Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.07.1982, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 24. JULI 1982. 19 og leikhús - Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid Villimaðurinn Conan grimmur á svip (Arnold Schwarzenegger). iilimadur- nn Conan ■ Villimaðurinn Conan (Conan Ihe Barbarian) eftir John Milius er ein þeirra kvikmynda, sem frumsýndar voru í Bandaríkjunum í vor og hafa gengið alveg þokkalega. Söguhetja myndarinnar, Conan, sem virðist af lýsingum frekar ófrýnileg persóna, er leikin af vöðvafjallinu Arnold Schwarzenegger. ímyndþessariervillimennskan að þeim verkum vakti Big Wednesday mestu allsráðandi, þótt John Milius hafi látið hafa eftir sér, að hann hcfði átt að setja mun meira ofbeldi í myndina til þess að hafa eitthvað til að semja við kvikmyndaeftirlitið um! Sagan gerist fyrir litlum tólf þúsund árum, þegar hart var barist með sverðunt og spjótum og galdranornir riðu um héruð. Robert nokkur Howard á heiðurinn af því að hafa skrifað allmargar bækur um þessar persónur hér fyrr á árum, og mun það hafa verið vinsælt lestrarefni vestra. Howard hefur lýst þessari sögu- hetju sinni þannig, að hann lifi fyrir bardaga og sé alltaf „með brennandi þrá eftir að drepa, að reka hnlf sinn á kaf í vöðva og beiu og snúa hnífnum í blóði og innyflum". Huggulegur piltur það. John Milius, sem ritaði handritið ásamt Oliver Stone og leikstýrir myndinni, er mjög ánægður með sköpunarverk sitt. Hingað til cr hann fyrst og fremst þekktur sem höfund- ur kvikmyndahandrita, og þá alveg sérstaklega fyrir gerð handritsins að Apocalypse Now ásamt Francis Coppola. Hann hefur þó leikstýrt nokkrum kvikmyndum áður. Af sennilega mesta athygli. Milius er mjög umdeild persóna og nýtur þess að vera illa umtalaður í fjölmiðlum vestra fyrir öfga sína. Hann er mjög hrifinn af fornum japönskum bardagalistum, sem reyndar kemur fram í bardagasenum í myndinni, og kallar sjálfan sig „Zen fasista". Hann segir sjálfur: „Ég hef skrítnar stjórnmálaskoðanir. Ég held að enginn taki þær alvarlega. Sennilega er ég svo langt til hægri aö ég sé stjómleysingi." Og um gagnrýni bandarískra fjölmiðla segir hann mcö bros á vör: „Genghis Klian fékk líka slæma pressu.“ Hann segir stundum að sennilega sé tilvera hans hér tímaskekkja: Hann hefði átt að vera uppi á tímum Genghis Khans, sem hann er mjög hrifinn af. Klias Snæland Jónsson skrifar Galdranorn, leikin af Cassandra Gaviola, fremur óskemmtileg á að horfa. ★ Atvinnumaðuríástum ★★★ Hörkutólið Ö Stuð meðferð ★★ Sólin ein var vitni ★★ Sverðið og seiðskrattinn ★★ Amerískur varúlfur í London ★ Jarðbúinn ★★★ Lola ★★ Cat Ballou ★★★ Fram í sviðsljósið Stjörmugjöf Tfmans * * * * frábaar • * * * mjög góð • * * gód * * sæmlleg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.