Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 1
Flugáætlun er flókin radmynd - bls. 10-11 Blað 1 Tvö blöð í dag Helgin 24.-25. júlí 1982 166. tbl. - 66. árgangur kvlkmynda- hornið Conan villi- maður borgum — bls. 5 atkvæða." Einnig kom fram hjá Jóni að ein þjóðin, sem greiddi banninu atkvæði sitt hafi verii' Antíka, smáríki í Karabíska hafinu, sem kom inn á ráðstefnuna í fyrradag og hefur aldrei stundað hvalveiðar. „Menn geta kom- ið hér inn fimm mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna og tekið þátt í henni, ef þeir geta bara sannað að þeir séu fulltrúar sinnar þjóðar. Það verður hverrar ríkisstjórnar að ákveða hvernig hún vill taka á þessum málum. Ég þori ekkert að segja um hvort einhver þjóð taki ekki mark á þessu, en þjóð eins og Rússar láta varla segja sér fyrir verkum. Mér þykir það a.m.k. ótrúlegt, án þess að ég viti það,“ sagði Jón Jónsson. SV Radar- málið — bls. 4 ALGERT HVALVEIDI- BANN SAMÞYKKT 1986 — munaöi einu atkvæði að tillagan hlyti 2/3 atkvæða ■ Bann við öllum hvalveiðum í heiminum var samþykkt á Alþjóða hvalveiðiráðstefnunni í Brighton í Englandi, um klukkan hálf sjö að íslenskum tíma, í gærkvöldi. Tillagan kom frá Sechilleyjum, sem er smáeyja- klasi í Indlandshafi, með 6-7000 íbúa, að sögn Jóns Jónssonar forstjóra hafrannsóknarstofnunar, sem er einn fulltrúa Islands á ráðstefnunni. Með tillögunni greiddu 25 ríki atkvæði, 5 sátu hjá og 7 greiddu atkvæði gegn. Þau sem voru á móti eru: Brasilía, fsland, Japan, Korea, Noregur, Peru og Sovétríkin. Samþykktin segir að allar strand- veiðar verði bannaðar eftir 1986, en úthafsveiðarnar verða bannaðar eftir timabilið 1985 og 1986. Þar skiptist veiðin á tvö ár. Þessi ákvörðun verður svo endur- skoðuð árið 1990. „Hér er búið að vera geysilega mikið baktjaldamakk út af þessu í allan dag,“ sagði Jón Jónsson í viðtali við Tímann. „Mann var farið að gruna að þetta gengi í gegn, þegar maður frétti að Spánn væri brostinn úr liði hvalveiðimanna. Spánn greiddi at- kvæði með banninu, en hefði hann verið með okkur, eins og við vonuðum, hefði tillagan fallið, þar sem hún þarf tvo þriðju hluta greiddra Jón Jónsson forstjóri. ■ Þegar verslunarstjórinn kom til starfa í gærmorgun varð fyrst vart við hvað skeð hafði. í öskjunum voru dýrustu gullfestar og armbönd í versluninni. (Timamynd Robert). Stórinnbrot í skartgripaverslun Kornelíusar: HUNDRUD ÞÚSUNDA TJÓN ÞÝFIÐ LAGT VÁTRYGGT ■ „Þetta er versta innbrotið sem framið hefur verið í okkar verslunum. Eg vil ekki áætla upphæðina, en hún nemur hundruðum þúsunda. Ég ímynda mér að skaðinn sé ekki minni,* en þegar brotist var inn hjá Gull og silfur, - hér hurfu 60-70 verðmætustu úrin, dýrustu gullkeðjumar og arm- böndin auk kassa með giftingarhring- um. Er þá hvergi allt talið.“ Þannig fórust Haraldi Kornelíussyni orð, þegar við Tímamenn litum við hjá honum í gær, en í fyrrinótt var brotist inn í skartgripaverslun Korne- líusar Jónssonar að Skólavörðustíg 8 með fyrrgreindum afleiðingum. Þjóf- arnir eðá þjófurinn náði glugga úr að húsabaki með karmi og hjörum, komst inn í kompu sem fyrir innan var, braut upp tvær hurðir og komst þannig inn í verslunina. Það var að vonum tómlegt um að litast í afgreiðsluborðinu, þar sem stórar öskjur stóðu galtómar, en auk þess höfðu þjófarnir hirt það verðmæt- asta úr verslunarglugganum. Munu þeir hafa gefið sér góðan tíma og var leikurinn þeim því hægari sem vörurn- ar voru vel verðmerktar. Þess skal getið að aðeins hálfum mánuði áður en innbrotið var framið í Gull og silfur var skartgripum fyrir 150-200 þúsund stolið í öðru innbroti í þessari verslun. „Okkur er Ijóst að öryggisráðstafan- ir voru ófullnægjandi," sagði Harald- ur, „en fyrri innbrot hér hafa verið á þá leið að þjófar hafa brotið rúður og hrifsað í skyndingu það sem þeir náðu á augnabliki. Hér eru ný vinnubrögð komin til sögunnar. Þetta var þaul- skipulagt." Haraldur sagði að verslunin hefði verið að undanförnu að skoða tilboð í þjófavarnarkerfi, en ekki var enn orðið af framkvæmdum. Hann kvaðst búast við að þýfið væri mjög lágt tryggt og er skaðinn því geysilegur. - AM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.