ur sem honum eru kærar og riður þar á vaðið Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrrum alþingis- maður og ráðherra. Eins og komið hefur fram i fjölmiðlum er einnig væntan- leg með haustinu ný skáldsaga eftir Jón Orm Halldórsson, aðstoðarmann forsætisráð- herra, sem Vaka mun gefa út. Ekki er endanlega ákveðið hvað skáldsagan á að heita, en í vinnslunni gengur hún undir nafninu „Spámaður i föður- Iandi“, að þvi er Dropar hafa fregnað. Spámenn og krydd á bók ■ Eins og kunnugt er þá hafa forsvarsmenn Arbæjarsafnsins verið að ihuga að undanförnu að koma sér upp myndarlegu öryggiskerfi eftir innbrotið á dögunum, til að tryggja að safnið verði ekki fyrir öðrum eins skaða aftur. Sá gaUi fylgir þó gjöf Njarðar að öryggiskerf- ið er dýrt og sjá menn nokkrum ofsjónum yfir þvi. Nú nýlega barst þó Arbæjar- safni tilboð, sem sumir segja að ekki sé hægt að hafna, frá öryggisfirmanu Securitas. Býðst fyrirtækið til að standa undir öryggisgæslu i eitt ár við safnið endurgjaldslaust, og hefur borgarminjaverði verið falið að kanna málið frekar. Menn geta verið minnugir þess að i byrjun mánaðdrins tókst fyrirtækinu að fá leyfi borgarstjórnar til undanþágu frá hundahaldi og sjálfsagt er það að endurborga greiðann, nema það hugsi sér að komast bakdyramegin inn til gæslu- starfa fyrir borgina Krummi ... sér að útvarpsráðsmaðurinn Ellert B. Schram ætlar að gera stórfeUdar skaðabótakröfur á hendur Vídeóson fyrir brot á einkarétti útvarpsins á útsend- ingu leikja frá HM í knatt- spymu, ef marka má viðtal við hann i Helgarpóstinum i gær, en þar segir hann: „Að svo miklu leyti sem ég hef afskipti af Videóson, þá studdi ég þá hugmynd að fyrirtækið fengi leUd tU sýningar, þegar Ijóst var að Ríkisútvarpið mundi hagnast á þvi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.