Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 1
Kjöt f lofttæmdum umbúðum til útflutnings - Bls. 6 Erlent yfirlit: Er feimni TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! 99 Vil ráða 99 bls. 2 Karl- hóran - bls. 19 Hugmyndir um að kaupa 10 millj. kr. tæki til ad leysa deilur um adflugsradarinn sem þjónad getur Reykjavíkurflugvelli: radarmAuð leyst TIL BRAÐABIRGÐA? ■ „Vegna þess að ekki virðist aðgengilegt að maður frá flugmála- stjóm sitji við stjómborðið suður á Keflavíkurflugvelli, höfum við athug- að þann möguleika að fá svokallaðan „radarlink", sem gefur möguleika á að koma upp stjómborði í Reykjavík,“ sagði Steingrimur Hermannsson, þeg- ar Tíminn spurði hann hvaða hug- myndir kxmu helst til greina til að leysa þá deilu sem stendur um aðflugsradarinn á Keflavíkurflugvelii. „Við höfum nýlega fengið tilboð um kaup á slíku tæki. Það vill nú svo til að það tilboð og samþykki um stuðning Alþjóða flugmálastofnunar- innar kom á borðið mitt nú í vikunni.“ - Er svona tæki dýrt? „Þessi tenging kemur til með að kosta um tíu milljónir króna. En Alþjóða flugmálastofnunin hefur sam- þykkt að borga helminginn af þeirri upphæð. Með tilliti til þess, að ekki hefur náðst samstaða um það að maður úr Reykjavík verði þarna suðurfrá, var farið í að fá Alþjóða flugmálastofnun- ina í lið með okkur. Ég geri ekki ráð fyrir að það standi á íslenskum fjármálayfirvöldum að veita fé í þetta,“ sagði Steingrímur. Steingrímur sagði ennfremur, að vel ■ Radarskjárinn á Kcflavíkurflugvelli sem staðið hefur ónotaður í þrjú ár vegna deilu um það hver á að sitja við stjómborðið. Tímamynd Róbert. kæmi til greina að koma manni frá Reykjavík til Keflavíkur meðan verið væri að leysa þetta mál. Þá sagði Steingrímur að verið væri að gera nákvæma skýrslu um alla þessa deilu og yrði gerð hennar væntanlega lokið í dag. „Þar til hún kemur vil ég sem minnst um málið segja,“ sagði hann. Sjá nánar bls. 3 - Sjó Skreiðin sem Eimskip er kraf- ið skaðabóta vegna: m ÓHREYFÐ FJÓRA MANUÐI — í Hamborg ■ I nærri fjóra og hálfan mánuð biðu skreiðargámamir í Hamborg, áður en þeir héldu áfram til Nígeríu. Hér er rxtt um 21 gám með 4080 pakka af skreið, sem Eimskip flutti frá Reykjavik 5/8 1981 áleiðis til Hamborgar, þar sem annað skipafélag tók við þeim og flutti til Nígeríu, með brottför frá Hamborg 22. des. 1981. í Nígeríu vora taldir tæplega 4080 pakkar út úr gámunum. Nú hefur móttakandi farmsins þar syðra gert skaðabótakröfu á Eimskip og telur sig hafa átt að fá 6000 skreiðar- pakka í þessum farmi. Samkvæmt skjölum Gjaldeyriseftir- litsins, farmskrá, sölureikningi, útflutn- ingsskýrslu og bankanótu vegna gjald- eyrisskila, var í farminum 21 gámur með 4080 pökkum, þegar farmurinn fór frá íslandi, og hefur verið greiddur sam- kvæmt því. „Ekkert ósamræmi kemur fram í þessum gögnum,“ sagði yfirmað- ur Gjaldeyriseftirlitsins Tímanum. Eng- inn af framleiðendum þessa skreiðar- farms hefur kvartað undan að hafa ekki fengið greitt það sem hann sendi frá sér. Nánar um málið á blaðsíðu 3. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.