Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 2
2 'Wmmm SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1982 jólabækur á miðju sumri ■ Guðbergur Bergsson - „Hjartað býr enn I helli sinum“ ■ NinaBjörkÁmadóttir-nýljóðabók ■ Ámi Bergmann - „Geirfuglarnir“ ■ Sigurður A. Magnússon - þýðing á Dubliners eftir J.J. og úrval leikdóma. ■ KarlMarx-„Þýskhugmyndafræði“ KARL MARX — er meðal höfunda Máls og menningar fyrir næstu jól ■ Það er enn langt til jóla, næstum því hálft ár, en við erum svo forvitnir hér á Helgar-Tímanum að við erum þegar byrjaðir að grennslast fyrir um það hjá forlögunum hvaða bækur munu koma út í haust og vetur. Næstu vikur verður greint frá þeim bókum sem ákveðnar eru hjá útgáfufyrirtækjunum en taka ber fram að náttúrlega er margt ekki frágengið ennþá á þeim vígstöðvum. Af tilviljun varð Mál og menning fyrst fyrir svörum, nánar tiltekið Þuríður Baxter. Þær voru fjórar, íslensku skáldsög- urnar, sem Þuriður taldi öruggt að kæmu út nú. Þar skal fyrstan telja Guðberg Bergsson en hann sendir nú frá sér bókina „Hjartað býr enn í helli sinum“. Árni Bergmann, ritstjóri Þjóðviljans, sendi fyrir nokkrum árum frá sér nokkurs konar minningabók frá námsár- unum í Moskvu, en núerhanná ferðinni með sina fyrstu skáldsögu: „Geirfugl- arnir“ nefndist hún. Olga Guðrún Árnadóttir hefur sent frá sér að minnsta kosti eina unglinga bók en verður með „alvöru" (!) skáldsögu á markaðnum i haust. Titill þeirrar bókar er ekki ákveðinn enn, að sögn Þuriðar. Einn nýliði bætist i hóp rithöfunda Máls og menningar að þessu sinni, og er það Álfrún Gunnlaugsdóttir, sem skrif- að hefur bókina „Af manna völdum“. Álfrún er lektor í bókmenntum við Háskóla íslands en litlar spurnir höfum við af efni bókarinnar enn sem komið er. Þá standa vonir til þess að hægt verði að koma út nýrri skáldsögu eftir Ólaf Jóhann Sigurösson, en það gæti þó frestast af óviðráðanlegum orsökum. Verði af útkomu bókarinnar nú mun hún bera nafnið „Glæpurinn“. Af ljóðabókum frá Máli og menningu má nefna að von er á nýjum ljóðum Nínu Bjarkar Arnadóttur en nafn þeirrar bókar hafði Þuriður Baxter ekki. Einnig kemur út Ijóðabók eftir Normu E. Samúelsdóttur, og heitir sú „Tréð fyrir utan gluggann minn“. Þá kvaðst Þuriður vera svolitið montin, fyrir hönd forlagsins, af safni Ijóðaþýðinga Helga Hálfdánarsonar sem heitir „Erlend Ijóð frá liðnum timum“. Verða í bókinni öll þau Ijóð sem Helgi hefur þýtt nema kinversku og japönsku Ijóðin sem komið hafa út í sérstökum bókum. í nýju bókinni verða hins vegar bæði ljóð sem birtust i fyrri Ijóðaþýðingarbókum Helga og þau sem komið hafa í tímaritum, og loks ljóð sem hvergi hafa birst áður. Menn muna sjálfsagt enn eftir viðtölum Björns Th. Björnssonar um Einar Benediktsson sem flutt voru i útvarpið fyrir nokkru. Nú hefur Björn unnið bók upp úr þessum viðtölum og kemur hún út í haust. Titill er ekki kominn á bókina. Þá heldur Mál og menning áfram að gefa út tvenn ritsöfn: annars vegar kemur út annað bindi af ritsafni Sverris Kristjánssonar, og hins vegar þriðja bindi af ritsafni Brynjólfs Bjarnasonar, sem nefnist „Með storminn i fangið“. Tvenn greinasöfn önnur býður Mál og menning upp á, safn leikdóma Sigurðar A. Magnússonar, sem heita á „í sviðsljósinu“, og safn greina sem Magnús Kjartansson ritaði lengi í Þjóðviljann og frægar eru i íslenskri blaðamennsku: nefnilega Austra-grein- arnar. Sennilega, sagði Þuríður Baxter, mun sú bók einfaldlega heita „Frá degi til dags“. Það skal tekið fram að um er að ræða úrval greina i báðum tilvikum, Sigurðar og Magnúsar. Tvær nýjar innlendar barnabækur eru á lista Máls og menningar nú, önnur er eftir Véstein Lúðvíksson og er nokkurs konar framhald af nýlegri bók hans um Sólarblíðu. Heitir þessi bók „Sólar- blíða, Sesselia og mamman í kassan- um“, ef rétt er eftir haft. Hin bókin er eftir Andrés Indriðason en nafnið á henni hafði Þuríður ekki á hraðbergi. Þá verður endurútgefin barnabók Nínu Tryggvadóttur sem ófáanleg hefur verið lengi, „Kötturinn sem hvarf“, sem að sjálfsögðu er prýdd myndum eftir Ninu sjálfa. Nokkrar þýddar bækur gefur M&M út að venju og sætir einna mestum tíðindum að nú kemur út þýðing Sigurðar A. Magnússonar á Dubliners eftir James Joyce, þann gamla klám- hund. Sigurður nefnir þýðingu sína „í Dýflinni". Aðdáendur Thoms Mann verða vafa- litið fegnir um jólin, því nú kemur út þýðing Kristjáns Árnasonar á bók hans, sem heitir á íslensku, „Felix Krull - endurminningar glæframanns”. Mun þetta vera fyrsta langa skáldsaga Manns sem kemst á þrykk hér á landi. Að venju kemur út bók eftir Villiam Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar, og i þetta sinn er það „Den sorte Gryde“ sem Þuríður Baxter gat ómögulega munað hvað ætti að heita á islensku. „Bamaeyjan“ Eftir P.CJersild er bók sem mun höfða jafnt til barna sem fullorðinna, en kvikmynd, gerð eftir bókinni, hefur verið sýnd hér á landi. Þuríður vildi taka fram að í myndinni hefði verið farið mjög frjálslega með efni bókarinnar og þó myndin hafi verið góð þá væri bókin enn betri!. Eins og bókaunnendur vita hafa M & M tekið upp þá skynsamlegu stefnu undanfarin ár að endurútgefa klassískar þýðingar og i ár verður það „Viktória" eftir Knut Hamsun sem verður endurút- gefin. Ný bók eftir Sjöhwal og Wahlöö kemur út nú um jólin, sú sjöunda í röðinni og nefnist „Luktar dyr“. Af þýddum barnabókum má nefna nýja bók eftir K.M. Peyton i þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur og heitir hún „Englarnir hennar Marion". Einnig bók eftir Bjame Reuter (ekki veit ég hvort nafnið er skrifað svona) en hana hefur Olafur Haukur Simonarson þýtt og kallar „Veröld Busters“. Þá er stefnt að þvi að endurútgefa bók Astrid Lind- gren um þann fræga einkaspæjara, Karl Blómkvist, og nokkrar fleiri þýddar barnabækur, bæði fyrir eldri og yngri börn, verða gefnar út. Vildi Þuríður sérstaklega nefna bók er heitir „Leik- völlurinn okkar - gatan er fyrir alla“ en það er alþjóðleg „samprents" - bók sem Mál og menning hefur fylgst með frá upphafi vinnslunnar. Er bók þessi eftir Kurusa með Ijósmyndum Moniku Dopp- ert og byggir á raunverulegum atburð- um: er börn i San José i Venesúela fóru í kröfugöngu að ráðhúsinu i bænum til að heimta nýjan leikvöll . Mun þessi bók lýsa vel og skemmtilega aðstæðum í Suður-Ameriku. Þá gefur Mál og menning nú fyrir jólin út bók sem byggð er á sjónvarpsþáttum Richard Attenbourough um „Lifið á jörðinni“, sem margir munu kannast við. Bókin, sem heitir sama nafni, er prýdd fjölda mynda og segir frá þróun lifsins hér á jörðinni og ýmsu því viðvíkjandi. Að lokum skal nefnd bók sem Þuríður Baxter taldi til merkis um að Mál og menning væri „mjög hraust forlag“ (og hló við)! Það er Gestur Guðmundsson sem hefur þýtt „Þýska hugmyndafræði“ eftir sjálfan Karl Marx.... -•j „Baksviðið er reynsla mín af íslensku stjórnmálalífi” — segir Jón Ormur Halldórsson um nýja skáldsögu sína ■ Það telst jafnan til tiðinda þegar nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið, en sérlega forvitnilegt er það þegar menn sem kunnir eru af störfum á vettvangi all fjarri hinum bókmenntalega bætast i hóp rithöfunda. Þannig er talsverð eftirvænting bundin við nýja skáldsögu eftir Jón Orm Halldórsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, sem koma mun út hjá Vöku i haust, en Jón Ormur hefur lengi haft náin kynni af stjómmálalífi i innsta hring. „Það má segja að bakgrunnur sögunnar sé sú reynsla sem ég hef fengið af stjómmálalífi í minu umhverfi, þótt sagan fjalli ekki beinlinis um þá hluti,“ sagði Jón Ormur. „Efnið sjálft er annars um algildari hluti og andlegri. Sögupersónan kemst í þá aðstöðu að hún verður að fara að hugleiða sinn gang all rækilega og í sögunni eru ýmsar vangaveltur vegna þeirra hluta. Já, ég held að það sé alveg óhætt áð segja að talsverða ádeila sé í sögunni, en hér er sagt frá miðaldra embættismanni sem kcmst í einkennilega stöðu, sem ekki er hægt að segja frá nánar nú. Ég vil ekki neita því að mönnum kann að koma ýmsir atburðir og atburðarás nokkuð kunnulega fyrir sjónir, en eins og ég sagði, - reynsla mín úr stjórnmálalifinu er aðeins baksvið. Ég hef unnið að bókinni allt þetta ár, unnið að henni um kvöld og helgar en ekki tekið mér neitt frí til þessarar vinnu. Nei, ég hef ekki gefið út bók áður. Þar sem maður á aðeins eitt líf og stutt fannst mér hins vegar rétt að prófa sem flbsta hluti. ; Ég samdi söguna mér til gamans 0* m^ ii 1 ■ Skyldi Gunnar vera i skáldsögunni hans Jóns Orms? Mynd: Róbert fyrst og fremst, en sýndi hana útgefanda minum, sem nú er orðinn og hann vildi endilega gefa söguna út. Hún er nú þegar prentuð og kemur liklega út í byrjun október. Já, ég er með ýmis önnur söguefni i höfðinu, hvað sem úr framkvæmdum verður. Ég hef alitaf haft mikinn áhuga á bókmenntum og les mikið. Þú spyrð um álit mitt á islensku bókmenntalifi i dag. Mér þykir það ekki of fjörlegt. Mér finnst það satt að segja einhæft og vildi að þessi saga mín yrði nokkurt innlegg til þess að gera það litrikara hversu mikilvert innlegg sem sagan svo kann að þykja. Mér hefur þótt fullmikið af andlitlu bölsýnisþrugli í bókmenntum hér og efni lágkúrulegt. Ég hef lesið erlenda höfunda meir en íslenska. Það er erfitt að svara hverja höfunda ég les mest. Ég var siðast að lesa sögu eftir Anthony Burgess „Worldly Powers," en annars les ég mikið af amerískum bókmenntum og nokkuð af enskum og met marga höfunda þar mikils.“ _

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.