Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982. Geri tilboð í stór og smáverk. Útvega allt efni.Áralöng reynsla. KJARTAN HALLDORSSON Upplýsingar í síma 99-3934 og á kvöldin 99-3863 Bændur-verktakar 14 M. LYFTIHÆÐ T&k að mér málun, múrþéttingar og fieira. Viðgerðir % Súrheysturnar Ljósprentun - Bókbandsefni Á húsateikningum og allskonar skjölum meðan beðið er. ^RÚnÍr Austursl Spjaldapappír, saurbiaðapappír, sirtingur rexine, spjaldapappi,, grisja o.s.frv. Einnig áhöld: stólar, pressur, hamrar, falsbein og fl. rœti 8, slmi 25120. fréttir •<. • ----■ ■ • • Borgarstjórn ákveður að selja Ikarusvagnana: VÖGNUM SVR FÆKK- AR ÞVÍ UM ÞRJÁ — Nýr vagn af Volvogerð kostar nálega 1.5 mill]. kr. ■ Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkti á siðasta fundi sinum að fela Innkaupastofnun Reykjavíkur að aug- lýsa til sölu þá þrjá Ikarusvagna sem era í eigu borgarínnar. „Þessar bifreiðar eru seldar þvi þær eru lélegir strætisvagn- ar“, sagði Davíð Oddsson, borgarstjórí, á fundinum. Var þessi ráðstöfun samþykkt með tólf atkvæðum sjálfstæð- ismanna, gegn átta atkvæðum minni- hlutans, en Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins sat hjá. „Þessi tillaga ber vott um ákaflega lélega sólumennsku, og hér hafa tilfinningar ráðið meiru en vit og ígrundun", sagði Guðrún Jónsdóttir, annar borgarfulltrúi Kvennaframboðs- ins. Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi stjórnarformaður SVR, spurði hvort meiningin væri að fækka vögnum hjá fyrirtækinu með sölu vagnanna, en árið 1978 hefði verið talið að kaupa þyrfti 40 nýja vagna fyrir árið 1984. Kristján Benediktsson, annar borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, rifjaði upp i ræðu sinni að fyrrverandi meirihluti hefði ákveðið að gera stórt átak i endurnýjun vagnaflota SVR, og stefnt að þvi að kaupa 40 nýja vagna á ákveðnu árabili. Þegar væri búið að semja um kaup 28 slíkra sem Bilasmiðj- an í Reykjavik byggði yfir. Við það tækifæri hefði komið fram óvenjulágt verðtilboð frá Ikarusverksmiðjunum í Ungverjalandi, og þvi hefði verið ákveðið að kanna hvernig vagnar frá verksmiðjunum stæðu sig. „Fyrrverandi meirihluti hugðist ekki halda áfram viðskiptum við Ikarus- verksmiðjumar. Hins vegar er fráleitt og bamalegt að auglýsa þessa gripi til sölu eftir að búið er að segja að þeir séu ónýtir, lélegir og ómögulegir til sins brúks. Ég vil benda á að nýr vagn af Volvo-gerð mun kosta nálægt 1.5 milljónum króna í innkaupum nú, og auðvitað þarf að kaupa vagna í staðinn fyrir þá sem seldir em i burtu. Þó Ikarusvagnarnir séu ekki upp á hið allra besta, þá hlýtur að vera hægt að nota þá sem varaskeifur til að taka kúfinn af mestu álagstoppunum. Enn undarlegri er þessi ráðstöfun að selja vagnana, á sama tima og Sviar eru að semja við Ikarus um að byggja yfir Volvó-grindur til notkunar þar í landi“, sagði Kristján Benediktsson. - Kás Heimilið og fjölskyldan ’82: 120 sýnendur, erlendir skemmti kraftar og tívolí — tvær sýningar verða samhliöa ■ „Heimilið og fjölskyldan ‘82“ nefn- ist sýning sem Kaupstefnan - Reykjavík heldur dagana 20. ágúst til 5. september, og ber hún undirtitilinn „sýning, hátið, kátina.“ Sýnendur á heimilissýningunni í ár em um 120 í tæplega 100 sýningardeild- um. Meðal þess sem sýnt er má nefna hljómtæki, tölvur, heimilistæki, hús- gögn, videotæki, fatnaður, glervömr, bifreiðar, sumarbústaðir og fleira. Að þessu sinni verða tvær sérsýningar samhliða aðalsýningunni, annars vegar matvælasýning þar sem fjöldi innlendra og erlendra matvælafyrirtækja kynna gestum framleiðslu sína, og má þar nefna Útflutningssamtök franskra mat- vælaframleiðenda, með fjölbreytta kynningu franskra matvæla. Hins vegar er bandarisk orkusýning, sem kemur hingað fyrir milligöngu Menningarstofn- unar Bandaríkjanna. Sýning þessi er tilkomin vegna þeirrar miklu umræðu sem verið hefur undanfarin ár um orku og orkusparnað, og hefur verið sýnd viða um heim .. í tengslum við sýninguna verður einnig rekið tivolí eins og var á sýningunni 1980, en það var mjög vinsælt. Eins og þá er það Ronalds Festival Tivoli í Danmörku sem kemur hingað með hluta af tækjum sinum, en það er stærsta ferðatívolí á Norðurlönd- um. Boðið verður upp á stóra bílabraut, tvær stórar hringekjur, þrjár minni hringekjur fyrir yngstu kynslóðina og vagna með skotbökkum og tombólum. Einnig verður komið upp skemmtipalli á útisvæðinu þar sem innlendir og erlendir skemmtikraftar koma fram 2-3 á dag. Erlendu skemmtikraftarnir eru þrír listamenn úr frægasta sirkusi veraldar, Moskvusirkusnum. Hér er um að ræða margfaldan sigurvegara i alþjóðlegum keppnum töframanna, Amayak Akopi- an, og akrobat listamennina Tatyönu og Gennady Bondarchuk. Einnig er verið að semja um að fá fjórða listamanninn til landsins, og er það ofurhugi, en ekki er enn búið að ganga frá þeim samningi. Loks verður umfangsmikill veitinga- ■ Akrobat-listamennimir Tatyana og Gennady Bondarchuk koma til með að skemmta á sýningunni auk félaga sins úr Moskvusirkusnum, töframannsins Amayak Akopian. rekstur á sýningunni, og verður honum dreift meira en áður og selt bæði úti og inni. Sýningin opnar, eins og fyrr sagði föstudaginn 20. ágúst, með ræðu verndara sýningarinnar, Tómasar Árna- sonar viðskiptaráðherra, kl. 16, en siðan er sýningin opnuð almennum sýningar- gestum kl. 18. Aðgangseyrir er kr. 80 fyrir fullorðna og 25 kr. fyrir böm, og sérverð er fyrir ellilífeyrisþega, 50 krónur. Ekki er selt sér inn á tivolísvæðið, heldur aðeins í hvert tæki. Sýningin verður opin frá kl. 15-23 virka daga, og 13-23 um helgar. -SVJ Eggjaframleiðendur — Kaupmenn Höfum jafnanfyrirliggjandieggjaþrtakkningarfyrir 10og 12egg. Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Korngarður 5 simi 85677

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.