Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 24
REGNBOGAROKK ■ Gítarleikarinn Ritchie Blackraore, forsprakki hljómsveitarinnar Rainbow fæddist i Englandi árið 1945. Hann hóf að leika á gítar 11 ára en á árunum 1968 tii 1975 var hann meðlimur i frægustu þungarokkhljómsveit heims Deep Purple. Með þeirri hljómsveit gaf hann út hvorki meira né minna en 12 breiðskífur. Hann hætti í Deep Purple i júní 1975 eftir miklar bollaleggingar og fékk til liðs við sig hljómsveitina Elf sem hafði um nokkurra mánaða skeið verið upphitunarhljómsveit fyrir Deep Purple. Þessi útgáfa af Rainbow gerði breiðskífuna Ritchie Blackmoreá Rain- bow haustið 1975. Á henni eru nokkur af merkustu gullkornum Blackmores s.s. Temple og the King og Catch the Rainbow. Vegna skapofsa Blackmores hefur honum haldist illa á meðspilurum. Þess tók að gæta strax i upphafi ferils Rainbow og hefur gætt allar götur síðan. Strax eftir útgáfu fyrstu breiðskífunnar rak hann alla meðlimi hljómsveitarinnar nema söngvarann Ronnie James Dio. í lið með þeim gengu trommuleikarinn Cozy Powell en hann hafði áður verið með Jeff Beck Group, bassaleikarinn Jimmy Bain og hljómborðsleikarinn Tony Carey. Hljómsveitin hafði nú náð miklum vinsældum því Deep Purple hætti í byrjun árs 1976 og aðdáendur þeirra flykktust undir liti regnbogans. Um miðbik ársins 1976 gáfu þeir út breiðskífuna Rising en mestur hluti ársins fór þó i hljómleikaferðir og sýnishorn af þeim er að finna á tvöföldu hljómleikaplötunni On Stage sem út kom 1977. Þar er ekki eingöngu að finna þekkt Rainbow-lög heldur einnig lag frá Purple tímanum Mistreated sem þar birtist i skemmtilegustu útgáfu þess sem þrykkt hefur verið í vinyl. Ennþá kemur skap höfðingjans til sögunnar. Nú eru þeir Bain og Carey „látnir flakka" en í þeirra stað fengnir bassaleikarinn Bob Daisley og hljómb- orðsleikarinn David Stone. Þeir hefja upptökur af kappi og seinni hluta árs 1978 senda þeir á markaðinn breiðskíf- una Long Live Rockn Roll. Hún sýndi glögglega að þessi nýja útgáfa hljómsveitarinnar var sist verri en sú á undan og varð sist langlífari. Ennþá er það egóið í Blackmore sem setur allt á annan endann. Þeir sen nú fá pokann sinn eru ekki aðeins Bob Daisley og David Stone heldur einnig söngvarinn Ronnie James Dio. Þetta kom flestum aðdáendum hljómsveitarinnar mjög á óvart. Dio var sem betur fer ekki horfinn af sjónarsviðinu því hann tók við stöðu söngvarans Ozzy Osbourne í Black Sabbath. Margir urðu heldur ekki ánægðir með söngvarann Graham Bonnet sem við tók af Dio ekki vegna þess að hann væri slæmur söngvari heldur vegna þess að hann var með stutt hár og það þótti þungarokksaðdáendun- um minna of mikið á punkið. Blackmore gerði itrekaðar tilraunir til þess að fá hann til að safna hári en án árangurs. Áhangendur hljómsveitarinnar voru hins vegar mjög ánægðir með þann sem tók við bassanum. Þar var kominn góðvinur Blackmores úr Deep Purple Roger Glover. Hann hafði frá því hann yfirgaf Purple 1973 lagt stund á upptökustjórn aðallega fyrir hljómsveit- ina Nasareth en einnig gefið út tvær sólóplötur. Sá sem tók við hljómborð- sleiknum var Don Airey en hann hafði áður verið i hljómsveitinni Colosseum II. Þessi útgáfa gaf út breiðskifuna Down T.o Earth um mitt ár 1979 og skellti sér siðan í hljómleikaferð um Bandaríkin um haustið. Á þessu hljómleikaferðalagi sagði Cozy Powell upp með árs fyrirvara en rifrildi hans og Blackmores höfðu oft á tíðum nær því endað með handalögmálum. Powell hafði um nokkurt skeið unnið sjálfstætt utan Rainbow gert sólóplötu og farið í hljómleikaferðir. Uppsögn hans varð ekki til að bæta ástandið innan hljómsveitarinnar og gekk á ýmsu allt árið 1980. Frægastir eru sennilega hljómleikar þeirra í Wembley tónleik- ahöllinni sumarið 1980 en þá neitaði Blackmore að flytja aukalag þrátt fyrir óskir áhorfenda og hinna meðlima hljómsveitarinnar. Það varð til þess að áhorfendur gengu berserksgang og brutu allt og brömluðu. í ági^st 1980 lék Cozy Powell síðustu tónleika sína með Rainbow. { stað hans kom í hljómsveitina trommuleikarinn Bobby Rondinelli. Þannig starfaði hljómsveitin til ársloka en þá hætti söngvarinn Graham Bonnet og í hans stað var fenginn bandarískur söngvari Joe Lynn Turner að nafni. Þeir hófu upptökur á nýrri breiðskifu sem leit dagsins ljós i byrjun febrúar á siðasta ári og ber nafnið Difficult To Cure. Skifa þessi er að nokkru leyti ólik fyrri skífum Rainbow. Breska þungarokkið hefur hörfað litiliega og við hefur tekið bandarískt iðnaðarrokk a la Styx og Kansas. Allt siðasta ár voru þeir á hljómleikaferðalögum. Enn einar mann- askiptingar urðu. Hljómborðsleikarinn Don Airey hætti en í hans stað er nú kominn David Rosenthal. Þannig skipuð hóf hljómsveitin upptökur á nýrri breiðskifu er út kom nú i vor, og ber nafnið Straight Between The Eyes. Hér kveður við annan tón en á Difficult To Cure. Ameríska iðnaðarrokkið hefur horfið aftur og við tekið þungarokk eins og Bretum einum er lagið að leika. Blackmore hefur ekki lengi verið eins lipur á gitarinn og hinir meðlimirnir skila allir sínum hlutverkum með stakri prýði. Ég verð að segja að mér finnst Rainbow ekki hafa verið betri siðan á skifunni Long Live Rockn Roll frá árinu 1978. Það er þvi auðheyrt að Ritchie Blackmore er ekki dauður úr öllum æðum enn þrátt fyrir að hann sé kominn hátt á fertugsaldurinn. vika. Q4U stækkar ■ Meðlimir hljómsveitarinnar Q4U eru hátt uppi þessa dagana þar sem þeim hefur bæst góður liðsauki þar sem er gítarleikari Taugadeildarinnar sálugu, Óðinn Guðbrandsson. Mun hann spila með hljómsveitinni á næstunni, fyrst á rokkhátiðinni á Hótel Borg næsta föstudag. Óðinn mun hafa verið tekinn i Q4U...„að undangenginni klippingu og rakstri..." eins og einn af meðlimum sveitarinnar orðaði það við Nútímann. Með tilkomu óðins má segja að Q4U sé fullskipuð, Gunnþór á bassa, Árni á hljómborð, Kormákur á trommur, Óðinn á gitar og Ellý annast sönginn. Það er rétt að taka það fram hér að Kormákur mun ekki geta spilað með á Borginni vegna veikinda sem hann hefur átt við að stríða og því mun verða notaður trommuheili í hans stað. - FRI Dagskrá á Rokk hátíð breytist ■ Nokkrar breytingar verða á Rokk- hátíð þeirri sem hefst hér í Reykjavík í • næstu viku og nú er ljóst að bæði Þrumuvagninn og Bodies falla út. Hallvarður E. Þórsson, sem borið hefur hitann og þungann af skipulagn- ingu hátíðarinnar, sagði i samtali við Nútímann að endanleg dagskrá væri þannig að á þriðjudagskvöld yrðu hljómsveitirnar Egó og Grýlurnar i Austurbæjarbíói og hæfust þeir tón- leikar kl. 21. Kvöldið eftir yrðu svo sömu hljómsveitir á Hótel Borg og hæfust þeir tónleikar kl. 22 Fimmtudagskvöld á Hótel Borg yrðu hljómsveitimar Vonbrigði, Fræbblarnir og Purrkur Pillnik en lokakvöldið á Hótel Borg yrðu hljómsveitimar Tappi Tikarrass og Q4U. Eins og sést af þessum lista þá eru flestar af þekktustu nýbylgjuhljómsveit- ■ Purrkur Pillnik. um landsins sem taka þátt í þessari verði góð þar sem búast má við miklu rokkhátið og ekki er að efa að öll „gigin“ af fólki á alla tónleikana. - FRI Nýjar plötur / / oMVICÍiirATlME KROKUS: ONEVICEATATIME. ARISTA/STEINAR HF. ■ Við fslendingar emm svo óheppnir að kynnast rokktónlist að mestu i gegnum hermannaútvarpið á Miðnes- heiði. Tónlistarsmekkur okkar er þvi svolítið amerískur og það vill oft gleymast að á meginlandi Evrópu em starfandi margar mjög góðar rokkhljóm- sveitir t.d. franska þungarokkhljóm- sveitin Tmst. Krokus er einnig ein þessara hljómsveita. Hún var stofnuð i Sviss árið 1974 en svisslenskir unglingar tóku þeim fálega i fyrstu og þeir neyddust til þess að halda tónleika erlendis t.d. á Spáni þar sem þeir hafa náð miklum vinsældum. Þeir gáfu út tvær breiðskifur Pay It In Metal og Painkiller í Evrópu áður en núverandi söngvari þeirra Marc Storace gekk til liðs við þá. Storace er fæddur á Möltu en alinn upp i London og þekkir því vel til bresku þungarokkhljómsveitanna. Það var þó ekki fyrr en með þriðju breiðskífu þeirra Metal Rendez-vous sem út kom 1980 að þeir komust inn á Bandarikjamarkað og þá hafa ef til vill einhverjir íslendingar heyrt þá í hermannaútvarpinu. Þeir fóru einnig i hljómleikaferð um Bandaríkin sem upphitunarhljómsveit fyrir AC/DC, Cheap Trick og Molly Hatchet. Fjórða breiðskífa þeirra Hardware sem út kom á siðasta ári jók enn á vinsældir þeirra vestanhafs og austan. Upptökum á þessari nýjustu skifu One Vice At A Time stjómaði upptökumaðurinn Tony Platt en hann hefur unnið með mörgum frægum hljómsveitum s.s. AC/DC, Foreigner, Trust og, haldið ykkur, Paradís. Tónlist Krokus er svo lík AC/DC og söngur Storace svo likur Bon Scott að það gerir alia AC/DC aðdáendur skylduga að kaupa þessa skifu. Útsetning þeirra á gamla Guess Who laginu American Woman er með þeirri smekklegustu sem ég hef heyrt á því lagi. Hljóðfæraleikur kappanna er mjög góður og gerir þessa skífu að þrumugóðri rokkskifu. Bestu lög: Long Stick Goes Boom, Playin The Outlaw og Im On The Run. vika. „í svart- hvítu” ■ Út er komin fyrsta hljómplata hljómsveitarinnar Tibrá frá Akra- nesi. Platan heitir „í svart-hvitu“ er hæggeng breiðskifa. Hún inniheldur m. a. hið geysivinsæla lag „Peningar“. Liðsmenn Tibrá flokksins eru: Eðvarð Lárusson gítarleikari, Eirik- ur Guðmundsson trommuleikari, Finnur Jóhannsson söngvari, Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Val- geir Skagfjörð hljómboiðsleikari og Jakob Garðarsson bassaleikari. Framkvæmdarstjóri er Adolf Frið- riksson. Útgefandi „f svart-hvitu" er Dol- bit s.f. Akranesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.