Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 13
Maradona hefur nú stofnað sitt eigið fyrirtæki sem sér um fjárfestingar fyrir hann og hefur umboð með auglýsingum sem hann kemur fram i. Félag þetta er undir harðri stjóm Jorge Cyterszpiler, sem er aðeins 24ja ára gamall, en stendur á bak við auðsöfnum Maradona. Sjálfur hefur Cyterszpiler ekki farið varhluta af auðæfunum: á nafnspjaldi hans eru stafimir prentaðir með skíra- gulli! Cyterszpiler er pólskur að ætt, fæddist í Varsjá en fluttist ungur til Argentínu. Hann var mikill knattspymu áhugamaður en fötlun kom í veg fyrir að hann gæti leikið sjálfur. Þegar hann kynntist Maradona, sem þá lék með unglingaliðinu Los Cebollitas, fann hann sitt alter ego og hefur síðan helgað Maradona lif sitt og haft meiri áhrif á unga snillinginn en nokkur annar. Árið 1975, þegar Maradona var 15 ára og tók í fyrsta sinn þátt i keppni meistaraflokks ■ Maradona er sennilega besti knattspyrnumaður heims, en öldungis örugglega er hann sá dýrkeyptasti! með Argentinos luniors, útnefndi Cyt- erszpiler sjálfan sig ritara Maradona og hætti jafnframt námi i hagfræði við háskólann. Fæddur i fátækrahverfi En Maradona sjálfur? Hann fæddist i Villa Florito, fátækrahverfi i útjaðri Bueons Aires og hefur leikið knattspyr- nu frá þvi að hann man eftir sér. Foreldrar hans þurftu að vinna hörðum höndum til að bömin gætu lifað sómasamlegu lifi og Maradona litur svo á að skuld hans við foreldrana verði aldrei greidd að fullu - enda þótt fjölskyldan vaði nú í peningum og Maradona taki hana með sér hvert sem hann fer. Frami Maradona á knattspyr- nuvellinum var ótrúlegur enda er stráksi óumdeilanlega gæddur afburða hæfileik- um; 15 ára lék hann i fyrsta sinn i unglingalandsliðinu og 16 ára kom hann inn á i sínum fyrsta A - landsleik. Er hann var 17 ára var hann valinn í 40 manna landsliðshóp Menottis fyrir heims- meistarakeppnina í Argentínu en fékk ekki að spreyta sig þar. Aftur á móti átti hann mestan þátt í því að Argentína varð heimsmeistari unglinga 1979 og 19 ára gamall varð hann yngsti leikmaður- inn til að skora 100 mörk í argentinsku deildakeppninni. Sama ár leiddi hann manninn niður og fékk fjögra mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir vik- ið. í rauninni er Maradona hvergi öruggur með sig nema innan um „hirð„ sina sem samanstendur af fjölskyldunni, Cyterszpiler, unnustunni Ciaudiu og ótal aðstoðarmönnum. En í haust er að duga eða drepast fyrir Argentinos Juniors til silfurverðlaun- anna i fyrstu deildinni en svo góðum árangri hafði félagið aldrei náð áður. Tvitugur var hann kosinn knattspymu- maður Suður - Ameríku annað árið i röð og 21 árs færði hann Boca Juniors meistaratitilinn og varð markhæstur - í fimmta sinn! Hann hefur leikið 206 leiki i fyrstu deildinni og skorað 144 mörk. Ekki vel ánægður drengur Þrátt fyrir þessa velgengni og óhemju auð sinn er Maradona ekki vel ánægður drengur. Hann er ótrúlegt nokk býsna óöruggur með sig, utan knattspymuvall- arins þ.e.a.s., og frægðin reynist honum þung i skauti. „Áður elskuðu mig allir, en nú er ég hataður,“ kvartaði hann i sjónvarpsviðtali og sagði þar meðal annars frá þvi er maður, sem hann 1 nýlokið við að gefa eiginhandar áritun, hvæsti til hans: „Hvað viltu mikið fyrir . , _ ,,, _ . þetta, hómunginn fyrStl braSlllSKl Maradonasio^^^ knattspyrnumadur- inn sem búinn væri til hann, þá byrjar hann keppni^ með Barcelona... - endursagt - ij. keppnina á Spáni viðtal við Zico er við skulum gripa niður i. Hvernig vildi það til að þú fékkst loks tækifæri með Flamengo? „Það var fjölskylduvinur sem kom mér á framfæri. Ég komst strax í æfingaliðið og skoraði fjögur mörk í fyrsta leiknum." - Það hefur verið upphafið að glæstum ferli? „Það er nú of sterkt til orða kveðið, vegna þess að félagið varð að eyða miklum tima í að byggja mig upp likamlega. Ég var eiginlega hálfgerður aumingi líkamlega. Tennumar í mér vom mjög slæmar og kvöldu mig sifellt og ég var með skemmda hálskirtla. Lækni félagsins var falið að kippa mér í lag og þroska skrokkinn á mér svo ég gæti nýtt þá hæfileika sem ég var gæddur. Þrátt fyrir að Brasilíumenn séu frægir fyrir boltameðferð og tækni þá er það auðvitað ekki nóg.“ - Hvað gerði læknirinn við þig? „Fyrst vom gerðir á mér nokkrir uppskurðir, sem vom allt i lagi. En siðan fékk ég einhver býsn af hormónaspraut- um, vitamíngjöfum og næringarefnum sem mig skorti. Ég var lika í sérstökum matarkúr. Eftir að þessu öllu var lokið hófst svo likamleg þjálfun." - Og gekk að óskum? „Það verður líklega að viðurkennast. Ég var sagður vera fyrsti brasilíski knattspymumeistarinnn sem var skap- aður á rannsóknarstofu! Á fjómm ámm hækkaði ég um 17 sentímetra og þyngdist um 13 kíló.“ „Gleymdi aldrei sælu- hroltinum þegar ég skoraði“ - Hvenær gerðirðu þér grein (yrir því að þú áttír mikla velgengi í vændum? „{ fyrsta opinbera leik mínum, í unglingaliði Flamengo, tókst mér að skora mark og ég gleymdi aldrei hvílikur sæluhrollur fór um líkamann. Þá vissi ég að knattspyman yrði númer eitt hjá mér.“ - Þú hlýtur þá að muma vel eftír fyrstu leikjum þinum i meistaraflokki með Flamengo og siðar með landsliðinu. „Fyrsta leik minn með meistaraflokki Flamengo lék ég árið 1971 þegar við sigruðum Vasco da Gama 2 -1, en fyrsti r ■ »Eg var sagður haföi a rannsóknarstofu!“ Zico og sonurinn Junior. nai landsleikurinn var leikur gegn Umguay árið 1976. Þeim lauk einnig 2 - 1 og ég skoraði sigur markið. En inn á milli varð ég fyrir áföllum. Ég var til dæmis valinn í landsliðshópinn fyrir Ólympiu- keppnina 1972 en komst ekki með til Vestur - Þýskalands. Og heldur ekki tveimur ámm síðar í heimsmeistara- keppninni 1974. Þó hafði þjálfari landsliðsins, Mario Zagalo, áður verið þjálfari minn hjá Flamengo.“ „Pele er kóngurinn - ég get sætt mig við að vera prins“ - Hvert var fyrsta átrúnaðargoð þitt i brasiliskri knattspymu? „Það var Dida frá Flamengo sem var í landsliðinu sem tók þátt í heimsmeist- arakeppninni i Svíþjóð 1958 en var ýtt til hliðar svo Pele kæmist i liðið. Dida var ansi ólíkur Pele; tæknilega séð var hann alls ekki fullkominn en hafði hins vegar mjög næma tilfinningu fyrir boltanum og svo snögg viðbrögð að hann var stórhættulegur, og einkum í aukaspymum." - Það er langt siðan þú varst kallaður nýr Pele. „Það hefur stundum farið í taugamar á mér, en núorðið læt ég mig þetta engu skipta. Mér finnst ég alls ekki vera nýr Pele. Hann var kóngurinn og ég get vel sætt mig við að vera prins, ef það er það sem aðdáendur minir vilja. Ég er Zico, leik knattspymu á minn eigin hátt og hef engar áætlanir um að feta t fótspor annarra. Raunar hafa margir sagt mér að ég minni fremur á Tostao en Pele, en Tostao var frábær miðherji þegar Brasilíumenn urðu heimsmeistarar 1970.“ - Finnst þér þú vera dæmigerður brasiliskur knattspyrnumaður? „Já - skilyrðislaust." - Hvers vegna eru svona hættulegur i aukaspymum? • „Það er ekkert dularfullt við það. Ég veit að ég get hitt boltann nákvæmlega eins og ég vil og ég reyni að taka ekki einu sinni eftir því hvað vamarmennir- nir eða markvörðurinn halda sig. Þess i stað beini ég huganum að þeim stað i markinu sem ég vil að boltinn lendi á.“ „Místökín voru að apa eftir evrópskum tiðum“ - Brasiliumenn urðu númer fjögur i HM 74 og í þriðja sæti fjórum árum síðar. Það er ekki slæmur árangur en varla fúllnægjandi fyrir þrefaldan heims- meistara. Hvers vegna gekk Brasiliu ekki betur? „Þar kom margt til en úrslitum réði sennilega að þjálfararnir Zagalo og Coutinho vildu láta okkur spila kraftfót- bolta af evrópskri gerð sem bitnaði á hinum skapandi hlutum knattspym- unnar. Tele Sar.tana, núverandiþjálfari, hefur varpað af okkur þessu oki og nú leikum við í samræmi við skapgerð okkar og hugmyndir um það hvernig á að spila fótbolta." - Varstu vonsvikinn með árangur þinn i Argentinu 78? „Ég lærði af vonbrigðunum og tel að ég hafi siðan orðið betri knattspymu- maður. Ég var heldur ekki sérlega heppinn i Argentinu. Ég var kominn i kerfi þegar þetta fór loksins að ganga hjá okkur og gat ekki tekið þátt i leiknum um þriðju verðlaun gegn ítölum." - Það virðast engin takmörk fyrir þeim stjörnum sem brasilísk luiatt- spyma framleiðir. Hver beldurðu að verði næsta stjama? „Leandro, hægri bakvörður hjá Fla- mengo og landsliðinu. Það er ótrúlegt hvað hann er orðinn góður, aðeins ári eftir að hann byrjaði í atvinnumennsk- unni.“ „Keegan og Ruud Krol eru bestir í Evrópu“ - Geta Suður - Amerikanar ckkcrt lært af evrópskri knattspymu? „Jú, sjálfsagt má ýmislegt læra en við verðum að gæta þess að fara ekki að apa eftir. Agi Évrópubúanna er aðdáunar- verður og ég öfunda þá af að geta einbeitt sér algerlega allar 90 minútur- - Hverjir finnst þér bestír í Evrópu? „Kevin Keegan og Ruud Krol.“ - Hvaða atvik á ferli þinum hefur fært þér besta ánægju? „Tvímælalaust 3-0 sigur Flamengo gegn Liverpool en með þeim sigri urðum við heimsmeistarar félagsliða." - Hefurðu túua fyrir eitthvað annað en fótbolta? „Ég hef gráðu í bókhaldsreikningi og ætla mér að læra meira á þvi sviði.“ - Til að þú getir sjálfúr haft eftirlit með auðæfunum sem þú færð hjá Flamengo og auglýsingaaðilum? „Sjáðu til; knattspyman er dásamleg íþrótt, en hún er jafnframt atvinna sem á að tryggja framtíð mína. í dag er ég hetja, en á morgun gæti ég verið gleymdur.Það veit enginn hvað býr í framtiðinni, og ég tel mig ekki vera sérlega gráðugan þó að ég reyni að fá sem mest upp úr fótboltanum meðan ég er á toppnum.“ - Býstu við að enda ferilinn hjá Flamengo í Brasiliu? „Það em ennþá tvö ár eftir af samningi minum. Ef ég fer úr landi verður það aðeins til þess að leika sýningarknattspymu hjá Cosmos eða einhverju öðm bandarisku stórliði." - endursagt og þýtt - ij. ■ Zico fagnar 500asta marki sínu. Það skoraði hann á Parc des Princes leikvanginum í París í fyrrasumar, þegar Brassarnir unnu Frakka 3-1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.