Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR.18. JÚLÍ 1982 var ekki fyrr en undir lokin sem hann var farinn að nálgast þetta mark í byrjanataflmennsku sinni, nema auðvit- að í einstaka byrjunum, en í miðtaflinu komst hann fljótt til þroska. Eftir ca. 1962 tapaði hann varla nokkurri skák sem rekja má til mistaka i miðtaflinu. Og það var í miðtaflinu sem hann vann flesta sigra sína. Tilgangur hans var einn og aðeins einn, að sigra. Og til þess að sigra beitti hann öllum ráðum; ef þurfti fléttur þá fann hann fléttur, ef hægfara stöðubar- átta var nauðsyleg þá barðist hann hægfara stöðubaráttu. Fischer sóttist ekki eftir fléttum og flækjum i sjálfu sér en sumar fléttur hans eru engu að síður meðal hinna snilldarlegustu sem við þekkjum. Pó áttu „einfaldar" stöður í rauninni enn betur við hann, og hefur honum oft verið líkt við Capablanca hvað varðar „skýrleika" taflmennsku hans. Hluti af vinsældum Fischers meðal almennrá skákáhugamanna stafaði af þvi að hann virtist gera skákina auðvelda. Þó minni spámennirnir vissu fullvel að þeir gætu sjaldan spáð rétt um leiki Fischers þá var oftast auðvelt að sjá, eftir á, hvers vegna hann lék tilteknum leik. Og innsæi hans var slíkt að hann lenti afar sjaldan i timahraki, án þess þó að hann legði sig fram um að leika hratt - eins og Karpov gerir oft og stundum með þeim afleiðingum að hann leikur af sér. En einkenni Fischers i miðtaflinu er umfram allt ótrúlegur sigurviljinn. Hann vildi vinna hverja einustu skák, hvort sem hann hafði hvitt eða svart, og „stórmeistarajafntefli“ voru afar fátið. Hann sagði sem svo: Ég er nú einu sinni besti skákmaður heims en siðar, eftir því sem öryggi hans og þekking jókst, leiddi þetta til þess að hann vann bæði mót og einvigi með gífurlegum yfirburð- um. Enginn annar skákmeistari eftir strið hefur sýnt svo ofboðslegan sigur- vilja og hann átti ekki minnsta þátt í sigrum hans. Andstæðingar hans sáu kannski að staðan var í jafnvægi og bjuggu sig undir að semja jafntefli en allan tímann var Fischer að leita að vinningsleiðum, reikna úr flóknustu afbrigði og flækjur. Pað var ekki undarlegt þó sumir færu I beinlínis á taugum við að tefla móti slíkum andstæðingi sem aldrei gaf grið né frið. Einkum var það áberandi í endataflinu. Fischer var nokkuð lengi að ná valdi á endataflinu en þegar honum hafði tekist það var hann nær ósigrandi á þeim vettvangi. Honum nægðu örlitlir stöðuyfirburðir til að knýja fram vinning og linnulausar tilraunir hans til að finna þann vinning leiddu aukinheldur oft til þess að andstæðingurinn, þreyttur og taugaóstyrkur, lék af sér. Árangur Fischer í endataflinu er enn eftirtektar- verðari en ella fyrir þá sök að hann notaði nær aldrei aðstoðarmenn né þjálfara af neinu tagi. í einviginu hér í Reykjavík hafði hann séra Lombardy að vísu sér við hlið en sagt er að hann hafi næstum aldrei fengið prestinum verk- efni, fremur kosið að liggja yfir stöðunum sjálfur. Þetta hefur útheimt óskaplegt þrek (ekki síst vegna þess að hann barðist til þrautar í hverri skák) en þvi þreki var Fischer svo sannarlega gæddur. Maðurinn var ótrúlegur! Var Fischer besti skákmaður allra tíma? Það er nær ómögulegt að segja til um það. Á sinum tima hafði Morphy jafnvel enn meiri yfirburði yfir samtíða- menn sina en Fischer öld seinna, og bæði Lasker og Alekhine unnu skákmót með slíkum yfirburðum að það má vel bera það saman við árangur Fischers árið 1970. Náttúrlega er aldrei alveg að marka slikan samanburð, þó ekki væri nema vegna þess að skákin hefur þróast gífurlega á síðustu áratugum og þvi eru forsendurnar allt aðrar nú. Elo hefur reiknað út að stigatala Fischers sé miklu miklu hærri en nokkur annar hefur náð en þá reiknar hann lika aftur í tímann sem hann viðurkennir sjálfur að er vafasamt. En hvað þá með aðra spumingu: Tefldi Fischer betur en nokkur annar hefur gert? Já. Simpelthen já. Allir skákmenn hafa sína galla, nema Fischer hefur nær enga og þekking hans og næmi fyrir skákinni voru svo mikið betri en allra annarra að það er í rauninni enginn keppinautur i sjónmáli. Flestir þeir sem hafa t.a.m. borið saman skákir þeirra Fischers og Karpovs hljóta að komast að þeirri niðurstöðu að er Fischer var upp á sitt besta hafi hann haft töluverða yfirburði yfir Rússann, sem þó er hinn eini sem slagar upp í hann. Auk þess verður að geta þess að Karpov hefur sér til hjálpar heilan her af þjálfurum og aðstoðarmönnum sem rannsaka fyrir hann bæði byrjanir og biðskákir svo byrði hans er mun léttari en Fischers sem gerði allt sjálfur. Og Karpov lætur sér vel lika að gera jafntefli með svörtu mönnunum. Og framtiðin? - sem aðeins var vikið að áðan. í grein sem Ray Keene, enski stórmeistarinn og skákskrifarinn, ritaði um Fischer segir m.a.: „Vera kann að Fischer langi hreinlega ekki til að tefla framar. Kannski líður honum eins og fjallgöngumanni sem hefur klifið Mt. Everest og hvað er þá til að sigrast á? Ef Fischer trúir þessu þá er hann mjög skammsýnn. Þegar Hillary og Tenzing náðu upp á Everest 1953 gátu þeir ekki vitað að nokkru síðar myndu miklu hærri fjöll finnast milljónir mílna í burtu - á Mars! Slíkir tindar bíða Fischers ennþá. Hann var i framför er hann settist í helgan stein aðeins 29 ára gamall og einmitt um þetta leyti ætti hann að vera á toppnum. Hann hefur enn ekki, þvert ofan i það sem flestir halda, gengið frá þvi í eitt skipti fyrir öll að hann sé mesti skákmeistari allra tima, og því síður að hann sé sá þolmesti. Lasker varð heimsmeistari árið 1894 er hann sigraði Steinitz, hann hélt titlinum í 27 ár og svo seint sem 1935 tókst honum að verða fyrir ofan eftirmann sinn, Capablanca, á skákmóti. Karpov og Kasparov eru þegar komnir fram í sviðsljósið. Hvað um þá sem enn eru ekki fæddir? Og hvað verður ef Fischer teflir aldrei framar? Hann er sagður hafa greindarvísitölu snillings sem hann hlýtur að geta notað á einn eða annan hátt en ennþá að minnsta kosti hefur hann ekki fengist við neitt nema skákina. Og því skyldi hann gera það? Skákin er sköpuð fyrir Fischer, og Fischer var skapaður fyrir skákina. Þau Caissa ættu ekki að búa sitt í hvoru lagi." En við sjáum til. Lítum á meðan á eina harða baráttuskák, fyrstu einvígis- skák Fischers við skákfréttaritara Helgar Tímans, Bent Larsen. Báðir tefla grimmt til vinnings og úr verður ægileg barátta. Fischer, sem hafði hvítt, lék auðvitað: 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - Re7 5.a3 - Bxc3+ 6. bxc3 - c5 7.a4 - Rbc6 8. Rf3 - Bd7 9. Bd3 - Dc7 10. 0-0 - c4 (Annar mögleiki er 10. - f6) 11. Be2 - f6 12. Hel! (Mun hvassara en 12. Ba3 - 0-0 13. Hel - Hf7, en þannig tapaði Fischer fyrir Mednis á meistara- móti USA 1962/63. Ef nú 12. - 0-0 13. exf6 - gxf6? (13. - Hxf6 og hvitur stendur betur.) 14. Bh6!, eða 12. -fxe5 13. dxe5 - Rxe5? 14. Rxe5 - Dxe5 15. Bh5+ og drottningin fellur.) 12.-Rg6 13. Ba3! - fxe5 14. dxe5 (Hér átti hvítur einnig völ á 14. Rg5 og t.d. 14 - e4 15. Bg4 - Rd8 16. Bh5 - Df4 17. Rxh7 - Dh6 (17. - Kf7 18. Rf8) 18. Dg4 - Kf7 19. Bxg6+ - Dxg6 20. Dxg6+ - Kxg6 21. Rf8+) 14. - Rcxe5 15. Rxe5 - Rxe5 (Larsen segir að eftir 15. - Dxe5 16. Bxc4 hafi hvítur greinilega betri stöðu, en þó það sé villt dregur úr látunum eftir 16. - Dxc3 17. Bxd5 (17. Dxd5 - Dxal) 17. - 0-0-0.) 16. Dd4 - Rg6 (Ef 16. - Rc6? vinnur 17. Bh5+, og eftir 16. - 0-0-0 17. Dxa7 - Rc6 og Larsen segir að hvítur hafi betri stöðu.) 17. Bh5 - Kf7!? (Larsen fordæmdi 17. - 0-0-0 18. Dxa7 - b6 19. Da8+ - Db8 20. Dxb8+ - Kxb8 21. a5, vegna 21. - bxa5 22. Bd6+, en staðan ætti að vera verjandi með 21. - Kc7) 18. f4! (Veitir betri möguleika á sókn hvitu mannanna gegn svarta kóngnum en 18. He3. Hótunin er 19. f5-exf5 20. He7+) 18. - Hhe8 19. f5 (Hvíta kóngnum væri meiri hætta búin með 19. g4 - Kg8 20. f5 - exf5.) 19. - exf5 20. Dxd5+ - Kf6 (Ef 20. - Be6, þá 21. Hxe6 22. Dxf5+ - Hf6 23. Dd5+ - He6 24. Hfl+ og vinnur. Fischer á nú um nokkra kosti að velja en ákveður að skipa mönnum sínum upp á nýjan leik i von um að ná valdi á miðborðinu. 18. og21. leikirhans eru mjög dæmigerðir fyrir hann.) 21. Bf3! (Tal hefði á sinum bestu árum e.t.v. kosið 21. g4! og sótt er beint að kóngi svarts. Upp frá þeim leik koma miklar flækjur sem ekki verður farið út í hér.) 21. - Re5! 22. Dd4 - Kg6! 23. Hxe5 - Dxe5 (Ef 23. - Hxe5 24. Bd6.) 24. Dxd7 - Hadl 25. Dxb7 25. - De3+ (Þessi leikur var mjög gagnrýndur en varla með réttu. Mælt hefur verið með 25. - Dxc3, en Fischer hefði varla svarað með hinum passífa leik 26. Dbl, því eftir 26. - He5 eða 26. - Hd2 á svartur ágæta möguleika. Fischer hefði áreiðanlega reynt 26. Dc6+! - Kg5 27. Bcl+ - f4! (Ekki 27. - Kh4 og svartur er lentur í mátneti, t.d. 28. g3+ - Kh3 29. Bg2+ - Kg4 30. h3+ - Kxg3 31. Dc7+ - De5 32. Dxe5 - Hxe5 33. Bg5 og mátar með Hfl og Hf3.) 28. h4+ - Kf5! 29. g4+! - fxg3 f.h. 30. Kg2 - Dd4! (30. - Dxal er of hættulegt, t.d. 31. Bg4+ - Ke5 32. Db5+ - Kd5 34. Ba3!), og nú hefur hvitur, að sögn ígors Sætsevs, ekkert betra en jafntefli.) 26. Kfl - Hd2 (Ekki 26. - Dxc3 27. Bb2) 27. Dc6+! - He6 28. Bc5! (Lykillinn að vörn hvíts. Skákin er eins og hún leggur sig dæmi um algera taktíska stjórn Fischers. Ef 28. Dc5 - Hf2+ 29. Kgl - Hxf3.) 28. - Hf2+ 29. Kgl - Hxg2+ + 30. Kxg2 - Dd2+ 31. Khl - Hxc6 32. Bxc6 - Dxc3? (Hér verður Larsen á í messunni. Hvítur hefur þrjá menn fyrir drottninguna, en ef Larsen hefði leikið 32. - a5, hefði vinningurinn verið torsóttur eða jafnvel enginn. T.d. 33. Hgl+ - Kf7 34. Bd4 - g5 35. Bd5+ - Kg6 36. Bxc4 - Dxc2. Eftir 32. - a5 myndi 33. Bd4 - Kh6! sennilega leiða til mjög ákafrar baráttu.) 33. Hgl+ - Kf6 34. Bxa7 (Fischer hefur nú unnið endatafl.) 34. - g5 35. Bb6 - Dxc2 36. a5 - Db2 37. Bd8+ - Ke6 38. a6 - Da3 39. Bb7 - Dc5 40. Hbl - c3 41. Bb6 og Larsen gafst upp. Hann getur ekki komið í veg fyrir að hvíta peðið verði að drottningu. Framhaldið yrði t.d 41. - c2 42. Hel+ - De5 43. Hxe5+ - Kxe5 44. a7 - cl-D+ 45. Bgl o.s.frv.) Núverandi heimsmeistari er næstur, og síðastur, á dagskrá. - ij. tók saman, þýddi og endursagði. 21 skák Anatólí Ljuboievic og/ eða Lubomir Karpov? ■ Eftir tvær umferðir á skákmótinu í Túrin var Karpov neðstur með núll vinninga! Hann hafði nefnilega biðskák úr fyrstu umferð og í annarri umferð tapaði hann fyrir Ljuboievic frá Júgóslaviu. Ljuboievic hefur lengst af átt í erfiðleikum með Karpov, sem hefur nokkrum sinnum yfirspilað hann mjög hægt og rólega en slík taflmennska á sem kunnugt er illa við hinn sókndjarfa Ljuboie- vic. En i þetta sinn var það Karpov sem var ekki með á nótunum. Ljuboievic hefur hvitt. I. c4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - 0-0 8. c3 - d6 9. h3 - Bb7 10. d4 - Rd7 Karpov beitir mörgum afbrigðum í þessari stöðu, upp á siðkastið hefur hann mjög beitt He8. II. Rbd2 - Bf6 12. Rfl - He8 13. Rg3 - g6 14. Bh6 - Ra5 15. Bc2 - c5 16. d5 - Rc4 17. Dcl - Bg7 Svarta staðan er traustleg, en þó Ijóst að erfitt verður að fá biskupinn á b7 í spilið. 18. a4 - R4b619. a5 - Rc8 20. c4! Ef svartur drepur kemur riddari til c4. Og ef svartur leikur b4 leikur hvitur Ba4. 20. - Bxh6 21. Dxh<+ Df6 22. Re2 - Re7 Ef til vill var Hd8 betra. 23. Rc3 - b4 24. Ba4. Ef b-linan opnast liður vart löngu þar til hvitur hrókur er kominn til b6. 24. - Bc8 25. Bc6! - Rxc6 Eftir 25. - Hb8 26. Ra4 og siðan Bxd7 og Rb6 hefur hvitur yfirburði á drottningarvæng og notar þá til sóknar á kóngsvængnum. 26. dxc6 - bxc3 27. cxd7 - Bxd7 28. bxc3 - De7 29. Hedl - Hed8 30. Habl - Ba4 31. hd2 - Hab8 32. Hdb2 -Hxb233.Hxb2-f634.Hb6-Dc7 jm j j m m. % TSÍ.+l ; ■t /i £ i m..i i ! §M a b d s sterkustu Sovétmennina.Svona skák er gott meðal! Seinni umferðin Þessi sigur Ljuboievic var næstum í Karpov-stil. En umferðirnar voru tvær og i seinni umferðinni hefndi Karpov sin. Það væri freistandi að segja að þá hafi heimsmeistarinn telft i Ljuboievic-stil en það er liklega fyrst og fremst vegna ögrunar Júgóslavans sem tefldi áhættusama byrjun. Nú hefur Karpov hvítt. 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - Rf6 4. Rc3 - cxd4 5. Rxd4 - a6 6. Be2 - e6 7. f4 - Dc7 8. 0-0 - b5?! Vafasamt skv. fræðibókum. En vel má vera að Ljubo hafi rannsakað þetta heima hjá sér. 9. Bf3 - Bb7 10. e5 Með varkárum leikjum eins og t.d. a3 myndi hvitur strax gefast upp á að reyna að ná frumkvæðinu en i sikileyjarvörn er baráttan um frum- kvæðið jafnan mjög hörð. 10. - dxe5 11. fxe5 - Rfd7 12. Bf4 - b4 Ég veit ekki hvort þetta hefur sést áður. Ég man eftir 12. - Be7 13. Khl - 0-0 14. Bxb7 - Dxb7 15. Dg4, og 12. - Rc6. 13. Re4 - Rxe4 14. Khl! - Be715. Rg5 - Bxg5 16JBxb7-Dxb7 17. Bxe5 - 0-0 18. Dg4 - de7 Ekki 18. - Bh6 19. Rxe6! m± i ± H m 1 & # ■ liii' ii = m a + s Eftir 35. Hxa6 - Bc6 bjargar svartur sér. En: 35. Rh2! - Bc6 36. Rg4 - Hf8 37. 13 - f5 Flýtir endalokunum en staðan var vond fvrir. 38. éxf5 - Hxf5 39. Dd2 - Kg7 40. Hxa6 - e4 41. fxe4 - Hf7 42. eS - Dc8 43. Dh6 +- Kh8 44. e6 - Hg7 45, Hb6 og heimsmeistarinn gafst upp. Ljuboievic er vanalega mjög taugaóstyrkur þegar hann teflir við a b c d e f g h 19. Dg3! Sterkara en 19. Bxb8 - Haxb8 20. Rc6 - Dc5 og svarta staðan er ekki vonlaus. 19. - Hc8 20. Bd6 - Dd7 21. Hadl - f6 Það var erfitt að finna góða leiki. Það er því engin ástæða til að setja upp spurningarmerki við þennan leik þó hvitur vinni nú þvingað. 22. Bxb8 - Haxb8 23. h4 - Bxh4 Bh6 strandar á Rf5 24 Dxh4 - Hc4 25. Dg3 - Hbc8 26. Rf5 - Da7 27. Rd6 - H4c5 28. Dh4 - Hd8 Hér gafst svartur upp án þess að bíða eftir svari hvíts. Hvitur hefur vitanlega afgerandi yfirburði en hvers vegna Ljubo kaus að gefast upp einmitt hér hef ég ekki hugmynd um! Að lokum vil ég taka fram að ég er nú nýsestur við taflmennsku á millisvæðamótinu i Las Palmas... Bent Larsen, stórmeistari, skrifar um skák

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.