Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1982. Flugleiðir fella niður nær öll laugardagsf lug til Dússeldorf í ágúst: „HRUN í BÓKUNUM í SÍDUSTU VIKU” — segir Karl Sigurhjartarson hjá markaðsdeild Flugleiða Gott veður á öllu landinu ■ „Mér sýnist líta bara vel út með veðrið um helgina, um allt land,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, veðurfræð- ingur, þegar Tíminn spurði um veðurút- litið í gær. „Ég get ekki séð annað en það verði bjart og hlýtt víðast hvar. Það verða kannski einhverjir skýjabólstrar yfir Vesturlandi og vestanverðu Norður- landi. En ég held mér sé óhætt að spá því að ekki rigni úr þeim fyrr en á mánudag,“ sagði Guðmundur. - Sjó Vegaskemmdir á Suð-Vesturlandi ■ Miklar vegaskemmdir urðu í Hval- firði, Borgarfirði og á sunnanverðu Snæfellsnesi í votviðrinu í vikunni. Á Borgarfjarðarbraut fór í sundur ræsi og einnig á Akrafjallsvegi við Galtavík. í gær voru þessir vegir lokaðir. Aðrir vegir voru færir. Menn frá Vegagerðinni voru í gær að gera við vegina og var búist við að verkinu tækist að Ijúka fyrir hádegi í dag. - Sjó ■ Veðurspáin lofar góðu og er ekki ósennilegt aðþetta verði algeng sjón um helgina. Tímamynd ELLA. ■ Áætlunarflug Flugleiða til Dussel- dorf í sumar - laugardaga og sunnudaga - hefur ekki gengið betur en svo, að félagið tilkynnti ferðaskrifstofum hinn 19. júlí um niðurfcllingu allra laugar- dagsferðanna í ágúst utan einnar, 14. ágúst. Sunnudagsflugin geta Flugleiðir sameinað - og hafa gert - áætlunarferð- unum til Frankfurt. Áætlunarflug til Dússeldorf verður síðan felVt alveg niður frá septemberbyrjun. „Niðurfellingin kom eftir hrun í bókunum í síðustu viku - einhverrra hluta vegna - sem orsakar það að við sjáum okkur ekki fært að fljúga þetta", sagði Karl Sigurhjartarson hjá markaðs- deild Flugleiða. „Verði ekki frekara hrun í bókunum teljum við að ekki þurfi að fella meira niður,“ sagði Karl aðspurður. Hefur þetta áætlunarflug þá gengið brösulega í sumar? „Kannski verr en við hefðum viljað. Þetta hefur alltaf verið bara sumaráætl- un og alltaf farið hægt af stað og við því ekki óvanir því að þau séu létt. En farþegar hafa verið færri í júlí en við höfum vænst. Við höfum venjulega. byggt þetta flug á farþegum erlendis frá, sem hefur vantað. Við höfum því reynt að fylla sætin héðan með allskyns tilboðum (ein með öllu t.d.) en ferðirnar hafa verið léttbókaðri en við vildum," sagði Karl. En hver er ástæðan talin? „Við kennum því um að það sé of mikið framboð á þessum markaði“. - HEI c-Km/* „Borgarfjarðar- gleöin” um Verslunar- mannahelgina ■ Eins og undanfarin ár verður „Borgarfjarðargleðin" haldin nú um verslunarmannahelgina, en aðsókn að henni hefur farið sívaxandi. Borgar- fjörðurinn er líka mikið ferðamanna- svæði og þar eru sumardvalarheimilin að Svignaskarði, Munaðarnesi, Hreða- vatni, og Bifröst, auk allra sumarbúst- aðanna, svo ekki sé minnst á tjaldstæð- in, m.a. í Húsafelli. Þrír dansleikir verða haldnir á Borgarfjarðargleðinni. Á föstudag er dansleikur í félagsheimilinu Brún, en í félagsheimilinu að Logalandi á laugar- dag og sunnudag. Sætaferðir eru í Borgarfjörð frá Umferðarmiðstöð fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag og sérstakar ferðir á dans- leikina. Sér Sæmundur um þessar ferðir. Það verður hljómsveitin Upplyfting sem leikur á öllum dansleikjunum og enginn þarf að kvíða því að fjörið verði ekki nóg. ■ Með því að merkja fyrir skábílastæðum fyrir neðan bogagötuna sem liggur fyrir framan Háskóla íslands er reynt að koma í veg fyrir að nemendur leggji bflum sínum báðum megin við götuna, eins og gert hefur verið þrátt fyrir bann við bifreiðastöð- um fyrir ofan götuna. Tímamynd: ELLA. Breytt fyrir- komuiag bfla- stæða við HÍ ■ „Þetta er tilraun til þess að fá betra skipulag á bOastöður við Háskólann“ sagði Guttormur Þormar hjá embætti borgarverkfræðings í samtali við Tím- ann í gær um nýskipun bilastæða í bogagötunni þeirri sem liggur fyrir framan Háskóla íslands. Nokkur vandamál hafa skapast á veturna fyrir framan skólann þar sem nemendur skólans hafa lagt bílum sínum beggja vegna við götuna þrátt fyrir bann við bílastöðum fyrir ofan hana, og jafnvcl upp á gangstéttina fyrir framan Háskólann og gert þannig illmögulegt að komast að skólanum. Með því að merkja fyrir ská bílastæðum fyrir neðan götuna er reynt að koma í veg fyrir að lagt sé báðum megin, án þess að fækka stæðunum við götuna. „Við fórum fram á það fyrir nokkrum árum að það yrði bannað að leggja bílum við gangstéttina fyrir framan Háskólann, vegna þess að erfitt var að komast að skólanum þegar bílum var þéttlagt báðum megin við götuna fyrir framan skólann.“ Það var gert en hinsvegar hefur reynst erfitt að fram- fylgja því banni og þess vegna leituðum við til embættis borgarverkfræðings með skipulaginu á bílastæðum við Háskól- ann“ sagði Guðmundur Magnússon rektor Háskola íslands í samtali við Tímann. „Með þessum skábílastæðum er mönnum gert crfitt fyrir að leggja fyrir ofan götuna, því ef þeir gera þar loka þeir bílana á stæðunum og stöðva alla umferð um götuna. í framhaldi af þessari endurskipulagn- ingu er fyrirhugað að setja bómu á bílastæðið á bak við skólann, en það stæði er aðeins ætlað kennurum og starfsfólki. Við viljum beina nemendum meira inn á bílastæði skólans sem eru fyrir vestan Suðurgötu og við íþrótta- völlinn fyrir neðan skólann sem hafa verið notuð" sagði Guðmundur. -SVJ Allt gert klárt til að taka adflugsradarinn í Keflavík í notkun fyrir Reykjavíkurflugvöll fyrir þremur mánudum síðan: Flugmálastjóri stöðvaði málið TTVissi ekki annad en mennirnir kæmu til starfa 1. maí”, segir Bogi Þorsteinsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli ■ „Lokaniðurstöður nefndar, sem vann í þessu í vetur voru þær að hér yrðu gerðar ákveðnar tæknilegar lagfæringar og síðan kæmu menn frá Reykjavík hingað til starfa 1. maí. Um starfsskil- yrði þeirra var sagt m.a.: Starfsmenn Reykjavíkuraðflugs, sem vinna á Kefla- víkurflugvelli, fylgi sömu umgengnis- venjum og starfsmenn Keflavíkurað- flugs í turni.“ Þetta er frásögn Boga Þorsteinssonar af því sem síðast gerðist í tilraunum manna til að taka aðflugsradarinn í Keflavík í notkun fyrir aðflug á Reykjavíkurflugvelli. „Ég fór í sumarfrí seint í apríl og vissi þá ekki annað en að mennirnir mundu koma til starfa 1. maí. Þegar ég kom aftur voru þeir ekki hér og í ljós kom að flugmálastjóri hafði stoppað þetta með bréfi sínu til ráðuneytisins, þar sem hann krefst yfirlýsingar um að reglu- gerðin frá 1957 falli raunverulega úr gildi, þannig að stjórn flugturnsins í Keflavík falli undan stsjórn utanríkis- ráðuneytisins og komi undir samgöngu- ráðuneytið og þá hans stjórn.“ Bogi var spurður hvort nauðsynlegt væri að kaupa „radarlink" til þess að nota aðflugsradarinn í Keflavík fyrir aðflug í Reykjavík. „Ef menn geta starfað saman eins og menn, þá tel ég að ekki sé þörf á þessum tækjum. Ég get ekki séð að nein tæknileg þörf sé á þeim,“ svaraði hann. í samtali Tímans við Boga kom einnig fram að flugumferðarstjóri, sem situr við skjáinn í flugturninum í Keflavík, getur stjórnað aðflugi að Reykjavíkur- flugvelli af sama öryggi og sá sem situr við hinn væntanlega „radarlink" í flugtuminum í Reykjavík. Að vísu hafa aldrei verið gerðar aðflugsprófanir á radarnum fyrir Reykjavík, en Bogi segist ekki hafa ástæðu til að ætla að brautir Reykja- víkurflugvallar séu rangt staðsettar á radarkortinu þeirra, þar syðra, enda hefur það einstaka sinnum gerst í neyðartilfellum að flugumferðastjórnin í Keflavík hefur leiðbeint litlum flug- vélum t' aðflugi að Reykjavík og það hefur allt gengið vel. Síðdegis í gær barst Tímanum greinargerð frá Varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins um þessi mál og þar er staðfest í öllum megin atriðum það sem Bogi sagði í viðtalinu hér að framan. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.