Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.07.1982, Blaðsíða 13
Betlið bjargaði fjárhagnum MIÐVIKUDAGUR 21. JÚtí 1982. 17 íþróttir Jón Haukur og Ólöf sígruðu ■ Jón Ilaukur Guðlaugsson og Ólöf Geirsdóttir urðu sigurvegarar í Meist- aramóti GN sem lauk um heigina síðustu. Helstu úrslit á mótinu urðu þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Jón Haukur Guðlaugsson 299 2. Loftur Ólafsson 304 3. Magnús Ingi Stefánsson 306 Kvennaflokkur: 1. Ólöf Geirsdóttir 302 2. Unnur Halldórsdóttir 311 3. Kristine E. Kristjánsson 317 l.flokkur: 1. Magnús Steinþórsson 321 2. Kjartan L. Pálsson 324 3. Jóhann Reynisson 324 2.(Iokkur: 1. Jens V. Ólason 337 allra vörum ■ Danski fótboltastrákurinn Micha- el Laudrup, sem keppti hér á iandi fyrir skömmu með danska unglinga- landsliðinu, hefur verið rnikið i sviðsljósinu i Danmörku undanfarið. Hann hefur skorað grimmt i 1. deildinni dönsku eftir að íslandsheim- sókninni lauk og nýverið tilkynnti landsliðsþjálfari Dana, Sepp Pinotek, þvi yfir að Laudrup yrði með í danska landsliðshópnum, sem tekur þátt í Evrópukeppni landsliða frá nxsta hausti. Eins og áður hefur konrið fram hér i Timanum, mun Laudrup leika með spænska stórliðinu Barcelona frá árinu ■ Michael Laudrup verður mcð 1984. landsliði Dana i EM - IngH Nokkuð hefur verið um það rætt hví svo fáir áhorfendur komu á frjálsiþrótta- hátíðina sem raun bar vitni. Guðni var spurður um hans álit á þvi máli. „Ég veit enga haldgóða skýringu á þessu. En það er nokkuð merkilegt, að þeir áhorfendur sem mættu á völlinn til okkar var nær allt miðaldra fólk sem hefur haldið tryggð sinni við frjálsiþrótt- irnar um margra ára skeið. Það vantar alveg ungt fólk á áhorfendapallana. Ungt fólk í dag hefur aldrei komið á frjálsíþróttamót og veit ekki hvernig þau fara fram. Þá kann það að vera ein skýring, að mótin hér hafa oft verið langdregin. En nú gekk þetta mjög vel hjá okkur, timaseðillinn stóðst nánast upp á minútu. í fótboltanum er þessu öðruvísi farið og virðast þar margir áhangendurnir vera tengdir „sinu“ félagi blóðbönd- um. Þeir mæta á völlinn hvað sem á dynur.“ -IngH ■ Óskar Jakobsson Óskar keppir á „World Games” f Helsinki ■ Hinn sterki kringlukastari og kúluvarpari Óskar Jakobsson mun keppa á hinu fræga frjálsíþróttamóti i Helsinki i Finnlandi „World Games“ nú um mánaðamótin næstu. Er boðið til Óskars um þátttöku á leiknum tilkomið vegna samhanda Guðna Halldórssonar, framkvxmdastjóra FRÍ, i frjálsíþróttaheiminum. Þetta leiðir hugann að þvi hve mikilvægt það er fyrir frjálsiþróttafólk okkar að keppa á stórmótum erlendis og hve góðir fulltrúar íslands okkar afreksmenn i iþróttum i rauninni eru. -IngH Strákurinn Laudrup er á ■ Héðinn Gunnarsson (t.v.) og Jón Þór bróðir hans að afloknu sögulegur Akureyrarmóti. Ijós. gk. Útimótid ■ „Innkoman frá áhorfendum var ekki mikil og ef við hefðum ekki verið búnir að betla viða fyrirfram er ég hræddur um að fjárhagsstaðan liti illa út hjá okkur i dag,“ sagði Guðni Halldórsson, framkvæmdarstjóri Frjálsíþróttasam- bands Islands í spjalli við Timann að afloknum Reykjavíkurleikunum í frjáls- um íþróttum, sem fram fóru á Laugar- dalsvelli um helgina siðustu. Guðni sagði ennfremur, að sennilega mynduþeir FRl-menn koma „sléttir út“ þrátt fyrir lélega aðsókn áhorfenda. hófst í ■ íslandsmótið í handknattleik utan- húss hófst í gærkvöldi við Haukahúsið i Hafnarfirði. í meistaraflokki karla er leikið í 2 riðlum. I A-riðli leika saman Haukar, Valur og UBK. í B-riðli leika KR (íslandsmeistarar 1981 utanhúss), FH, HK og Grótta. I meistaraflokki kvenna eru 5 lið og verður leikið í einum riðli. í öðrum flokki kvenna er þátttakan mikil og þar eru 11 lið skráð til leiks. f kvöld kl. 19 mætast FH og Valur í kvennaflokki, þá FH og HK í karla- flokki og loks Valur og UBK í karlaflokki. Á morgun leika i kvenna- flokki Haukar og ÍR og Valur og Fram og í karlaflokki mætast KR og HK. Mótið heldur siðan áfram út þessa viku gær og þá næstu og því lýkur fimmtudaginn 29. þ.m. Að úrslitaleiknum loknum verða verðlaun veitt. Einnig verður valinn besti markvörðurinn, besti sóknarmað- urinn og besti vamarmaðurinn. Verða þeir heiðraðir á viðeigandi hátt. Fram- kvæmdaaðili mótsins er handknattleiks- deild Hauka, Hafnarfirði. 15 ára piltur golfmeistari Akureyrar ,, Eg titraði og nötraöi yfir púttunum” „Þetta var rosalega erfitt síðustu þegar út var haldið síðasta keppnisdag- höggum, Jónína Pálsdóttir varð í 2. sæti holumar, maður hreinlega titraði og nötraði yfir púttunum" sagði Héðinn Gunnarsson, 15 ára piltur sem um helgina varð yngsti golfmeistari Akur- eyrar frá upphafi. Héðinn bar sigur úr býtum eftir æsispennandi keppni. Var ekki útséð hver myndi ganga af velli sem sigurveg- ari fyrr en á síðustu flötinni, en þá sýndi þessi ungi piltur mikið öryggi og bar sigur af þeim Baldri Sveinbjömssyni og bróður sínum Jóni Þór Gunnarssyni en Jón Þór hefur verið ókrýndur konungur kylfinga á Akureyri undanfarin ár. Jón Þór hafði 8 högg í forskot á Héðin inn af fjómm, og 11 högg á Baldur. En á 13. holu var staðan orðin jöfn hjá þeim þremur. Þeir fylgdust siðan að þar til á 17. holu að Baldur tapaði einu höggi, og á síðustu holunni vann svo Héðinn eitt högg af Jóni Þór og titillinn var hans við mikil fagnaðarlæti annarra keppenda sem lokið höfðu keppni á undan og fylgdust spenntir með. Lokatölur urðu þær að Héðinn var á 328 höggum, Jón Þór á 329 og Baldur á 330 höggum. Akureyrarmeistari í kvennaflokki varð Inga Magnúsdóttir sem lék á 367 á 389 höggum og Auður Aðalsteinsdótt- ir þriðja á 452 höggum. í 1. flokki karla sigraði Jón G. Aðalsteinsson á 352 höggum, Sverrir Þorvaldsson var á 366 og Birgir Björnsson þriðji á 392 höggum. Þórður Svanbergsson sigraði í 2. flokki á 371 höggi, Páll Pálsson varð annar á 385 höggum og Ragnar Lár. þriðji á 387 höggum eftir aukakeppni við Bessa Gunnarsson. í drengjaflokki sigraði Björn Axels- son á 335 höggum, Ólafur A. Gylfason varð annar á 357 höggum og Örn Ólafsson þriðji á 358 höggum. gk - Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.