Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1982, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982. itll U.T'i !l ‘ 3 fréttir Fullkominn aðflugsradar í Keflavík með stjórn- borði sem þjónað getur Reykjavíkurflugvelli: EKKI VERIÐ NOT- AÐIIR A ÞRHMA AR — „Utanríkisráðuneytið ekki reynt að koma í veg fyrir notkun ”, segir Helgi Ágústsson, deildarstjóri Varnarmáladeildar ■ Mergurínn málsins er sá að tækin hafa veríð þama óhreyfð í á þriðja ár þó að ekkert virðist þvi til fyrirstöðu að taka þau í notkun, annað en deUur í kerfmu," sagði Leifur Magnússon, formaður fiugráðs í samtali við Tímann í gær. Tækin sem um er rætt ero radar og stjóraborð sem staðsett eru í nýja flugturoinum á Keflavíkurflugvelli. Rad- arinn er af fullkomnustu gerð sem völ er á í heiminum núna. Stjómborðin við hann eru fyrir flugumferð á Keflavíkur- flugvelli og Reykjavíkurflugvelli. Kefla- víkurstjóraborðið hefur verið í notkun frá því 1979 en ennþá er ekki búið að taka Reykjavíkurstjómborðið í notkun. Hefur því verið haldið fram að ef stjóroborðið hefði verið í notkun á þriðjudagskvöldið, þá hefði veríð hægt að koma í veg fyrír flugslysið í Kistufelli á þriðjudaginn. - Hvers vegna hefur stjórnborðið ekki verið tekið í notkun? Við spurðum Helga Ágústsson, deildarstjóra varnar- máladeildar utanríkisráðuneytisins, þeirrar spumingar. „Pað liggur ljóst fyrir að til þess að taka þennan tækjabúnað í notkun fyrir Reykjavíkurflugvöll vantar ýmis tæki,“ sagði Helgi. “Má þar nefna sérstakar símalínur, radiotæki á vinnutíðni flug- turnsins í Reykjavík og ýmislegt fleira. Síðast en ekki síst, þarf að flugprófa radarinn. Þ.e. að staðsetja flugbraut- irnar hérna á Reykjavíkurflugvelli rétt í radarnum." - Verður þessi búnaður keyptur? „Það er ekki utanríkisráðuneytisins að svara þessu |>ví er með öllu óviðkomandi flugumferðarþjónusta ut- an Keflavíkurflugvallar. Það er alrangt sem haldið hefur verið fram að utanríkisráðuneytið reyni að koma í veg fyrir að nýleg radartæki verði tekin í notkun. í fyrsta lagi var það Einar Ágústsson, þáverandi utanríkisráð- herra, sem á sínum tíma beitti sér fyrir því að þessi tækjabúnaður yrði keyptur fyrir Keflavíkurflugvöll. Síðan kom í ljós að hægt var að nota þennan búnað í ■ Leifur Magnússon. Reykjavík líka og þess vegna var afráðið að gera það. Tækin vom tilbúin til notkunar sumarið 1979. Þjálfun á starfsmönnum og annar aðlögunartími tók eina sjö mánuði og að þeim liðnum var farið að veita fullkomna þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Um svipað leyti ákvað flugráð, sem þá var undir stjóm Agnars Kofoed Hansen, að senda flugumferðarstjóra úr Reykjavík í þjálfun á sama tíma. Við töldum rétt að Ijúka fyrst þjálfuninni vegna Keflavíkurflugvallar og byggðum það á mati innlendra og erlendra sérfræðinga sem fjalla um svona mál. Þar að auki var það ljóst að flugumferð- ■ Helgi Ágústsson. arstjórar í Keflavík myndu ekki sætta sig við að kollegar þeirra í Reykjavík kæmu til Keflavíkurflugvallar á þessum tíma. Sfðan má segja það að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði okkar og flugráðs, sem nú er undir forystu Leifs Magnússonar, og samtaka atvinnuflug- manna hefur ekki tekist að koma þessu í gagnið. Því hefur líka verið haldið fram að við stöndum í vegi fyrir því, að flugumferðarstjórar úr Reykjavík hefji störf þarna suður frá. Það liggur fyrir að við erum löngu búnir að samþykkja að þeir gangi í þessi störf og heyri þá undir flugmálastjóra," sagði Helgi. -Sjó. Opinberir starfsmenn óánægdir með ad ASÍ samningurinn skuli vera uppsegjanlegur ef þeir fái meiri kauphækkun: „Ödrengileg- ur leikur” — segir Valgeir Gestsson, formaður Kennarasambands íslands ■ Sigurvegaramir á íslandsmótinu í Svifflugi sem haldið var í síðustu viku, f.v. Höskuldur Frímannsson, Leifur Magnússon og Sigmundur Andrésson. íslandsmótið í svifflugi: Leifur sigraði ■ íslandsmótinu í svif- flugi, sem Flugmálafélag íslands hélt á Hellu flugvelli lauk um helgina. íslandsmeistari varð Leifur Magnússon, og er þetta í fímmta sinn sem hann vinnur mótið. Á mótinu vakti athygli ágæt frammistaða Höskuldar Frímannssonar, sem varð í öðru sæti. Hann hafði ekki keppt áður á svifflugsmóti, en hins vegar verið sem aðstoðarmaður í liði eins keppandans á síðasta móti, en þetta var 11. íslandsmótið í svifflugi. Annars voru úrslit þau að í fyrsta sæti var sem fyrr sagði Leifur Magnússon með 3428 stig, Höskuldur Frímannsson hlaut 3216 stig og annað sætið, í þriðja sæti var Sigmundur Andrésson með 3142 stig, fjórði var Garðar Gíslason með 2512 stig og í fimmta sæti var Þorgeir Ámason með 2351 stig. Mótinu var slitið á sunnudaginn af forseta Eugmálafélags fslands Ásbimi Magnússyni, sem jafnframt afhenti verðlaun til keppenda. -SVJ ■ „Ég tel að þetta sé svo ódrengilegur leikur sem þarna hefur verið leikinn, að við megum ekki láta hann hefta okkur í þeirri kjarabaráttu okkar sem nú er að hefjast, heldur verðum að berjast í gegnum þetta mál“, sagði Valgeir Gestsson, form. Kennarasambands ís- lands. En það sem hann á hér við er ákvæði 13. greinar hins nýja samnings ASÍ, þar sem segir að samningurinn sé uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara ef launahækkanir opinberra starfsmanna verði meiri en felast í ASÍ samningnum. „Þegar við fömm að semja er afar líklegt að vitnað verði í þennan samning og kæmi ekki á óvart þótt sagt yrði, að samningur umfram þennan ASÍ samn- ing gæti skapað óróa á vinnumarkað- inum“, sagði Valgeir. Telur hann eina svarið við þessu að sýna órofa samstöðu aðildarfélaga BSRB og fulla hörku í komandi kjarasamningum. í Félagsblaði Kf spyr hann m.a. hvað orðið hafi um kjörorðið „stétt með stétt“. “Svo virðist sem félagsleg samstaða launþegasamtakanna sé týnd og tröllum gefin“ „Já, ég sé ekki að það sé lengur hægt að ræða um samstöðu þegar slík skilyrði eru sett fyrir samningum," sagði Valgeir. En eru svona fyrirvarar þá nýlunda? „Það hafa gjarnan verið fyrirvarar í samningum varðandi almennar launa- breytingar. En að þeir miði við tiltekin ákveðin stéttarfélög held ég að séu einsdæmi". Valgeir benti á að í þróun samninga- mála hafi góðir samningar sem einhver félög hafa náð orðið öðrum fordæmi í næstu samningalotu, og þannig hafi einmitt tekist að koma fram ýmsum góðum hlutum. Nefndi hann sem dæmi að löggjöf um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna hafi orðið öðrum launþeg- um til framdráttar í þeim málum. „Eg held því að menn ættu frekar að fagna* því þegar önnur félög komast eitthvað lengra með einhver atriði samninga". -HEI Farmskjöl könnuð vegna skaðabótakröfu skreiðarkaupmanns frá Nígeríu gegn Eimskip: „Ekkert ósamræmi er íþessum gögnum” — segir forstöðumaður Gjaldeyriseftirlitsins ■ „Greiðslur fyrir þennan umrædda farm, sem fór 5. ágúst 1981, ero komnar. Þar er greitt það magn, sem talið er að hafi farið héðan, samkvæmt farmskrá, og ekkert óvenjulegt er við það á nokkuro hátt.“ Þessar upplýsingar gaf Sigurður Jóhannesson hjá Gjaldeyris- eftirlitinu Tímanum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur skreiðarkaupmaður í Nigeriu krafið Eimskip um verulegar upphæðir í skaðabætur, vegna þess að hann hafi aðeins fengið 4080 pakka af skreið í sendingu, þar sem hann telur sig hafa átt að fá 6000 pakka. Farmurinn, sem Sigurður nefnir er sá sami sem Nigeriumaðurinn telur að hafi vantað upp á. Hjá Gjaldeyriseftirlitinu liggja eftir- talin gögn í málinu: Farmskrá frá Eimskip, sölureikningur, útflutnings- skýrsla og bankanóta vegna gjaldeyris- skila. Samkvæmt þeim voru í farminum 4080 pakkar í tuttugu og einum gámi. „Ekkert ósamræmi kemur fram í þessum gögnum,“ sagði Sigurður. Samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn hefur aflað sér, gerir Nigeríumaðurinn kröfur á Eimskip, vegna fimm farma, sem fóru frá íslandi frá 5/8 1981 til 18/12 1981. Stærsta krafan er vegna sendingar, sem fór héðan 5/8, en þar telur hann að hann hafi átt að fá 6000 pakka, en ekki 4080, eins og segir á pappírum héðan. Gámarnir 21, sem sendingin fór í héðan, eru allir 20 feta og taka 190-195 pakka hver. Þannig geta alls komist í þá 3990 til 4095 pakkar, eftir því hve fast er troðið í þá. Utflytjandi skreiðarinnar var fyrir- tæki, sem þá var skráð í París og heitir Finmar Trading ltd. Því er stjómað af manni að nafni Nigel Francis. Það var fyrirtækið G. Albertsson í Reykjavík, sem útvegaði skreiðina og seldi hana FOB frá Reykjavík. Eimskip flutti farminn til Hamborgar, þar sem annað skipafélag tók við honum til flutnings áfram til Port Harcort í Nigeriu. Þar afhendir það skipafélag handhafa frumrits farmskírteinisins sendinguna. Þar er einnig talið úr gámunum af þarlendum aðila, og vantar þá fáeina pakka upp á töluna 4080. Það mun þó ekki vera neitt óvenjulegt við að fáeinir pakkar „týnist“ í Nigeriuvið- skiptunum, enda snýst málið ekki um þá. Þessir umræddu gámar, sem fóru frá Reykjavík 5/8, fóru ekki frá Hamborg fyrr en 22. des. Tíminn hefur ekki getað aflað sér upplýsinga um í hvers vörslu þeir voru þessa mánuði, sem þéir biðu í Hamborg. Ekki hefur frést að neinir skreiðar- framleiðendur hafi kvartað undan að þeir hafi ekki fengið greitt það sem þeir seldu og fór í þessa umræddu sendingu. En telja má víst að þeir hefðu látið frá sér heyra, hefðu þefr selt 6000 pakka en aðeins fengið 4080 greidda. Eimskip, sem hefur flutt skreið fyrir marga aðila þessa sömu leið á sama tíma, hefur ekki fengið kvartanir frá öðrum móttakendum en þessum eina. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.