Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 4
brautir og stangir Ármúla 32 Sími86602 VERSLUN - SAUMASTOFA - VERSLUN Einfoldar, Ivöfaldar og |>rrfuldar gardinuhruulir. Mikið úrval af eldhúsgardinum og gardinuefni, ni.a.: Velúr, damask o.m.fl. Allar smávörur fyrir gluggunn. Cíorniar. Iiringir. hjól. sknifiir ii.m.n. Tökuiii inúl. srljum upp og snuinum. Senduin uin allt land. AA Z %W%N%S%N%S%NV\%.\'%' Gröfur til að sitja á Póstsendum z .eikfangahúsið kólavörðustíg 10, simi 1480ó' A SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Vil kaupa notaða Sprintmaster Vicon múgavél. Upplýsingar Kalman Kalmanstungu Mýr. sími um Síðumúla. Bændur - Bændur Ursus ‘81 Til sölu 65 ha. Ursus ‘81, keyrður 300 v.st. Eins og nýr. Upplýsing- ar í síma 78691. mxmm MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982. fréttir „OAFSAKANLEG AKVORÐUN OG MISBE T1NG A VALDI — segir Örn O. Johnson, stjórnarformaður Flugieiða, um þá ákvörðun að svipta félagið áætlunarleyfi til Amsterdam ■ „Eg tel þessa ákvörðun með öllu óeðlilega og óafsakanlega og það sem meira er misbeitingu á valdi“, sagði Örn 0. Johnson, stjórnarformaður Flugleiða, í samtali við Tímann í gær, þegar hann var spurður álits á þeirri ákvörðun samgögnuráðherra að svipta félagið áætlunarleyfi til Amsterdam frá 1. október nk. að telja. „Þegar búið er að veita okkur leyfi á þessum leiðum til margra ára þá er ekki hægt að taka þau leyfi af okkur. Nema því aðeins að við hefðum brugðist skyldum okkar, en það get ég ekki séð að við höfum gert. í öðru lagi þá er ráðherra með þessu að taka sér vald til þess að breyta í grundvallaratriðum samþykktum Alþingis frá 1973 þegar þáverandi ríkisstjórn beitti sér fyrir að sameina Loftleiðir og Flugfélagið og gaf nýja félaginu ákveðin vilyrði sem nú eru brotin á bak aftur af einum ráðherra. Eg álit að samgönguráðherra hafi ekki siðferðilegt vald til að gera svona lagað. Ef að hann hefur lagalegan rétt til að gera þetta, ég segi ef, þá álit ég að það sé frumnauðsyn að breyta því valdi. Hér er um gifurlega liagsmuni að ræða fyrir Flugleiðir. Flug verður ekki rekið nema með miklum tilkostnaði, i flug- vélakosti, mannafla og siðan undirbún- ingi með áralöngum auglýsingum til að byggja upp ákveðnar leiðir. Ef síðan á að taka þetta af okkur og afhenda þetta einhverjum öðrum aðila, þá er það að minnsta kosti ómóralskt, ef ekki ólöglegt." Öm O. Johnson. - Nú hefur ráðherra farið þess á leit við ykkur og Amarflug að þið ræðið þessi mál ykkar i milli. Reynið að finna, lausn á þessum málum. Viðræður þessar hafa staðið um nokkurt skeið en ekkert komið út úr þeim? „Ráðherra segir við Flugleiðir og fjölmiðla að hann sé á móti þeirri stefnu að Flugleiðir hafí einkaleyfi. Siðan veitir hann öðru félagi, Arnarflugi, leyfi til þess að fljúga á sömu leiðum og Flugleiðir fljúga á fyrir og segir ennfremur að nauðsynlegt sé að hafa samkeppni. Svo segir hann við bæði félögin, þið verðið að koma ykkur saman um að halda samkeppninni innan hóflegra marka. Þegar ekki næst samkomulag milli félaganna, þá tekur hann leyfið af öðram aðilanum. Hann tekur frá okkur leyfi sem við höfum haft, afhendir það öðrum á þeim forsendum að við höfum ekki verið góðu börnin og samþykkt að láta aðra vera á sömu flugleiðum og okkur án þess að samkeppni verði. Þetta er rökleysa og valdníðsla,“ sagði Öm. -Sjó. Gunnar Þorvaldssonf framkvæmdastjóri Arnarflugs, telur ákvörðun samgönguráðherra bædi eðlilega ogskynsamlega: ,,Vid hófum ekki undirboð” ■ „Mér fínnst þessi ákvörðun samgönguráðuneytisins bæði eðlileg og skynsamleg. Ég held að þegar fram i sækir komi hún bæði flugfélögunum og neytendum til góða,“ sagði Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Arnarflugs, þegar Tíminn innti hann álits á ákvörðun samgönguráðuneytisins um að svipta Flugleiðir h/f flugleyfí til Amsterdam. Aðspurður um óeðlilega samkeppni svaraði Gunnar, að öllum mætti vera ljóst að verð á flugferðum til Hollands, Þýskalands og Sviss hefði verið óeðlilega lágt í sumar. „Þau nálgast það að vera óraunhæf," sagði hann. - Stendur þetta flug ekki undir sér? „Við höfum alltaf reiknað með því að tapa á áætlunarfluginu til að byrja með. Það er eins með það og aðrar nýjungar sem lagt er út í í flugrekstri. Hvort við höfum tapað meira eða minna en ráð var fyrir gert er ekki hægt að segja um enn sem komið er.“ - Hafa undirboð komið frá Flugleið- um? „Það er kannski of mikið sagt. Hins vegar er ljóst að fyrsta virkilega lága verðið var auglýst í Morgunblaðinu 12. maí. Við byrjuðum í byrjun júlí og byrjuðum ekki að auglýsa fyrr en í júni. Svo ljóst er að ekki hófum við undirboð," sagði Gunnar. - Sjó. ■ Gunnar Þorvaldsson. pkiymobiK ÆVINTÝRAHEIMUR BARNANNA SENDUM í PÓSTKRÖFU. LEIKFANGA VERSLUN \ HALLVE/GARST/G 1 SÍMI26010 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.