Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 2
Vt V H 1 '/ ' * ' ■+ ' «-*.* -Mj *<*.'•% t t‘ % i< t >-iti MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ Í982. í spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. HIN ÓKKKTA DÓTTIR GHAFUNS »•>'«».»..«•** *• * 1 *j>2 •/» ** é Jackie með syni sinum John yngrí Kennedy. Hann heimsækir Ihana nú eins oft og þvi verður við komið til New York. Jackie búin að semjafrið við börnin ■ Jacqueline Kennedy | Onassis hefur undanfarin ár | sést meira i félagsskap annars | aldursflokks en þess, sem böm hennar fylla. Allt siðan 1975, þegar seinni maður hennar, | Aristotle Onassis, dó, hefur ; hún mest veríð i fylgd cfnaðra | cldrí manna, sem stöðugt hafa gefið tilefni til getgátna um, að nú sé hún enn á ný á leiðinni upp að altarinu. Þetta varð til þess, að bömin tvö, Karólína og John, hér fyrrum kallaður John-John, fóru sinar eigin ieiðir. En nú virðist þetta vera að breytast. Jackie, sem orðin er 53 ára, sinnir nú börnum sínum meira en áður og virðist samkomulagið vera upp á það albesta um þessar mundir. John er orðinn 21 árs gamall og stundar nám i sögu Itanda- rikjanna við Brown háskólann í Rhode Island. Móðir hans sér til þess, að hann eyði eins inörgum helgum og við verður komið í ibúð hennar í New York sem stendur við Central Park og hefur nú alveg sætt sig við þátttöku hans i leiklistar- klúbbi skólans. Hún hefur nú gert sér grein fyrir þvi, að kunnátta i að koma fram, komi sér vel fyrir hann i framtiðinni, því að hún býst fastlcga fyrir því, að hann helli sér út í stjórnmálin, eins og svo margir aðrír í fjölskyldunni. Karólínu má sjá daglega i fylgd með móður sinni, þar i scm þær em að skokka í Skrftnar athugasemdir í erfðaskrám ■ Daglcga skokka þær mæðgur Jackie og Karólina saman i Central Park. Central Park. Hún býr nú, ásamt vinkonu og tvcim vinum í 8-herbergja íbúð hinum megin við garðinn. Móðir hennar sýnir starfí Karólinu mikinn áhuga, en Karólina vinnur sem aðstoðarmaður þess deildarstjóra við Museum of Modern Art, sem hefur videó-tilraunir á sinni könnu. Auk þess leggur hún mikla stund á Ijósmyndun og hefur móðir hennar á prjónunum áætlanir um að aðstoða hana við að koma þeim á sýningu i New York. Karólina er frjáls og óbund- in, síðan samband hennar og rithöfundarins Toms Carney fór út um þúfur. Það er henni því mikils virði, og reyndar þeim systkinum báðum, að sambandið við móður þeirra er orðið svona gott. ■ Franskur læknir ánafnaði konu sinni allar eigur sínar eftir sinn dag, að vissum skilyrðum fullnægðum. Með erfðaskránni lét hann fylgja eftirfarandi bréf: Ég veit ekki, hvar konan min er niðurkomin núna, en hún gerði mér einu sinni þann stóra greiða að yfirgefa mig. Ég ánafna henni því allar eigur mínar að þvi tilskildu, að hún giftist aftur. Ég vil tryggja, að a.m.k. ein manneskja harmi, að ég er fallinn frá! Og sterkt tók hann til orða Bretinn, sem lýsti því yfir í erfðaskrá sinni, að „Úr gröf- inni skal ég halda áfram að bölva og formæla skattayfir- völdum, allir skattheimtu- menn eru skepnur og úrkynj- aðir aumingjar.“ ■ Charles Chaplin var faðir að mörgum bömum og hafa mörg þeirra gert itrekaðar tilraunir til að feta i fótspor hans. Ekki hafa þau flest þó haft erindi sem erfiði, dóttir hans Geraldinc er sú eina, sem hefur tekist að skapa sér nafn í leiklistinni. Jóseflnu, sem er 5 áram yngrí en Geraldine, hefur aftur á móti gengið illa að tryggja sér sess ■ leikara- heiminum. Jósefína er yngrí dóttir Chaplins, fædd 1949. Aðeins fjögurra ára gömul fékk hún sitt fyrsta tækifæri til að koma fram i kvikmynd. Þá lék hún statistahlutverk ásamt systkin- um sinum Geraldine og Micha- el í kvikmyndinni Sviðsljós, sem pabbi þeirra gerði. Sagt er, að þær systur séu svo líkar, að ókunnugum hætti til að ragla þeim saman, það eina, sem skilji þær að, sé velgengni Geraldine i leiklistinni annars vegar og hins vegar framgangs- leysi Jósefínu á sama sviði. Hún hefur þó veríð iðin við að koma sér á framfærí og hefur t.d. oft komið fram í sjónvarps- þáttum í heimalandi sinu Sviss, en aldrei slegið almennilega í gegn. Aðeins einu sinni hafa fjöl- miðlar sýnt Jósefínu verulegan áhuga. Það var þegar hún, tvitug að aldrí, gekk i hjóna- band með griskum loðfelda- sala. Þá var nefnilega saman- komin á einum stað öll Chaplinfjölskyldan og á þeirri stundu, sem hinn áttræði stolti faðir brúðarínnar leiddi hana upp að altarinu, var Jósefína miðpunktur athyglinnar. Afdrifa- rík ást ■ Það fór illa fyrír Paul Hawes. Hann framdi banka- rán í Watertown í Nebraska og hafði 1.800.000 upp úr krafs- inu. En hann tapaði líka hjartanu! Hann varð svo yfir sig ástfanginn af gjaldker- anum, sem hann ógnaði með byssu til að afhenda sér féð, að hann var ekki fyrr kominn út úr bankanum með ránsfenginn en hann hringdi þangað aftur til að biðja dömuna afsökunar á framferði sínu! Stúlkan hélt honum uppi á snakki allt þangað til lögregl- unni tókst að rekja simtalið. Var þá leikur einn að hand- sama þjófínn, sem þannig missti bæði af fénu og stúlk- unni. Húss saknað ■ Albert Rydecker var tek- inn fastur í New Castle i Delaware i Bandaríkjunum og ákærður fyrir að hafa stolið húsi! Það kom fyrír ekki, þó að Albert, sem er 45 ára og selur bíla, neitaði ákærunni, húsið nefnilega fannst á baklóðinni heima hjá honum! Hússins var saknað frá stað, þar sem Albert hafði eytt sumarleyfínu sinu og greini- lega notað það til hagnýtra hluta. HHHHHHH ■ Eitt andartak beindist athygli heimsins að Jósefínu. Það var þegar hinn frægi faðir hennar leiddi hana upp að altarinu 1969. ■ Er annað brúðkaup prinsess- unnar væntanlegt á næstunni? Prinsessan og tennisstjarnan ■ Argentíski tcnnisleikarinn Guillermo Vilas, sem sagt er að sé stórvinur Karólínu, prinsessu af Mónakó, var nýlega beðinn að opna og vígja nýjan tennisklúbb í St. Cyprien, nálægt Perpignan í Suður-Frakkalandi. Hann gerði það með prýði og þar var Karólína prinsessa með honum, og Ijós- myndarar eltu þau á röndum. Síðan fór tennisstjarnan Vilas til Sviss til að taka þátt í tenniskeppni og prinsessan fylgdi honum einnig þangað. Spurt er í fjölmiðlum: - Ætla þau að gifta sig? Vinir þeirra segja ákveðið já, - en hjá blaðafulltrúa Mónakó-ríkis fengust engin önnur svör við þeirri spurningu en - „No comment“ HHHHHHH ■ Svona þekkjum við Bjöm Borg af ótal mörg- um myndum. Nýr og betri Björn ■ Það leit heidur illa út með hjónaband Bjöms Borgs og Mariönu hinnar rúmensku á tímabili. Bjöm tók sig til og fór að heiman, en i húsinu þeirra í Monte Carlo sat Mariana ein og yfirgefin. Vinum þeirra leist Ula á ástand mála. En ekki var nema vika Uðin, þegar Bjöm stóð aftur á þröskuldinum og beiddist inngöngu. Á móti honum tók Mariana opn- um örmum. Sumir segja, að það sé engu líkara en að nýr Björa Borg hafi komið heim í stað þess, sem út gekk viku fyrr. Ennis- bandið og löngu tjásulegu lokkarnir vora horfin og í staðinn hafði hann látið klippa sig stutt. En hitt þykir þó ekki minna vert, að hann er miklu afslapp- aðri og rólegri en hann hefur nokkra sinni verið fyrr og er það álit margra, að hann hafi haft gott af þvi að sleppa Wimbledon- keppninni í ár. Sú sem nýtur mest góðs af hinum nýja og betri Björn Borg, er konan hans. Hún segir: - Nú æpir hann ekki lengur á mig, ef ég segi eitthvað, sem hann tekur sem gagn- rýni, og andar augsýnUega léttara. Þetta er kappinn i dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.