Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 1
Flugleiöir sviptar Amsterdamf luginu! - Bls. 3, 4 og 5 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur21.júlM982 163. tbl.-66. árgangur Síðumúla 15 -Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöidsímar 86387 og 86392 ¦ Leitarflokkar bíða fyrirmæla í hellirigníngu uppi við bæinn Norður-Gröf á Kjalarnesi í gærkvöldi. 160-170 manns gegndu úfkalli vegna flugslyssins. Leitarflokkur fann flakið af TF-FHJ rétt fyrir (Tfmamynd ELLA) ínótt: FIMM MANNS LETUST ER VÉUN FÓRST í ESJUNNI Hjón með tvö flugvélinni Ml Fimm manns fórust þegar tveggja hreyfla flug- vél af Piper Astec-gerð frá Flugskóla Helga Jónsson- ar fórst í Esjunni í gær- kvöldi. Flak flugvélarinn- ar, sem var í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli, fannst rétt fyrir miðnættið í nótt í um 600 metra hæð. Með flugvélinni voru auk flugmannsins hjón og tvö uppkomin börn þeirra. Þau höfðu farið með flug- vélinni frá Reykjavik til Egilsstaða ásamt einum farþega öðrum, sem varð þar eftir, og voru á leiðinni til baka til Reykjavikur þegar slysið varð. börn voru á heimleið f rá Egilsstöðum með fórst í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli Pað var skömmu eftir kl. 20 í gærkvöldi að flugvélin TF-FHJ, sem er Piper Astec, sem var að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli með stefnu á svonefndan Grófarvita, hvarf af radarskermi flugvallarins i Keflavík, sem fylgst hafði með henni. Heyrðust skömmu siðar sterk merki frá neyðar- sendi, sem fer í gang við mikið högg. Merkin dofnuðu skjótt og var i fyrstu talið af þeim sökum að vélin hefði farið í höfnina. Voru bátar þegar sendir til leitar út á ytri höfn Reykjavíkur. Pá urðu merkin greinileg að nýju og bentu til þess að vélin hefði brotnað i hlíðum Esju. „Heyrði mikinn skell" Þegar voru boðaðir út leitarflokkar frá SVFÍ, Hjálparsveit skáta og Flug- björgunarsveitinni. Söfnuðust flokkarn- ir saman við bæinn Norður- Gröf á Kjalarnesi. Friðrik Pétursson, tuttugu og þriggja ára gamall veiðivörður við Leirvogsá, til heimilis að Norður-Gröf, heyrði síðast- ur manna í flugvélinni er hún flaug yfir bæinn. ¦ Krossinn á kortinu sýnir þann stað sem flakið af flugvélinni fannst í Esjunni i klettabelti Kistufells upp af svokölluðum Breiðageira. „Ég heyrði i flugvél hér við bæinn og svo rétt á eftir mikinn skell", sagði Friðrik i samtali við Tímann. „Þetta var milli klukkan átta og hálfníu. Ég hugsaði ekkert út í þetta og gerði mér engar hugmyndir um, hvað þetta hefði verið. Svo hitti ég tvo lögregluþjóna hér á veginum og þeir sögðu mér frá því, að flugvélar væri saknað. Ég sagði þeim þá frá því, sem ég hafði heyrt, og þá fór allt i gang að leita hér fyrir ofan". Allir látnir Leitarflokkarnir héldu upp frá Norð- ur-Gröf áleiðis upp hlíðar Kistufells. Ellefu leitarflokkar, samtals 160-170 manns, tóku þátt í leitinni. Veður var lengst af slæmt til leitar, hellirigning og úðaþoka í hlíðinni. Það var svo rétt um kl. 23.50 að leitarflokkur fann flakið af flugvélinni í klettabeltinu í Kistufelli rétt ofan við svonefndan Breiðageira. Kom þá í ljós að allir, sem með flugvélinni voru, fimm að tölu, voru látnir. Þegar leitarflokkarnir höfðu tilkynnt fund flaksins fengu þeir fyrirmæli um að bíða átekta þar til rannsóknanefnd flugslysa kæmi á staðinn. Búist var við að lík hinna látnu yrðu flutt til borgarinnar undir morgun. Ekki eru tök á að birta nöfn hinna látnu að svo komnu máli. . -AM/SV.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.