Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 30

Tíminn - 18.07.1982, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ1982 Játvarður þriðji. ■ Rikharður annar afsalar sér krún- unni til Hinriks Ijórða. ■ Hinrik fímmti. ■ Hinrik sjötti. ■ Játvarðul fjórði. Englandskongar segja alræðisvald en sú hugmynd þótti i þá tið næsta fáránleg. Ríkharður eignaðist því fljótt valdamikla óvinu og gekk á ýmsu, en hann náði að halda völdunum ótrúlega lengi miðað við aðstæður, eða til 1399. Þar réði mestu að Jóhann af Gaunt var alla tíð dyggur þjónn konungsdæmisins og neitaði að gera nokkrn hlut til að blaka við rikjandi konungi. Svo áhrifamikill var Jóhann af Gaunt að honum hefði sjálfsagt verið i lófa lagið að hrinda Rikharði öðrum úr sessi en kaus þess i stað að þjóna honum og gengdi margvíslegum störfum. Sömu sögu er ekki að segja af syni Gaunts, Hinriki af Bolingbroke, sem ungur að árum varð einn helsti andstæðingur Rikharðs og átti mikinn þátt i að setja hann af völdum árið 1399. Þá loks hafði Rikharður glatað öllum stuðningi og varð að afsala sér konungstigninni. Enda þótt krafa Hinriks af Bolingbroke til konungdómsins væri mjög vafasöm og átta ára gamall jarlinn af March ætti að allra dómi meira tilkall til krúnunnar fór svo að Bolingbroke varð kóngur og nefndist Hinrik fjórði. Hann var fyrsti konungur Lancaster - ættarinnar. í leikritum Shakespeares um Hinrik fjórða er hann heldur dapurlegur kóngur, umkringdur uppreisnargjörn- um barónum og þjakaður vegna þess að hann neyddi réttborinn konung til að afsala sér völdum. Þessi lýsing mun ekki vera fjarri lagi. Meðan Hinrik Boling- broke var að vinna sig upp i heiminum og að krúnunni var hann ungur, ákafur og útsjónarsamur en undir eins og hann var orðinn kóngur virtist honum fipast. Hann vissi enda sem var að tilkall hans til konungdóms var ákaflega vafasamt, að ekki sé meira sagt, og fann sig þvi ekki sérlega traustan í sessi. Hann átti við uppreisnir og samsæri að etja, sem honum tókst að visu að sigrast á, og undir lokin á fimmtán ára konungdómi hans var hann bæði orðinn veikur og nýr keppinautur kominn fram á sjónarsvið- ið. Sá var nafni Hinriks og elsti sonur en hann mátti heita raunverulegur stjórnandi Englands síðustu æviár föður sins. Og þegar Hinrik fjórði lést árið 1413 og sonurinn varð hinn fimmti Hinrik var hann ekki seinn á sér að vinna sér orðstír sem einn mesti kóngur Englands fyrr og síðar. Þeir sem hallast að þvi að einstaklingar skapi söguna benda oft á Hinrik fimmta sem dæmi en það var persónuleg hæfni hans sjálfs, umfram allt í hernaði, sem færði Englandi mestu uppgangstima sina þar til heimsveldið var upp á sitt besta. Eins og endranær kom Frakkland við sögu. Englendingar áttu þegar hér var komið sögu aðeins fáeinar landræmur á strönd Frakklands en höfðu fullan hug á að bæta úr því. Frakkland var um þetta leyti klofið þvers og kruss vegna innbyrðis deilna konungsins og hertog- anna sem voru meira eða minna sjálfstæðir. Hinrik ætlaði sér að nota tækifærið til að vinna aftur lönd Englands á meginlandinu, gekk i bandalag við hertogann af Búrgúndý og sigldi til Frakklands með her sinn árið 1415. Við Agincourt mætti hann þrisvar sinnum fjölmennari her Frakka en ensku lábogasveitirnar reyndust algerir ofjarlar frönsku riddaranna og Hinrik vann stórsigur, missti innan við 400 menn en Frakkar um það bil sex þúsund auk mun fleiri fanga. Guðrækin pempía í hrosshársskyrtu Alla konungstíð Hinriks var Frakk- land númer eitt, tvö og þrjú. Hann setti fram kröfur um konungstign i Frakk- landi og fékk stuðning margra fyrir- manna i Frakklandi og víðar i Evrópu svo að árið 1420 hélt hann innreið sína í París, nýgiftur Katrinu dóttur hins geðsjúka Frakkakóngs, Karls sjötta. Krónprins Frakka neitaði hins vegar að fallast á kröfur hans og þar eð krónprinsinn reði rúmlega helmingi Frakklands var sigurinn enn langt undan - þvi nú vildi Hinrik Frakkland allt! En Hinrik lést áður en hann gæti sótt meira fram, það var i ágúst 1422. Á örfáum árum hafði hann lagt stóran hluta Frakklands undir ensku krúnuna, sýnt töluverða hernaðar- og stjórnunarlist en dó svo frá öllu saman. Sonur hans, Hinrik sjötti, sem tók við var niu mánaða gamall. Hinrik sjötti hefði betur orðið munkur en kóngur og enginn vafi á að sjálfur hefði hann kosið það. Hann var pempía, enginn stjórnandi en guðræk- inn vel og gekk i hrosshárskyrtum til sjálfspiningar að hætti pislarvottanna þegar silkiklæði hefðu hentað betur. Á fyrri hluta valdatíma Hinriks töpuðust lendur Englendinga í Frakklandi á nýjan leik, stöðugar deilur voru milli mektar- manna í landinu og Rósastríðin bloss- uðu upp af fullum krafti. Spilling var mikil og fjárdráttur embættis- og aðalsmanna gífurlegt vandamál. Hinrik var ekki maður til að valda þvi sem að höndum bar og afleiðingin var sú að klika harðskeyttra aðalsmanna fór með þau völd sem henni þóknaðist. Fremstur i þeim flokki var Játmundur Beaufort, hertogi af Somerset, en hann átti reyndar nokkurt tilkall við krúnunnar þar eð hann er kominn af Jóhanni af Gaunt. Helsti andstæðingur hans var Ríkharður, hertogi af York, en hann átti einnig kröfu til konungdóms þar sem hann var afkomandi Liónels, eldri bróður Jóhanns af Gaunt, gegnum móður sína Anne Mortimer, og einnig kominn af Játmundi, yngra bróður Jóhanns, gegnum föður sinn, jarlinn af Cambridge. Gekk á ýmsu í deilum þeirra en á meðan hrakaði heilsu konungsins stöðugt og honum og konu hans, Margréti af Anjou, ætlaði ekki að auðnast að eignast erfingja. 1454 fæddist loksins sonurinn Játvarður en Hinrik, sem óttaðist kynlíf eins og pestina, rak upp stór augu og sagði að hann hlyti að vera getinn af heilögum anda. Raunar var Margrét skörungur mikill og eftir því sem Hinrik sjötti sökk dýpra i eymd, volæði og geðsýki tók hún meiri þátt í stjórnarstörfum. Hún gerðist banda- maður Somersets gegn York, en York átti aftur á móti hauk í horni þar sem var Rikharður Neville, jarl af Warwick - sá maður sem síðar var kallaður „Kingmaker". 1460 sigruðu hersveitir Lancaster-ættarinnar hertogann af York og hann var felldur (höfuð hans höggvið af og sýnt York-búum opinberlega), en þá tók Warwick upp stuðning við elsta son Ríkarðs af York, Játvarð, og i mars 1461 kom til úrslitaorrustu. Þar hafði York-ættin sigur, Hinrik sjötti var handtekinn og neyddur til að afsala sér völdum, en Játvarður af York tók sér konungsnafn og var Játvarður fjórði. Rósa-stríðin halda áfram af vaxandi grimmd Játvarður var aðeins nítján ára en hafði þegar skapað sér orðstír á vígvellinum. Fyrstu ár hans i hásætinu var það hins vegar jarlinn af Warwick sem raunverulega hélt um stjórnartaum- ana en eftir þvi sem Játvarður eltist féll honum verr að vera litið annað en leikbrúða hins metnaðargjarna jarls og 1469 kom til átaka milli þeirra. Warwick ýtti undir uppreisnir víða í landinu en fyrir honum vakti að gera bróður Játvarðar, hinn heimska Georg, hertoga af Clarence, að konungi í stað Játvarðar. Játvarður, studdur bróður sínum, Rík- harði hertoga af Gloucester, fór um hríð halloka fyrir Warwick og Margréti af Anjou sem var nú aftur komin til sögunnar og vildi gera son sinn og Hinriks sjötta að konungi. Um veturinn 1370-71 dvaldist Játvarður fjórði í útlegð hjá Búrgúndý-hertoga en Hinrik vesa- Iingurinn sjötti var endurreistur konung- ur á Englandi en þegar voraði hélt Játvarður heim og sigraði heri Warwicks við Bamet og síðan heri Margrétar af Anjou og Játvarðar sonar hennar við Tewkesbury. Warwick og Játvarður Hinriksson féllu báðir og Hinrik sjötti var tekinn af lífi. York-ættin hafði treyst sig í sessi. Það sem eftir lifði af konungstíð Játvarðar fjórða var rólegur timi miðað við það sem á undan var gengið. Konunginum var ekki ógnað að ráði, nema i mesta lagi af bróður sínum, Clarence, og var hann tekinn af lífi að undirlagi drottningar, Elísabetar Wood- ville, árið 1478; drekkt i vintunnu! Játvarður þótti að öðru leyti góður stjórnandi fremur en hitt og hrinti hann i framkvæmd ýmsum endurbótum sem hann hafði lofað að framkvæma á sinum tíma en lítið orðið úr vegna innanlands- ófriðar. York-ættin hafði löngum stutt tilkall sitt til krúnunnar með því að vinna þyrfti bug á spillingu og eyðslusemi Lancaster-ættarinnar og þótt ótrúlegt megi virðast gekk Játvarður rösklega fram við þessar endurbætur. Hann treysti efnahag krúnunnar svo hún þurfti ekki sifellt að skattpina þegnana, takmarkaði vald barónanna út um landið sem farið höfðu sínu fram án tillits til landslaga og gekk furðanlega að uppræta bófaflokka á þjóðvegum sem þá voru mikið vandamál. Þá styrkti Játvarður verslun bæði heima og erlendis og svo framvegis. Allt horföi þvi til betri vegar þegar Játvarður lést árið 1483. Hann lét eftir sig tvo syni, Játvarð, sem var tólf ára, Ríkharð, hertoga af York, sem var enn yngri, og eina dóttur, Elísabetu af York. í erfðaskrá sinni útnefndi Játvarður hinn trygga bróður sinn, Rikharð Gloucester- hertoga, til að fara með völd i landinu uns Játvarður litli yrði myndugur. Rikharður, hertogi af Gloucester, er auðvitað enginn annar en skrímslið Rikharður þriðji. Var Ríkharður þríðji ekki jafn slæmur og Shakespeare segir? Fáir enskir konungar hafa fengið jafn slæma „pressu" og Rikharður þriðji; nægir af minna á samnefnt leikrit Shakespeares en Rikharður þess verks er einhver mesti skúrkur i samanlögðum bókmenntunum. Þegar blákaldar stað- reyndir eru athugaðar kemur á hinn bóginn annað í ljós. Lítum á ævi hans. Hann fæddist árið 1452, fjórði og yngsti sonur Ríkharðs York - hertoga, og var lengst af i útlegð með móður sinni eftir að hinn eldri Ríkharður féll fyrir herjum Lancaster - ættarinnar. Er Játvarður fjórði varð konungur sneri Rikharður, sem þá var niu ára, heim og var gerður hertogi af Gloucester. Hann var tryggur bróður sínum í deilum hans við Warwick og gekk vel fram í orrustunum við Bamet og Tewkesbury. Enginn fótur er fyrir þvi að Ríkharður hafi sjáifur drepið eða látið drepa Játvarð, son Hinriks sjötta, né að hann hafi átt meiri þátt i þvi en hvaða Yorkari sem var er Hinrik sjálfur var tekinn af lifi. Eftir að friður var kominn á gekk Ríkharður hins vegar að eiga Anne Neville, sextán ára gamla ekkju Játvarðar Hinrikssonar og yngri dóttur Warwicks „Kingmaker". Þau höfðu þekkst allt frá barnæsku og er ekki vitað annað en ástir þeirra hafi verið góðar, hvað svo sem Shakespeare segir. Þau áttu einn son, Játvarð. Til þess er tekið að Gloucester varð yfirkominn af hryggð er bróðir hans, hin svikuli og gáfnasnauði Clarence, var tekinn af lífi. Annars var Ríkharður lengst af fjarri kjötkötlunum í London á síðari hluta valdatima Játvarðar fjórða en varð annálaður fyrir góða stjórn í hertoga- dæmi sínu þar sem hann þótti réttlátur og framtakssamur stjómandi án þess að sýna nokkm sinni grimmd. Játvarður fól bróður sinum sömuleiðis mörg veiga- mikil og ábyrgðarfull störf og leysti hann þau flest vel af hendi, hvort sem vörðuðu hemað eða stjórnsýslu. Hitt er svo annað mál að það var heldur kalt milli Rikharðs og mágkonu hans, Elísabetar Woodville, drottningar, enda óttaðist hún áhrif hans en hann kunni fyrir sitt leyti afar illa við þau tök sem hún og ættmenni hennar höfðu á konunginum, enda var hún af Lancaster - ætt. Þegar Játvarður lést og Rikharði var falin umsjá rikisins ákváðu drottning og bandamenn hennar að láta þegar i stað krýna Játvarð, prins af Wales, konung, svo áhrif Ríkharðs yrðu hverfandi. Óttaðist Elisabet að Rikharður myndi hefna morðsins á bróður hans Clarence. Hastings lávarður, mikill vinur hins látna konungs, kom skilaboðum um þessar áætlanir áleiðis til Ríkharðs og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.