Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 20
SUNNUDAGUR Í8. JÚLÍ 1982 Fischer — Mesti skák- snillingur allra tíma? Seinni hluti Þegar við skildum við Bobby Fischer fyrir viku var komið árið 1967 og hafði gengið á ýmsu hjá bandaríska skáksnill- ingnum. Hann sá óvini í hverju horni en var að iíkindum verstur óvinur sjálfs sín . Bobby hafði mjög ungur hafist til metorða, hafði tröllatrú á sjáifum sér og þoldi illa mótlæti - hvort heldur var ímyndað eða raunverulegt. Stundum var eins og hann væri beinlínis að ganga af göflunum en öðrum stundum dró hann sig i hlé og tefldi þá ekki svo mánuðum og jafnvel árum skipti. ræktaði þá móðgunargirni sína og ofsóknarbrjálæði. En Fischer hafði sín prinsip sem hann fylgdi hvemig sem allt veltist og eftir áskorendamótið i Cur- acao 1962 varð hann sannfærður um að Sovétmenn beittu hann alls kyns brellibrögðum til að koma í veg fyrir að hann hrifsaði af þeim heimsmeistara- titilinn, sem hann var að sjálfsögðu handviss um að bæri sér og engum öðrum. Hann tók ekki þátt i næsta hring heimsmeistarakeppninnar, og tefldi næsta lítið um tveggja til þriggja ára skeið. Árið 1967 sýndist ætla að skipta sköpum. Fischer hafði lent í öðru sæti á mótinu í Santa Monica árið áður en siðan sigrað með yfirburðum á meistara- móti Bandarikjanna um áramótin og nú virtist hann þyrstur i skák. Hann tefldi á tveimur alþjóðlegum skákmótum, í Monaco og Skopje, og vann bæði, en að visu naumlega. Á báðum þessum mótum tapaði Fischer fyrir sovéska stórmeistaranum Efím Géller, en síðast er þeir mættust - í Havana 1965 - hafði Frá Bent Larsen á milli- svæðamótinu á Las Palmas: ■ Töfluröðin á millisvæðamótinu er svona: 1. Browne, 2. Pinter, 3. Ribli, 4. Bouaziz, 5. Suba, 6. Karlsson, 7. Túkmakov, 8. Petrósjan, 9. Larsen, 10. Smyslov, 11. Psakhis, 12. Mestel, 13. Sunye, 14. Timman. í fyrstu umferð vann ég Karlsson, Túkmakov vann Petrósjan (!), Timman vann Browne eftir að bafa verið með mjög erfiða stöðu, Ribli og Mestel gerðu jafntefli, Suba-Smyslov fór i bið, sömuleiðis Pinter-Sunye og Psakhis varð að sætta sig við jafntefli gegn Bouaziz. í annarri tætti Pertrósjan Timman i sig i nokkrum leikjum, Ribli vann Sunye, en ég gerði jafntefli við Túkmakov, og Browne við Pinter. Psakhis byrjar ekki vel, hann hefur sennilega tapað biðskák gegn Suba, en landi hans Smyslov vinnur Karlsson Ifldega. Biðskák Mestels og Bouaziz er jafnteflislegt endatafl. Fischer einnig tapað, og er Géller annar af tveimur stórmeisturum sem Fischer hefur lakari árangur gegn (þá eru ekki taldir með þeir sem hann tefldi aðeins við einu sinni og slysaðist til að tapa). Géller og Fischer mættust tiu sinnum, Géller vann fimm sinnum, Fischer þrisvar en aðeins tvær skákir urðu jafntefli. Hinn stórmeistarinn er Mikháil Tal sem vann Fischer fjórum sinnum (i öll skiptin í áskorendamótinu 1959) en tapaði aðeins tvívegis. ■ Síðar þetta sama ár, 67, var runnin upp sú stóra stund sem skákunnendur höfðu beðið árum saman: Fischer hóf taflmennsku á millisvæðamótinu í Sousse í október: Ný atlaga hans að heimsmeistaratitlinum! Ogbyrjun Fisch- ers var glæsileg. Hann vann hverja skákina á fætur annarri og eftir að hafa teflt tiu skákir hafði Fischer hlotið átta og hálfan vinnig og var efstur á mótinu. En þá lenti hann í deilum við skipuleggjendur mótsins og þótt tilefnið virtist lítið þróaðist rifrildið þar til svo fór að Fischer hætti, gekk út! Þetta voru gifurleg vonbrigði fyrir skákheiminn og þá ekki síður að nú hóf Fischer rétt eina útlegð sina sem ekki linnti fyrr en 1970. 1968 tefldi hann að visu á tveimur skákmótum og vann bæði léttilega en annars tefldi hann ekkert fyrr en 1970. Þá var að hefjast nýr hringur heims- meistarakeppninnar og Fischer var farinn að hugsa sér til hreyfings. Honum var að sjálfsögðu boðið sæti í heimsliðinu sem keppti við lið Sovétrikjanna árið 1970 og öllum á óvart féllst Fischer á að tefla á öðru borði. Bent Larsen hafði staðið sig frábærlega vel undanfarin misseri svo ekki þótti stætt á öðru en bjóða honum efsta sætið, cinkum með tilliti til þess að Fischer hafði nær ekkert teflt svo árum skipti. Hver sem ástæðan fyrir þessari skyndilegu og ódæmigerðu hógværð Fischers var (e.t.v. hefur hann ekki viljað mæta Spasskíj í einvigi fyrr en heimsmeistaratitillinn væri i veði), þá sigraði hann Petrósjan býsna auð- veldlega, 3-1. Síðan lá leið hans á sterkt alþjóðlegt mót sem haldið var i Rovinj og Zagreb i Júgóslaviu og þar'-vann Fischer yfirburðasigur, fékk 13 vinninga en í 2.-5. sæti komu Hort, Gligoric, Smyslov og Korchnoi óg neðar m.a. Petrósjan, Ivkov og Uhlmann. A móti í Buenos Aires skömmu síðar vann Fischer enn stærri sigur, fékk 15 vinninga af 17 mögulegum og 3.5 vinningur var niður á næsta mann, nýju sovésku stjömuna Vladimír Túkmakov sem fékk 11.5 vinning. Þeir Túkmakov mættust i fyrstu umferð og Fischer, sem hafði hvítt, kom öllum á óvart með þvi að leika í fyrsta leik b2-b3 (en annars lék hann nær eingöngu e2-e4 eins og allir vita) og Túkmakov tapaði skákinni í rúmlega 20 leikjum! í þriðja sæti á þessu móti varð Panno með 11 vinninga, þá Gheorghiu, Najdorf og Reshevsky með 10,5 vinning hver, neðar m.a. Smyslov, Mecking, Quinteros o.fl. Næst tefldi Fischer á ólympíumótinu í Siegen i Þýskalandi. Fischer tefldi alls á fjómm ólympíumótum fyrir Bandarík- in og stóð sig jafnan vel, nema helst i Vama 1962, og þátttaka hans hafði sömuleiðis góð áhrif á aðra keppendur i bandaríska liðinu. Þess má geta að ólympiumótið i Siegen var hið fyrsta sem keppinautarnir Fischer og Reshevs- ky tóku báðir þátt i og Bandarikjamenn væntu þvi mikils af sinni sveit. Þetta ólympiumót þótti eitt hið mest spenn- andi i langan tima en Bandaríkjamönn- um gekk ekki sem skyldi. Sovétmenn sigmðu eftir harða keppni við Ungverja og Júgóslava en Bandarikjamenn urðu að sætta sig við fjórða sætið. Fischer stóð sig ágætlega en tapaði einni skák - fyrir Spasskíj. Áhuginn sem skák þeirra vakti var gífurlegur en það var hart barist á báða bóga. Um tima héldu menn að Fischer hefði betri stöðu en þá teygði hann sig of langt, Spasskij náði að snúa vöm i sókn og vann örugglega. Ef til vill hefur þessi skák fyllt Spasskij óþarfa kæruleysi gagnvart hættunni frá Fischer. Siðasta skákmótið sem Fischer tefldi á var millisvæðamótið sem haldið var á Mallorca í nóvember og desember 1970. Mótið var geysilega langt og erfitt, keppendur vom 24, en Fischer hafði algera yfirburði yfir keppinauta sina, endaði með 18.5 vinning af 23 möguleg- um, en i 2.-4. sæti lentu Larsen (sá eini sem vann Fischer), Géller (loksins vann Fischer hann!) og Robert Húbner, þá óþekktur. Þeir fengu allir 15 vinninga, og ásamt þessum fjómm komust þeir Tæmanov og Uhlmann í áskorendaein- vigið en þeir deildu 5.-6. sæti með 14 vinninga. Fischer var nú kominn af stað í áttina að heimsmeistaratitlinum og eftir þetta tefldi hann ekkert nema i áskorendaeinvigjunum. Hin fyrstu þeirra hófust í maí 1971. Fischer skyldi tefla við Tæmanov frá Sovétríkjunum og áttu þeir að tefla tiu skákir. Teflt var i Vancouver í Kanada og satt að segja bjuggust fæstir við þvi að Tæmanov gæti stöðvað Fischer, þó hann léti digurbarkalega sjálfur. Enda vann Fischer fyrstu skákina. Siðan vann Fischer aðra skákina, og þá þriðju. Fjórðu skákina til, þá fimmtu og loks þá sjöttu! Einviginu var lokið 6-0!! Ótrúleg úrslit en menn hugguðu sig við að Tæmanov væri varla nógu sterkur fyrir kompaniið i áskorendaeinvigjunum, auk þess hefði hann náð 5.-6. sæti á millisvæðamótinu með vægast sagt gmnsamlegum hætti. En hvemig átti þá að bregðast við úrslitunum í næsta einvigi Fischers, gegn kappanum Lar- sen? Auðvitað vita allir hvemig fór: 6-0. Larsen hafði gengið frábærlega vel næstu árin á undan og þó flestir hafi spáð Fischer sigri i einvígi þeirra bjuggust menn við harðri baráttu þessara tveggja sókndjörfu skákmanna. Og vissulega varð baráttan hörð og vissulega var það sjálf sókndirfska Larsens sem varð honum að falli i nokkmm skákanna. Hann átti jafntefli hér og þar en vildi meira; gætti sín ekki á þvi að þó slík taktik, gæfist vel gegn venjulegum skákmönnum þá dugi ekki að gefa Fischer færi á sér. Aumingja Larsen var niðurbrotinn lengi á eftir! I úrslitum áskorendaeinvigjanna mætti Fischer Petrósjan, en ansi var leið þeirra i þetta einvigi ólík. Fischer hafði sem fyrr kom fram unnið sex skákir í röð, en Petrósjan (sem hafði unnið Húbner og Korchnoi) hafði unnið tvær skákir en gert fimmtán jafntefli! Og Fischer vann fyrstu skákina nokkuð ömgglega. Hann hafði þá unnið 20 skákir í röð gegn sterkum stórmeistur- um! Aðra skákina vann Petrósjan aftur á móti og síðan komu þrjú jafntefli i röð þar sem Armeníumaðurinn hafði yfir- leitt ögn betri stöðu. Ætlaði Petrósjan að stöðva sigurgöngu Fischers? En nei - sjöttu skákina vann Fischer og eftir það var hann óstöðvandi, vann þrjár skákir til viðbótar í röð og einviginu var lokið. Nú var það aðeins Spasskíj einn sem stóð í vegi Fischers. Fischer var, eins og fram hefur komið, enginn vinur „kommanna“ í Sovétríkj- unum og þótt hann væri sæmilegasti kunningi margra sovéskra skákmanna leyndi sér ekki að hann hafði ekki alltof mikið álit á þeim. Spasskíj var hér nokkur undantekning. Þeir Fischer vom prýðis kunningjar og virtu hvor annan mjög. Fischer hafði til dæmis haft Spasskíj með á hinum umdeilda lista sínum yfir tíu bestu skákmenn allra tíma, en þann lista sagði hann byggjast á einstökum skákum fremur en úrslitum og árangri viðkomandi skákmeistara. Listinn, sem vel að merkja var tekinn saman löngu áður en Spasskíj varð heimsmeistari, var svona: Staunton, Steinitz, Morphy, Tsígórín, Tarrasch, Capablanca, Alekhine, Reshevsky, Tal og Spasskij - mesta athygli, og hneykslun, vakti að Fischer taldi ekki ástæðu til að hafa Lasker á þessum lista sinum. En hvað um það, nú stóð fyrir dymm einvígi þeirra Fischers og Spasskijs. Árangur Fischers árin á undan gerði það að verkum að öllu fleiri töldu hann líklegan sigurvegara en þó var á það bent að Fischer hefði aldrei unnið skák af Spasskij en Rússinn hins vegar unnið þrjár og þrisvar orðið jafntefli. Hér verður ekki farið nánar út í þetta einvigi sem flestum íslendingum er vitanlega í fersku minni, látum okkur nægja að segja að Fischer hafði algera yfirburði gegn Spasskij, sem að visu var stundum ekki skugginn af sjálfum sér, og vann verðskuldaðan sigur. Hann var óumdeilanlega langsterkasti skákmaður heims. Síðan hefur hann ekki teflt opinber- lega. Svo margt hefur verið rætt og ritað um ástæður þess að allir, sem yfirleitt hafa áhuga, þekkja til málsins þótt enginn viti nákvæmlega hvers vegna Fischer kastaði glæstum ferli sínum á glæ vegna atriða sem vart gátu talist stórvægileg. Hverfandi likur em á því að Fischer setjist nokkm sinni aftur að skákborðinu - þó er aldrei að vita, þvi maðurinn er óútreiknanlegur - en hitt segja heimildir að hann fylgist enn mjög vel með allra þróun skáklistarinnar, nýjungum í fræðunum og svo framvegis. Öðruhvom spyrst út að nú hafi Fischer teflt leynilegt æfingaeinvígi við þennan skákmanninn eða hinn en sennilega er enginn fótur fyrir slikum fregnum. Aftur á móti er nokkuð sannað mál að Fischer sjálfur tefldi þær skákir gegn tölvunni sem honum vom kenndar árið 1977. Náttúralega vann hann allar þrjár. Skákstill Fischers? Það hafa margir lent i vandræðum þegar lýsa á honum i nokkmm orðum. Fischer var geysilega fjölhæfur skákmaður (þrátt fyrir óvenju takmarkaða byrjananotkun) og hafði í rauninni enga sérstaka veikleika, svo margir hafa farið auðvelda leið að markinu; sagt að skákstill Fischers væri einfaldlega fullkominn! En veltum fyrir okkur nokkmm atriðum. í byrjun ferils var Fischer oft gagnrýndur fyrir það hversu fáum byrjunum hann beitti. Vora byrjanir hans enda veikleiki i upphafi þegar andstæðingar gátu nánast gengið að sömu byrjunum visum og Fischer hafði enn ekki öðlast nægilega fæmi til að teljast ömggur. En eftir því sem árin liðu rannsakaði Fischer byrjanir sinar æ betur og var sífellt að koma fram með einhverjar nýjungar í fræðum sem allir héldu að væm fullrannsökuð. Sama gildir um þær skákir sem þar áhorfendum þótti Fischer taka óhemju áhættu. Sú var sjaldnast raunin, Fischer hafði þvert á móti rannsakað byrjanimar svo vel að hann hafði allt sitt á þurrn. Auk þess má nefna að undir lok ferils sins virtist Fischer reiðubúinn til að beita fleiri byrjunum en hafði áður gert (eins og sjá mátti af dæminu með skák hans við Túkmakov) og hann lét sig jafnvel hafa það að leika 1. d2 - d4 sem hann hafði áður fyrirlitið af öllu hjarta. Fischer sóttist eftir fullkomnun. Það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.