Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 12
16 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1982. Rekstrarstjóri Kjalarneshrepps Starf rekstrarstjóra Kjalarneshrepps er laust til umsóknar. Starfiö er fólgið í rekstri sveitarsjóðs, skrifstofu og þjónustugreina hreppsins. Um- sóknarfrestur er til 5. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir oddviti í síma 66044. Oddviti Kjalarneshrepps. Hestamenn - Bændur Tapast hafa 4 hestar frá Helgadal Mosfells- sveit, rauðblesóttur með hvítan vinstri afturhóf, brúnskjóttur, móbrúnn, leirljós. Hestarnir eru allir járnaðir. Þeir sem einhverjar upplýsingar gætu gefið vinsamlega hringið í síma 66242 eða 85952. Frystihús - Verktakar Til sölu eða leigu International, árg. 74, 36 sæta - auk stæða., 8 cyl. bensinvél, vökvastýri, 5 glra kassi, skoðaður ’82. Upplýsingar I simum 14694 og 10821. GLUGGAR OG HURÐIR Vörtduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. ÍSSKAPA- OG FRYSTIKlSTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum i frystiskápa. Góö þjónusta. REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 Bílbeltin hafa bjargað ||UMFERDAP • Öll almenn prentun • Litprentun • Tölvueyðublöð • Tölvusettir strikaformar • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð Prentun • Bókband. PRENTSMIÐJAN £JLL SMIDJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 45000 fþróttir Hart barist um sæti í undan- úrslitunum ■ í kvöld fara fram leikir í 8-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ og má búast við spennandi keppni í þeim ölium. Á Kópavogsvelli leika Breiðablik og ÍA, tvö lið sem hafa verið á uppleið undanfarið. Blikarnir duttu í nokkra lægð nú i byrjun júlímánaðar, en náðu iþrDttbr Umsjón: Ingólfur Hannesson - sér á strik með góðum sigri gegn KA i 1. deildinni, siðan gegn f>ór i bikarnum og loks gegn Fram í deildarkeppninni sl. laugardag. Gengi Skagamanna hefur verið fremur skrykkjótt í sumar. Þeir virðast hins vegar vera á góðri leið með að ná þeim árangri sem mannskapur þeirra gefur tilefni til. í Keflavík fá heimamenn Fram i heimsókn og þar verður örugglega ekki slegið af. Bæði liðin hafa verið nokkuð óheppin i leikjum sínum undanfarið og ætla því örugglega að bæta um betur i kvöld. Þá eru í báðum liðunum reyndir jaxlar og þeirra frammistaða mun vafalítið ráða úrslitum. KA fær Víkinga í heimsókn norður á Akureyri og ef að líkum lætur verður þetta fjörugasta viðureign 8-liða úrslit- anna. KA kom mjög á óvart sl. föstudag og lagði KR 3-0. Þóttu norðanmenn sýna skemmtilega takta í leiknum og skoruðu þeir falleg mörk. Víkingarnir hafa verið i miklu stuði undanfarið, sigrað í hverjum leiknum á fætur öðrum og þeir verða ekki auðveldlega stöðvað- ir. Loks leikur KR gegn Reyni frá Sandgerði á Laugardalsvelli. KR-ing- arnir hafa stundum sýnt góða takta í sumar, en hvort þeir nægja gegn hinum baráttugiöðu Reynismönnum er annað mál. Allir leikirnir i kvöld hefjast kl. 20. - IngH Bautamótid í knattspyrnu á Akureyri: UBK sigradi ■ „Þetta er búið að vera mjög gott mót og það er áberandi hversu miklu betri knattspyma er leikin i þessu móti ená Bautamótinu i fyrra. Breiddin hefur aukist mjög mikið og það getur ekkert lið lengur bókað sér sigur gegn öðru“ sagði Sigurður Hannesson þjálfari kvennaliðs Breiðabliks og einn af nenfdarmönnum í Kvennanefnd KSÍ er Timinn ræddi við hann um helgina. Þá var að Ijúka Bautamótinu i knattspymu á Akureyri, en i mótinu tóku þátt 10 lið viðsvegar af landinu. Lætur nærri að hátt i 200 stúlkur hafi tekið þátt i mótinu, og er óhætt að segja að þær hafi sett sinn svip á bæinn þá daga er mótið stóð yfir. Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart tað íslandsmeistarar Breiðabliks skuli hafa borið sigur úr býtum i mótinu. Breiðablik reyndist vera með besta liðið og það er áberandi að Breiðabliksstúlk- urnar leika mun meiri knattspymu en hin liðin. En það er einnig ljóst að miklar framfarir em i hinni islensku kvenna- knattspymu og breiddin eykst stöðugt. Eftir að mótinu lauk á aðalleikvangin- um á Akureyri á sunnudaginn bauð Bautinn til veislu á vellinum, og keppendur, starfsmenn og fleiri gestir nutu veitinga frá fyrirtækinu. Það var almannarómur að mótið hefði tekist mjög vel, og það hefur að öllum iíkindum skipað sér fastan sess i íslenskri kvennaknattspymu. En þá lítum við á úrslitin. A-riðill: Breiðablik-Fram.................5:0 Breiðablik-Akranes..............0:0 Breiðablik-KA ..................5:0 Breiðablik-Víkingur ............2:1 Fram-Akranes ...................0:3 Fram-KA.........................0:2 Fram-Víkingur...................0:1 Akranes-KA......................3:1 Akranes-Víkingur............... 1:1 KA-Vikingur.....................0:1 B-riðill: Völsungur-FH....................2:0 KR-Þór ........................ 1:0 Valur-Völsungur ................2:0 FH-Valur........................0:0 Völsungur-Þór ..................2:1 KR-FH.......................... 1:0 Valur-Þór ......................5:0 KR-Völsungur .................. 1:0 FH-Þór........................ 0:0 KR-Valur .................... 0:0 Um 9.-10. sætið: Þór-Fram .......................3:2 Um 7.-8. sætið: KA-FH ..........................4:3 Um 5.-6. sætið: Víkingur-Völsungur ............ 1:0 Um 3.-4. sætið: Akranes-Valur...................3:2 Til úrslita i mótinu léku svo Breiða- blik og KR. Breiðabliksstúlkurnar sýndu yfirburði sina í þeim leik sem öðrum í mótinu og unnu öruggan 3:0 sigur. Þær hafa þvi sigrað i mótinu bæði árin sem það hefur verið haldið. gk - Akureyri. ■ Eftir keppnina bauð Bautinn til veislu og tóku keppendur og starfsmenn hraustlega til matar sins. mynd gk. 8 frjálsíþróttamenn á stórmót f Gautaborg. . . ■ Akvcðið hefur verið að rjóminn af islenska frjálsiþróttalandsliðinu, sem keppir í Kalott-keppninni i Sviþjóð i lok þessa mánaðar, verði með á alþjóðlegu stórmóti i Gautaborg i byrjun ágústmánaðar. Hér er um að ræða 8 frjálsiþróttamenn, en þeir eru: Óskar Jakobsson, Oddur Sigurðsson, Jón Diðriksson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Vésteinn Hafsteinsson, Oddný Ámadóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, íris Grnnfeld og Þórdis Gisladóttir. Að afloknu mótinu i Gautaborg mun þessi hópnr halda til Mabnö og taka þar þátt i miklu frjálsiþróttamóti. Þá er möguleiki á að stangarstökkvaramir Sigurður T. Sigurðsson og Kristján Gissurarson og spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson komist á þetta mót, en ekki er enn séð fyrir endann á þvi máli. -IngH . . . og stór hópur fer á mót í Stokkhólmi og Osló ■ Stærsti hluti frjáLsiþróttafólksins sem tekur þátt i Kalott-keppninni i Svíþjóð heldur siðan til Stokkhólms og keppir þar á alþjóðlegu móti. Þá halda þeir sem em yngstir til Osló til að taka þátt i Norðurlandamóti unglinga. Þannig fær frjálsíþróttaliðið gott tækifæri til þess að spreyta sig i keppni eriendis á næstunni. ■ Spretthiauparinn Oddur Sigurðssun er einn þeirra frjálsiþróttamanna sem taka þátt i mótinu mikla i Gautaborg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.