Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1982, Blaðsíða 1
Úrslitin í bikarleikjum — bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Fimmtudagur 22. júli 1982 164. tbl.-66. árgangur úla 15 -Pósthólf 370 Reykjavík-Ritstjórn 86300 - Auglýsingar 18300 - Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 8( í spegli tímans: Flak flugvélarinnar var illa farið og brot úr þvi drcifð víða Timamynd: Róbert. Enn óljóst hvað olli flugslysinu í Kistufeili: NrDURSTÖOUR (DAG? » ¦ Enn liggiir ekki Ijóst fyrir hvað olli hinu hörmulega flugslysi sem varð í Kistufelli í Esjuhliðum i fyrrakvöld. Fimm manns fórust í slysinu, hjón úr Garðabæ og tvö stálpuð börn þeirra og flugmaðurinn. Vettvangsrannsókn fór fram í Kistu- felli snemma i gærmorgun. Síðdegis í gær var rannsóknarnefnd flugslysa að safna saman öllum gögnum sem varpað geta ljósi á hvað olli þessum hörmulega atburði. Rannsóknar- nefndin mun koma saman til fundar í dag og vinna úr gögnunum. Þeir sem létust í slysinu voru hjónin Björn Magnússon, fyrrverandi slökkviliðsmaður, 49 ára gamall og Svanhvít Gunnarsdóttir, 47 ára. Börn þeirra Axel Björnsson 23 ára gamall nemi og Auður Bjórnsdóttir 26 ára gömul, hjúkrunarnemi. Þau voru öll til heimilis að Faxatúni 5 í Garðabæ. Flugmaðurinn hét Jón Þröstur Hlið- berg, 24 ára gamall til heimilis að Álfhólsvegi 31 i Kópavogi. Jón lætur eftir sig eigínkonu og tveggja ára gamlan son. Hjónin Svanhvít og Björn láta eftir sig tvö uppkomin börn. Flak flugvélarinnar er illa farið og dreifðust brot úr þvi viða. Nánar segir frá flugslysinu á bls. 4-5. - Sjó. Sissy syngur jazz — bls. 2 Fanny og Alexander — bls. 19 Indira og Reagan — bls. 7 ÞAU SEM FÓRUST í FLUGSLYSINU Jón Þröstur Hliðberg, 24 ára ¦ Björn Magnússon, 49 ára Svanhvit Gunnarsdóttir, 47 ára Auður Bjömsdóttir, 26 ára Axel Björnsson, 23 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.