Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 17
undanrenna undanrenna nFljótir , strákar, fljótir!" að var ekki laust við að Alfreð Alfreðsson, konungur undirheima, væri orðinn taugaóstyrkur. Hann lá í gjótu utan í Öskjuhlíðinni og fylgdist spenntur með undirsátum sínum - þeim Arfi Kelta, Húnboga, Uxaskalla og Ramma- slag - burðast með stóra poka af marjúana út úr bíl Gumma kjút, yfirmanns mótorhjóladeildar lögregl- unnar, sem sjálfur vissi hvorki í þennan heim né annan. Gummi hafði ætlað sér að kanna gæði efnisins, með þessum afleiðingum. Alfreð sneri sér að njósn- ara sínum Aldinblók, manninum sem allt vissi og allt frétti, og lá nú við hlið hans og hnusaði út í loftið. „Meikum við þetta? Fylgjast þeir með okkur?“ spurði Alfreð. „Nei.“ Aldinblók fitjaði upp á trýnið og hvessti augun að hól í hliðinni. „Ekki eins og er. En þeir koma stundum upp á hólinn þarna og kikja.“ Alfreð Alfreðsson fékk nærri hjartar- slag af skelfingu. „Heyrðu,“ sagði hann fljótmæltur við Aldinblók, „segðu strák- unum að flýta sér og koma svo með stöffið i laufskálann. Ég þarf að skreppa, ég mundi allt i einu, ég verð héddna, ég þarf að fara út í nætursölu og fá mér pulsu. Mann er orðinn svo svangur af allri þessari áreynslu." Og áður en Aldinblók gat sagt „konungur undirheima" var Alfreð horfinn eins og jörðin hefði gleypt hann. • •Hvað eigum við að gera við Gumma?" spurði Rammislagur þegar þeir höfðu lokið við að bera grasið inn í nálægan sendiferðabíl. „Eigum við ekki bara að taka hann með okkur, við getum kannski meikað lausnargjald út á hann líka.“ „Nohoj!" fussaði Arfur Kelti. „Þeir yrðu bara fegnir að losna við hann. Jæja, kýlum á það.“ Þeir flýttu sér að sendiferðabílnum sem stóð i felum bak við olíutánk, rifu af sér apagrímurnar og nælonsokkana sem þeir höfðu fyrir andlitunum; Húnbogi settist undir stýri og hinir skelltu sér aftur í. Svo var rótað af stað. í lögreglubílnum, sem fjarlægðist óðum í baksýnisspeglinum, lá Gummi kjút stjarfur og sönglaði Dylan-lagið góð- kunna: „Everybody must get stoned..." Jbi n nú víkur sögunni austur fyrir fjall, til aðseturs Breka Bósasonar. Eins og langminnugir aðdáendur Alfreðs Al- freðssonar vita var Breki fyrrmeir einn af helstu félögum okkar manns i undirheimum, en hafði litið farið fyrir honum síðustu mánuði af þeirri einföldu ástæðu að hann var sérstakur gestur rikisstjórnarinnar austur á Litla-Hrauni. Þar afplánaði Breki langan dóm fyrir svo svakalegt syndaregistur - segir Aldin- blók - að harðsvíruðustu lögreglumenn fölnuðu ef þeir komust í sakaskrána. Breki hafði áður setið í ótótlegu svartholi i Suður-Yemen fyrir eiturlyfja- smygl en verið fluttur heim á Litla- Hraun eftir mikið stapp og nú rakti hann magakvalir sinar beina leið til þeirrar vistar. „Þau hafa plagað mig innanmeinin alveg siðan ég kom frá Suður-Yemen,“ stundi Breki milli samanbitinna tannanna þegar Loki lás fangavörður, góðlegur kall, kom að stumra yfir honum. „En maður hefur bitið á jaxlinn og vonað að þetta myndi líða hjá, ekki viljað vera að pestera ykkur hér með einhverjum smámunum. En nú segi ég þér satt, Loki, ég held ég sé að deyja.“ Og það fóru krampakippir um likama Breka, augu hans ranghvolfdust og grænleitur vökvi seitlaði úr munni hans. „Ojájá, Breki minn, ojá,“ mælti Loki lás vinalega. „Það er nú víst ekki að spyrja að fæðinu þaraa suður frá. Bölvað sull, mætti segja mér - ojá. Og eitthvað verð ég að gera, ég er nú hræddur um það, ekki læt ég þig veslast upp fyrir augunum á mér, eða hvað?“ Breki hafði ekki afl til að svara en kinkaði kolli eins ákaflega og hann gat. Stundu siðar var hann á leið i sjúkrabii til Reykjavíkur. U xaskalli hrinti upp hurðinni á laufskálanum og óð inn á mitt moldar- gólfið. „Alfreð, við erum komnir!" En í laufskálanum var enginn Alfreð. Þeir félagamir, sem fylgdu á eftir Uxaskalli, litu hver á annan. Skyldu þeir hafa náð honum? En þá heyrðist ofurlítið hóstakjöltur úti i horni. Alfreð Alfreðsson rak refslegt smettið undan rósóttum sófa og geispaði. „Nei, eruði komnir. Og það hefur allt gengið vel, vona ég. Ég fékk mér smáblund," bætti hann við til skýringar um leið og hann skreiddist undan sófanum. „Og þið vitið að ég þoli ekki þessar björtu nætur. Haustið, skal ég segja ykkur, það er min síson.“ „Og svafstu vel?“ spurði Húnbogi og ef grannt var skoðað mátti sjá hæðnis- glampa bregða fyrir í undirförulum augum hans. Alfreð leit kuldalega á hann: „Ágætlega, takk fyrir. En það er ekki Breki Bósason af kvölum og harmaði sitt hlutskipti. Það þurfti tvo menn til að styðja hann inn ganginn á Landsspítal- anum og sjúkraliðamir sem komu honum fyrir uppi í rúmi áttu ekki von á að hann yrði þar lengi. Næsta stopp: likhúsið. En undireins og Breki var orðinn einn á stofunni og ró komin á var eins og bráði skyndilega af honum, litaraftið komst í samt lag og augun, sem höfðu verið sljó af pínu, urðu nú vökul og kænleg. Hann smeygði sér út úr sjúkrarúminu, gægðist fram á ganginn og beið færis þar til enginn sást á ferli. Þá tók hann á sprett og var ekki að sjá að þar færi maður sem skömmu áður hafði ekki verið talinn til annars hæfur en láta kandidata krukka í sig dauðan. Þegar komið var út undir bert loft tók Breki strikið beina leið vestur á Grandaveg. Hann vonaði bara að Bíbí væri heima. æja, frænka," sagði Arfur Kelti að snúa andlitinu til veggjar, en var þá hafínn á loft af Húnboga og Rammaslag, sem höfðu engar vöflur á en kuðluðu honum út úr íbúðinni og inn i sendiferðabíhnn sem beið úti á götunni. „Og ég fékk ekki einu sinni tíma til að kveðja hann,“ sagði gamla konan sorgmædd. „Því miður, frú“ sagði doktor Leir Viðar um leið og hann kvaddi. „Og mundu... munið: ekki orð um þetta við neinn. Þetta er viðkvæmt mál og lækningin verður að fara fram i kyrrþey." „Ég skal þegja eins og steinn," andvarpaði sú gamla. „En hver á núna að borða pönnukökurnar mínar?“ Ml egar Reynir og Jónas komu til vinnu sinnar næsta morgun var útlitið svo sannarlega ekki glæsilegt hjá lögregl- unni. 190 kiló af marjúana horfin, Elías Bjarkason enn ekki kominn í leitimar Gummi,“ sagði Elías Bjarkason kulda- lega, „verður að koma ekki nálægt henni! Skilurðu það? Ef þú svo mikið sem snertir á rannsókninni, þá læt ég pósta þig til Bakkafjarðar og þú getur reynt að hafa hemil á Undur Ófreskju og bræðrum hans.“ „Voff!“ sagði hasshundurinn til árétt- ingar, en þurfti ekki til þvi það fór hrollur um Gumma kjút við tilhugsunina um Bakkafjarðarbræðuma sem höfðu málað bæinn rauðan um síðustu jól. Hann hneigði þess vegna höfuð sitt og steinþagði. „Sjálfur ætla ég að byrja á þvi,“ sagði Elías Bjarkason, „að fara yfir ættartölu mina. Hún kallaði mig frænda, fjanda- kornið!“ urraði hann þegar Reynir, Jónas og hasshundurinn ráku upp stór augu. „Það getur vel verið að ég eigi einhverja gamla frænku sem ég veit ekkert um. Þú, Jónas skalt labba i allar dótabúðir í bænum og finna út hverji'r keyptu apagrimur fyrir 17. júni, en Reynir, þú átt að fara í allar matvöru- búðir og spyrjast fyrir um gamla konu mann sem hann þekkti. Lítill, pervisinn og refslegur maður stóð við barinn og var að panta sér ákavíti í appelsin. „Alfreð!" hrópaði Breki, þvi þetta var Alfreð. „Nei, Breki, maður, vá, ég frétti já þú værir laus,“ sagði Alfreð um leið og hann smeygði sér inn í básinn til félaga síns og heitkonunnar. „Já, maður er aðeins að lyfta sér upp,“ sagði Breki og glotti. „Svo fer ég eftir helgi og melda mig inn aftur. Maður má nú ekki valda ’onum Loka lás vonbrigð- um.“ Alfreð þekkti ekki Loka lás svo þessi athugasemd féll i dauðan jarðveg. Þrátt fyrir litríkan feril i undirheimum hafði Álfreð jafnan tekist með klókindum sinum og undanbrögðum að sleppa við hinn langa arm laganna. Hann bryddaði þvi upp á nýju umræðuefni. „Heyrðu, vantar þig ekki stuð? Það vill svo til að ég er með nokkur grömm af alveg finasta stuði.“ „Ne-ei,“ sagði Breki hikandi. Hann mundi vel síðasta skiptið sem hann hafði var hann harðlæstur og enginn ansaði barsmiðum Breka á dymar. Þau skötuhjú gátu bara ekki hugsað sér að halda áfram röltinu og þar sem Breki kunni ýmislegt fyrir sér leið ekki á löngu þar til þau voru farin a gæða sér á íeifunum úr fleskdósum sem laufskálinn var fullur af. Það bætti liðanina þó ekki sérlega mikið og þegar Breki kom auga á nokkrar apagrímur úti í einu hominu gerðist sjaldgæfur hlutur: hann fékk hugmynd. „Komum og náum okkur í nammi,“ sagði hann og reis upp. LJimastúlkan á næturvakt í Heilsu- verndarstöðinni var orðin ansi syfjuð. Hún var búin að standa vaktina frá því kvöldið áður en nú var sem betur fer ekki langt þangað til hún yrði leyst af. Þreytan gerði það hins vegar að verkum að hún tók ekkert eftir grunsamlegu þruski frá glugganum fyrr en það var orðið of seint. Áður en simastúlkan gæti kyffa sem hafði nýlokið við að stela kvennærfötum af snúru uppi i Hlíðun- um. Simastúlkan af Heilsuvemdarstöð- inni var kölluð á staðinn og látin skoða hina gmnuðu i krók og kring en hún þvertók fyrir að fólkið sem gerði árásina væri meðal þeirra. En loks var komið með par sem fundist hafði í öskutunnu- geymslu vestur i bæ og þá var bjöminn unninn. „Þetta em þau!“ skrækti simastúlkan og mikið rétt, í fórum þeirra fundust útataðar apagrimur. LJtarfshópur lögreglunnar um ránið á Elíasi Bjarkasyni kom saman til fundar um sama leyti. Mættir voru Elias sjálfur, Reynir, Jónas og hasshundurinn að bera saman bækur sinar. Hasshundurinn hafði komist að þvi að bærinn væri beinlinis fullur af grasi en þrátt fyrir að hann hefði snuðrað um alla afkima undirheimanna hafði honum — Síðasti þátturinn um Alfreð Alfreðsson, konung undirheima, þar sem kemur til lokauppgjörs hans og Elíasar Bjarkasonar, rannsóknarlögreglumannsins knáa málið. Málið er að koma grasinu i felur. Þið sjáið um það. Og svo þurfum við að losna við hann Ella Bjarka. Er ekki frænka þin orðin dauðleið á að hafa hann?“ spurði hann og sneri sér að Arfi Kelta. Arfur glotti. „Neinei. Hann étur pönsurnar hennar og það er nóg fyrir hana. En hann getur víst ekki annað.“ ^Íncí, hann gat ekki annað; Elías Bjarkason, rannsóknarlögreglumaður- inn snjalli, sem hafði verið i haldi hjá gömlu konunni síðan ótíndir glæpa- hundar með apagrímur réðust að honum að kvöldi sjálfs þjóðhátiðardagsins. Allar götur síðan hafði Elías Bjarkason legið rammlega bundinn á divan hjá niræðri frænku Arfs Kelta, með bundið fyrir augun, og alls ófær um að verjast látlausum straumi af sykruðum pönnu- kökum sem hlykkjuðust upp i gúlann á honum á hvaða tima sólarhringsins sem var. Gamla konan, sem hélt hann væri frændi sinn að biða eftir plássi á Kleppi, var i sjöunda himni. „Jæja, Elli minn,“ sagði hún í hundraðfimmtugastaogþriðj a skipti. „Má ekkibjóða þér pönsur?“ Elias Bjarkason hafði ekki einu sinni fyrir því að neita. J^Llla leiðina til Reykjavikur emjaði og benti Alfreð, Húnboga og Ramma- slag að fylgja sér eftir inn i íbúð gömlu konunnar. „Þá er laust pláss á Kleppi.“ „Hvað segirðu, drengur minn, laust pláss á Kleppi? Ég er nú ekki svo elliær, Skarfur minn.“ „Neinei, frænda, það er fyrir hann Ella. Og ég er Arfur, ekki Skarfur," bætti hann við þó hann vissi fullvel að það væri þýðingarlaust. „Já, Elli frændi, auminginn, er loksins fundið pláss fyrir hann? Ég skal segja þér, Skarfur minn,“ hvislaði hún svo, „ég held að honum sé alltaf að versna. Hann hættir ekki með þetta lögreglu- mannskjaftæði, og svo“ - hún greip andann á lofti - „hefur hann enga lyst á pönsum. En má ekki bjóða ykkur nokkrar?" „Nei, þakka yður fyrir frú,“ sagði Alfreð Alfreðsson mynduglega. Hann hafði klætt sig i hvitan slopp og var með hlustunarpipu um hálsinn. „Við megum engan tima missa ef takast á að bjarga honum." Hann þreif hönd gömlu konunnar og hristi hana. „Ég er doktor Leir Viðar, sérfræðingur i rannsóknar- lögreglukomplexum og pönnukökuáti með tilliti til áhrifa í bemsku. Ég get sagt þér.. .yður, meina ég, að ég tel þetta mál ferlega athyglisvert og gæti jafnvel leitt til meiriháttar breiks í sálfræðilækn- ingunum. En ekki dugar að hangsa hér. Litum á sjúklinginn." Gamla konan leiddi þá félagana inn i stofu þar sem Elías Bjarkason lá fjötraður. Þegar hann heyrði umganginn beit hann saman munninum og reyndi og Gummi kjút gat enga skýripgu gefið á því sem hafði gerst i Öskjuhliðinni. Hann kvaðst hafa dottað og þegar hann ramskaði aftur var grasið á bak og burt. En sem Jónas var að reyna að opna dymar að skrifstofunni með húslyklin- um heima hjá sér var hurðinni allt i einu svipt upp og í dyrunum stóð Elias Bjarkason tottandi pipu sína. Hann leit á úrið og gretti sig. „Þið emð sjö mínútum og tiu sekúndum of seinir. Ég sé að hér hefur aldeilis hallað undan fæti meðan ég var i burtu.“ „Elias!“ hrópaði Jónas. „Bjarkason,“ bætti Reynir við, eins og til skýringar. „Já, það er ég,“ hreytti Elías út úr sér. „Þeir slepptu mér i gærkvöldi uppi við Rauðavatn og ég varð að ganga í bæinn. En ekkert múður - nú þarf að finna þessa menn og það strax! Ég krefst þess að það verði búið að ná þeim innan einnar viku. Og þá“ - hann neri saman höndum áfergjulega - „verður engin miskunn hjá Magnúsi!“ Jl að var skipaður sérstakur starfshóp- ur lögreglunnar til að vinna að rannsókn málsins, og áttu sæti í honum Elias sjálfur, Gummi kjút, Reynir, Jónas og hasshundurinn. Gummi kjút var ennþá daufeygður eftir Öskjuhliðarævintýrið og lagði fátt til málanna. „Þitt hlutverk í þessari rannsókn, sem kaupir mikið af hveiti, eggjum og vanilludropum.“ „Akkura í ósköpunum?" spurði Reynir forviða. „Pönnukökumar, mannfýla, pönnu- kökumar!" Elías Bjarkason fórnaði höndum út af þessu skilningsleysi. Að siðustu hallaði hann sér að hasshundin- um. „Ég bind vonir mínar við þig,“ sagði hann íbygginn. „Þú skalt dulbúa þig sem flækingshund og reyna að þefa uppi grasið. Þeir hljóta að reyna að setja það á markað sem fyrst.“ Hasshundurinn kinkaði kolli. „Voff,“ samþykkti hann. N JL ” okkrum dögum siðar var Breki Bósason i Klúbbnum ásamt heitkonu sinni Bíbi. Hann hafði látið sér vaxa yfirskegg og var með sólgleraugu til að þekkjast síður en þurfti í rauninni ekki að hafa neinar áhyggjur. Allt lögreglulið borgarinnar var á höttunum eftir ræningjum Elíasar Bjarkasonar og enginn tími til að leita að venjulegum strokufanga sem hvort sem er myndi ábyggilega gefa sig fram eftir að hafa verið nokkrar nætur úti á lifinu. „Það er ungt og leikur sér, þarf að skvetta úr klaufunum, ojá,“ var viðkvæði Loka lás, fangavarðar, i hvert sinn sem einhver fanganna skrapp í bæinn. En sem þau skötuhjú sátu niðri í kjallara i Klúbbnum kom Breki auga á keypt marjúana af Alfreð Alfreðssyni. Alfreð var þá lentur i klónum á Eliasi Bjarkasyni en vann sér það til áfram- haldandi frelsis að klaga alla þá vini sína sem hann seldi gras. Um hríð höfðu allir kunningjar Alfreðs setið austur á Litla-Hrauni. „Mjög ódýrt,“ sagði Alfreð lokkandi. „Nei, ég held ekki,“ sagði Breki. „Ég er að reyna að leggja til hliðar þessa keyrslu á reyknum, maður. Maður reykir svo mikið þama fyrir austan að maður er bara út úr heiminum." „Jæja, þú um það,“ sagði Alfreð. „En þú ættir að lita inn einhvem tíma. Ég hef aðallega aðsetur í laufskálanum núna,“ og Alfreð gaf Breka upp staðsetningu laufskálans, sem okkur hefur ekki tekist að finna út nákvæmlega hvar er í bænum. Þeir Alfreð og Breki sátu dágóða stund og rifjuðu upp gamlar endurminningar en síðan urðu þeir viðskila og þegar Klúbburinn lokaði hófu þau Breki og Bíbi æðisgengna för um partíhús bæjarins. Um lokin vora þau orðin ansi snjáð bæði tvö og vora þá á vappi um Þingholtin þar sem laufskálinn er einhvers staðar falinn. „Nú þyrfti ég dánara, maður," sagði Breki, nokkuð slæptur. „Dánara? Má ég þá heldur biðja um öppara," drafaði Bibi sem hafði misst utan af sér flestöll fötin á næturferðalagi þeirra. „Æi, skreppum til Alfreðs og gáum hvort hann á eitthvað,“ sagði Breki, en þegar þau komust loks að laufskálanum áttað sig stóðu maður og kona, lífið er svona, á gólfinu fyrir framan hana og vora bæði með hræðilegar apagrimur fyrir andlitunum. „Hvar eru pillumar?“ spurði karlap- inn ógnandi. „Pillumar,“ endurtók kvenapinn loð- inni röddu. Símastúlkan tók viðbragð, stökk á fætur og hrópaði: „Hjálp!“ Apamir gripu undireins til hennar og reyndu að kefla hana með skitugum klút en henni tókst þó að æpa nógu lengi til að vekja athygli næturlæknisins sem sat í næsta herbergi og raðaði í sig sérsmurðum snittum. Þegar hann kom á vettvang lögðu aparnir á flótta út um næsta glugga og skildu símastúlkuna eftir ómeidda. Næturlæknirinn teygði sig i símann. Jtiinn maður varð feginn þessari fólskulegu likamsárás og það var Gummi kjút. Alls hugar glaður fól Elías Bjarkason honum rannsóknina á málinu og Gummi skipaði mönnum sinum að handtaka umyrðalaust alla sem sæjust á ferli inni í görðum, alla sem væru hlaupandi um götur borgarinnar og þvi á flótta undan lögreglunni, og að sjálfsögðu alla apa. Innan skamms voru mótorhjólakappamir komnir aftur með apana úr Blómavali, þeir höfðu handtekið fjölda laxveiðimanna á maðkaveiðum i görðum og náð i einn ekki tekist að rekja grasið til þeirra sem höfðu sett það á markað. Þeir voru sýnilega kænir og notuðu ótal milliliði var niðurstaða hasshundsins. Reynir var með langan lista af gömlum konum sem keyptu mikið af vanilludropum en Jónasi hafði orðið minna ágengt með apagrímumar. Elías sjálfur hafði verið á þönum að leita uppi ættarskrár og heimsækja skyldmenni sín en árangur var enginn enn sem komið var. „Við gefumst ekki upp!“ þramaði Elísas yfir aðstoðarmönnum sinum og hasshundurinn hristi höfuðið til sam- þykkis. Þá opnuðust dyrnar og Gummi kjút kom æðandi inn. „Ætlaði bara að láta vita að ég hef ekki komið nálægt rannsókninni,“ stundi hann upp. „Ég er með annað mál í gangi og þarf að fara.“ Hann snerist á hæli og ætlaði út en hvöss rödd Elíasar stöðvaði hann. „Gummi! Hvað ertu með í höndun- um?“ „Ég?“ Gummi leit á hendur sinar. „Já, þetta. Þetta era grimumar sem pakkið sem braust inn á Heilsuvemdar- stöðina notaði. Það var reyndar ’ann Breki með einhverri fýsu. Ég læt senda hann austur aftur eftir klukkutima.“ „Biddu hægur," sagði Elías Bjarka- son þýðingarmikilh röddu. „Mig langar að yfirheyra hann fýrst. Mér þætti gaman að vita hvar hann hefur fengið þessar grimur. Það er eins og ég kannist við þær...“ s • ^Eig fann þær bara,“ þrjóskaðist Breki við. „Breki,“ sagði Elías Bjarkason óþol- inmóður. „Viltu að ég komi með geitina? Ég man að þig kitlar töluvert mikið i iljamar.“ Breki fölnaði en lét sig þó ekki. „Ég hef ekkert gert, ætlaði bara að ná mér í dánara. Svo ætlaði ég austur. Þú getur spurt Loka lás hvort ég komi ekki alltaf aftur eftir nokkra daga.“ „Það er ekki málið, Breki, og þú veist það vel. Ég vil fá að vita hvar þú fékkst þessar grímur. Og það er reyndar best fyrir þig að játa strax. Hinir eru búnir að játa.“ „Segðu mér annan,“ sagði Breki hrokafullur. „Þessi er nú orðinn soldið gamall. Þú færð mig ekki til að feisa það að ’ann Alfreð sé búinn að ját— Breki áttaði sig og skellti aftur á sér gúlanum en of seint. Elías Bjarkason sat þrumulostinn á móti fanganum og mátti ekki mæla um stund. Svo það var þá Alfreð eftir allt saman! Hendur Eliasar skulfu og hann teygði sig í pipustertinn. Loksins var hann búinn að nappa Napóleon fjórða undirheimanna í Reykjavík! löggan er búin að rekja apagrímumar til okkar. Þeir era á leiðinni!" Alger ringulreið greip um sig i laufskálanum. Hver þreif upp þá seðla sem hann náði í og svo bjuggust þeir allir til brottfarar. „Augnablik strákar!“ sagði Alfreð. Hann gat ekki staðist það að halda smátölu á þessari örlagastundu. „Við verðum að splitta hópnum, það verður hver fyrir sig. Reyna að komast sem lengst í burtu og kúla það svo, ekki láta á sér bera. Og ef einhver er tekinn, þá steinheldur hann kjafti, þvi annars—“ „Alfreð," hrópaði Húnbogi óþolin- móður. „Við vitum þetta!“ „Olræs," sagði Alfreð og stakk sér út um dyrnar. „Mann sér ykkur.“ .Kkammislagur var handtekinn fyrst- ur. Síðan hann kom að vestan hafði hann hafst við i tjaldi sem hann sló niður í görðum bæjarins, nokkra daga á hverjum stað, og þremur dögum eftir flóttann gerði hann þau mistök að tjalda i garði Eliasar Bjarkasonar, rannsóknar- lögreglumannsins knáa. Búið spil. • • Oll klíkan sat i laufskálanum og skipti með sér gróðanum af marjúana- sölunni nema Aldinblók sem var að venju einhvers staðar að njósna. „Ég fæ helminginn," sagði Alfreð ákveðinn og sópaði að sér seðlum. „Já en, já en, ég átti hugmyndina,“ hrópaði Húnbogi. „Og hann var geymdur hjá frænku minni,“ bætti Arfur Kelti við. „Vá maður, þið hefðuð nú ekki komist langt ef ég hefði ekki verið,“ rumdi i Uxaskalla. Rammislagur einn þagði, vissi sem var að hann var of nýkominn í flokkinn til að geta átt von á meira en því sem Alfreð skammtaði honum. „Voruði að segja eitthvað strákar?" sagði Alfreð kæraleysislega. „Svei mér þá, ef ég er ekki farinn að missa heymina. En ég fæ allavega helminginn, af því ég er foringinn." Arfur, Húnbogi og Uxaskalli risu upp til að andmæla en þá fauk hvitur stormsveipur inn um dyr laufskálans og staðnæmdist á miðju gólfi. Þetta var Aldinblók og honum ekkert smáræðis niðri fyrir. „Þetta er blón át, maður! Allt komist upp! Elias Bjarkason er á leiðinni með böns af löggum! Við þurfum að flýja - strax!“ Félagárnir komu ekki upp orði af undran og ótta. Loks tókst Alfreð að stama upp: „Hva— Hvernig eilea komst þetta upp?“ „Helvítið ’ann Breki, alveg meiriháttar bömmerfeis, sá karakter,“ raddi Aldin- blók út úr sér um leið og hann tíndi upp þá seðla sem hann sá að vora ætlaðir sér. „Hann braust héddna inn i nótt'og stal apagrímunum okkar og —“ „Braust inn?“ hvæsti Alfreð fjúkandi reiður. „Stal hann frá okkur?“ „Já,“ ansaði Aldinblók. „Og svo ætlaði hann að meika breik á Heilsu- vemdarstöðinni en náðist auðvitað og Tveimur dögum eftir það féll bróðir hans Uxaskalli i gildru lögreglunnar við sjoppu eina i Hliðunum. Hann reyndi að flýja en var eltur uppi af mótorhjóla- deildinni. Rúmri viku siðar var Arfur Kelti tekinn. Hann hafði falið sig hjá aldraðri frænku sinni, en lagt á flótta þaðan af ókunnum orsökum. Glöggur götulög- regluþjónn bar kennsl á hann og þá var ekki að sökum að spyrja. Aldinblók var næstur. Tveimur mán- uðum eftir flóttann úr laufskálanum hætti hann sér i Klúbbinn og þó hann hefði dulbúið sig eftir bestu getu dugði það ekki til. Lögreglan var kvödd á staðinn og Aldinblók náðist eftir mikinn eltingaleik um allar hæðir hússins. Aðeins tveimur dögum siðar náðist Húnbogi, sjáifur meistari flokksins í undanferlum. Hann hafði lengi verið í felum í Reykjavik en síðan laumað sér austur á firði þar sem hann fékk afleysingapláss á fiskibát sem átti að sigla til útlanda. Gallinn var sá að maðurinn sem hann skyldi leysa af var enginn annar en Dálaglegur, einn Bakkafjarðarbræðranna, og var sá ekki seinn á sér að kjafta i lögguna. Alfreð Alfreðsson, foringi hópsins og réttnefndur konungur i undirheimum, er enn ófundinn! Óteljandi vitni hafa gefið sig fram við lögregluna og sagst hafa séð Alfreð hér og þar um landið en allt hefur komið fyrir ekki. Eftirgrennsl- an hjá alþjóðalögreglunni Interpol leiddi i ljós að sjónarvottar segjast hafa séð hann í Amsterdam, Kristjaniu, Brighton, Torremolinos, Efri Volta, Singapúr og á Falklandseyjum en enginn veit neitt með vissu. Nema einn - auðvitað Aldinblók, en hann þegir þunnu hljóði þar sem hann situr í Siðumúlafangelsinu. Sfðustu áreiðan- legu heimildirnar sem Elias Bjarkason hefur fengið er að nokkram dögum eftir flóttann sást Alfreð Alfreðsson á vappi fyrir utan bókaútgáfu eina hér í borg. 'Síðan hefur ekkert til hans spurst. - ENDIR!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.