Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 10
10 KeimilistTminhl MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982. umsjón: B.St. og K.L. ■nn, USlöppu. Fliótlegur veislumatur fvrir fjóra ldUKlUIl ■ Oft er lítill fyrirvari til að útbúa skemmtilega máitið fyrir óvænta gesti, en hér kemur uppástunga að fljótgerð- um réttum,. þ.e. Sardinustappa með ristuðu brauði og smjöri í forrétt, Kjúklinga-stroganoff sem aðalréttur og í eftirrétt má hafa tertu eða tilbúinn is. Sardínustappa (kjúklingalærin eiga að vera á pönnunni með lauknum). Þetta er iátið malla við hægan hita í 15-20 mín. Borið fram hellt yfir soðið spaghetti, eða (eins og á myndinni er sýnt) með stöppuðum kartöflum. Þetta er hægt að búa til fyrirfram og geyma í ísskápnum og hita svo vel upp i ofninum áður en rétturinn er borinn fram. Það má líka hafa soðin hrísgrjón í staðinn fyrir kartöflustöppu með kjúklingaréttinum. ■ Tertan á myndinni er skreytt með kirsuberjahlaupi sem fæst tilbúið i pökkum, en hxgt er að nota það sem fyrir hendi er af ávöxtum eða sultu með rjómanum. Terta með berjamauki og rjóma Fljótlegast er að kaupa tertubotna í góðu bakaríi og setja þá svo saman með berjamauki og rjóma, eða ávöxtum úr dós með rjóma. Annars er auðvitað hægt að nota hvaða uppskrift sem er að tertubotnum, en hún þarf að vera það góð að kakan nærri bráðni á tungunni. Hér fylgir ein slík: 120 g smjör eða smjörliki, sem er linað, 120 g flórsykur sigtaður 2 egg, vel þeytt, 120 g hveiti sigtað. Smyrjið tvö tertuform (ca 18 sm í þvermál). Hrærið saman smjörlíki og sykur þar til það verður létt og ljóst, og bætið eggjunum út í (þau voru hrærð áður). Síðan er hveitið sett og hrært allt saman. Skiptið deiginu í formin og bakið við meðalhita, ca 200 gr. C í 20 mínútur. Látið kólna og leggið siðan saman með þeyttum rjóma og berjamauki. 2 ds. af sardínum í tómatsósu, 120 g af rjómaosti, safi úr 1 sítrónu, 2 harðsoðin, söxuð egg, salt og svartur pipar. Sardínurnár, osturinn og cggin er allt stappað saman. Út í er bætt smávegis af salti, svörtum pipar og sitrónusafanum og blandað vel. Þetta er sett í mjög litlar skálar og kælt vel í ísskápnum. Borið fram með heitu ristuðu brauði og smjöri. Kjúklinga-Stroganoff í þennan rétt þarf: 4 kjúklingalæri (stór), 50 g af smjöri, 1 stór laukur niðursneiddur, 1/4 lítri hvítvín, 1 matsk. mjólk, 2 dósir af sveppasúpu (litlar dósir). Grillið kjúklingalærin, bræðið smjör- ið og hitið laukinn í því á pönnu, þar til hann er glær, en ekki brúnaður. Blandið mjólkinni og víninu vel saman við súpuna og setjið blönduna saman við Hreyfið ykkur meira ■ Nú er mikið að gerast í íþrótta- heiminum. Fótboltaáhugamenn hafa staðið á öndinni yfir fréttum af heimsmeistarakeppninni í fótbolta á Spáni sl. vikur, en hætt er við að sú keppni hafi ekki bætt neitt heilsufarið i heiminum. Heyrst hefur að fólk hafi fengið hjartaslag af æsingi og sumir hafa setið lon og don yfir sjónvarpinu (þar sem það sást) og varla hreyft sig frá því. En nú á síðustu tímum hefur mikið verið predikað um það, að almenning- ur ætti að taka meiri þátt í íþróttum. Fólki ætti sjálft að hreyfa sig, en ekki aðeins að horfa á meistarana keppa. Einkum er mælt með sundi, göngum og hjólreiðum fyrir alla aldursflokka, en svo auðvitað fjölbreyttari iþróttum fyrir yngra fólk. f nýlegri breskri grein var það talið upp, sem helst má segja að mæli með þvi, að fólk hreyfi sig meira. íþróttir og hreyfing minnka streitu: Nýjasta aðferðin í Ameriku við að lækna taugaveiklun og „stress" er sú, að Iáta sjúklinga taka þátt i íþróttum. Hreyfingin örvar alla starfsemi líkam- ans og stuðlar að hreinsun eiturefna úr likamanum og hin taktfasta hreyfing i skokki, sundi, eða hjólreiðum róar og gefur þægilega þreytutilfinningu, svo svefn og hvíld verður værari. íþróttir sem þrckþjálfun: Regluleg- ar æfingar örva starfsemi hjarta og lungna og gerir þau hæfari til að dæla súrefni um líkamann. Hæfilegar æfing- ar minnka hættuna á hjartasjúkdóm- um. Iþróttir koma kaloríunum i lóg: Þeir, sem eru að berjast við aukakíló- in, skyldu athuga það, að hreyfing er besta vopnið í þeirri baráttu - auðvitað ásamt skynsamlegu mataræði. Hreyf- ingin eykur brennslu líkamans, og sú aukning heldur jafnvel áfram í hvild eða svefni, þegar brennslan er á annað borð komin af stað. Liðamót liðkast og meiri reisn verður yfir þeirri persónu, sem þjálfar sig stöðugt. íþróttir eru til gagn og gamans: Það er staðreynd, að þeir sem fara að stunda íþróttir hafa yfirleitt mikla ánægju af því. Hvort sem farið er i sund, leikfimi eða aðrar almennings- íþróttir, þá kynnist fólk og fær oft meira sjálfstraust við iþróttaæfingarn- ar. Læknum kemur saman um, að þvi þjálfaðri sem likaminn er þvi meiri sé ánægjan af kynlífi, - hvernig sem sú rannsókn hefur nú farið fram! | Rússnesk kotasælukaka Þessi kaka geymist vel, góð og mjúk. HVEITIDEIG: 2 1/2 dl volg mjólk 25 g ger 1 egg 3 msk. sykur 1/2 tsk. salt 5 dl hveiti FYLLING: 3 msk súrmjólk 2egg 1 dl sykur 300-400 g kotasæla 1 msk. vanillusykur 100 g kúrenur rifinn börkur af einni sítrónu+örlítill sítrónusafi 50 g fínt hakkaðar möndlur. Hrærið gerið út i volgri mjólkinni. Blandið saman við eggjum, sykri, salti og hveiti. Hnoðið saman deigið og látið standa, þar til það er orðið tvöfalt að stærð, eða u.þ.b. 40 min. Stráið hveiti á eldhúsborðið og leggið deigið þar á. Hnoðið þar til deigið er mjúkt og sprungulaust. Breiðið út og kælið að innan smurt, stórt, kringlótt form. Látið deigið ná nokkra sentimetra upp á brúnirnar. Þá er komið að fyllingunni. Þeytið saman egg, sykur og súrmjólk. Bætið kotasælunni saman við og þeytið stöðugt á meðan. Setjið bragðefnin saman við. Bragðið á til að ganga úr skugga um að bragðið sé rétt. Dreifið fyllingunni á deigið. Bakið nú kökuna i 200 stiga heitum ofni í u.þ.b. 40 min. Athugið með prjóni, hvort hún er bökuð í gegn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.