Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 29

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 29
SUNNUDAGUR 18. JULl 1982 aliiialM ■ Ríkharður fyrsti Ijónshjarta. ■ Jóhann landlausi. ■ Hinrik þriðji. ■ Játvarður fyrsti. ■ Játvarður annar. sannaði herstjórnarhæfileika sína i þessari krossferð en á leiðinni kastaðist i kekki milli hans og Filipusar. l’eir höfðu ætlað að styrkja bandalag sitt með hjónabandi en er Rikharður frétti að Alice, systir Filipusar, hefði verið ástmær föður sins þvertók hann fyrir að giftast henni, og gekk i staðinn að eiga Berengaríu af Navarre að ráði móður sinnar. Á leiðinni heim úr krossferðinni var Ríkharður svo hnepptur i varðhald af Leópold Austurríkiskeisara og í meira en ár reyndu bæði vinir og óvinir Ríkharðs að fá hann framseldan. Helstu óvinir hans voru þá Jóhann bróðir hans, sem reynt hafði að hrifsa til sin völdin í fjarveru hans, og Filipus Frakkakóngur en þegar Rikharður komst loks aftur til rikis síns hóf hann stríð á hendur þeim. Hann sættist að visu fljótlega við Jóhann en hafði unnið öll sín lönd aftur af Filipusi þegar hann lést eftir smáskæru við virki eitt i Frakklandi þann 6. april 1199. Jóhann tók við, Jóhann landlausi. „Konungunnn jafn vitur nú og hann var í vöggu.. Jóhann lánlausi hefði verið jafnvel enn meir við hæfi. Þrátt fyrir itrekaðar og sjaldnast smekklegar tilraunir til að tryggja sér völd og áhrif gekk honum allt í óhag. Rikharður skyggði á hann og varð siðan konungur; meðan Ríkharður var í krossferðinni komu embættismenn hans í veg fyrir að Jóhanni yrði nokkuð ágengt. Jóhann varð að biðja bróður sinn fyrirgefningar sem var auðsótt: „Ekki vera hræddur, Jóhann. Þú ert bam. Þú hefur lent í slæmum félagsskap og ég ætla að refsa þeim sem hafa afvegaleitt þig.“ „Barnið“ var þá 27 ára! Eftir að Jóhann varð konungur gerðu lénsherramir í Anjou, Maine og Touraine uppreisn gegn honum og kusu í staðinn fyrir hann til konungs Artúr, son Geoffrey bróður Jóhanns. Artúrvar þá aðeins tólf ára en undireins og Jóhann hafði hendur i hári hans lét hann taka þennan stórhættulega bróðurson sinn af lifi. Það mæltist illa fyrir og er fram liðu stundir missti Jóhann lendur sínar á Normandý og í Anjou. Hann hélt þó enn nokkrum héruðum í Frakklandi og var ákveðinn i að endurheimta önnur. Til þess þurfti hann fé og það fékk hann á Englandi. Skattpíning fór upp úr öllu valdi og óánægja jókst mjög og er herir Jóhanns biðu ósigur fyrir Filipusi fríða árið 1214 sauð upp úr á Englandi. Barónarnir gerðu uppreisn, náðu Lon- don á sitt vald og neyddu Jóhann til að semja frið. Hann varð að undirrita skjal sem tryggði réttindi þeirra - hið fræga Magna Charta - en erjur bratust brátt út á ný. Uppreisnarmenn útnefndu Loðvík, son Filipusar, konung og herir hans náðu London í mai 1216. Hálfu ári síðar lést Jóhann, örmagna. Stuðnings- menn hans krýndu Hinrik son hans og frá og með Hinriki þriðja er talað um veldi Plantagenet - ættarinnar. Hinrik var hins vegar aðeins níu ára er hann var krýndur og átti þvi þátt i þvi er menn hans sigruðu bæði innlenda uppreisnar- menn og Loðvík Filipusson og komu á stöðugleika i ríkinu á ný. Hinrik þriðji var konungur i 56 ár en þykir lítt spennandi og enginn skörungur; allar tilraunir hans til að beita valdi sínu enduðu með þvi að aðalsmennirnir hótuðu uppreisn og hann varð að láta undan. Álíka misheppnaðar voru til- raunir hans til að endurheimta lönd feðra sinna í Frakklandi. Óánægja ensku aðalsmannanna jókst einnig við það að fjöldi útlendra ættingja drottn- ingarinnar, sem var frönsk, streymdi til Englands og fékk fé og frama hjá Hinriki - og spenna milli aðalsmanna og konungs varð æ meiri. Það braust út strið og Hinrik fór mjög halloka og var gísl uppreisnarmanna um hrið. Sonur hans Játvarður vann hins vegar sigur á uppreisnarmönnum að lokum, og eftir það réði Játvarður mestu þó karl hans væri kóngur að nafninu til. Hinrik lést svo 1272, og þykir einhver leiðinlegasti og heimskasti konungur Englands (nema menn eru sammála um að hann hafi stuðlað mjög að framgangi lista). Eitt sinn líkti hirðfifl nokkurt konunginum við Jesúm Krist og er Hinrik spurði á hvern hátt var svarað: „Vegna þess að Drottinn var jafn vitur er hann var getinn og hann var þrjátiu árum siðar, og á sama hátt er konungurinn jafn vitur nú og hann var er hann var i vöggu;“ Ljúflingur Játvarðar annars myrtur Játvarður fyrsti rikti frá 1272 til 1307 og var lengi talinn einhver mesti konungur Englands, því hann var glæsilegur útlits og gekk oftast vel i orrustum. Sagnfræðingum nú til dags þykir að sönnu minna til hans koma, en helsta afrek hans var að brjóta Wales - búa að fullu og öllu undir yfírráð Englendinga. Verr gekk honum með Skota, og hann lést einmitt er hann var að hefja enn eina herferð gegn skoskum uppreisnarmönnum sem neituðu að fallast á tilkall hans þar. Við konungs- tigninni tók sonur Játvarðar og nafni, Játvarður annar, sem var konungur i tuttugu ár, eða til 1327. Þeim tuttugu árum vildu Englendingar helst gleyma. Fyrir það fyrsta var Játvarður annar1 enginn konungur að eðlisfari. Hann var einfaldur maður og vildi heldur skemmta sér en sinna stjórnunarstörfum. Sú var að vísu raunin með fleiri konunga en skemmtanir Játvarðar annars þóttu ekki ýkja konunglegar á miðöldum. Hann hirti ekki um skylmingar eða burtreiðar en hafði þvi meira gaman af búskap og alla vega likamlegri áreynslu. Það þótti ekki fínt. Vinir og félagar Játvarðar þóttu sömuleiðis vera af heldur lágri sort en þeim var hann bæði trúr og tryggur þótt það kostaði andúð og að lokum fullan fjandskap hinna valdamiklu aðals- manna við hirðina og út um landið. Játvarður jós fé og virðingarembættum yfir þessa vini sína og var sjálfur iðinn við að draga sér fé sem ekki var hans. I öðru lagi var Játvarður, nær sannanlega, kynvilltur. Besti vinur hans framan af ævinni var Piers Gaveston en þeir höfðu verið leikfélagar f æsku og voru án mikils vafa elskendur er fram liðu stundir. Gaveston var karlmannlegur og hraust- ur riddari en afar hrokafullur og notfærði sér sambandið við konunginn til að niðurlægja og spotta valdamikla aðajsmenn sem sóm þess dýran eið að ná sér niðri á honum. Játvarður studdi hins vegar vin sinn algerlega og það var ekki liðið ár frá láti föður hans er hann gerði Gaveston að jarli yfir Cornwall cn sá titill hafði áður fyrr aðeins verið fyrir konungssyni. Skömmu siðargekk Gave- ston að eiga frænku konungsins en steininn tók úr þegar Játvarður skipaði Gaveston rikisráðanda yfir Englandi meðan hann brá sér til Frakklands að sækja þangað brúði sina, hina fögru ísabellu af Frakklandi. í brúðkaups- veislunni gaf Játvarður síðan Gaveston meirihluta brúðargjafanna og hafði lengri viðdvöl á legubekk Gavestons en brúðar sinnar. Andstæðingar Gave- stons, og konungsins, voru ólgandi af reiði en þvi miður fyrir þá var Gaveston ekki siður slyngur með sverði en hann var i kjaftinum. Að lokum var andstaðan gegn framferði Gavestons þó svo mikil að Játvarður neyddist til að afsala sér hluta af völdum sinum til þess að halda ótryggan friðinn. Það dugði ekki til. Aðalsmennimir söfnuðu enn liði gegn Gaveston og léíu reka hann í útlegð og þegar hann birtist aftur skömmu siðar var hann handtekinn og myrtur. „Úlfynjan frá Frakklandi“ snýst gegn manni sinum Helsti og hættulegasti andstæðingur Játvaðar annars var Tómas af Lanc- aster, en þeir voru bræðrasynir. 1311 var svo komið að Lancaster réði i raun yfir riki i ríkinu, hann hafði her undir vopnum og átti mikið landflæmi, var auk þess metnaðargjarn með afbrigðum. Þótt Játvarður hafi verið slæmur var Lancaster ennþá verri: grimmdarseggur og gráðugur sem þar ofan á kunni lítt með vald sitt að fara. Árið 1314 neitaði hann að fylgja Játvarði í herför til Skotlands (gegn hinum viðfræga foringja Skota, Robert Bruce) og cftir að Játvarður hafði beðið auðmýkjandi ósigur gegn þrisvar sinnum færri Skotum við Bannockburn var Englandskonung- ur i raun ekki annað en leppur Lancasters. Næstu þrjú árin ríkti algert stjórnleysi á Englandi. Skotar herjuðu á norðurhéruðin, óeirðir og uppreisnir brutust út víða i Englandi sjálfu og ofan á þetta bættist plágan. 1318 komust þeir Játvarður og Lancaster að samkomulagi og góðir menn vonuðu þá að ró kæmist á en því fór fjarri. Konungurinn var eftir sem áður næstum valdalaus'og sérstakt ráð aðalsmanna varð að leggja blessun sína fyfir allar gerðir hans og þetta ráð snerist öndvert gegn uppgangi Despens- er - feðga við hirðina. Að vissu leyti má segja að sagan um Despcnserfeðgahafi verið sagan um Gaveston endurtekin. Þeir komu sér i mjúkinn hjá konungi og þáðu af honum allt sem hann gat boðið, en í staðinn studdu þeir hann gegn barónunum. Þeir höfðu þó sigur i bili og 1321 voru Despenserfeðgar gerðir útlægir. Játvarður taldi hins vegar að tími væri til kominn að sýna óvinum sínum fulla hörku, hann sigraði heri andstæðinga sinna í Wales og sneri sér síðan að Lancaster. Lancaster gerði þau afdrifariku mistök að biðja Robert Bruce í Skotlandi um aðstoð sem varð til þess að íbúar norðurhéraðanna fylktu sér við hlið konungs og einkaher Lancasters var sigraður við Borough- bridge. Lancaster sjálfur var tekinn höndum og hálshöggvinn samstundis. Despenser-feðgar sneru aftur og Ját- varður virtist hafa öll tromp á hendi. En þá lét eiginkona hans til skarar skríða. ísabella hafði sem fyrr var rakið verið auðmýkt rækilega við brúðkaupið en fyrstu hjónabandsárin bar ekki á öðru en samkomulag þeirra hjóna væri að minnsta kosti sæmilegt og þau áttu fjögur börn saman. Eftir að Lancaster var drepinn skipaði ísabella sér aftur á móti i hóp andstæðinga Játvarðar og einkum var henni uppsigað við Despens- er - feðgana. Þeir voru fyrir sitt leyti ekkert hrifnir af henni en virðast hafa verið of öruggir með sig. Árið 1325 leyfðu þeir að hún færi til Frakklands til að semja um frið milli rikjanna en hún var systir konungsins í Frakklandi. ísabella hafði löngum þótt klók við samningaumleitanir en það var lítill friður sem vakti fyrir henni er hun sigldi yfir Ermarsundið. Þaðan í frá var hún á Englandi kölluð „úlfynjan frá Frakk- Iandi“. Ótrúlegir glæpir Mortimers og ísabellu ísabella setti upp sina eigin hirð í París og þangað leituðu margir enskir útlagar. Meðal þeirra var Roger Morti- mer, aðalsmaður sem hafði sloppið naumlega úr hinu illræmda Tower - fangelsi þremur árum fyrr. ísabella tók hann sér fyrir elskhuga og var ekkert að fela það sem vakti hrylling Frakka- kóngs, bróður hennar. Er Játvarður, sonur Játvarðar annars og ísabellu, kom til Parisar á leið í sendiför til Aquitaine bannaði ísabella honum að halda ferð sinni áfram og hugðust þau Mortimer nota strák sem peð i valdataflinu gegn Játvarði öðrum. Eftir að þau urðu að hrökklast frá París dvöldu þau um skeið í Hainault en í september 1326 sigldu þau til Englands. Englendingar voru þá orðnir lang- þreyttir á vesininu sem stafaði af Játvarði öðrum og tóku ísabellu og Mortimer fagnandi. Játvarður og De- spenser-feðgar flúðu til kastala sinna i vestri en þeir og stuðningsmenn þeirra náðust einn af öðrum og voru teknir af lifi á hinn hryllilegasta hátt. Að lokum féll Játvarður sjálfur i hendur eiginkonu sinnar og elskuhuga hennar og eftir mikið stapp samþykkti hann að afsala sér konungstigninni og við tók sonur hans, Játvarður þriðji. Játvarður annar var eftir sem áður þeim hjúum ísabellu og Mortimer óþægur Ijár i þúfu og loks ákvað Mortimer að láta taka hann af lifi. Hann var þá fangi i Berkeley kastala og fangaverðirnir fengu fyrirmæli um að ekkert sár mætti sjást á likama hans svo hann var drepinn með þvi að glóandi járn var rekið upp í endaþarm hans. Játvarður annar er eitt átakanlegasta dæmið um mann sem hvorki vildi né gat verið konungur en hlaut að sæta hinum hryllilcgustu örlögum af því einu að hann var elsti sonur föður sins. Annað malvar Játvarðurþriðji. Hann hvorttveggja vildi vera konungur og fór létt með það! Er hann var krýndur var hann aðcinsfjórtán ára og leppur móður sinnar og hins grimmlynda Mortimers en innan þriggja ára hafði hann náð undir sig öllum völdum og látið taka Mortimer af lífi fyrir ótrúlegan lista af glæpum sem hann hafði þó flesta drýgt. ísabella fékk aftur á móti að Ijúka ævi sinni í friði. Játvarður þriðji var óumdeilanlega vinsælasti konungur Englands fram að þvi. Hann var snjall hermaður og sannur aðalsmaður, tókst að fylkja hinum uppreisnargjörnu barónum að baki sér og jafnframt treysta konungdæmið i sessi. Þetta gerði hann umfram allt mcð sannfærandi hernaðarsigmm en herir Játvarðar unnu bæði sigur á Skotum og Frökkum og um tima vom bæði Davið Skotakóngur og Jóhann Frakkakóngur i haldi í London. Árið 1360réðiJátvarður yfir einum fjórða hluta Frakklands eftir að hann sjálfur, Játvarður sonur hans (kallaður „Svarti prinsinn") og Hinrik af Derby höfðu unnið hvern sigurinn af öðmm á hversveitum Frakka. Plágan og gifurlcg skattheimta drógu hins vegar fljótt þróttinn úr Englendingum i Frans og 1374 höfðu þeir misst öll nýfengnu landsvæðin aftur. Játvarður þriðji var þá orðinn gamall og öðrum háður og þegar að elsti sonur hans, „Svarti prinsinn", dó tók Jóhann af Gaunt, fjórði sonur Játvarðar, stjórnina i sínar hendur. Gaunt var hertogi af Lancaster en Lancaster - ættin var bæði fjölmenn og valdamikil. Játvarður, sem hafði valið Rikharð af Bordeaux, son „Svarta prinsins", eftirmann sinn lést svo árið 1377. Lancaster-ættin kemur til valda og seilist til áhrifa i Frans Rikharður var skritinn fugl. Hann var sannfærður um að honum bæri svo að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.